Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 4
Ánægður
fýrir hönd
Henrys
ROGER Lemerre, þjálfari
Frakka, segist ánægður
með að útherjinn Thierry
Henry skuli genginn í raðir
Arsenal á Englandi frá Ju-
ventus á Ítalíu.
Þjálfarinn sagði þetta er
hann kynnti landsliðshóp
sinn í gær. „Á HM í fyrra
sagði hann mér að það væri
draumur sinn að leika með
Arsenal,“ sagði þjálfarinn
um Henry. „Nú hefur sá
draumur hans ræst og ég
þykist vita að liann muni
standa sig vel,“ sagði hann
ennfremur.
Henry var ekki valinn í
landslið Frakka, en Lem-
erre gaf þó sterklega til
kynna að hans tími mundi
koma innan tíðar.
■ JULIO Cesar, hinn gamalreyndi
brasilíski vamarmaður, hefur geng-
ið til liðs við þýska liðið Werder
Bremen. Cesar, sem er 36 ára, hef-
ur leikið að undanfömu með gríska
stórliðinu Panathinaikos en yfirgef-
ur nú herbúðir þess um leið og
Helgi Sigurðsson gengur í raðir
þess.
■ CESAR hefur áður leikið í
Þýskalandi með Dortmund 1994-
1998 og varð Evrópumeistari með
liðinu 1997. Þá sigraði Dortnmnd
ítalska stórliðið Juventus í eftir-
minnilegum úrslitaleik Meistara-
deildarinnar og hetja liðsins var
framherjinn Karlheinz Riedle, sem
nú fær endrum og sinnum að
spreyta sig með Liverpool.
■ ALEX Manninger, varamark-
vörður Arsenal, hefur verið valinn í
landsliðshóp Austurríkis fyrir vin-
áttuleik gegn Svíum í næstu viku.
Manninger hefur ekki áður hlotið
náð fyrir augum landsliðsþjálfara
Austurríkis en frammistaða hans
með Arsenal að undanförnu og sú
staðreynd að Austurríkismenn hafa
verið kjöldregnir ítrekað upp á
síðkastið hefur fært honum tæki-
færi nú.
■ GABRIEL Omar Batistuta
meiddist á miðvikudagskvöld í leik
með Fiorentina í leik liðsins gegn
Widzew Lodz í forkeppni Meistara-
deildarinnar. Enn eru hnémeiðsli að
angra kappann og nú er útlit fyrir
að hann verði frá í tvær vikur hið
minnsta. Batistuta var einmitt frá
keppni sl. vetur í tvo mánuði vegna
hnémeiðsla og var það talið eiga
stóran þátt í að Fiorentina gaf eftir
á lokasprettinum í kapphlaupinu
um meistaratitOinn.
■ CHELSEA er enn á höttunum
eftir sterkum leikmönnum og nú er
gert ráð fyrir að ítalski útherjinn
Gabriele Ámbrosetti gangi í raðir
enska úrvalsdeildarliðsins frá
Vicenza. Kaupverð er ekki gefið
upp, en það er þó talið á milli þrjú
og fjögur hundruð milljónir króna.
■ NORSKI landsliðsmaðurinn
Kjetil Rekdal verður ekki með
þýska liðinu Hertha Berlín í fyrstu
leikjum deildarinnar. Rekdal fót-
brotnaði í 2:0-sigri liðsins á
Famagusta frá Kýpur í fyrri leik
liðanna í forkeppni Meistaradeildar-
innar á miðvikudagskvöld og verður
því ekki með Eyjólfí Sverrissyni og
félögunum um skeið.
Morgunblaðið/Golli
BJORGVIN Sigurbergsson, nýkrýndur íslandsmeistari, og Helgi Birkir Þórisson fara fyrir sterkri sveit
Keilis. Hér slá þeir félagar á létta strengi ásamt Heiðrúnu Jóhannsdóttur, eiginkonu Björgvins.
Tekst vængstýfðri sveit
GA hið ómögulega?
SVEITAKEPPNIN í golfi hefst á Grafarholtsvelli Golfklúbbs
Reykjavíkur á morgun og lýkur á sunnudag. Vitað er að tit-
ilhafarnir, Akureyringar í karlaflokki og Mosfellingar í
kvennaflokki, munu eiga á brattann að sækja til að halda
bikurum sínum. Sveitir Keilis eru sigurstranglegastar og
kæmi engum á óvart ef klúbburinn ynni tvöfalt, líkt og
hann gerði á Landsmótinu um síðustu helgi.
Sveit GA á titil að verja í karla-
flokki, en hún verður vængstýfð
'er hún hefur leik í Grafarholtinu í
dag. Ómar Halldórsson er farinn til
Bandaríkjanna, þar sem hann er við
nám í Suður-Karólínuríki, Ingvar
Karl Hermannsson kemst ekki í
tæka tíð vegna þátttöku sinnar í
Norðurlandamóti unglingalandsliða
í Finnlandi og Ólafur Gylfason verð-
ur fjarri góðu gamni. Þeir Sigurpáll
Geir Sveinsson, sem varð Islands-
meistari í fyrra, Birgir Haraldsson
og hinn gamalreyndi Björgvin Þor-
steinsson fara því fyrir sveitinni,
sem verður að öðru leyti skipuð lítt
reyndum kylfingum. Akureyringar
hefja titilvörnina gegn Suðurnesja-
mönnum, með Örn Ævar Hjartar-
son innanborðs, og Akumesingum.
Sveit Keilis virðist sterkust í
karlaflokki, a.m.k. er litið er yfir
skipan sveitanna. Þar er valinn
maður í hverju rúmi. Þeir ættu að
vinna sigur á sveit Golfklúbbs
Kópavogs og Garðabæjar árdegis,
en eftir hádegi etja þeir kappi við
heimamenn. Má búast við að þeir
geti einna helst gert Keilismönnum
skráveifu.
Kjalarstúlkna bíður erfitt en
spennandi verkefni
Kvennasveit Golfklúbbsins Kjalar
vakti sveitir GR og Keilis af værum
blundi fyrir ári, þegar hún kom, sá
og sigraði á Jaðarsvelli á Akureyri.
Kjalarstúlkurnar ungu hefja titil-
vörnina með viðureign við B-sveit
GR fyrir hádegi, en leikur síðan
gegn B-sveit Keilis síðdegis. Því er
líklegt að titilhafarnir verði með
fullt hús stiga í kvöld. Sömu kröfu
má gera til aðalsveitar Keilis, sem
er sigurstranglegust í keppninni.
Hún leikur gegn Akureyringum og
B-sveit GR.
Fróðlegt verður að fylgjast með
gengi GR-stúlkna, með Ragnhildi
Sigurðardóttur fremsta í flokki.
Þær eru á heimavelli og munu
reyna eftir fremsta megni að halda í
við sterka sveit Keilis, sem ætlar
sér sigur og ekkert annað.
Tap fyrir
Angóla
ÍSLENSKA kvennalands-
Iiðið skipað stúlkum undir
20 ára hafnaði í átjánda
sæti á HM í Kína - tapaði
fyrir Angóla í síðasta Ieik
sínum, 20:19, eftir að hafa
haft yfir í leikhléi, 11:8. fs-
lenska liðið vann einn leik
á mótinu - lagði Japan,
sem varð í níljanda sætí,
20:16, tapaði fyrir
Hollandi, 28:23, Kóngó,
17:14, Noregi, 36:20, Ung-
veijalandi, 28:20, og Rúm-
eníu, 30:16.
Þórður
, Emil og
ívar koma
. langtað
ÞÓRÐUR Emil Ólafsson,
sem hefur verið fremsti
Iáhugamaður Skagamanna
upp á síðkastið, kemur
sérstaklega tíl íslands tíl
að leika með sveit Leynis í
sveitakeppninni í Grafar-
holtí. Golfklúbburinn tók
þá ákvörðun að senda eft-
ir Þórði, sem býr og
starfar í Lúxemborg.
Hann flýgur síðan aftur á
brott þegar keppninni er
lokið.
Sömu sögu er að segja
af Ivari Haukssyni hjá
Golfklúbbi Kópavogs og
Garðabæjar. Hann býr á
Spáni og býr sig undir
keppni á spænsku móta-
röðinni, þar sem atvinnu-
menn leika, en hún hefst í
desember. Þetta verður að
öllum líkindum siðasta
áhugamannamótið sem ív-
ar leikur á að sinni.
GOLF / SVEITAKEPPNI GSI