Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn öttinn við Frederic Dindeleur. esti vítateiginn. Guðmundur sendi inn á nær stönginni þar sem Þórhallur og Bjarki komu askvaðandi með skoskan varnarmann í eftirdragi. Þórhallur skallaði fyrirgjöf Guðmundar af hörku í markið. Skömmu fyrir markið áttu leikmenn KR að fá vítaspyrnu varnar- maður Kilmarnock varði skot Bjarka á markteig með hendi. Leikur KR-inga var í takt við lit búninga liðsins á milli leikhlutanna tveggja. Fyrri hálfleikur var góður þar sem liðið sýndi oft prýðilegan leik og að það væri mun betra en gestimir. Þá stóð Bjarki Gunnlaugsson upp úr. Hann var aðalmaðurinn í öllum sókn- araðgerðunum og olli miklum usla ásamt Guðmundi og eins var Sigþór prýðilegur, en allur botn datt úr leik hans í síðari hálfleik. Einar Þór byrj- aði illa en sótti í sig veðrið eftir því sem á hálfleikinn leið. Hann var hins vegar einn af fáum KR-ingum sem reyndi eitthvað að gera í síðari hálfleik þegar leikmenn virtust vera orðnir patt. Eins og fyrr greinir er langt í frá að skoska liðið hafi heillað þann er þessar línur ritar. Ef þetta er með því skásta sem skosk knattspyrna býður upp á þá er hún ekki upp á marga fiska. Að undanskildum markverðinum voru leikmenn slakir. FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 C 3 KNATTSPYRNA Helgi Sigurðsson á leið til Grikklands NORSKA úrvalsdeildarliðið Stabæk hefur samþykkt að selja Helga Sigurðsson til gríska 1. deildar liðsins Panathinaikos. Hugsanlegt kaupverð leikmannsins, sem er staddur í Grikklandi til viðræðna við forráðamenn félagsins, er yfir 100 milljónir ísl. króna. Helgi, sem er annar markahæsti leikmaður úrvalsdeildar- innar, hefur vakið athygli norskra fjölmiðla að undanförnu og er sagður hafa tekið knattspyrnuna þar í landi með áhlaupi. Jafn- framt er farið fögrum orðum um frammistöðu annarra íslenskra leikmanna i Noregi. Tom Schjelvan, forráðamaður hjá Stabæk, sagði erfitt að selja Helga á miðju tímabili en tilboð gríska liðsins hefði reynst það gott að því varð ekki hafnað - samkomu- lag hefði náðst á innan við 24 klukkutímum. Schjelvan sagði að Helgi, sem er staddur í Grikklandi, hefði að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik fyrir Stabæk en vildi ekki ræða í smáatriðum kaup gríska liðsins á íslendingnum fyrr en Helgi hefði skrifað undir. Hann staðfesti engu síður í samtali við norska netmiðilinn Nettavisen að hugsanlegt kaupverð væri yfir 100 miiljónir ísl. króna. Helgi, sem er 25 ára, kom til norska liðsins frá Fram sumarið 1997 en hann hafði það ár hætt hjá þýska 3. deildar liðinu TB Berlín. Hann skoraði fimm mörk í 14 leikj- um á fyrsta ári hjá norska félaginu en á næsta keppnistímabili var hann meiddur um tíma og átti í erf- iðleikum með að halda sæti sínu í liðinu. Hann sló í gegn undir lok tímabilsins 1998 er hann skoraði tvö mörk er Stabæk vann Rosenborg, 3:1, í bikarúrslitaleik á Ulleval-leik- vanginum í Qsló og varð því fýrstur íslenskra knattspyrnumanna til I Nettavisen segir að hugsanlegt kaupverð gríska liðsins Panathinaikos á Helga Sigurðssyni sé yfir 100 milljónir íslenskra króna Valsmenn senda Curkovic heim VALSMENN hafa ákveðið að senda króatiska leikmanninn Davor Curkovic á ný til Króatíu. Valsmenn bundu vonir við komu leikmannsins enda ferilskrá hans í atvinnu- mennsku yfírgripsmikil, þar sem félagslið eins og Veróna, AC Mflan og Rauða Sfjarnan voru nefnd til sögunnar. Á heimasíðu knattspyrnu- deildar Vals segir að við nán- ari athugun hafí komið í ljós að likamlegt þol leikmannsins hafi ekki verið eins og best varð á kosið og því ákveðið að senda hann frá liðinu. Leiftur fékk skell LEIFTUR tapaði 6:1 fyrir Anderlecht í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópukeppninnar sem fram fór í Brussel í gær, staðan í hálfleik var 3:1. Mark Leifturs var sjálfsmark Belgans De Boeck á 26. mínútu, en áður hafði Goor komið Anderlecht yfir á 19. mínútu. Steinn V. Gunnarsson skoraði í eigin mark á 40. mínútu og kom Anderlecht í 2:1 áður en Goor skoraði á ný, 3:1, einni mínútu síðai’. Zetterberg, Baseggio og Radzinski bættu síðan þremur mörkum við fyrir Belgana á 53., 56., og 68. mínútu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunh’ tókst ekki að ná í forsvarsmenn Leifturs eftir leikinn. þess að vinna bikartitil í Noregi. Helgi hefur reynst iðinn við kolann á þessu tímabOi og er þriðji marka- hæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk, einu marki færra en Sig- urd Rushfeldt, sem lék með Rosen- borg en hefur nú verið seldur til portúgalska liðsins Benfica, og Heiðar Helguson, Lillestrpm. Segir í norska dagblaðinu TA að Helgi hafi átt góða möguleika á að verða fyrsti erlendi leikmaður úrvals- deildarinnar til þess að verða markakóngur. Úrvalsdeildin tekin með áhlaupi í TA er sagt að fyrir nærri þúsund árum hafi norskir víkingar haldið til Islands en nú streymi íslenskir fót- boltamenn í víking til Noregs. Held- ur blaðið því fram að Helgi og aðrir íslenskir knattspymumenn hafi tekið norsku úrvalsdeildina með áhlaupi og er í því sambandi vitnað til frammistöðu Rúnars Kristins- sonar og Heiðars, Lillestrom, Rík- harðs Daðasonar, Viking, Áma Gauts Arasonar, Rosenborg, Tryggva Guðmundssonar, Tromso, og fleiri íslenskra leikmanna. Telur blaðið það markvert að 270 þúsund manna þjóð skuli hafi alið af sér jafn marga atvinnumenn og heldur það því fram að hvorki færri en fleiri en 50 íslenskir knattspymumenn hafi haldið út til þess að freista gæfunn- ar frá 1996. Bárd Borgersen, leikmaður Odd Grenland, er sagður hafa háð marga hildi við íslenska framherja og hef- ur frammistaða þeirra vakið aðdáun hans. Borgersen segir Helga eitrað- an framherja sem hafa verði góðar Morgunblaðið/Brynjar Gauti HELGI Sigurðsson, miðherjinn marksækni. gætur á. „íslenskir leikmenn hafa vakið aðdáun mína enda margir þeirra sem hafa látið til sín taka í Noregi," segir Borgersen. Knut N. Kristiansen, fyrrverandi framkvæmdastjóri úrvalsdeildar- liðsins Brann, er ekki eins undrandi á frammistöðu íslensku leikmann- anna og telur það gott fyrir norska knattspymu að fá fleiri slíka leik- menn til Noregs. Kristiansen, sem stjórnaði félaginu á sama tíma og Bjami Sigurðsson, Ólafur og Teitur Þórðarsynir, Ágúst Gylfason og Birkir Kristinsson vom hjá því, seg- ir að íslenskir leikmenn séu jákvæð- ir og viljugir til þess að æfa mikið. Jafnframt kemur fram í máli Kristi- ansen að íslenskir leikmenn líti á Noreg sem stökkpall til sterkari liða í Evrópu. Helgi Sigurðsson er því sammála í samtali við TA. Hann segir íslenska leikmenn vana miklu erfiði enda séu flestir þeirra í vinnu á daginn og æfi síðan á kvöldin. „Við æfum mikið og leggjum okkur ætíð fram. Þannig er hinn íslenski hugsunarháttur." Graydon hrósar Sigurði Ragnari Sigurður Ragnar Eyjólfsson, framherji enska 1. deildarliðs- ins Walsall, fær mikið lof frá knatt- spyrnustjóra liðsins eftir frækilega framgöngu í sigri liðsins á Plymouth Argyle í deildarbikar- keppninni á þriðjudagskvöld. Leiknum lyktaði með 4:l-sigri Walsall og Sigurður Ragnar stal senunni er hann kom inn á sem varamaður á 80. mínútu og skoraði tvö góð mörk. Ray Graydon, stjóri Walsall, seg- ir að mörkin tvö hafi komið sér skemmtilega á óvart. Honum hafi ekki þótt Sigurður sýna mikið á æf- ingum undanfarið, en mörkin hafi verið frábær og ekki sé hægt annað en dást að því hve lunkinn fram- herjinn sé við að koma sér í marktækifæri. Sigurður Ragnar gekk til liðs við Walsall sl. haust og kom þá úr her- búðum Skagamanna, en hann lék einnig fyrstu leiki Akurnesinga í efstu deild karla á þessari leiktíð og skoraði eitt mark. Hann meiddist hins vegar og fór því fyrr til Walsall en til hafði staðið. Þar gekkst hann undir aðgerð og virðist hafa jafnað sig fyllilega nú. Sigurð- ur Ragnai' er alinn upp í KR og lék um skeið með liðinu í efstu deild, en lék einnig með Víkingi og Þrótti áð- ur en hann gekk til liðs við Skaga- menn í fyrra. Guðjón gaf Eyjólfi frí GUÐJÓN Þórðarson, lands- liðsþjálfari í knattspyrnu, varð í gær við ósk Eyjólfs Sverrissonar - að fá frí frá vináttuleik Islands og Færeyja á miðvikudaginn kemur í Þórshöfn. Álagið er mikið á Eyjólfi og sam- herjum hans hjá Herthu Berlin þessa dagana. Liðið lék Evrópuleik sl. miðviku- dagskvöld, deildarleik gegn Hansa Rostock á morgun, aftur deildarleik tveimur dögum eftir leik- inn í Færeyjum og Evrópu- leik 25. ágúst. Helgi Kolviðsson, sem leikur með þýska liðinu Mainz, kemur í stað Eyjólfs. Rúnar jafnar met Guðna RÚNAR Kristinsson jafnar landsleikjamet Guðna Bergssonar í Þórshöfn, leikur sinn 77. landsleik. Ríkliarður Daðason leikur sinn 25. landsleik, sem tryggir honum gullúr. Aðr- ir leikmenn sem Ieika í Færeyjum eru Birkir Krist- insson, Árni Gautur Ara- son, Sigurður Jónsson, Þórður Guðjónsson, Helgi Sigurðsson, Lárus Orri Sig- urðsson, Hermann Hreið- arsson, Helgi Kolviðsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Steinar Adolfsson, Auðun Helgason, Pétur Hafliði Marteinsson, Tryggvi Guð- mundsson og Heiðar Helguson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.