Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.08.1999, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 3RtoYguii|tihifeife C 1999 FOSTUDAGUR 13. AGUST BLAÐ Odd hefur augastað á Guðmundi GUÐMUNDUR Benediktsson, miðvallarleikmað- ur KR, er undir smásjánni hjá norska úrvals- deildarliðinu Odd Grenland. Liðið ætlaði upp- haflega að senda menn til íslands til að fylgjast með Guðmundi í leik með KR-liðinu gegn Kilmarnock á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Þegar ljóst var að leikurinn var sýndur beint á Eurosport ákváðu forráðamenn liðsins að fylgj- ast með Guðmundi í sjónvarpi og taka siðan ákvörðun um framhaldið. Það getur því farið svo að útsendarar liðsins verði á KR-vellinum á sunnudaginn er KR mætir Grindavík. KNATTSPYRNA Marki fagnað BJARKI Gunnlaugsson réttir upp hendur og fagnar sigur- marki Þórhalls Hinrikssonar, sem liggur á vellinum eftir að hafa skallað knöttinn í netið hjá Kilmarnock á Laug- ardalsvellinum í gærkvöldi, 1:0. I Fóru illa... / B2 Ríkharður með þrennu RIKHARÐUR Daðason skoraði þrennu er Viking frá Stafangri lagði landsmeistara Andorra, Principat, 7:0, í fyrri leik Iiðanna í forkeppni Evrópukeppni félags- liða í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Stafangri. Ríkharður skoraði fyrsta mark sitt á 40. mfnútu er hann kom Viking í 3:0 og síðan gerði hann sjötta og sjöunda mark Iiðsins á 72. og 82. mfnútu. Auðun Helgason lék einnig allan leikinn fyrir Viking og átti náðugan dag í vörninni. Egill Már Markússon dæmdi leikinn og honum til aðstoðar voru Pjetur Sigurðsson og Ari Þórðarson. Morgunblaðið/Ásdís Eyjólfur fær lof hjá ARD MARK Eyjólfs Sverrissonar, landsliðsmanns hjá Herthu Berlin, gegn Dortinund í deild- arbikarkeppninni í júlí var til- nefnt sem eitt af flmm mörkum júlímánaðar í Þýskalandi hjá ARD-sjónvarpsrásinni. Eyjólf- ur var mjög lofaður fyrir kraft sinn og ósérhlífni, og sagður geta leikið allar stöður á vellin- um og vera einn dýrmætasti leikmaður Berlínarliðsins. Makedónía í Kaplakrika ÁKVEÐIÐ hefur verið að hinn þýðingarmikli leikur Islands og Makedóníu í undankeppni Evrópukeppni landsliða í hand- knattleik karla fari fram í Kaplakrika í Hafnarfiðri sunnudaginn 19. september kl. 20. „Krikinn" hefur verið happavöllur landsliðsins í þýð- ingarmiklum leikjum. Seinni Ieikurinn fer fram í Skopje sunnudaginn 26. september. Það lið sem nær betri árangri í þessum tveimur viðureignum tryggir sér rétt til að taka þátt í lokakeppni EM, sem fer fram í Króatíu í janúar. BLAK / ISLANDSMOT KA og Þróttur Nes. ekki með í 1. deild Iiklar líkur eru til þess að lið- um fækki um tvö í 1. deild karla í blaki fyrir næsta vetur. Þróttur, Neskaupstað, hyggst ekki senda lið í 1. deild að öllu óbreyttu en fjórir leikmenn hafa horfið úr herbúðum liðsins. Þess í stað hefur félagið tilkynnt þátttöku í 2. deild. Sex leikmenn eru hættir hjá blakliði KA og meiri líkur eru á að ekkert meistaraflokkslið karla á vegum félagsins verði með á veg- um Blaksambandsins næsta vetur. Ef bæði lið draga sig úr keppni verða einungis þrjú lið eftir í 1. deild karla: Stjarnan, Þróttur, Reykjavík, og ÍS. Gunnar Garðarsson, formaður blakdeildar KA, sagði að þrír leik- menn væru hættir og þrír hefðu haldið til náms, tveir til Reykjavík- ur og einn til Noregs. Hann sagði að leikmannahópur liðsins hefði ekki verið stór á síðasta tímabili, 9-10 manns, og ljóst að liðið mætti ekki við því að missa svo marga leikmenn. „Við höfum velt því fyrir okkur að fá til liðsins erlenda leikmenn en ekki er víst að deildin ráði við slíkt, að minnsta kosti hef ég efa- semdir um það. Við getum ekki fengið til okkar útlendinga jafn auðveldlega og ÍS, sem var með fjóra erlenda leikmenn á sínum snærum er við mættum þeim í bik- arúrslitaleik Blaksambandsins í vor. Það hefur verið unnið gott starf á vegum yngri flokka félags- ins en það verður bið á að leik- menn þessara flokka komist upp í meistaraflokk. Ég segi meiri líkur en minni á að við verðum ekki með karlalið á íslandsmótinu næsta vetur.“ Gunnar sagði að talsverðar deil- ur væru innan Blaksambandsins um starfsemi þess og Ijóst að til tíðinda kunni að draga á ársþingi þess, sem haldið verður í septem- ber í Reykjavík. Stjórn sambands- ins tók þá ákvörðun að greiða nið- ur skuldir og það hefur bitnað á kynningarstarfi sambandsins. Ég hef stutt hugmyndir stjórnar sam- bandsins en ljóst að það eru skipt- ar skoðanir um þær.“ Elma Guðmundsdóttir, gjald- keri blakdeildar Þróttar, Neskaup- stað, sagði að öllu óbreyttu yrði ekkert karlalið á vegum félagsins í 1. deild í vetur. Hún sagði að fjórir leikmenn væru að fara frá félag- inu, bæði af landi brott og til náms, og því ákveðið að senda lið í 2. deild. Hún sagði að blakstarf væri að öðru leyti með miklum blóma í bænum og liðið ætti marga efni- lega leikmenn sem yrðu uppistað- an í meistaraflokki félagsins að ári. Að hennar mati væri starfsemi blaksambandsins ekki sem skyldi og hún vænti þess að málefni sam- bandsins yi’ðu tekin til endurskoð- unar í heild sinni og fólk valið til starfa að útbreiðslu íþróttarinnar. KNATTSPYRNA: HELGI SIGURÐSSON TIL GRÍSKA LIÐSINS PANATHINAIKOS / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.