Morgunblaðið - 25.08.1999, Qupperneq 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1999
-fcj-
MORGUNBLAÐIÐ
MORGÚNBLÁÐÍÐ
MIÐVIKUDAGÚR 25. ÁGÚST1999 C 3
URSLIT
Knattspyma
Úrslitakeppni 3. deildar
KÍB-Hvöt.......................... 1:1
Samanlagt, 3:3, en KÍB fer áfram því liðið
gerði tvö mörk á útivelli í fyrri leiknum.
Magni - Afturelding ................1:2
Afturelding sigraði samanlagt, 3:2.
Reynir S. - Huginn/Höttur...........1:0
Huginn/Höttur sigraði samanlagt, 4:1.
Þróttur N. - Njarðvík ...............1:2
Njarðvík sigraði samanlagt, 6:2.
Undanúrslit:
Fyrri leikir, laugardaginn 28. ágúst nk.:
Afturelding - Magni...................14
Njarðvík - KÍB.......................14
England
Middlesbrough - Leicester City .....0:3
- Emile Heskey 35., 83., Tony Cottee 38.
33.126.
Watford - Aston ViIIa ..............0:1
- Mark Delaney. 19.161.
Evrópukeppni félagsliða
Úrslit síðari leikja í síðustu umferð
forkeppni að Evrópukeppni félagsliða.
Baku, Azerbaaijan:
Shamkir - Kryvbas Kryviy Rih (Úkraínu) 0:2
- Oleh Simakov 24., 67. 3.500.
■ Kryvbas sigraði samanlagt, 5:0.
Sofia, Búlgaríu:
CSKA Sofia - Portadown (N-írl.) .....5:0
Milen Petkov 14.-vsp., Ivan Litera 28., 49.,
Roumen Hristov 65.-vsp., Genadi Simeonov
78.8.000.
■ CSKA Sofia sigraði samanlagt, 8:0.
Getraunakeppni Evrópu
Úrslit síðari leikja í lokaumferð
Getraunakeppninnar. Sigurvegarar komast
áfram í fyrstu umferð Evrópukeppni
félagsliða.
Hamburg, Þýskalandi:
Hamburger SV - Montpellier (Frakkl.) .1:1
Anthony Yeboah 22. - Oliver Sorlin 70.
51.500.
■ Montpellier sigraði, 3:0, í
vítaspyrnukeppni og komst því áfram.
Metz, Frakklandi:
Metz - West Ham (Englandi)..........1:3
Nenad Jestrovic 69. - Trevor Sinclair 23.,
Frank Lampard 42., Paulo Wanchope 80.
20.000.
■ West Ham sigraði samanlagt, 3:2.
Rennes, Frakklandi:
Rennes - Juventus...................2:2
Elhadji Diouf 20., Shabani Nonda 90. -
Antonio Conte 29., Gianluca Zambrotta 72.
11.500.
■ Juventus sigraði samanlagt, 4:2.
Frjálsíþróttir
HM í Sevilla
Úrslit þeirra greina sem lauk í gær.
Sleggjukast kvenna:
1. Mihaela Melinte (Rúmeníu) .....75,20
2. Olga Kuzenkova (Rússlandi) ....72,56
3. Lisa Misipeka (Samóa)..........66,06
4. Katalin Divos (Ungverjal.).....65,86
5. Debbie Sosimenko (Ástralíu)....65,52
6. Lyudmila Gubkina (Hvíta-Rússl.) .65,44
7. Simone Mathes (Þýskal.) .......64,93
8. Kirsten Munchow (Þýskal.) .....64,03
9. Svetlana Sudak (Hvíta-Rússl.) .. .63,99
10. Dawn Ellerbe (Bandar.)........63,55
11. Tatyana Konstantinova (Rússl.) . .62,52
12. Manuela Montebrun (Frakklandi) 62,44
13. Cecile Lignot (Frakklandi) ...62,14
14. Lorraine Shaw (Bretlandi) ....62,09
15. Manuela Priemer (Þýskal.) ....61,99
16. Florence Ezeh (Frakklandi) ...60,74
17. Amy Christiansen-Palmer (Ban.) . .59,80
18. Yipsi Moreno (Kúbu) ...........58,68
19. Maria Dolores Pedrares (Spáni) . .57,66
20. Anelia Yordanova (Búlgaríu) ...53,20
21. Kamila Skolimowska (Póllandi) .. .50,38
Þrístökk kvenna:
1. Paraskevi Tsiamita (Grikklandi) . .14,88
2. Yamile Aldama (Kúbu)...........14,61
3. O.A. Vasdeki (Grikklandi) .....14,61
4. Tatyana Lebedeva (Rússlandi) .. .14,55
5. Iva Prandzheva (Búlgaríu) ....14,54
6. Sarka Kasparkova (Tékklandi) .. .14,54
7. Yelena Govorova (Úkraínu) .....14,47
8. Cristina Nicolau (Rúmeníu).....14,38
9. Oksana Rogova (Rússlandi)......14,16
10. Baya Rahouli (Alsír)...........14,00
11. Adelina Gavrila (Rúmeníu) .....13,87
12. Ashia Hansen (Bretlandi) ......13,39
I. 500 m hlaup karla:
1. Hicham E1 Guerrouj (Marokkó) .3.27,65
2. Noah Ngeny (Kenýa) ..........3.28,73
3. Reyes Estevez (Spáni) .......3.30,57
4. Fermin Cacho (Spáni) ........3.31,34
5. Andres Diaz (Spáni) .........3.31,83
6. Laban Rotich (Kenýa) ........3.33,32
7. David Lelei (Kenýa) .........3.33,82
8. Driss Maazouzi (Frakklandi) .. .3.34,02
9. Steve Holman (Bandar.) ......3.34,32
10. Granan Hood (Kanáda) .......3.35,35
II. Adil Kaouch (Marokkó) ......3.47,05
■ Noureddine Morceli frá Alsír lauk ekki
hlaupinu.
800 m hlaup kvenna:
1. Ludmila Formanova (Tékklandi) .1.56,68
2. Maria Lurdes Mutola (Mósambik) 1.56,72
3. Svetlana Masterkova (Rússlandi) .1.56,93
4. Jearl Miles-Clark (Bandar.) ...1.57,40
5. Natalya Tsyganova (Rússlandi) . .1.57,81
6. Natalya Gorelova (Rússlandi) ... .1.57,90
7. Stephanie Graf (Austurríki) ...1.57,92
8. Natalya Dukhnova (Hvíta-Rússl.) 1.58,69
Kringlukast karla:
1. Anthony Washington (Bandar.) . .69.08
2. Juergen Schult (Þýskal.) .......68.18
3. Lars Riedel (Þýskal.) ..........68.09
4. Virgilyus Alekna (Litháen) .....67.53
5. Vaclavas Kidykas (Litháen)......65.05
6. Michael Mollenbeck (Þýskal.) ... .64.90
7. V. Dubrovshchik (Hv-Rússl.).....64.00
8. A. Borichevskiy (Rússl.)........63.59
9. Li Shaojie (Kína) ..............63.22
10. Aleksander Tammert (Eistlandi) .62.29
11. Robert Fazekas (Ungveiýal.).....61.71
10.000 m hlaup karla:
1. Haile Gebrselassie (Eþíópía) . .27.57,27
2. Paul Tergat (Kenýa) .........27.58,56
3. Assefa Mezgebu (Eþíópía) ... .27.59,15
4. Girma Tolla (Eþíópía) .......28.02,08
5. Antonio P:into (Portúgal) ...28.03,42
6. Habte Jifar (Eþíópía) .......28.08,20
7. Benjamin Maiyo (Kenýa) .... .28.14,98
8. Kamiel Mease (Hollandi) .... .28.115,58
9. David Chelule (Kenýa) .......28.17,77
10. Khalid Skah (Marokkó) .......28.25,10
11. Hendrick Ramaala (S-Afríku) . .28.25,57
12. Toshinari Takaoaka (Japan) .. .28.30,73
13. Joao N’Tyamba (Andorra) ... .28.31,09
14. Enrique Molina (Spáni)........28.37,19
15. Ismail Sghyr (Marokkó) ......28.41,49
16. Said Berioui (Marokkó)......J28.46,77
17. Mohamed Ezzher (Frakklandi) 28.47,01
18. Keryi Takao (Japan) .........28.49,95
19. Jose Manuel Martinez (Spáni) 28.55,87
20. Satoshi Irifune (Japan) .....29.04,09
21. Brad Hauser (Bandar.) .......29.18,21
22. Peter Julian (Bandar.).......29.20,31
23. Enoch Skosana (S-Afríku) ... .29.30,51
24. Alejandro Salvador (Mexíkó) . .29.36,58
25. Bruno Toledo (Spáni) ........29.39,28
26. Sean Kaley (Kanada)..........29.52,35
27. Samir MousSaoui (Alsír) .....30.20,24
■ Shadrack Hoff (S-Afríku), Alan
Culpepper (Bandar.), Jon Brown
(Bretlandi) og Ali Mabruk El-Zaidi (Líbýu)
luku ekki hlaupinu.
Gotf
Opna Toyota-mótið
Leikið var á Grafarholtsvelli á sunnudag.
Án forgjafar:
1. Björgvin Sigurbergsson, Keili.......73
2. Haraldur Heimisson, GR..............76
3. Sigurjón Amarsson, GR ..............77
Með forgjöf:
1. Vignir Bragi Hauksson, GR ..........67
2. Matthías Einarsson, GR .............68
3. Arnar Gauti Reynisson, GR ..........68
Opna Sandgerðismótið
Mótið fór fram á Vallarhúsavelli Golfklúbbs
Sandgerðis á sunnudag.
Án forgjafar:
1. Helgi Birkir Þórisson, Keili........70
2. Davíð Jónsson, GS...................74
3. Þröstur Ástþórsson, GS..............75
Með forgjöf:
1. Óskar Þórhallsson, GSG .............63
2. Auðunn Gestsson, GSG................67
3. Gústaf Alfreðsson, GR...............68
Opna Merrild-mótið
Mótið var haldið hjá Keili á laugardag.
Án forgjafar:
1. Tryggvi Traustason, GSE.............75
2. Ólafur Þðr Ágústsson, Keili ........77
3. Gunnar Marel, Keili.................78
Með forgjöf:
1. Jón Tryggvi Helgason, GSE...........71
2. Gunnar Marel, Keili.................72
3. Stefán Harðarson, GSE...............73
Landsmót unglinga
Mótinu lauk í Vestmannaeyjum á sunnudag.
Drengir, 12-13 ára:
1. Sigurbergur Sveinsson, GR..........245
2. Arnar Vilberg Ingólfsson, GH.......251
3. Elfar Halldórsson, GA..............264
Drengir, 14-15 ára:
1. Kári Haraldsson, GV................236
2. Ingvaldur Ben Erlendsson, Keili ... .238
3. Magnús Lárusson, Kili..............241
Drcngir, 16-18 ára:
1. Guðmundur Ingvi Einarsson, GSS .. 228
2. Tómas Salmon, GR...................230
3. Ingvar Karl Hermannsson, GA........230
Stúlkur, 12-13 ára:
1. Tinna Jóhannsdóttir, Keiii.........195
2. María Ósk Jónsdóttir, GA...........230
3. Eva Bjork Halldórsdóttir, GSS......246
Stúlkur, 14-15 ára:
1. Harpa Ægisdóttir, GR...............274
2. Kristín Rós Kristjánsdóttir, GR .... .274
3. Ingibjörg Einarsdóttir, GR.........281
Stúlkur, 16-18 ára:
1. Helga Rut Svanbergsdóttir, Kili....239
2. Nína Björk Geirsdóttir, Kili ......249
3. Katrín Dögg Hilmarsdóttir, Kili....251
I KVOLD
Knattspyrna
Efsta deild karla
Vestmannaeyjar: IBV - Valur.....18
Firmakeppni
Firma- og hópakeppni Hauka í knattspyrnu fer fram
á Asvöllum 28. og 29. ágúst.
Skráning og upplýsingar í síma 897 0143
HM I SEVILLA
IÞROTTIR
Enn sigrar Eyðimerkurprinsinn í 1.500 m hlaupi
Enginn
ógnaði El
Gueirouj
ÞRJÚ mótsmet voru sett á fimmta keppnisdegi heimsmeist-
aramótsins þegar keppt var til úrslita í sex greinum. Það
gerðu Anthony Washington, Bandaríkjunum, sem sigraði
óvænt í kringlukasti, Marokkómaðurinn Hicham El Guerrouj,
sem stórbætti mótsmetið í 1.500 metra hlaupi er hann sigr-
aði í greininni og Michaela Melinte setti einnig met er hún
sigraði í sleggjukasti kvenna.
Eyðimerkurprinsinum, Hicham
I
Ivar
Benediktsson
skrífar
frá Sevilla
El Guerrouj, heimsmethafa í
1.500 metra hlaupi og mfluhlaupi,
var ekki ógnað í úr-
slitum 1.500 metra
hlaupsins í gær.
Landi hans, Adil Ka-
ouch, hélt hraðanum
upp fyrri hluta hlaupsins en þá tók
E1 Guerrouj við og bætti í seglin
hvenær sem einhver andstæðinga
hans reyndi að ógna honum. Ekk-
ert virtist geta komið í veg fyrir
sigur Marokkómannsins á síðustu
200 til 300 metrunum. Sigurtíminn
var 3.27,65 mínútur og þar með
bætti E1 Guerroj gamla mótsmetið
um fimm sekúndur. Það átti
Noureddine Morceli frá HM í
Tókíó 1991. Morceli var með að
þessu sinni en heltist úr lestinni.
Kenýamaðurinn Noah Ngeny varð
annar á 3.28,73, Kenýameti og
Spánverjinn Estévez varð þriðji á
3.30,57.
„Mér fannst þetta vera létt og
mér flaug aldrei í hug fyrirfram
annað en ég myndi vinna örugg-
lega,“ sagði E1 Guerrouj, sem
þama vann 1.500 metra hlaup á
þriðja heimsmeistaramótinu í röð.
Fyrstu gullverðlaun dagsins fóru
til Rúmeníu þegar Mihaela Melinte
kastaði kvenna lengst í
sleggjukasti, 75,20 metra, en eins
og í stangarstökki kvenna var nú
keppt í sleggjukasti í fyrsta sinn í
kvennaflokki. Sigur Melinte var
mjög öruggur, hún var 77 sentí-
metrum frá eigin heimsmeti og 2,7
metrum á undan fyrrverandi
heimsmethafa, Olgu Kuzenhovu,
Rússlandi, er varð önnur.
Tékkinn kom á óvart
Óhætt er að segja að óvæntustu
úrslit dagsins hafi verið sigur
Tékkans Ludmilu Formanovu, í
800 metra hlaupi kvenna. Fyrir-
fram var vitað að hún væri sterk en
flestir hölluðust að því að annað-
hvort rússneski ólympíumeistarinn
Svetlana Masterkova eða heims-
meistarinn frá því í Stuttgart,
Maria Mutola, myndu fara með
sigur af hólmi enda marga fjöruna
sopið á stórmótum. Jeal Miles Cl-
ark frá Bandaríkjunum hafði for-
ystu fyrstu 400 metrana. Þegar
komið var inn á beinu brautina
nálgaðist Formanova fremstu
keppendur, sótti að Masterkovu,
sem virtist stífna og átti ekkert
svar. Á lokametrunum stakk For-
manova sér fram og krækti í gullið,
var fjórum hundraðshlutum á und-
an Mutolu á tímanum 1.56,68 mín-
útu. Masterkova var þriðja á
1.56,93.
„Auðvitað mætti ég til leiks til
þess að vinna verðlaun, en frómt
frá sagt taldi ég möguleikann á
gulli ekki vera fyrir hendi, raun-
hæft væri að sækjast eftir brons-
inu,“ sagði Formanova, er hún
hafði kastað mæðinni. „Þegar ég
kom út úr síðustu beygjunni fékk
ég olnbogaskot frá einum andstæð-
inga minna, þá taldi ég möguleik-
ann á verðlaunum vera úr sögunni.
En skyndilega opnaðist fyrir mér
og ég tók á sprett sem entist alla
leið í markið. Það var hins vegar
ekki fyrr en tilkynnt var í hátalara-
kerfinu að ég hefði unnið sem ég
gerði mér grein fyrir að gullið hefði
fallið mér í skaut.“
Sigurganga Riedels
stöðvuð
Endir var bundinn á sigurgöngu
Þjóðverjans Lars Riedels í kringlu-
kasti á heimsmeistaramóti í gær.
Riedel, sem hefur unnið kringlu-
kastið á undanförnum femum
heimsmeistaramótum náði sér ekki
á sama strik og oft áður og varð að
gera sér þriðja sætið að góðu.
Bandaríkjamaðurinn Anthony
Washington sigraði á nýju móts-
meti sem hann setti í síðustu um-
ferð, 69,08 metrar. Fram til þess
var Washington í fimmta sæti með
66,29 metra. Heimsmethafinn,
Jurgen Schults, varð annar,
kastaðí 68,18 í fyrstu umferð og
hafði forystu allt þar til kom að
Washington. I síðustu umferðinni
gerði Riedel ógilt en Schults gerði
örvæntingarfulla tilraun til þess að
hrifsa til sín gullið en allt kom fyrir
ekki og það mældist aðeins 65,05.
Fáum kom hins vegar á óvart að
ekki tókst að binda endi á sigur-
göngu Haile Gebrselassie, Eþíópíu,
er hann reyndi sig við 29 aðra
Morgunblaðið/Kristinn
Eyðimerkurprinsinn frá Marokkó, Hicham El Guerrouj, liggur á hlaupabrautinni á Ólympíuleikvanginum í Sevilla og fagnar sigri i 1.500 m hlaupi.
hlaupara í 10.000 metra hlaupi.
Gebrselassie sem ekki hefur tapað
hlaupi svo árum skiptir hljóp eins
og sá sem valdið hefur og kom
brosandi út að eyrum er hann kom
í mark á 27.57,27 mínútu, sem ekki
þykir sértakur tími nú til dags.
Ánnar varð paul Tergat, Kenýa, á
27.58,56 og landi Gebrselassie,
Assefa Mezgebu, varð þriðji á
27.59,15. Gebrselassie hefur nú
unnið gullverðlaun í 10 km hlaupi á
fernum mótum í röð.
Brautin í Sevilla er hörð
KEPPENDUR í lengri hlaupum á
heimsmeistaramótinu hafa kvartað
nokkuð yfir því hve hörð hlaupabrautin
er og við lagningu hennar hafi aðeins
verið hugsað um spretthlaupara. Er
þetta sama gagnrýni og kom fram um
hlaupabrautina á Ólympíuvellinum í
Atlanta 1996. Neituðu þá nokkrir
hlauparar, sem voru skráðir í fleiri en
eina grein, að hlaupa nema í einni.
Harðar brautir henta mjög vel til
spretthlaupa því þær gefa tækifæri á
hraðari hlaupum, en þegar komið er út í
lengri hlaup, þá eiga hlauparai' það á
hættu m.a. að fá beinhimnubólgu sé
hlaupið á harðri braut.
Það eru hins vegar ekki aðeins lang-
hlauparar sem láta illa af brautinni. Silf-
urverðlaunahafinn í hástökki karla,
Kanadamaðurinn Mark Boswell, sagði
eftir keppnina í fyrrakvöld að brautin
hentaði alls ekki fyrir hástökk, svo hörð
væri hún.
GOLF
James
valdi
Coltart
MARK James, liðsstjóri Ryder-liðs Evrópu, kom gervöllum golf-
heiminum á óvart er hann valdi Skotann Andrew Coltart í lið
Evrópu, sem mætir Bandaríkjamönnum í Ryder-keppninni í
Massachusettsríki í næsta mánuði. Coltart hefur aldrei áður
leikið í keppninni, sem og sex aðrir kylfingar, sem raunar unnu
sér rétt til þátttökunnar eftir stigakeppni, sem lauk eftir mót
helgarinnar á evrópsku mótaröðinni í Munchen í Þýskalandi.
Hinir nýliðamir sex í sveit Evr-
ópu, sem skipuð er tólf kylfing-
um, eru Skotinn Paul Lawrie, sem
sigraði á Opna breska mótinu í
Camoustie, Miguel Angel Jimenez
frá Spáni, landi hans Sergio Garcia
sem varð annar í PGA-meistara-
mótinu í Bandaríkjunum fyrir
rúmri viku, Svíinn Jarmo Sandelin,
Frakkinn Jean Van de Velde sem
varð frægm' er hann missti af
sigrinum í Opna breska mótinu, og
Irinn Padraig Harrington.
Aðrii’ þrír kylfingar hafa aðeins
leikið einu sinni í Ryder-keppninni;
Lee Westwood frá Englandi, Norð-
ur-írinn Darren Clarke og hinn
sænski Jesper Parnevik, hinn
kylfingurinn sem James valdi í liðið,
en liðsstjórinn fær að velja tvo
kylfinga tfl viðbótar við þá tíu sem
vinna sér sess í liðinu í stigakeppn-
inni.
Því hafa aðeins tveir iiðsmenn
Evi'ópu leikið oftar en einu sinni í
Ryder-keppninni, sem fer fram
annað hvert ár. Það er Skotinn Col-
in Montgomerie og Jose Maria 01-
azabal frá Spáni, sem er sá eini í lið-
inu sem hefur unnið sigur á stór-
Bubka ekki með
ÞEGAR keppt verður til úrslita í stang-
arstökki karla á heimsmeistaramótinu
lýkur einstökum kafla heimsmethafans,
Sergeis Bubka, í greininni. Hann hefur
unnið stangarstökkskeppnina á öllum
sex heimsmeislaramótunuin sem haldin
hafa verið en fyrsta mótið fór fram í
Helsinki 1983. Bubka var ekki með í
undankeppninni í gær og ver því ekki
titii sinn í enn eitt skiptið. Erfiðlega hef-
ur gengið að fá upplýsingar um hvemig
á því stendur en vitað er Bubka hefúr
glimt við meiðsl í hásinum undanfarin ár
og hefur af þeim sökum lítið sem ekkert
keppt frá HM í Aþenu fyrir tveimur ár-
Dvorák á góðu róli
Knattspyrnudeild Hauka
HEIMSMETHAFINN í tugþraut
karla, Tékkinn Tomás Dvorák, hefur
forystu eftir fyrri dag tugþrautarinn-
ar, með 4.582 stig, sem
er 64 stigum færri en
þegar hann setti heims-
met sitt, 8994 stig, í
Prag fyrstu helgina í júlí
sl. Annar í þrautinni er ungur Breti,
Dean Macey, með 4.546 stig, en
Macey er að koma sterkur til leiks eft-
ir að hafa verið fjarri keppni í tvö ár
vegna meiðsla. Bandaríkjamaðurinn
Ivar
Benediktsson
skrífar
frá Sevilla
Chris Hufffins er þriðji með 4.463 stig
og Erki Nool, Eistlandi, er fjórði, hef-
ur önglað saman 4.416 stigum. Rúss-
inn Lev Lobodin er fimmti með 4.356
stig.
Dvorák hljóp 100 metrana á 10,60
sekúndum, stökk 7,98 metra í lang-
stökki og hefur aldrei gert betur. Þá
varpaði hann kúlu 16,49, stökk 2
metra í hástökki og hljóp 400 metrana
á 48,42 sekúndum. Haldi Dvorák sínu
striki er ekki ósennilegt að hann verji
tign sína sem heimsmeistari, en hvort
hann bætir heimsmetið er erfitt að
segja um. Það mun verulega ráðast á
árangri hans í stangarstökki, en hann
hefur verið brokkgengur í þeirri grein
undanfarin ár. Huffins virkaði áhuga-
lítill síðari hluta dagsins og stökk að-
eins 2 metra í hástökki sem er langt
frá hans besta. Erki Nool er ekki
nærri því eins sterkur og á Evrópu-
meistaramótinu í fyrra, en enginn
skyldi afskifa hann enn sem komið er
þar sem sterkasta grein hans, stang-
arstökk, er eftir.
Oft er betur heima
setið en af stað farið
Þegar íþrótta-
menn eru í
fremstu röð í heim-
inum og keppa á meðal þeirra
bestu á stórmótum íþróttanna
hljóta þeir að gera ríkar kröfur til
sjálfra sín. Gildir þá einu hvort
þeir eru að taka þátt í hóp- eða
einstaklingsíþróttum. Krafan er
um árangur og að taka framför-
um, uppskera laun erfiðis síns
eftir þrotlausar æfingar. Með
góðum árangri íþróttamanna
eykst áhugi almennings og fjöl-
miðla á viðkomandi og efalaust
finna menn fyrir auknum kröfum
um leið. Kannski ekki óeðlilegt
þar sem fremstu íþróttamenn
heims eru atvinnumenn, geta ein-
beitt sér að æfingum og keppni,
það er þeirra vinna. Enginn hefur
neytt þá til starfans. Enginn
krefst þess heldur að íþróttamað-
ur, sem ekki gengur heill til skóg-
ar, taki þátt í erfiðu móti eða
keppni þar sem kastljósið beinist
að honum. Vilji hann vera þátt-
takandi hlýtur það að vera af
SEVILLABREF
þeirri ástæðu að hann langar til
þess. Þá vill hann um leið sanna
sig og sýna að hann hafi eitthvað
fram að færa. Iþróttamaður sem
er meiddur hefur sjaldnast nokk-
uð fram að færa og síst þegar
hann hefur ekki trú á sjálfum sér
og að hann geti náð árangri þrátt
fyrir meiðslin. Þegar svo er kom-
ið er best að halda sig til hlés,
gróa sára sinna og reyna að
hugsa um önnur atriði sem koma
íþróttinni við. Keppni í fremstu
röð snýst nefnilega ekki eingöngu
um hæfileika og líkamlegan
styrk, hún snýst einnig um and-
legan styrk. Sumir ná aldrei að
sýna sitt rétta andlit á stórmót-
um, þegar hvað mest er lagt und-
ir og undirbúningur hefur verið
vandaður sem aldrei fyrr. Til eru
um þetta fjölmörg dæmi, bæði
meðal íslenskra íþróttamann og
erlendra.
Sé krafan um þátttöku, þrátt
fyrir meiðsli eða veikindi, komin
frá styrktaraðilum eða öðrum
þeim sem að baki íþróttamannsins
standa er Ijóst að ekki er allt með
felldu. Þá eru allir á villigötum en
því miður er það svo að peningar
eru víða famir að leika alltof stórt
hlutverk í íþróttum í heiminum.
Á stórmót íþróttanna, Ólympíu-
leika, heimsmeitaramót, Evrópu-
mót, fara atvinnumenn í fremstu
röð til þess að vinna; gamli ung-
mennafélagsandinn, að vera ein-
ungis með, á ekki við. Hann átti
kannski við í árdaga Ólympíuleika,
en ekki lengur, og vart er hægt að
segja að sá andi eigi enn við lands-
mót ungmennafélaganna, hvað þá
meira. Atvinnumenn sem hugsa á
þann hátt eiga að halda sig heima.
Gangi menn ekki heilir til skóg-
ar eiga þeir ekkert erindi á stór-
mót, hvort sem þeir keppa í hóp
eða sem einstaklingar. Um leið
eiga þeir að vera hreinskilnh' við
sjálfa sig og aðra með því að
leggja spilin á borðið og segja
hreint út að þeir geti ekki keppt.
Þar með eru engar vonir byggðar
upp, vonir sem eru reistar á ein-
tómum sandi. Slíkt er ekki til þess
fallið að auka á trúverðugleika
íþróttahreyfingarinnar eða
íþróttamanna.
Heimsmeistaramótið í frjálsum
íþróttum stendur nú yfir í Sevilla.
Þangað fóru íslenskir íþróttamenn
sem höfðu ekki heilsu til þess að
keppa og ná þeim ái'angri sem
reiknað var af þeim. Vissulega
hafa meiðsl verið að hrjá þá suma,
en úr því að þeir gáfu kost á sér tfl
að keppa, og létu jafnvel allvel af
sér, var von til þess að þeir gætu
staðið sig í stykkinu. Því miður
var ekki svo og því miður er þetta
ekki í fyrsta skipti sem það á sér
stað. Aldrei virðast íþróttamenn,
eða þeir sem næstir þeim standa,
ætla að læra að kapp er best með
forsjá. Á stórmótum reiknast það
ekki að vera einvörðungu með. Oft
er betur heima setið en af stað far-
ið.
Kveðja frá Andalúsíu,
fvar Benediktsson
móti - tvívegis í bandarísku meist-
arakeppninni, öðru nafni Masters, í
Augusta í Georgíuríki. Sveit Banda-
ríkjanna hefur sigrað á samtals tíu
stórmótum.
Það vekur athygli að Mark James
valdi ekki Bernhard Langer, eins
og flestir bjuggust við, Nick Faldo,
sem hefur ávallt verið í liðinu síðan
1979, eða Svíana Per-Ulrik Johans-
son eða Robert Karlsson, sem Par-
nevik átti von á að yrði í liðinu.
James heltist sjálfur
úr lestinni
Evrópa hefur hampað Ryder-bik-
amum tvisvar í röð - á Oak Hill í
Bandaríkjunum 1995 og á Vald-
errama á Spáni í hitteðfyrra. Þá var
heimamaðurinn Severiano Bal-
lesteros liðsstjóri, en hann gaf ekki
kost á sér fyrir keppnina í ár. Því
var Mark James valinn til starfans
og hefur hann nú þegar verið harð-
lega gagm-ýndur fyrir val sitt á
Coltart, auk þess sem hann dró
lengi þá ákvörðun sína hvort hann
myndi leika með liðinu ef hann ynni
sér sjálfur þátttökurétt í keppninni.
Lengi vel leit út fyrir að hann yrði á
meðal þeirra tíu sem komast sjálf-
krafa í liðið, en hann heltist úr lest-.
inni á móti helgarinnar í Miinchen.
Þriðja
heimsmet
Thorpes
ÁSTRALSKI táningurinn Ian
Thoiiie setti heimsmet í 200
m skriðsundi karia á sund-
meistaramóti Kyrrahafsþjóða
í gær en mútið fer fram í Sid-
ney í heimalandi piltsins.
Thorpe, sem er aðeins sextán
ára, synti á 1,46 mín. - bætti
þannig eigið met frá undan-
rásunum í fyrradag um rúina
þijá tíunduhluta úr sekúndu.
Thorpe setti einnig heimsmet
í 400 m skriðsundi í úrslitum
á sunnudag, bætti þá eldra
metið um tæpar tvær sekúnd-
ur. „Ég hef aldrei upplifað
annað eins og mun líklega
ekki gera það í bráð,“ sagði
Thorpe.
Þá setti Bandaríkjamaður-
inn Lenny Krayzelburg heim-
set í 100 m baksundi í gær er
hann kom í mark á 53,60 sek.
Eldra metið var 53,86 sek. en
það setti landi hans, Jeff Rou-
se, á Ólympíuieikunum í
Barcelona 1992.