Morgunblaðið - 25.08.1999, Blaðsíða 4
Jón Arnar telur rétt að hafa haldið utan til þátttöku í Sevilla
Viðkvæmari en ella
sökum veikindanna
Anja hætt
DANSKA handknattleikskon-
an Anja Andersen er hætt
keppni vegna hjartabilunar.
Andersen, sem hefur um ára-
bil verið ein fremsta hand-
knattleikskona heims, hneig
niður öðru sinni á árinu og
komust sérfræðingar að
þeirri niðurstöðu að hún ætti
við hjartakvilla að stríða sem
gæti riðið henni að fullu ef
hún héldi keppni áfram.
Akvörðun Andersen vakti
mikla athygli í Noregi, þar
sem hún hefur leikið með
Bakkelaget undanfarin ár, og
í Danmörku, en í báðum þess-
um löndum er handknattleik
kvenna veitt mikii eftirtekt.
Anja, sem er þri'tug að
aldri, er ekki hætt afskiptum
af handknattleik, en hún
hyggst taka að sér þjálfun.
„NU var ég búinn að jafna mig á hnémeiðslunum, en sennilega
hef ég verið viðkvæmari en ella í keppninni sökum veikind-
anna sem sóttu á mig í nótt, þótt ekki sé hægt að segja að
veikindin séu bein sök, en þau gerðu mig viðkvæmari,“ sagði
Jón Arnar Magnússon tugþrautarmaður eftir að hann hafði
hætt keppni vegna tognunar í nára í fyrstu grein, 100 metra
hlaupi.
Fyrirfram var ég nokkuð bjart-
sýnn þar sem ég var orðinn
laus við hnémeiðslin og hafði náð
upp hraða og snerpu
ha^enedHT- á nýjan leik auk þess
son Skrifar sem aðrar greinar
frá Sevilla gengu vel.“
Þess vegna telur
þú rétt að koma hingað og keppa?
„Já, ég taldi það því ég fann ekki
fyrir neinum meiðslum, a.m.k. ekki
þannig að ég gæti ekki verið með
af fullum krafti."
Hafðir þú ekkert orðið var við
þessi nárameiðsli á lokasprettin-
um?
„Eg hafði aðeins fundið fyrir
þeim fyrir þremur vikum er ég var
í æfingabúðum hér á Spáni, en síð-
an hurfu þau á einum til tyeimur
dögum, en ég fann lengur íyrir
tognun sem ég varð fyrir í kviðn-
um.“
Hvað með þessi veikindi sem
voru að hrjá þig nóttina fyrir
keppnina?
„Eg set þau í samband við heift-
arlegt mýbit sem ég varð fyrir í
Portúgal á sunnudaginn og í fram-
. haldi af þeim bólgnaði ég mjög
bæðýá framhandleggjum og á fót-
um. I nótt svaf ég og undir morg-
un leið mér illa og kastaði meðal
annars upp. Eftir það var ég flutt-
ur til læknis sem skoðaði mig og
gaf mér sprautu. Það sló mjög á og
þegar ég kom út á völl til þess að
hita upp leið mér ágætlega, en var
eflaust svolítið dasaður."
Verð að læra af þessari
erfiðu reynslu
Þetta er óhappaár, hefur það
þannig áhrif á þig að þú komir til
með að hætta í íþróttum nú og fá
þér einhverja aðra vinnu, eða hef-
ur það öfug áhrif og hvetur þig til
þess að halda áfram til þess að
sanna að þú sért ekki búinn að
vera sem íþróttamaður?
„Eg á eitt ár eftir af samningum
mínum við ýmsa aðila, þar á meðal
íþróttahreyfinguna, og það stend-
ur ekkert annað til hjá mér en að
standa við þá. Þess í stað verður
maður að læra af þessari erfiðu
reynslu sem ég hef fengið á þessu
ári og koma sterkari til leiks en áð-
ur á næsta ári,“ segir Jón Arnar
Magnússon.
IP|W
Morgunblaðið/Kristinn
JÓN ARNAR hleypur samsíða Þjóðverjanum Frank Busemann, sem varð einnig að hætta keppni.
Litið á það sem uppgjöf
„ÉG tel ekki að þetta brottfall Jóns Arnars úr þrautinni sýni að
hann hafi ekki átt erindi á mótið,“ sagði Gísli Sigurðsson, þjálf-
ari Jóns Arnars Magnússonar tugþrautarmanns, eftir að Jón
féll úr keppni vegna meiðsla í nára eftir fyrstu grein tugþraut-
arinnar, 100 metra hlaup, á heimsmeistaramótinu í Sevilla
snemma í gærmorgun. „Hins vegar kom þessi lasleiki sem
hrjáði hann í nótt og í morgun i opna skjöldu og tognunin sem
hann varð fyrir í lærinu vona ég að sé minniháttar, en ég veit
að hann fann einnig fyrir þegar hann tognaði í kviðnum í æf-
ingabúðunum hér á Spáni fyrir þremur vikum. En það var
minniháttar og þá fann hann ekki fyrir verkjum nema í einn eða
tvo daga í mesta lagi í tengslum við ákveðnar æfingar. Nú
tengi ég þetta saman við það hvernig hann vaknaði til dagsins
og spennunnar í kringum það allt.“
Hljóm-
sveit
Erki Nool
Stuðningsmannaklúbbur
eistneska tugþrautarmanns-
ins Erki Nools fylgir að sjálf-
sögðu sínum manni á heims-
meistaramútið í Sevilla. Húp-
urinn telur á milli eitt og tvö
hundruð manns og hefur
hann oft sett mjög skemmti-
legan svip á alþjúðleg frjálsí-
þrúttamút á síðustu árum.
Þetta eru landar Nools, sem
koma til að styðja hann og
njúta skemmtunar utan vall-
ar sem innan, hvar sem
keppt er. Meðal annars eru
ágætir hljúðfæraleikarar í
húpnum sem leika þekkta
slagara úr ýmsum áttum
hvenær sem kostur gefst.
• T.d. slú sveitin á Iútta strengi
til að heiðra sigurvegarann í
10 þús. metra hlaupi karla,
Haile Gebrselassie, er hann
hljúp sigurhring sinn í gær-
kvöld.
Gísli segir að Jón hafi vaknað upp
lasinn í nótt sem sé líklega af-
leiðing af miklu mýflugnabiti sem
hann varð fyrir á
ívar Benedikts- Bunnudaginn Þá var
™ ^krifar strax gTipið i taumana
MSevt og fengið krem og
vonaðist Gísli til þess
að það væri úr sögunni. Annað kom á
daginn í morgun og var þá kallaður
til læknir sem gaf Jóni Arnari
sprautu eftir að hann hafði kastað
upp.
Nú hefur þetta ár frá því á HM
innanhúss verið erfítt og einkennst
af sífelldum meiðslum. Hefði í ljósi
þess ekki verið skynsamlegra að
vera heima í stað þess að koma til
Sevilla?
„AUs ekki, það hefði að mínu mati
verið afar óskynsamlegt að sleppa
þessu móti þrátt fyrir það sem á
undan er gengið. Ég hefði litið á það
sem uppgjöf, meiri uppgjöf en ég
hefði sætt mig við. Miðað við stöðuna
hjá Jóni íyrir þremur vikum þegar
við vorum að ljúka við erfiðasta hluta
æfingaáætlunar okkar, og hún fór
fram á Spáni, benti ekkert til þess að
hann gæti ekki keppt hér. Þá hefði
það hreint og beint verið heimsku-
legt og allt að því hlægilegt að hætta
við. Þá voru engar efasemdir vegna
hnésins sem hefur valdið okkur
vanda. Jón var orðinn góður og
stökk tvo metra í hástökki og gekk
vel í langstökki. Það var ákveðinn
sigur en vissulega getur það ekki
talist sigur að falla úr keppni á stór-
móti sem þessu. Vonandi eru hné-
meiðslin að baki en því miður erum
við ekki vissir þar sem það reyndi
aldrei á það.“
Telurþú að þetta erfíða ár verði til
þess að slá hann út af laginu og hafí
áhrif á framtíð hans ííþróttunum nú
þegar Olympíuár er framundan?
„Það vona ég svo sannarlega ekki.
Ég vænti þess hins vegar að þetta
hafi áhrif á hann og sýni honum að
meiðsli og glíma við þau séu hluti af
því að vera afreksmaður í íþróttum
alveg eins og að keppa við heimsmet-
hafa. Síðan okkar samstarf hófst fyr-
ir nokkrum árum hefur hann siglt
áfram áfallalaust. Hann hefur lent í
ýmsum smávægilegum meiðslum, en
ekki orðið fyrir neinum sem teljast
meiriháttar og hamla meiriháttar
æfingum um langan tíma.
Að sjálfsögðu vonast ég til þess að
Jón komi upp sterkari eftir þetta
erfiða tímabil en hann hefur áður
verið. Þetta allt saman á að geta
þroskað hann sem íþróttamann. En
það er áfall fyrir hann, að falla úr
leik á stórmóti, hvenær sem það ger-
ist. Nú fer hins vegar að styttast í
hinn skilgreinda endapunkt okkar,
Ólympíuleikana í Sydney. Ég veit að
ég er með íþróttamann í höndunum
sem getur hlaupið enn hraðar í 100,
400 og 1.500 metra hlaupi. Einnig vil
ég að hann nái að minnsta kosti að
jafna sinn besta árangur í kringlu-
kasti, spjótkasti og kúluvarpi og geri
enn betur í stökkum. Þetta vil ég að
sjálfsögðu sjá gerast á næstu Ólymp-
íuleikum og eins og málum háttar nú
sé ég ekkert sem ætti að vera því til
fyrirstöðu.
Það væri að mínu mati meiriháttar
vitleysa að gefast upp núna þótt
hann hafi gengið í gegnum meiðsla-
öldu á þessu ári. Jón hefur aldrei
lent í meiriháttar meiðslum og því
hafa allir verkir afar slæm áhrif á
hann.“