Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 4
KAPPAKSTUR / FORMULA-1
Hákkinen tók ekki
í hönd Coulthard
AP
David Coulthard kemur fyrstur út úr Brunninum, en svo nefnist fyrsta beygja í
belgíska kappakstrinum, og skilur félaga sinn Mika Hakkinen eftir.
I
MIKA Hákkinen var greinilega
grautfúll er hann hafði lokið
keppni í belgíska kappakstrin-
um á sunnudag og tók ekki í
hönd félaga síns David Coult-
hard á verðlaunapallinum.
Taldi hann Coulthard hafa far-
ið út fyrir mörk íþrótta-
mennsku sem ríkja ætti milli
liðsfélaga er hann fór fram úr
honum í fyrstu beygju; heimt-
aði fund með forsvarsmönnum
McLaren til að ræða málið en
fékk ofanígjöf úr þeirri átt.
Minnstu munaði að Hákkinen
gerði útaf við báða bílana með
ákeyrslu á félaga sinn. Eftir
fundinn dró hann í land og
sagði að Coulthard hefði unnið
startið og verið á undan sér
inn í beygjuna. McLaren náði
forystu í stigakeppni bílasmiða
af Ferrari og Hákkinen af
Eddie Irvine í keppni ökuþóra
en þar munar aðeins einu
stigi.
Ron Dennis, stjómandi MeL-
aren-liðsins, tók afstöðu með
Coulthard vegna atviksins á fyrstu
■■■■■■ beygju þar sem bílar
Ágúst þeirra Hakkinens
Ágústsson skullu lítiisháttar
skrífar saman er þeir börð-
ust um forystu í akstrinum.
Hákkinen varð undir í þeirri rimmu
og atvikið kostaði finnska ökuþór-
inn sigur í keppninni. Hakkinen
taldi að með grimmri sókn á upp-
hafskaflanum og fyrir beygjuna
hefði Coulthard brotið gegn dreng-
lyndi sem ríkja ætti milli liðsfélaga,
en vinskapur þeirra og samstarf
hefur verið orðlagt tU þessa þó örlít-
ið hafi slest upp á eftir að Coulthard
ók á félaga sinn og setti hann bein-
línis úr leik í austurríska kappakstr-
inum.
Hákkinen var svo önugur í lok
keppni í Spa að hann bað um fund
með Dennis og Norbert Haug,
íþróttastjóra Mercedes, og Coult-
hard tU að skoða myndband af at-
vikinu.
Það reyndist honum ekki tU fjár
því að fundi loknum sagði Dennis að
Hakkinen væri einum um að kenna
að bflar þeirra Coulthards rákust
lítillega saman í beygjunni.
Hákkinen hefði ekið utan í bíl
Coulthards er hann reyndi að ná
aftur forystu frá Skotanum eftir að
hafa klúðrað ræsingunni og misst
Coulthard fram úr sér á rásmarki.
Þakka mætti fyrir að bflarnir féllu
ekki úr keppni.
„Mistökin voi-u greinilega Mikas.
Hann var reyndar heppinn að hið
eina sem þau kostuðu voru annað
sætið því hann var heppinn að fá
ekki þjófstartsvíti einnig,“ sagði
Dennis. Hann sagði engum blöðum
um að fletta að Coulthard náði mun
betra viðbragði. Hákkinen hefði átt
í vandræðum með kúplingu og
brugðið áður en ljósin slokknuðu en
bremsað og numið algjörlega staðar
aftur áður en rásmerki var gefið.
Því hefði það verið laukrétt niður-
staða keppnisdómara að refsa hon-
um ekki með 10 sekúndna stoppi.
Hákkinen hugðist reyna að fá til-
finningu fyrir kúplingunni en hikaði
með þeim afleiðingum að Coulthard
hlaut betra viðbragð og komst fram
úr fyrir hámálarbeygjuna handan
rásmarksins. Er Skotinn beygði
stystu leið fyrir hana kom Hákkinen
í beygjuna að innanverðu og reyndi
að ná frumkvæðinu aftur; rakst utan
í Coulthard sem sveigði samstundis
frá og fór víðar í beygjuna.
Hakkinen náði eins stigs for-
ystu í keppni ökuþóra
Coulthard vann sitt annað mót á
árinu en hann ók einnig fyrstur á
mark í breska kappakstrinum í Sil-
verstone. Þó Hákkinen glutraði nið-
ur möguleika á sigri náði hann for-
Tíu erlendar áhafnir eru mættar
til landsins til að taka þátt í 20.
alþjóðarallinu, sem hefst á morgun.
Þar á meðal eru
Gunnlaugur gamlar kempur á við
Bríem Philip Walker frá
skrífar Skotlandi, sem ekur á
Mazda 323 og Alan
Paramore, á Land Rover, sem gerð-
ur er út á vegum breska hersins.
Eins ber að líta á nokkra ökumenn
sem ekki hafa komið hingað áður og
þar ber helst að nefna Ian Gwynne
frá Bretlandi sem ekur á Subaru
Impreza.
Gwynne segir að það sé Rúnari
Jónssyni og Jóni Ragnarssyni að
ystu í stigakeppni ökuþóra um
heimsmeistaratitilinn í Formúlu-1
og er nú einu stigi á undan Eddie
Irvine hjá Ferrari eftir 12 mót af
16, með 60 stig gegn 59.
Irvine kom á mark í fjórða sæti
en hann hóf keppni á sjötta
rásmarki. Var hann með tveggja
stiga forystu á Hákkinen fyrir mót-
ið, 56:54, en þar sem finnski ökuþór-
innn fékk sex stig fyrir annað sætið
en Irvine þrjú fyrir hið fjórða
skaust Hákkinen fram úr. Með
sigrinum fór Coulthard nokkuð
fram úr Heinz-Harald Frentzen hjá
Jordan en þeir deildu þriðja sæti
fyrir kappaksturinn. Má segja að
Coulthard sæki á fremstu menn og
nógu mikið eftir af Formúlu-1 í ár
til að hann geti velgt þeim verulega
þakka að hann sé staddur hér á
landi.
Hann hefur unnið með þeim feðg-
um undanfarin tvö ár í tengslum við
Subaru bifreið þeirra og fannst til-
valið að koma hingað þar sem ís-
lensku sérleiðirnai- eru mjög frá-
brugðnar þeim sem hann er vanur í
heimalandi sínu. „Það er engar leið-
ir eins og þessar í Englandi, þær
eru frábærar til aksturs. Kleifar-
vatn er mjög góð leið en Djúpavatn
er frekar erfið yfirferðar, holótt og
mikið af vatni. Hérna er mikið af
hrauni og grjóti sem ekki er í
Englandi og stundum erfitt að sjá
veginn þar sem liturinn á veginum
undir uggum, en hann hefur 46 stig,
Frentzen 40 og Michael
Schumacher 32.
Og enn á ný skiptust Ferrari og
McLaren á forystu í stigakeppni
keppnisliðanna í Formúlu-1. McL-
aren fékk hámarksstig úr keppninni
í Belgíu með því að eiga tvo fyrstu
bíla á mark, eða 16. Ferrari fékk
hins vegar aðeins 3 stig þar sem
Eddie Irvine varð fjórði og Mika
Salo var utan stiga í sjöunda sæti á
mark. Er því McLaren með 106
stig, Ferrari 97, Jordan 47, Willi-
ams 24, Benetton 16, Stewart 14,
Sauber 4, Prost 3 og Arrows 2. Jor-
dan-liðið styrkti stöðu sína í þriðja
sæti lítillega gagnvart WUliams með
því Frentzen (þriðji) og Damon Hill
(sjötti) hlutu stig.
er eins og landslagið,“ sagði Ian
Gwynne.
„Eg hef tekið þátt í ralli í
Skotlandi síðan 1967 og það er mik-
ilvægt að fá fjölbreytni í rallið því
hún gerir það áhugavert. Vegirnir
héma á Islandi em frábragðnir öll-
um öðram vegum sem ég hef rallað
á í heiminum. Þetta er ellefta rallið
sem ég tek þátt í hér á landi - náð
að ljúka keppni fimm sinnum og var
besti árangur minn fjórða sætið,“
sagði Philip Walker í samtali við
Morgunblaðið. Hann segir að Island
sé besta land í heiminum til að
takast á við ökutæki sitt og nýtur
þess að koma hingað þar sem hon-
urinn Juninho hjá Atletico Madrid
er á leiðinni á ný til Middlesbrough.
Hann verður lánaður út keppnis-
tímabilið. Juninho fór frá „Boro“
1997 til Spánar.
■ RAYMOND Domenech, ung-
mennalandsliðsþjálfari Frakka í
knattspyrnu, neitaði í gær öllum
sögusögnum þess efnis að forráða-
menn enska félagsins Newcastle
hefðu haft samband og boðið honum
starf knattspyrnustjóra.
■ DOMENECH sagðist upp með
sér af að vera nefndur til sögunnar í
samtali við franska blaðið l’Equipe
og vera þannig talinn keppinautur
hins fræga Bobbys Robsons um
stöðuna. Hann vildi þó ekki tjá sig
frekar um málið uns Newcastle
kæmi að máli við hann.
■ CORENTINS Martins, leikstjórn-
andi Strasbourg í Austurríki og
fyrrverandi landsliðsmaður Frakka,
hefur verið keyptur af franska liðinu
Bordeaux. Hann á að fylla skarð
Stephanes Zianis, sem er fótbrot-
inn.
■ DMITRY Alenichev, rússneskur
miðvallarleikmaður ítalska knatt-
spyrnuliðsins AS Roma, segist ekki
eiga mikla framtíð fyrir sér hjá fé-
laginu með tilkomu nýja þjálfarans,
Fabios Capello. Rússinn segist hafa
á tilfinningunni að hann muni aldrei
framar leika með aðalliði félagsins.
■ DARREN Anderion, landsliðs-
maður Englands í knattspyrnu,
verður ekki með í landsleikjunum
tveimur gegn Lúxemborg og Pól-
landi síðar í mánuðinum. Anderton,
sem leikur með Tottenham í ensku
úrvalsdeildinni, er meiddur á hásin.
■ JAMIE Redknapp, leikmaður Li-
verpool, gæti einnig misst af leikj-
unum, en hann er lítillega meiddur.
Búist er við að varnarmennirnir Sol
Campbell og Rio Ferdinand verði
með á ný eftir fjarvera vegna
meiðsla.
■ EMERSON, brasilískur leikmað-
ur þýska liðsins Bayer Leverkusen,
er undir smásjánni hjá AS Roma á
Ítalíu. „Félögin tvö hafa verið í sam-
bandi vegna málsins, raunar er það
komið eilítið lengra en svo,“ sagði
talsmaður ítalska liðsins og benti á
að Rómarliðið hefði haft augastað á
leikmanninum í allt sumar.
■ GALATASARAY, knattspyrnu-
liðið sem leikur í efstu deild Tyrk-
lands, leikur gegn PAOK frá Þessa-
lóníku í Grikklandi í ágóðaleik
vegna jarðskjálftanna hræðilegu í
Tyrklandi. Leikurinn fer fram í
Miklagarði á fimmtudag.
Gunnlaugur Briem
Philip Walker er mættur til
leiks á ný.
um líkar vel við land og þjóð og seg-
ir að það sé mikil skemmtun að
koma hingað. Bifreið hans sem
gengur undir nafninu Mazda 323 er
nokkuð mikið breytt bifreið og má
þar nefna að undirvagn bifreiðar-
innar er Subaru Impreza og gír-
kassinn sem hann er með í bílnum
kostar um fjórar milljónir króna.
20. ALÞJOÐARALLIÐ A ISLANDI
Tíu erlendar
áhafnir mættar