Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.09.1999, Blaðsíða 2
Getum við spornað gegn sjúkdómum og hrörnun? Andoxunarefni er hópur vítamína, steinefna og fæðubótaefna sem vinna gegn frumuskemmandi á- hrifum sindurefna. Sindurefni eru afar óstöðug, eyðileggjandi og hvarf- gjörn súrefnismólikúl. Þau ráðast á, skaða og eyðileggja næstum því allt efni og þar sem þau umleika líkama okkar á hverjum degi hafa þau afar slæm áhrif á heilsu okkar og það al- varleg áhrif. Þau valda frumu- skemmdum, krabbameini, margvís- legum hrörnunarsjúkdómum svo sem hjarta- og æðasjúkdómum, auk þess sem þau veikja ónæmiskerfið. Vísindamenn telja að sindurefni or- saki ótímabæra öldrun og sumir þeirra taka svo djúpt í árinni að rekja 60 til 80 af algengustu heilsufars- vandamálum vestrænna samfélaga til áhrifa þeirra á líkama okkar. Andox- unarefni eru talin vernda vefi líkam- ans með því að hindra efnahvörf sem annars framleiða skaðleg sindurefni. Til að standast árásir sindurefna am- leiðir líkaminn ensím sem eyða þeim úr líkama okkar. Þrátt fyrir það þörfnumst við andoxunarefna í formi fæðu eða fæðubótarefna. Umhverfi okkar framleiðir stöðugt engandi sindurefni. Þetta fylgiblað er gefið út af Heilsuhúsinu. Útgefandi: Heilsuhúsið, skrifstofusími: 533 3232 Ábyrgðarnmaður: Örn Svavarsson Hönnun og umbrot: Kraftaverk Prentun og dreifing: Morgunblaðið Sígarettureykur, mikil sól, geislun, eiturefni, og ýmiskonar innri efna- hvörf, svo sem umbreyting fitu í orku, allt fjölgar þetta sindurefnum í líkama okkar. Á sama tíma og vísindamenn rann- saka á hvern hátt mismunandi ndox- unarefnivernda líkama okkar gegn eyðandi áhrifum sindurefna, reynum við að finna öflugri andoxunarefni til að verja okkur með. Þekktust eru beta-karótín, C-vítamín, E-vítamín, sink, selen, kóensím Q-10, glútatíon, ginkgo biloba og þrúgukjarnaþykkni. Ýmsar fæðutegundir eins og tómatar, spergilkál og grænt te eru rík af andoxunarefnum. Dr. Andrew Wfeil, höfundur bókar- innar Lækningarmáttur líkamans, ráðleggur sjúklingum sínum að taka inn „andoxunarkokteil" sem sam- anstendur af C-vítamíni, E-vítamíni, seleni og beta-karótíni til að vinna gegn sindurefnum. Hann segir: „Ég vil að þú byrjir að taka inn ofantalin efni og haldir því áfram stöðuglega. Þau geta ekki gert þér neitt illt en vemda hins vegar ónæmiskerfi þitt og seinka öldrun ásamt því að verja þig fyrir krabbameini. Mundu að þegar þú tekur inn þessi fæðubótar- efni ert þú að gera eitthvað raunhæft til að minnka hættu á krabbameini." Bókin Lækningamáttur líkamans fæst í Heilsuhúsinu. Safa-bar í endurnýiuðu Heilsuhúsi Heilsuhúsið í Kringlunni hefur verið endurnýjað algerlega og skartar núveglegum safa-bar. Þar er boðið upp á nýpressaða ávaxtasafa og grænmetissafa og blöndur af þessum söfum, einnig hveitigrassafann kjarnmikla sem þotuliðið í Hollywood hefur gert vinsælan. Hveitigrassafinn er pressaður úr hveitigrasi sem klippt er og pressað eftir hendinni. Hann er hlaðinn bætiefnum, ensímum, amínósýrum og bráðhollri blaðgrænu, svo segja má að lítið glas af þessum safa sé algert orkuskot. Einnig eru í honum öflug andoxunarefni. Vinsælt er að blanda honum saman við ávaxta eða grænmetissafa. Auk þess eru í boði á safa-barnum aðrir næringardrykkir sem margir fá sér í stað samloku í hádeginu. íbúar Heilsuhússins Meðlimaklúbbur Heilsuhússins, íbúar Heilsuhússins hefur nú verið starfrækt- ur í hartnær 4 ár. Meðlimir fá mánað- arlega fréttabréfið Heilsupóstinn. í honum eru greinar um heilsu, mat, lífsstíl, sælkeravörur, vítamín og önnur bætiefni svo eitthvað sé nefnt. Félags- mönnum standa til boða vegleg tilboð í hverjum mánuði og einn afsláttar- dagur er í mánuði þar sem þeim býðst verulegur afsláttur af öllum vörum verslunarinnar. Ekkert meðlimagjald er hjá (búum Heilsuhússins auk þess sem áskrift Heilsupóstsins er þeim að kostnaðarlausu. Þú getur gerst meðlimur með því að versla fyrir kr. 3.000,- í einni af verslunum Heilsuhússins. http://www.heilsa.is Viðskiptavinir eru hvattir til að koma í heimsókn. Netfangið er www.heilsa.is. Þar er að finna sögu Heilsuhússins, umfjallanir um náttúrulækningar, gagnsemi bætiefna, gömul húsráð, upplýsingar um baunir, uppskriftir, greinar úr Heilsupóstinum og margt margt fleira. Einnig er þar vöru- og verðlisti yfir bætiefnin sem fást í Heilsuhúsinu. Þar erum við með skilaboðaskjóðu sem þið getið sent fyrirspurnir í og einnig eru upplýsingar, reynslusögur og ábendingar frá ykkur vel þegnar. Aðrar forvitnilegar netsíður sem eru algerar alfræðisíður um heilsumál eru: mothernature.com og prevention.com, einnig er metalab.unc.edu/herbmed frábær síða um lækningajurtir og kryddjurtir. Brauð og olíur frá okkur fást í Heilsuhúsinu Mosfellsbæ & Grensásvegi 48 Reykjavík Póstsendingar Þeir sem ekki komast í verslanir okkar geta lagt þar inn pantanir á heimasíðu okkar eða hringt í búðirnar og pantað vöru með póstkröfu. Margir kjósa að greiða með kreditkorti við pöntun og spara sér kröfukostnað- inn. Þá bætist aðeins burðargjaldið við vörukaupin. Verslanir Heilsuhússins eru á eftirtöldum þremur stöðum: Skólavörðustíg 552 2966,, Kringlunni 568 9266, Smáratorgi 564 5666.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.