Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA i PP i I I Kenni í brjósti um Akur- nesinga DAVID Winnie, Skotinn í vörn KR, var valinn besti maður ís- landsmótsins í fyrra og er nú tvöfaldur meistari með liðinu. „Þetta er mér allt. Þetta er mesta afrek ferils míns. Ég hef orðið bikarmeistari áður og verið mjög nærri því að verða landsmeistari í Skotlandi, en að fara til annars lands og verða meistari sem aðkomu- maður er stórkostlegt," segir Winnie. w Ihreinskilni sagt lékum við ekki mjög vel. Ég veit ekki hvort þreyta sé rétta orðið, en mér fannst ■■■■■■I við þreytulegir. Við Eftir virtumst einungis Edwin bíða eftir að eitthvað Rögnvaidsson gerðist)“ sagði Winnie. „Akranes fékk tvö góð færi og ef liðið hefði skorað er aldrei að vita hvað hefði gerst. Við lékum ekki vel, en það hefur verið einkennandi fyrir lið- sandann og viijastyrk okkar að við höfum samt sem áður lagt hart að ókkur og tekist að knýja fram sigur. Það er gott að vinna án þess að leika vel. Ég kenni í brjósti um Ak- umesinga, því þeir áttu meira skilið en þetta,“ sagði Skotinn. Þeir voru baráttuglaðir, ekki rétt? „Jú, og við vissum að sú yrði raunin. Þeir voru með nýjan þjálf- ara og vissum að þeir yrðu vel stemmdir og að þeir vildu ganga í augun á nýja þjálfaranum. Auk þess veit ég að það er mikill rígur á milli KR og Akraness. Við vissum því að við þyrftum að sýna jafn mikla ákveðni og leika boltanum vel á milli okkar. Við gerðum það ekki, sérstaklega í fyrri hálfleik - sköpuð- um ekki mörg færi. Við gerðum það ekki heldur í síðari hálfleik. Markvörður þeirra var óheppinn og mistök hans gerðu okkur kleift að skora. Leikmenn okkar voru ein- ungis á réttum stað á réttum tíma,“ segir Winnie. Hvernig upplifírðu veru þína hjá KR, hvað andrúmsloftið og umgjörð félagsins varðar? „Ég get ekki sagt neitt um hvem- ig var umhorfs hér áður en ég kom, en mér fínnst Atli hafa skapað mjög gott andrúmsloft með fólkinu sem hann hefur skipað sér við hlið. Með nýjum rekstrarhætti, KR-Sport meðal annars, hefur félagið færst í aukana. Andrúmsloftið sem skapast hefur í kjölfarið hefur hjálpað lið- inu. I ár vorum við undir meiri þrýstingi en áður, þar sem mikill hugur var í forráðamönnum félags- ins vegna aldarafmælisins og fleira.“ Pú lékst gegn löndum þínum í Evrópukeppni félagsliða, Kilmarnock. Hvemig meturðu áhrif þess að hafa ekki komist áfram, í ljósi þess sem gerðist hér á landi skömmu síðar? „Persónulega varð ég mjög von- svikinn eftir tapið fyrir Kilmarnock, sérstaklega þar sem mér var vikið af velli. Mér fannst sem ég hefði or- sakað tapið, en á hinn bóginn var útileikurinn kjörin æfing fyrir leik- inn við ÍBV skömmu síðar, því þar voram við undir miklu álagi auk þess að leika frammi fyrir miklum fjölda áhorfenda. Rúm tíu þúsund manns voru í Skotlandi. Þetta hefði því vart getað orðið betra fyrir okk- ur. Jú, jú, vissulega töpuðum við leiknum, en við hefðum auðveldlega getað unnið. Mér fannst við betra liðið í báðum leikjunum, en hvað sem öðru líður var þetta góður und- irbúningur fyrir leikinn við Eyja- menn, sem skipti sköpum," sagði David Winnie, skoskur varnarmað- ur KR. Þormóður Egilsson, fyrirliði KR, lyftir bikarnum á loft við mikinn fögnuð samherja sinna. „Bjarki slökkti í okkur með einu góðu skoti“ „MANNI líður nú ekkert allt of vel - það er Ijóst," sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Skagamanna, heldur niðurdreginn er úrslitin voru Ijós, 3:1-sigur KR-inga og bikarmeistaratitillinn þeirra. „Það er sorglegt að vera betri aðilinn en tapa samt. Við vorum betri að mínu mati, áttum fullt af færum en munurinn á liðunum í dag fólst í nýtingu á marktækifærum. KR-ingar nýttu sín færi betur en við og því fór sem fór,“ sagði Ólafur, en hann tók við Skaga- liðinu í síðustu viku eftir að Loga Ólafssyni var sagt upp störf- um, stýrði þeim í einum leik í deildinni og í bikarúrslitunum og verður svo að öllum líkindum þjálfari liðsins næstu þrjú árin. Olafur benti á að vandamál Skagamanna í allt sumar hefði verið sóknarnýtingin, en einnig hefði liðið gefið of Eftir mörg færi á sér. Björn Inga „Þetta eru hlutii' Hrafnsson sem við verðum að vinna með, finna lausnir á og hafa svör við fyrir næsta keppnistímabil,“ sagði hann. Athygli vakti að þjálfarinn gerði breytingar á liði sínu, Heimir Guð- jónsson, sem verið hefur leikstjóm- andi liðsins sl. tvö ár, var settur á varamannabekkinn og fékk ekki að spreyta sig. Þá komu Unnar Val- geirsson og Hálfdán Gíslason inn í byrjunarliðið. Hvað hugðist þjálfar- inn vinna með þessum breytingum? „Mér fannst vanta meiri hraða á miðsvæðið, skorta ógnun frá miðju- mönnunum og mér fannst takast ágætlega að bæta úr því í leiknum. Skipulagið brást ekki að mínu mati, við nýttum bara ekki færin. Til dæmis held ég að það sé alveg ljóst að við hefðum tekið bikarinn hefði Hálfdán náð að nýta dauðafæri sitt í fyrri hálfleik," sagði Olafur, en Kri- stján Finnbogason, markvörður KR, varði þá meistaralega í hom. Olafur hefur nokkrum sinnum áð- ur leikið með Skagamönnum í bik- arúrslitum. Hvernig þótti honum að vera hinum megin nú - í sæti þjálf- arans? „Það er alveg sama tilfinningin. Það er vissulega ekki eins að leika með liðinu og stjórna því af hliðar- línunni, en ég þoli ekkert frekar að tapa þótt ég sé nú á bekknum. Það hefur ekkert breyst.“ Þú tókst við liðinu undir skrýtn- um kringumstæðum, voru það mis- tök eftir á að hyggja að bíða ekki fram yfir bikarúrslitaleikinn? „Nei, alls ekki þannig lagað. Þetta var óumflýjanlegt og ákveðið að hafa þennan háttinn á. Ég hefði þó auðvitað viljað taka við þessu liði á öðrum nótum - það er alveg ljóst. Því verður hins vegar ekki breytt héðan af.“ KR ágætt lið Nú einkenndist framganga ykkar af meiri baráttu en oft áður og þið náðuð að koma KR-ingum nokkram sinnum í opna skjöldu. „Það er alveg rétt og ég vona að þetta sé aðeins byrjunin hvað bar- áttuna og hraðann snertir. Mér fannst við betra liðið á vellinum, í raun alveg þar til þeir skora fyira markið. Það var talsvert áfall fyrir okkur, við sofnuðum þá aðeins á verðinum og þeir bættu öðra marki við. Mínir menn fengu svo aftur trúna þegar Stefán minnkaði mun- inn. Bjarki slökkti svo í okkur með einu góðu skoti. Þá var þetta búið.“ Ólafur segir að KR-ingar, sem fagna nú sigri á tveimur vígstöðvum - í deild og bikar, séu með ágætt lið. „Það vissum við fyrir leikinn. En þeir hafa þó ekki leikið neina glimr- andi knattspyrnu, heldur eru þeir jafngóðir í leikjum sínum og hafa að auki leikmenn sem nýta færin sín og geta þannig klárað leiki. Það kom einmitt berlega í ljós í dag og er munurinn á KR og öðrum liðum á Islandi.“ Er ekki ljóst að KR er sterkasta lið landsins? „Þeir hafa verið bestir í deildinni í sumar, það er alveg á hreinu, enda hefðu þeir ekki annars unnið bæði íslands- og bikarmeistaratitilinn. Ég get þó ekki sagt að KR-ingar séu með frábært lið, en þeir eru vissulega með gott lið.“ Of mikil virðing Ólafur þjálfaði Fylkismenn í 1. deildinni í sumar og tryggði þeim glæstan sigur í deildinni og sæti í efstu deild að ári. Segja má að KR- ingar hafi sjaldan í sumar lent í jafnmiklum vandræðum og gegn Fylkismönnum í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Þá komust Fylk- ismenn í 2:0, en þurftu að játa sig sigraða að lokum, 4:3. „Þá gekk okkur vel og einnig í dag, enda börðust menn á fullu og reyndu vh'kilega að taka á þeim. Ég tel að allt of mörg lið hafi óttast KR í sum- ar, sýnt þeim of mikla virðingu. Framherjar liðsins eru eitraðir og kannski hafa andstæðingarnir hugs- að of mikið um þá í stað þess að bæta sinn leik og sækja á móti.“ Þetta er þriðja tap Skagamanna fyrir KR í sumar, verður breyting þar á næsta sumai'? „Ég ætla rétt að vona það. Við munum nýta tímann vel í vetur, stokka spiíin og sjá hvað setur. Það verða kannski einhverjar breyting- ar á mínum leikmannahóp, varla þó miklar enda tel ég að mikið búi í þessu liði,“ sagði Ólafur Þórðarson. Endaði á fullkomnu marki BJARKI Gunnlaugsson, sem skoraði þriðja mark KR gegn ÍA, sagðist hafa endað full- komið sumar með fullkomnu marki. „Hlutirnir gátu ekki endað á betri veg.“ Bjarki, sem fór til enska 2. deildar liðsins Preston í gærmorgun, sagði að loknum leiknum að það væri aldrei að vita nema að hann kæmi aftur til KR. „Maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Annars er þetta síðasta tæki- færið sem ég fæ til þess að sanna mig í atvinnumennsku og stefnan er að standa sig núna. Fyrir sumarið var ég kominn á botninn í knatt- spyrnu en síðustu mánuðir hafa verið allsherjar ævintýri. Það er fulikomið að enda sum- arið með þessum leik.“ Aðspurður hvort það hefði ekki reynst erfitt fyrir hann, sem lék í yngri flokkum með ÍA og fyrstu ár sín í meistara- flokki, sagði Bjarki það óneit- anlega sérstakt. „Þeir léku vel og áttu mikið af tækifærum en það er eitthvað í leik KR sem hefur tryggt því vel- gengni í sumar. Það er góð stemmning í leikmannahópn- um og liðið fær gríðarlegan stuðning eins og koin berlega í ljós í leiknum í dag. Þetta hefur verið ótrúleg stemmn- ing í sumar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.