Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 1

Morgunblaðið - 28.09.1999, Side 1
LANDSMANNA 1999 fHttgtntliliifeife ■ ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER BLAÐ Lillestrom gerir Grétari tilboð GRÉTAR Hjartarson, sem leik- ið hefur með Grindvíkingum í sumar, hefur fengið tilboð frá norska úrvalsdeildarfélaginu Lil- lestrbm. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hljóðar tilboðið upp á annan tug milljóna króna. Grétar neitaði því að um slíka upp- hæð væri að ræða. Fleiri félög í Noregi og Englandi hafa sýnt áhuga á leikmanninum. Grétar, sem dvaldi hjá norska liðinu frá föstudegi til mánudags, sagði að hann væri að íhuga tilboð Lillestrpm og taldi öruggt að hann léki ekki með Grindavík næsta sumar. „Ég stefni á að fara út en ég á eftir að skoða tilboð Lillestrpm. Það ætti að koma í ljós í vikunni hvað ég kem til með að gera.“ Grétar sagði að sér hefði litist vel á allar aðstæður hjá norska liðinu, sagði það eiga glæsilegan völl og frábæra stuðn- ingsmenn. Hjá Lillestrpm leika tveir ís- lenskir landsliðsmenn: Rúnar Kristinsson og Heiðar Helguson. Þorvaldur ræðir viðKA ÞORVALDUR Örlygsson, sem hefur leikið með Nott- ingham Forest, Stoke og Oldham í Englandi, á í við- ræðum við knattspyrnudeild KA um að hann þjálfí meist- araflokk félagsins næsta sumar. Stefán Gunnlaugs- son, formaður knattspyrnu- deildar KA, sagði að við- ræður hefðu átt sér stað í nokkra daga og að góðar líkur væru á að samkomu- lag næðist. Stefán sagði að ef Þorvaldur tæki við liðinu væri stefnan að hann léki jafnframt með því. Tvöfalt hjá KR-ingum KR-ingar tryggðu sér tvöfaldan sigur í fyrsta skipti síðan 1963 er þeir lögðu Skagamenn að velli í bíkarúrslitaleik, 3:1. Hér handleika Þormóður Egilsson, fyrirliði, Einar Þór Gunnarsson og þjálfarinn Atli Eðvaldsson bikara, sem bættust í safn KR. ■ Allt um bikarúrslitaleikinn / B4, B5, B6, B7, B8 Bjami Jóhanns- son þjálfar Fýlki BJARNI Jóhannsson verður næsti þjálfari Fylkismanna. Nær ör- uggt er talið að gengið verði frá samningum þess efnis í dag eða á morgun, en viðræður Fylkis og Bjarna hófust á sunnudags- kvöld og héldu áfram í gær. Bjarni hefur áður þjálfað Árbæj- arliðið, var þar við stjórnvölinn 1994. Fylkir féll úr efstu deild 1993 og undir stjórn Bjai-na varð það í 3. sæti 2. deildar 1994 - rétt missti af sæti í 1. deild og aðeins munaði þar einu stigi. Ámundi Halldórsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, sagðist í gær vera bjartsýnn á framhaldið og taldi meiri líkur en minni á að samn- ingar næðust innan skamms. „Fund- urinn á sunnudagskvöld gekk mjög vel,“ sagði hann. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins var Pétur Pétursson efstur á óskalista Fylkis- manna, en vegna starfa hans við eig- in ljósmyndastofu gekk ekki saman. Var því leitað til Bjarna á sunnudag og hafa viðræður gengið afar hratt fyrir sig síðan. Amundi sagði ljóst að Fylkismenn héldu sínum mannskap, enda væru allir á samningum við félagið. „Það er ljóst að við þurfum eitthvað að styrkja liðið fyrir átökin í úrvals- deildinni, enda er nokkur styrkleika- munur á þessum deildum. Við teljum okkur vera með sterkasta leik- mannahóp félagsins í áraraðir, en samt þyrftum við að minnsta kosti einn sterkan varnarmann og einn af- gerandi markaskorara," sagði Amundi og benti á að Ólafur Þórðar- son, fráfarandi þjálfari liðsins, hefði leikið í vörninni og erfitt yrði að fylla það skarð. Þá hefði markaskorun dreifst óvenjumikið milli leikmanna í sumar, en æskilegt væri að fá leik- mann til félagsins, sem skoraði tíu mörk eða fleiri yfir sumarið. EMMEN VILL FÁ EYSTEIN HAUKSSON TIL HOLLANDS / B3 VINNINGSTÓLUR LAUGARDAGINN 25.09.1999 4. 3 af 5 TVOFALDUR 1. VINNINGUR Á LAUGARDAGINN Jókertölur vikunnar 2 0 3 4 7 Vinningar Fjöldi vinninga Upphæð á mann 5 tölur 0 1.000.000 4 síðustu 1 100.000 3 síðustu 9 10.000 2 sföustu 84 1.000 VINNINGSTÖLUR MIÐVIKUDAGINN 22.09.1999 AÐALTÖLUR (*- (4 C7 8 8 12 t BÓNUSTÖLUR í37 í44 Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæö 1. 6 af 6 2 48.530.490 2. 5 af 6 + bónus 0 4.049.450 3. 5 af 6 8 45.400 4. 4 af 6 314 1.840 3. 3 af 6+ bónus 629 390 LOTTO 5/38 1. vinningur verður TVÖFALDUR næst. Bónusvinningarnir voru seldir í Bláa Turninum við Háaleitisbraut 64 í Reykjavík og Gerplu/Toppmyndum við Sólvallagötu 27, Reykjavík JÓKER Miði með 100.000 króna vinningi var seldur í Happahúsinu í Kringlunni. VÍKINGALOTTÓ 1. vinningur skiptist milli Norðmanns ogDana. Upplýsingar í síma: 568-1511 Textavarp: I 281, 283 og 284 I þágu öryrkja, ungmanna og iþrútta I J l 1 I L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.