Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Alexander áfram með IA
NÝAFSTAÐIÐ keppnistímabil varjrnð síðasta á samningi
Alexanders Högnasonar, fyrirliða IA, við Skagamenn. Alex-
ander, sem hefur leikið í vörn ÍA í sumar en var á miðjunni í
bikarúrslitaleiknum við KR, sagðist reikna með því að endur-
nýja samninginn við Skagamenn. „Ég á von á að skrifa undir
þriggja ára samning við Skagamenn og Ijúka ferli mínum
þar,“ segir Alexander, sem er 31 árs.
Alexander Högnason, fyrirliði ÍA
Gáfum þeim
fyrstu tvö
mörfdn á
silfurfati
ALEXANDER Högnason, fyrirliði Skagamanna, var annar tveggja
leikmanna liðsins sem fékk upplagt marktækifæri í leiknum -
áður en KR-ingar brutu ísinn og gerðu tvö mörk á skömmum
tíma. „Það eru vonbrigði að hafa ekki nýtt möguleikana sem við
fengum. Sérstaklega fékk ég sjálfur dauðafæri rétt áður en þeir
skoruðu og í raun og veru gáfum við þeim fyrstu tvö mörkin - al-
veg á silfurfati. Við höfum ekki efni á því gegn svo sterku liði,“
sagði Alexander.
Morgunblaðið/Ásdís
Stefán Þórðarson er hér að skora mark Skagamanna
Sigursteini Gíslasyni þótti tímasetning þjálfaraskipta IA skrýtin
Fyriwarínn
stuttur
SKAGAMAÐURINN Sigursteinn Gíslason hefur sannarlega gert
það gott með KR í sumar, eftir að hafa gengið til liðs við vestur-
bæjarliðið frá fyrrverandi félögum sínum á Akranesi. Hann er ná-
frændi nýráðins þjálfara ÍA, Ólafs Þórðarsonar. Taldi hann
Skagaliðið sterkara fyrir vikið, þar sem frændinn var mættur í
skýlið við hliðarlínuna?
Um marktækifæri sitt í síðari
hálfleik sagði hann: „Ég ætlaði
að skalla boltann í fjærhomið, en
^■■■■■1 stundum gengur
Eftir þetta og stundum
Edwin ekki. í þetta sinn
fíögnvaldsson tókgt það ekki Qg það
varð okkur dýrt.
Maður verður að nýta færin í svona
stórleikjum. Gangi það ekki eftir,
lendir maður undir.“
Aiexander sagði úrslit leiksins,
3:1, ekki gefa rétta mynd af gangi
mála á vellinum. „Leikurinn þróað-
ist nokkum veginn eins og ég átti
von á. Við ætluðum að loka svæð-
unum á miðjunni, þar sem KR-ing-
ar hafa skapað mesta hættu. Ég tel
okkur hafa tekist það bærilega, en
undir lokin hættum við okkur mun
framar en við ætluðum okkur og
fengum þá á okkur skyndisóknir,
þar sem þeir hefðu getað bætt við.
Úrslitin gefa því ef til vill ekki al-
veg rétta mynd af leiknum - þrjú,
eitt. Mér þótti leikurinn mjög
jafn,“ sagði fyrirliðinn.
Bikamrslitaleikurinn var annar
leikur Ólafs Þórðarsonar sem þjálf-
ari IA. Alexander sagðist hafa fall-
ið vel í geð að leika til úrslita undir
hans stjórn. „Það er alveg sama
hvaða verkefni er um að ræða.
Maður verður að koma til leiks
með þvf hugarfari að gera sitt
besta. Ég held að allir hafi gert
það, en í þetta sinn dugði það ekki.
Ólafur er hæfur þjálfari. Það er
greinilegt á þessum tveimur vik-
um, sem hann hefur verið með okk-
ur. Ég sé að þar fer hæfur maður í
starfi."
Ólafur gerði nokkrar breytingar
á byrjunarliði ÍA og færði m.a.
Alexander úr vörninni á miðjuna.
„Það tók mig dálítinn tíma að venj-
ast því, en ég hef leikið þar í um
fjórtán ár, þannig að ég kannaðist
við það. Ólafi fannst þetta þurfa, að
breyta aðeins til. Það dugði þó ekki
til sigurs, en ég held að við höfum
ekki verið síðra liðið í leiknum.“
Fyrirliðinn sagði að sigurlöngun-
in hefði verið mikil og að keppnis-
tímabili IA í ár hefði verið borgið
ef hann hefði fengið að hampa bik-
arnum í leikslok. „Löngunin var
mjög sterk - sjaldan eða aldrei
verið jafnsterk og núna. Arnnum,
sem ég get spilað, fækkar stöðugt
og þannig möguleikunum á að
sigra. Þótt ég hafi unnið oft, langar
mann alltaf í meira. Það hefði
bjargað sumrinu að vinna þennan
titil, en KR hefur meðbyr með sér.
Stundum gerist það. Við höfum
lent í þessu, stundum gengur allt
upp og stundum ekkert,“ sagði
Alexander.
Hann telur að tveir leikmenn
KR-liðsins geri gæfumuninn í vel-
gengni þess í sumar - að tilvist
þeirra gefi öðrum leikmönnum
liðsins aukið svigrúm. „Að mínu
mati hefur KR tvo menn fram yfir
aðra í deildinni, Gúðmund [Bene-
diktsson] og Bjarka [Gunnlaugs-
son]. Þess utan er lið þeirra ekki
betra en önnur. Þetta eru menn
sem krydda fótboltann og okkur
skortir menn af þessum styrkleika
í sumar - og öll önnur lið en KR,“
sagði Alexander Högnason, fyrir-
liði ÍA.
Fyrirvarinn hefur verið stuttur.
Eins og Alexander Högnason,
vinur minn [og fyrirliði IA], sagði við
■■■■■■■ mig, á ekki að þurfa
Eftir að segja mönnum að
Edwin berjast í svona leik.
Rögnvaldsson þetta er bikarúrslita-
leikur sem flestir taka
ekki þátt í nema í mesta lagi einu
sinni á tveggja til þriggja ára fresti.
Þjálfarinn skiptir ekki sköpum hvað
þetta varðar.
Mér fannst rétt hjá Skagamönnum
að ráða Ólaf sem þjálfara, en tíma-
setningin þótti mér ekki alveg rétt.
Mér fannst hún skrýtin. Ég hafði vit-
anlega heyrt óánægjuraddir ofan af
Skaganum og í sjálfu sér hefði stjóm-
in átt að grípa mun fyrr í taumana,
því þjálfarinn breytir engu til hins
betra á svo stuttum tíma. Það kom í
ljós. Þeir töpuðu báðum leikjunum.
Hann var reyndar með einhverjar
áherslubreytingar. Þeir komu mjög
grimmir til leiks,“ sagði Sigursteinn.
„Eftir að við komumst í þrjú, eitt
var allur vindur úr þeim, en fram að
því var leikurinn í jafnvægi. Ég hafði
samt alltaf trú á að við myndum vinna
og ég kom til leiks með því hugarfari
að við gætum ekki tapað honum, eins
og okkur hefur gengið í sumar. Okk-
ur hefur gengið allt í haginn.“
Sló það ykkur þá ekki út af laginu
þegar þið áttuð undir högg að sækja
í fyrri hálfleik, í ljósi þess hve sigur-
viss þú sagðist vera?
„Nei, við komum hingað inn [í
búningsherbergi] í leikhléi og vorum
þá ekki mjög sáttir við sjálfa okkur
eftir fyrri hálfleikinn. Við ákváðum
því að reyna að bæta aðeins í, ákváð-
um að setja þrýsting á þá. Þeir gerð-
um það í smástund, en síðan sóttu
þeir að okkur og skömmu síðar skor-
uðum við - tvö mörk. Þá fannst mér
eins og mannskapurinn ætlaði bara
að halda því, en þá skoruðu þeir -
tvö, eitt. Þá vöknuðum við aðeins, en
Skagamenn héldu sókninni áfram í
fimmtán til tuttugu minútur. Síðan
gerðum við þriðja markið og þá voru
úrslitin ráðin. Þeir sköpuðu samt
ekkert á þessum kafla eftir að hafa
minnkað muninn."
Sigursteinn sagðist þeirrar skoð-
unar að sigur KR hefði verið sann-
gjarn. „Við þriðja markið var allur
vindur úr þeim. Þeir sáu að úrslitin
voru ráðin. Það voru ekki nema um
tíu mínútur eftir. Þegar á heildina er
litið held ég að þetta hafi verið sann-
gjarn sigur. Ég held að enginn vafi
leiki á því. Þeir fengu þó besta færið
í fyrri hálfleik. Það var Hálfdán
[Gíslason], en Kristján [Finnboga-
son] varði það alveg frábærlega. Við
fengum ef til vill ekki mjög opin færi.
Þeir fengu betri marktækifæri, en
samt held ég að sigurinn hafi verið
sanngjarn," sagði Sigursteinn.
Hvaða augum leistu þennan leik,
þar sem þú ert gamall Skagamaður?
„Þetta var eins og hver annar leik-
ur. Andstæðingurinn skiptir engu
máli. Maður ber mátulega virðingu
fyrir hverjum mótherja og tekur
hann alvarlega. Það gildir einu hvort
þeir eru gulir, bláir, rauðir eða
grænir. Ég fer bara í hvern leik með
því hugarfari að gera mitt besta og
vinna leikinn. Ég er í KR í dag og
spila eins vel og ég get fyrir liðið,
þótt ég sé Skagamaður inni við bein-
ið,“ sagði Sigursteinn Gíslason,
Skagamaðurinn í liði KR.
Siguröur
Jónsson
meiddur
Sigurður Jónsson, fyrirliði ís-
lenska landsliðsins og leik-
maður skoska úrvalsdeildar-
liðsins Dundee Utd., þurfti að
fara af velli meiddur í tá í 2:0-
tapleik gegn Hearts i'
Skotlandi um helgina.
Paul Sturrock, knatt-
spyrnustjóri Dundee, segir á
spjallsíðu liðsins á Netinu að
meiðsli Sigurðar í tá geti
reynst alvarleg og að hugsan-
legd; sé að hann sé brotinn.
Tottenham og
Wimbledon fýlgjast
með Hermanni
ENSKU úrvalsdeildarliðin Tottenham og
Wimbledon hafa augastað á Hermanni Hreið-
arssyni, ef marka má spjallsíðu 2. deildarliðs
Brentford.
Segir að Sam Hammam, framkvæmdastjóri
Wimbledon, og George Graham, knattspyrnu-
stjóri Tottenham, hafi fylgst með Hermanni í
leik með Brentford gegn Preston um síðustu
helgi. Þar kemur fram að Brentford vilji lík-
lega um 204 milljónir ísl. króna fyrir Hermann.
Hann var keyptur fyrir um 120 milljónir frá
Chrystal Palace á síðasta vetri.
Njáll Eiðsson
ekki ákveðinn
NJÁLL Eiðsson, þjálfari ÍR-inga, hefur enn ekki ákveð-
ið hvar hann verður við stjórnvölinn á næstu leiktíð.
Samningur hans við ÍR rennur út á næstu dögum og
munu IR-ingar hafa hug á að halda þjálfara sínum, en
Breiðholtsliðið missti naumlega af úrvalsdeildarsæti
með jafntefli í lokaumferð 1. deildar á dögunum.
Morgunblaðið hefur ennfremur heimildir fyrir því að
Leiftursmenn hafi átt í viðræðum við Njál. Auk þess
hafa Valsmenn rætt við þjálfarann, en einnig kemur til
greina á Hlíðarenda að endurnýja samninginn við Inga
Björn Albertsson, sem stýrði liðinu á seinni hluta Is-
landsmótsins í ár.