Morgunblaðið - 01.10.1999, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1999
pJtrgmtiWtaMSi
■ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER
BLAÐ
Birkir til
Lustenau
BIRKIR Kristinsson, markvörður IBV og ís-
lenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur verið
leigður til austurríska 1. deildarliðsins Lustenau
um tíma, en að sögn Jóhannesar Olafssonar, for-
manns knattspyrnudeildar ÍBV, er óvíst hversu
lengi Birkir verður hjá Lustenau. Þetta er sama
lið og Helgi Kolviðsson, landsliðsmaður, lék með
áður en hann flutti sig yfir iandamærin til þýska
liðsins Mainz.
Aðalmarkvörður Lustenau er meiddur og
verður frá um tíma og því vantaði liðið mark-
vörð til þess að fylla skarð hans. Reiknað er með
að Birkir leiki sinn fyrsta leik með Lustenau um
næstu helgi. Liðið er um þessar mundir í 8. sæti
deildarinnar sem í ieika tíu lið, hefur fengið 14
stig úr 13 leikjum á keppnistimabiiinu.
Hermann
ekki á
tombólu-
verði
RON Noades, eig-
andi og knattspyrnu-
stjóri enska 2. deild-
arliðsins Brentford,
hefur lýst því yfir að
Hermann Hreiðars-
son sé svo sannarlega
til sölu frá liðinú - en
aðeins íyrir rétt verð.
Hermann hefur í
vikunni verið bendl-
aður við úrvalsdeild-
arliðin Tottenham og
Wimbledon, en Noa-
des segir að lið geti
gleymt því að sækja
frábæra leikmenn til
Brentford og greiða
fyrir þá eitthvert
tombóluverð. „Þetta
er ekki Disneyland
og hér eru engin
Mikka músar-verð í
gangi,“ sagði Noades,
sem vill fá ríflega 300
milljónir fyrir hann.
Bjarki
reiðubú-
inn að
bíða
BJARKI Gunnlaugs-
son, sem kominn er
til liðs við enska 2.
deildarliðið Preston
North End frá KR,
kveðst reiðubúinn að
bíða eftir tækifæri í
aðalliðinu. Fjórir
framherjar bítast um
sæti í byrjunarliðinu.
„Eg veit að sæti í
byrjunarliðinu er
ekki sjálfsagður hlut-
ur, en ég hyggst bíða
eftir tækifærinu og
grípa það þá,“ segir
Bjarki á heimasíðu
félagsins. „Það er að-
eins jákvætt að liðin
búi yfir stórum leik-
mannahópi, enda er
keppnistímabilið
langt og álagið mikið.
Ég hef ekki fengið frí
eftir heilt tímabil
á Islandi, en ég hef
sloppið við meiðsl og
lánast að skora mörg
mörk. Vonandi verð-
ur hið sama upp
á teningnum hjá
Preston," segir
Bjarki.
Reuters
Alan Shearer skoraði fyrra mark Newcastle gegn CSKA Sofiu á St. James’ Park, 2:2, sem innsiglaði áfram
haldandi þátttöku Newcastle í Evrópukeppninni. _______________________________
■ Leikirnir / C2
Newcastle
hættir við
að kaupa
Eið Smára
SVO virðist sem enska úr-
valsdeildarliðið Newcastle
United hafi hætt við að
reyna að kaupa Eið Smára
Guðjohnsen frá Bolton
Wanderers.
Á spjallsíðu beggja liða á
Netinu er haft eftir Bobby
Robson, stjóra Newcastle,
að hann hafi reynt að kaupa
framherja fyrir helgina, en
þeir sem til greina komi séu
annað hvort of dýrir eða
alls ekki á lausu.
Talið er að Bolton vilji fá
tæpar 200 milljónir króna
fyrir Eið og samkvæmt
fréttum frá liðinu er alls
ekki loku fyrir það skotið
að hann verði seldur innan
skamms.
Bolton á enn í miklum
fjárhagserfiðleikum og Eið-
ur er sá leikmaður liðsins
sem mestur áhugi virðist á.
Annað úrvalsdeildarlið,
Sunderland, er enn sagt á
höttunum eftir íslenska
landsliðsmanninum.
Átta dagar í stórleikinn gegn heimsmeisturunum á þjóðarleikvanginum í París
Lama mun veija mark
Frakka gegn íslendingum
HEIMSMEISTARAR Frakka gera nokkrar breytingar á ieikmanna-
hópi sínum fyrir lokaleikinn í 4. undanriðli EM í knattspyrnu - gegn
íslendingum í París annan laugardag. Markvörðurinn reynslumikli,
Bernard Lama, kemur í stað Fabien Barthez sem er í leikbanni og
framherjinn David Trezeguet kemur í stað Nicolas Anelkas, sem
ekki hefur enn fundið sig í upphafi leiktíðar á Spáni. íslenski
hópurinn verður kynntur í dag.
Roger Lemerre, þjálfari Frakka,
kynnti hópinn á blaðamannafundi
í gær og hann bað landa sína að
gleyma heimsmeistaratitlinum um
stund. „Nú skiptir þessi einu leikur
öllu máli, sigur eða tap og allir verða
að leggjast á eitt til að uppskera. Að-
eins eitt er öruggt: „Barátta og vinnu-
semi er nauðsynleg til að vinna þenn-
an leik. Allir verða að gera sitt allra
besta fyrir liðið,“ sagði Lemeire.
Trezeguet er markahæsti leikmað-
ur frönsku úrvalsdeildarinnar, hefur
skorað níu mörk og þótt leika geysi-
vel. Lama er orðinn 36 ára og lék ekki
á HM, en hefur tvívegis síðan verið
valinn í franska liðið - gegn Andorra
og Rússlandi. Tveir sterkir og sókn-
djarfir leikmenn eru í banni auk
mai’kvarðarins Barthez, þeir
Christophe Dugarry og Thierry
Hemy. Lemerre hefur því aðeins úr
fjórum sóknarmönnum að velja;
Trezeguet, Tony Vairelles og sóknar-
tvennu Bordeaux, þeim Lilian Las-
landes og Sylvain Wiltord. Á hinn
bóginn kemur hinn sterki miðvallar-
leikmaður Alain Boghossian aftur inn
í landsliðshópinn eftir meiðsli.
Franski landsliðshópurinn gegn Is-
lendingum er annars þannig skipaður:
Markverðir: Bernard Lama (Paris St
Germain), Stephane Porato (Marseille).
Varnarmenn: Laurent Blanc (Inter
Milan), Marcel Desailly (Chelsea),
Christian Karembeu (Real Madrid),
Franck Leboeuf (Chelsea), Bixente
Lizarazu (Bayern Munchen), Lilian
Thuram (Parma).
Miðvallarleikmenn: Alain Boghossian
(Parma), Didier Deschamps (Chelsea),
Youri Djorkaeff (Kaiserslautern), Jo-
han Micoud (Bordeaux), Patrick Vieira
(Arsenal), Zinedine Zidane (Juventus).
Framherjar: Lilian Laslandes (Bor-
deaux), David Trezeguet (Mónakó),
Tony Vairelles (Lyon), Sylvain Wiltord
(Bordeaux).
BADMINTON: BRODDI OG ÁRNI ÞÓR ERU HÆTTIR/C4