Morgunblaðið - 01.10.1999, Page 3
IKUR
MORGUNBLABIÐ
FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1999 C 3
ÍÞRÓTTIR
verði og ég tel að við höfum sterka
leikmenn í flestum stöðum. Ef við
spilum sem ein liðsheild eins og við
gerðum í kvöld getum við unnið
hvaða lið sem er.“
Stórsigur hjá Keflvíkingum
Islandsmeistarar Keflvíkinga unnu
stórsigur á Skallagrími frá Borg-
amesi í fyrsta leik sínum í úrvals-
■■■■■■I deildinni í Keflavík í
Björn gærkvöldi. Lokatölur
Blönda' leiksins urðu 107:76
eftir að staðan í hálf-
leik hafði verið 60:39.
Leikurinn bauð ekki upp á mikla
spennu, til þess voru yfirburðir
heimamanna of miklir. Ekki er
hægt að segja með sanni að leikur-
inn hafi fangað huga áhorfenda.
Talsvert var um óagaðan leik en þó
brá fyrir ágætum glefsum.
Keflvíkingar voru fljótir að ná
tökum á Borgnesingum og eftir
stutta stund var munurinn orðinn
10 stig, síðan 20 og í hálfleik munaði
21 stigi. 1 síðari hálfleik héldu gest-
irnir lengi vel í Keflvíkinga eða allt
þar til á síðustu mínútunum að
heimamenn sprettu úr spori og
juku muninn í 31 stig.
Lið Keflavíkur er mikið breytt
frá síðustu leiktíð þar sem reynslu-
miklir og raunar lykilmenn eins og
Falur Harðarson og Birgir Öm
Birgisson róa nú á öðram miðum.
En maður kemur í manns stað og í
ungu leikmennirnir sem hafa tekið
stöður þeirra lofa góðu. Lið Skalla-
gríms náði aldrei að ógna meistur-
unum og ljóst að með slíkri frammi-
stöðu mun liðið ekki keppa um efstu
sætin.
Létt hjá Grindavík
Við vissum náttúrlega að við vær-
um betri en það þarf að sýna
það í leiknum og það gerðum við.
Það er búið að taka
Garðar Páll broddinn úr Skagalið-
vi9niss°n jnu en þeir mega eiga
sk það að þeir héldu
áfram allan tímann og
með þessari baráttu munu þeir upp-
skera sigra. Það var margt gott í
okkar leik og margt slæmt en nú
eru það kandídatarnir á sunnudag-
inn þegar við föram til Njarðvíkur
og þá hefst alvaran," sagði Einar
Einarsson, þjálfari Grindvíkinga,
eftir að lið hans hafði lagt ÍA, 96:54.
Leikurinn hófst með miklum lát-
um, heimamenn skoraðu þriggja
stiga körfu en strax á eftir fylgdi
þriggja stiga karfa frá gestunum en
þessi fjörlega byrjun var bara tál-
sýn því leikurinn varð aldrei nein
skemmtun. Munurinn á þessum lið-
um var nákvæmlega eins og lokatöl-
urnar gefa til kynna, 96:54 fyrir
heimamenn. Skagamenn byrjuðu þó
þokkalega og voru inni í leiknum
fyrstu 8-9 mínútumar en svo tóku
heimamenn rispu og leiðir skildu.
Staðan í hálfleik var 47:23 fyrir
heimamenn. Munurinn hélt áfram
að aukast og var í lokin orðinn 42
Stig. :
Það sem gladdi augað vai- góður
leikur Guðmundar Asgeirssonar í
liði heimamanna og þá áttu félagar
hans i Brenton Birmingham og
Bjarni Magnússon þokkalegan leik.
I liði gestanna var lítið um að menn
sköruðu fram úr en liðið barðist all-
Morgunblaðið/Kristinn
Chris Dade, bandarískur leikmaður í liði Hauka, lék vel fyrir Hafnarfjarðarliðið og skoraði 31 stig í sínum
fyrsta leik í úrvalsdeildinni. Haukar áttu ekki ( miklum erfiðleikum með Tindastól og unnu 88:70.
Grétar og
Ármann til
Lillestrom
LÍKLEGT er að tveir íslenskir
knattspymumenn til viðbótar
bætist í leikmannahóp norska
úrvalsd(‘ildarfélagsins Lil-
lcstrom. Grétar Hjartarson,
sem leikið hefur með Grind-
víkingum, hefúr samþykkt
þriggja ára tilboð norska liðs-
iiis. Þá hefúr Lillestrom boðið
Ármanni Smára Bjömssyni,
leikmanni 2. deildarliðs
Sindra, að æfa með því í vetur.
Grétar fer í læknisskoðun á
þriðjudag. Hann sagði að ef
læknisskoðun gengi eftir
áætlun gæti hann skrifað und-
ir hjá félaginu. Þá færi hann
út til Noregs alfarinn 1. des-
ember.
Ármann Smári, sem nýlega
var valinn í landslið 18 ára og
yngri, fékk tilboð sem felst í
því að hann æfi með norska
liðinu í sex mánuði frá 1. des-
ember. Að þeim tíma liðnum
færi hann aftur til Islands og
léki knattspyrnu þar næsta
sumar. Hann sagði ekki ör-
uggt að hann yrði áfram með
Sindra. Hann sagði að eftir
næsta sumar hygðust fom-
ráðamenn norska liðsins
bjóða honum nýjan samning.
Ármann Smári sagði að sér
litist vel á tilboð norska liðs-
ins en ætlaði að skoða það
með fjölskyldu sinni næstu
daga.
Tveir íslendingar leika með
Lillestrom; Rúnar Kristinsson
og Heiðar Helguson.
Helgi skoraði
HELGI Sigurðsson skoraði
fyrra mark gríska liðsins Pan-
athinaikos í 2:0 sigri á Gorica
frá Slóveníu í síðari leik lið-
amia í annarri umferð Evrópu-
keppni félagsliða, en leikið var
í Aþenu í gær. Helgi gerði
mark sitt á 38. mínútu. Helgi
og félagar unnu einnig fyrri
leikinn, þá 1:0, og em þar með
komnir áfram í aðra umferð
keppninnar.
an tímann og spilaði þokkalega vöm lengstum.
Það er kannski ekki við meira að búast því með-
alaldurinn náði ekki 21 ári.
KR-ingar fögnuðu
KR-ingar fögnuðu sigri í sínum fyrsta leik í
deildinni í vetur þegar að þeir lögðu KFI
með 83 stigum gegn 66 í hinu nýja glæsilega
íþróttahúsi sínu við Frostaskjól.
Guðmundur H. Það var fátt sem reyndist KR-lið-
Þorsteinsson inu ofviða í leiknum en leikmenn
skrifar liðsins voru fullir sjálfstrausts frá
fyrstu mínútu þrátt fyrir að þeir
Ólafur Ormsson og Jónatan Bow væru utan
vallar, Jónatan í leikbanni en félagaskipti Ólafs
hafa ekki enn verið samþykkt.
KR-ingar voru yfirleitt skrefinu á undan
gestunum með fjögurra til fimm stiga forskot
utan einu sinni er KFÍ komst yfir 32:31, en KR
hafði yfir í leikhléi 38:34. Steinar Kaldal sýndi
sérstaklega skemmtilega tilburði fyrir KR í
fyrri hálfleik og átti meðal annars ágæta
troðslu, en hjá KFÍ var Clifton Bush atkvæða-
mestur í vörn sem sókn.í seinni hálfleik seig
hægt og bítandi á ógæfuhliðina hjá KFI eftir
því sem Clifton þreyttist og leikmenn liðsins
áttu heldur ekkert svar við hröðum leik KR-
inga sem hreinlega skiptu um gír og nýttu sér
mikla breidd í leikmannahópnum. Það var sama
hver kom inn á, allir stóðu vel fyrir sínu, en
danski leikstjórnandinn Jesper Winter Sören-
sen var samt besti maður KR í leiknum, sívinn-
andi og útsjónarsamur. Það er þó ekki hægt að
gera upp leik sem þennan án þess að geta
frammistöðu ungu strákanna í KR, þeirra
Sveins Blöndals sem gerði 12 stig og Ólafs Æg-
issonar sem gerði 6, en þeir eru báðir 18 ára og
Jakobs Arnar Sigurðssonar, 17 ára, sem gerði 8
stig.
Leikur KFI mæddi of mikið á einum manni,
Clifton, sem var búinn að skora 25 af 48 stigum
liðsins eftir 30 mínútna leik og það kann ekki
góðri lukku að stýra.
ÚT5ALA - GOLFVÖRUR
Ein stærsta sportvöruverslun landsins
l/erslunin
7M4RI
D
10-50%
afsláttur
Golfsett járn 3-SW og tré 1 -3 frá
kr. 18.500, m/poka, pútter og
kerru kr. 28.500
Graphide sett kr. 27.000,
m/poka, pútter og kerru 37.000,
1 /2 sett fullorðins m/poka kr. 14.000
Stök járn frá kr. 1.880
Pútterar frá kr. 1.330
Graphide tré verð frá kr. 3.700
Golfkerrur verð frá kr. 3.900
Rafmagnskerrur frá kr. 45.000
Standpokar frá kr. 6.900
Golfskór 20-50% afsláttur
Golfkúlur í heilum kössum 20% afsl.
Golfsett: HIPPO - HOWSON
Golffatnaður frá HIPPO - NIKE -
ADIDAS - GREG NORMAN - OZON -
GALVIN GREEN - DAVID SAX
Ármúla 40
Símar 553 5320,
568 8860