Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.10.1999, Blaðsíða 4
BADMINTON Broddi og Ami Þór hættir ÁRNI Þór Hallgrímsson, TBR, sem hefur verið annar helming- urinn í fremsta tvíliðaleikspari landsins í badminton karla til margra ára, hefur lagt keppnis- spaðann að mestu á hilluna. Árni Þór og félagi hans, Broddi Kristjánsson, hafa verið ósigr- andi í tvfliðaleik á Islandi í mörg ár og margoft orðið ís- Iandsmeistarar. Þá hafa þeir einnig náð góðum árangri á mótum erlendis, en m.a. voru þeir þátttakendur í tvfliðaleik á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Með þessari ákvörðun Árna Þórs er Ijóst. að úti er um sam- starf þeirra félaga og frekari afrek þeirra í tvfliðaleik á bad- minton-vellinum. Veikir það væntanlega landsliðið eitthvað, en það vann sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu næsta vor með glæsilegum sigri í B-heims- meistarakeppninni sl. vor. Broddi hefur alls ekki lagt spaðann alveg á hilluna. Hann er landsliðsþjálfari og hyggst halda áfram að taka þátt í mót- um innanlands. Þrír stefha á Syndey ÞRÍR íslenskir badmintonmenn stefna að því að keppa á Ólymp- íuleikunum í Sydney næsta haust. Það eru Brynja Pétursdóttir, Sveinn Sölvason og Tómas Viborg, en til þess að eiga möguleika verða þau að keppa á alþjóðlegum stigamótum sem gefa stig inn á heimslista badmintonmanna sem gildir frá 1. maí á þessu ári til og með 30. apríl á næsta ári. Staða á heimslistanum 1. maí á næsta ári mun síðan ráða því hverjir öðlast þátttökurétt í bad- mintonkeppni Ólympíuleikanna í Syndey. Af þessum sökum hafa þremenningarnir sett stefnuna á að taka þátt í a.m.k. fimmtán alþjóðlegum mótum í vetur og næsta vor. Morgunblaðið/Golli íslandsmeistarinn Tómas Viborg er búsettur í Malmö. Að mínu mati er ekki óraunhæft að tveir af þessum þremur kepp- endum komist á 01ympíuleikana,“ segir Jafet Ólafssoon, Ivar formaður Badminton- Benediktsson sambands íslands. skrifar „En yj þegs ag þejr n£j takmarki sínu verða þeir að einbeita sér að æfmgum og keppni og í raun að gera lítið annað,“ segir Jafet ennfremur. „Að öðrum kosti er þetta ekki með góðu móti mögulegt því ferðirnar eru margar auk þess sem það verður að æfa af enn meiri krafti en áður.“ Tómas býr í Malmö í Svíþjóð en keppir með einu allra sterkasta liði Svíþjóðar sem er frá bænum Umeá í N-Svíþjóð. Brynja og Sveinn eru hins vegar við æfingar og keppni með félagsliðum í Danmörku. Brynja í Árósum og Sveinn í Álaborg auk þess sem hann æfir einnig í Kaup- mannahöfn. Til þess að vinna sér inn þátttöku- rétt í badmintonkeppni Ólympíuleik- anna er nauðsynlegt að vera sem fremst á heimslistanum 1. maí nk. og til þess að ná því takmarki þarf að keppa á sem flestum þeirra móta sem gefa stig á listann. Áðeins keppa 29 badmintonmenn í einliðaleik karla og kvenna á Ólympíuleikum svo dæmi sé tekið og því er hart barist um sætin. Hefur keppendum í ein- liðaleik og tvíliðaleik verið fækkað eftir að keppni í tvenndarleik var tekin upp á síðustu leikum. Hins vegar má hver þjóð aðeins senda þrjá keppendur í hverri grein sem gerir að verkum að þjóðir sem eiga marga góða badmintonmenn, t.d. þjóðir SA-Asíu, sitja ekki einar að keppninni, kannski ásamt Dönum sem eru fremstir Evrópubúa eins og hætta væri á ef ekki væri beitt fjöldatakmörkunum. Þar af leiðir að svo getur farið að badmintonmaður sem er t.d. í fertugasta til fimmtug- asta sæti heimslistans næsta vor komist á leikana. Sveinn stendur best að vígi íslensku badminton- mannanna skv. heimslistanum, hann er í 96. sæti í einliðaleik karla. „Það er algjört lágmark að keppa á átta stigamótum," segir Broddi Kristjánsson, landsliðsþjálfari í bad- minton. „Þá gildir árangurinn af öll- um mótunum inn á listann. Ef keppt er á tíu stigamótum er tekið meðal- tal af árangri þeirra en um leið og verið er með í tólf mótum er hægt að strika út þau mót sem lakastur ár- angur heftir náðst á,“ segir Broddi ennfremur." Kostnaður, ferðir og uppihald bad- mintonmannanna þriggja á keppnis- tímabilinu sem framundan er er áætlað um ein milljón króna. Alþjóða badmintonsambandið og Ólympíu- samhjálpin standa straum af öllum kostnaði vegna Sveins, en Badmint- onsamband Islands og afreksmanna- sjóður íþrótta- og Ólympíusambands íslands greiða ferðir og uppihald Brynju og Tómasar. Áð sögn Jafets kom einnig til greina að systkinin, Elsa og Tryggvi Nielsen, gerðu tilraun til að komast á leikana en bæði hættu þau við sök- um anna við nám og störf. Fyrst var keppt í badminton á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og þá unnu þrír íslendingar sér inn þátttökurétt, Elsa Nielsen í einliða- leik og Árni Þór Hallgrímsson og Broddi Kristjánsson í tvíliðaleik. Elsa var síðan eini_ fulltrúi íslands í badmintonkeppni Ólympíuleikanna í Atlanta 1996. ■ SÆVAR Sigursteinsson, fyrr- verandi landsliðsmaður í júdó úr KA, hefur skrifað undis samning við Ármann sem þjálfari meistara- flokks Ármenninga. ■ GARY Megnson, knattspyrnu- stjóri Stoke City, hefur verið út- nefndur stjóri septembermánaðar. Stoke hefur gengið vel undir stjórn Magsons og situr liðið nú í 6. sæti deildarinnar. ■ MEGSON tók við stjórn Stoke í sumar eftir að Brian Little hætti og fór til WBA. Erfíðlega gekk í fyrstu leikjunum á leiktíðinni, en betur hefur gengið eftir að Megson brá á það ráð að láta liðið sækja meira eftir leikaðferðinni 4-3-3. ■ / GÆR kom enn fram á spjall- síðu Stoke á Netinu að leikmenn og áhangendur Stoke City vilji halda Megson við stjórnvölinn hjá liðinu, en 1 tengslum við tilboð ís- lenskra fjárfesta í knattspymufé- lagið er talið líklegt að Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari, taki að sér stjórn liðsins. ■ STEVE McManaman verður frá keppni næstu þrjár vikur vegna meiðsla í læri sem hann hlaut í leik Real Madrid og Porto á þriðjudag- inn. Hann verður því af vináttuleik Englendinga og Belga og viður- eignum við Valencia og Barcelona með Real Madrid. ■ STEFÁN Arnaldsson og Gunn- ar Vignisson, milliríkjadómarar í handknattleik, hafa fengið tvö verkefni í Evrópukeppninni. Þeir dæma leik GOG Gudme og rúm- enska liðsins Fibrex Savinesti i EHF-keppni karla í Danmörku 3. október og tvo leiki norska liðsins Tærtnes og Partizan Kocevo frá Makedóníu í EHF-keppni kvenna, sem fara fram í Noregi. ■ GJJÐJÓN L. Sigurðsson og Ólafur Örn Haraldsson dæma leik sænska liðsins Alingsas og Pick Szeged í EHF-keppni karla í Sví- þjóð 9. október. ■ FJÓRIR eftirlitsmenn frá fs- landi verða að störfum á leikjum í október. Gunnar K. Gunnarsson á leik danska liðsins Kolding og Lu- koil Dynamo frá Rússlandi í Evr- ópukeppni bikarhafa 2. október. ■ ÓLI Olsen fer til Færeyja og fylgist með tveimur viðureignum Stjörnunnar og Zalau frá Rúmeníu í EHF-keppni kvenna. ■ BJÖRN Jóhannesson fer til Noregs og verður þar eftirlitsmað- ur á viðureign Runar og Meiitopol frá Úkraínu í borgarkeppni karla. ■ HÁKON Sigurjónsson fer til Svíþjóðar til að fylgjast með viður- eign Skövde og Metadurg frá Ma- kedóníu í borgarkeppni karla. Bjarni þjálf- ar Fylki KNATTSPYRNUDEILD Fylkis hefur ráðið Bjarna Jóhannsson þjálfara meist- araflokks karlaliðsins til tveggja ára. Bjarni, sem þjálfaði ÍBV síðastliðin þrjú ár, sagði það ögrandi verk- efni að taka við Fylkisliðinu, sem hefur þrívegis farið upp í efstu deild en jafnharðan , fallið niður, og koma liðinu í fremstu röð. Bjarni, sem þjálfaði Fylki árið 1994, taldi sig taka við góðu búi og kvaðst ætla að undirbúa liðið vel fyrir átök- in næsta sumar. Dagsetn.: Mótsstaður: Brynja Tómas Sveinn 30. sept.-3. okt. Opna tékkn. meistaram. .Æ, 30. sept.-3. okt. Kastrup, Danmörku 9,-12. okt. Sao Paulo, Brasilíu 14.-17. okt. Buenos Aires, Argentínu rt. 28.-31.okt. Búdapest, Ungverjalandi rÆ, 28,- 31. okt Höjberg, Danmörku t t A 4.- 7. nóv. Moss, Noregi 11.-14. nóv. Reykjavík, íslandi rtí 18.- 21. nóv. Sevilla, Spáni 25.- 28. nóv. Edinborg, Skotlandi «? 25.- 28. nóv. Gvatemala 1 2.- 5. des. Cardiff, Wales 2.- 5. des. Mexíkó 9.-12. des. Dublin, írlandi rrA A 13.-16. jan. Portúgal (jji 10.-13. feb. La Chaux de Fonds, SvissoA 13,- 20. feb. Sofia, Búlgariu 13.-20. feb. Nýja Dehli, Indlandi aék á JL 15.-19. mars París, Frakklandi Æk 30. mars- 2. ap. Groningen, Hollandi ■ 6.- 9. april Zagreb, Króatíu Æ 30. ap,- 6. mai Glasgow, Skotlandi rœk A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.