Morgunblaðið - 08.10.1999, Page 2
2 B FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
-T
DAGLEGT LÍF
F.AKKARINN Jóhann Sig-
fússon er nýfluttur heim
eftir alls átta ára dvöl er-
lendis. Eftir að hafa verið
einn yngsti nemandinn sem lauk
kvikmyndagerðarnámi frá London
International Film School bjó hann
í fimm ár í Danmörku og hefur víða
farið með tökuvélina á öxlinni. Nú
síðast dvaldi hann um fimm vikna
skeið við tökur í Taílandi þar sem
hann var aðaltökumaður í barna-
mynd eftir danska leikstjórann
Peter Ringgaard. Vinnutitill mynd-
arinnar er Billy in Bangkok og
verður hún sýnd í kvikmyndahús-
um í Danmörku og sjónvarpsstöðv-
um í ýmsum löndum.
Monsúnregn og mútur
Billy in Bangkok er engin venju-
leg mynd því í aðalhlutverkum eru
tíu ára drengur og indverskur fíll,
báðir með öllu reynslulausir í kvik-
myndaleik. Tökur fóru annars veg-
ar fram í 6 milljóna manna stórborg
og hins vegar meðal villtra frum-
skógardýra í 40 gráða hita í ágúst, á
miðjum monsún-regntímanum.
„Kvikmyndaleikstjórinn John Hou-
ston sagði einhvern tímann að
menn skyldu aldrei reyna að gera
mynd með dýrum eða bömum. Við
gerðum hvort tveggja og það gekk
eins og í kraftaverki," segir Jóhann
sem mætir til viðtalsins klyfjaður
myndum og minningum frá Aust-
urlöndum fjær.
Hann útskýrir að vegna anna
hafi tökur frestast fram í ágúst,
sem er heitasti árstíminn í Taílandi,
og á hverjum degi hafi rignt í
minnst klukkutírna eins og hellt
væri úr fötu. „Á meðan skýfallið
varði var tekið stutt matarhlé en
innfæddir aðstoðarmenn tökuliðs-
ins vildu þó helst taka tveggja tíma
hvfld á dag. Við máttum ekki við því
vegna þröngrar tímaáætlunar og
þurftum þess vegna að tala fólkið
til. Sem betur fór gekk það vonum
framar, enda þeir Taflendingar
sem við kynntumst einstaklega
glaðlegt fólk sem gerði ávallt það
besta úr öllu.“
Taflenskt skrifræði fær hins veg-
ar nánast falleinkunn hjá Jóhanni
en af völdum þess og ýmissa ófyrir-
séðra aðstæðna þurfti stundum að
hnika handritinu til. „Oft þurftum
við að beita mútum til þess að fá að
mynda á opinberum stöðum og
tryggja okkur velvild lögreglu.
Slíkt tíðkast víst á þessum slóðum,
Stjörnuleikur
fíls í stórborginni
Það er ekki lítil fyrir-
höfn að taka upp
kvikmynd sem gerist
á víxl í taílenskum
frumskógi og mið-
borg Bangkok -
hvað þá þegar aðal-
leikarinn er fíll.
Sigurbjörg Þrastar-
dóttir skráði ævin-
týrafrásögn Jóhanns
Sigfússonar kvik-
myndatökumanns
sem enn ber ör eftir
asískar blóðsugur.
jafnvel í búddamusterunum en við
fengum einmitt að mynda í einu
slíku gegn „framlagi" til munk-
anna.“
Fillinn var hörkuleikari
Kvikmyndin, sem nú er í eftir-
vinnslu, fjallar í stuttu máli um taí-
lenskan dreng, Billy, sem heldur í
fyrsta sinn til höfuðborgarinnar
Bangkok frá heimahéraðinu Zurin
ásamt bróður sínum, fullorðnum
frænda og fflnum Gin. Tilgangur
félaganna er að vinna sér inn fé
með hjálp fflsins, en slíkir leið-
angi-ar sveitafólks hafa að sögn Jó-
hanns lengi tíðkast í taflenskum
borgum. „Þá röltir fólk um aðalgöt-
urnar ásamt fíl sem ber ávaxta-
Morgunblaðið/Þorkell
Eftir alls átta ára fjarveru var Jóhann Sigfússon farinn að sakna lands og
þjóðar og er nú fluttur heim.“
körfu á bakinu. Túristar kaupa svo
ávextina gegn því að fá að mata ffl-
inn með þessum sömu ávöxtum, en
það þykir ferðafólkinu afar spenn-
andi og um leið sniðugt myndefni
fyrir fjölskyldualbúmin." Jóhann
segir að nú sé búið að banna slíkan
fílarekstur í miðborg Bangkok og
því hafi þurft sérstakt leyfi fyrir fíl-
inn Gin og tökuliðið. „Hins vegar
sáum við í það minnsta einn fíl á
dag ásamt ekli, sem sýnir að lög-
reglan lokar augunum viljandi fyrir
ýmsu.“
Jóhann bendir á að vaxandi um-
ferð, mengun og hávaði stórborg-
arinnar hugnist fílunum illa og
að því sé vikið í myndinni.
Glögglega sé sýnt hvernig Gin
verður sífellt órólegi'i í Bangkok og
hafi leikarafíllinn í þeim atriðum
sýnt stórbrotinn skapgerðarleik.
„Ffllinn sem við vorum með var al-
veg frábær,“ upplýsir Jóhann og
tekst sem snöggvast á loft í sætinu.
„Þegar hann átti að tryllast úti á
götu gerði hann það og þegar hann
átti að sýna þvermóðsku stóð hann
grafkyrr. Hann hreinlega hreyfði
sig ekki, sama hversu harkalega
bflamir flautuðu. Ffllinn gerði ná-
kvæmlega allt sem við báðum um.
Eigandi hans,
maðurinn sem
lék frænda
drengsins
myndinni,
hélt því
Vasadiskó
til eyrna almennijig
LITLU munaði að vasa-
diskóin svokölluðu bærust
■ aldrei til eyrna almennings.
ZSZ Söguna á bak við, að margra
mati, eina af merkustu upp-
götvun Sony-fyrirtækisins,
má rekja tvo áratugi aftur í
^j tímann. Hún þykir sígild
v dæmisaga um hvemig snjöll-
um tæknimönnum getur
^ brugðist bogalistin þegar
o þeir koma ekki auga á þýð-
g* ingarmikið gildi uppfinning-
ar sinnar.
Highiife, flugtímarit Brit-
ish Airways, segir fyrirrennara
vasadiskósins vera lítið, einrása
segulbandsupptökutæki, sem
tæknimenn Sony hafi þróað og
gefið nafnið „pressman" eða
blaðamaður, enda upphaflega
ætlað þeirri stétt manna.
Árið 1978 gerðu þeir tilraunir
til að ljá „blaðamanninum“ tví-
rása hljóm. Þeim tókst ekki að
koma tæknibúnaðinum fyrir tví-
rásina í tækið án þess að fjar-
lægja upptökubúnaðinn og sátu í
lokin uppi með „upptökutæki“
sem ekki var hægt að taka upp á.
„Tvírása blaðamaður hefði hvort
sem er einnig þurft tvo
hljóðnema, tvo hátalara
og að öllum líkindum
framlengingarsnúru,"
mölduðu þeir í móinn.
Óöruggir um framvinduna
ákváðu þeir að leggja verk-
efnið á hilluna. Líka á hilluna
í rannsóknarstofunni, því
frumgerð vasadiskósins gegndi
lengi því eina hlutverki að sjá
starfsmönnum fyrir tónlist við
vinnuna.
Út í hött
Eða allt þar til Masaru Ibuka,
sem stofnaði fyrirtækið árið 1946
og látið hafði af störfum fyrir ald-
urs sakir, átti leið um. Hann lagði
við hlustir og spurði hönnuðina
hvort þeir hefðu í hyggju að
framleiða tæki sem hefði enga
upptökumöguleika. I leiðinni
upplýsti hann þá um að önnur
Sony-rannsóknarstofa hefði
þróað fíngerð heyrnartól, sem
hægt væri að tengja við þetta
„ekki-upptökutæki“.
Tæknimennirnir þökkuðu
Ibuka pent fyrir en veltust um af
hlátri þegar sá gamli var farinn.
raunar fram að fílar hefðu þroska á
við sex ára börn - ég sel það ekki
dýrar en ég keypti það!“
Barnastjarna f undin
á munaðarleysingjahæli
Jóhann gerði sér far um að kynn-
ast fílnum strax vel vegna hinnar
nánu samvinnu sem framundan
var. „Þar sem ég þurfti stöðugt að
atast í kringum fílinn með tökuvél-
ina var nauðsynlegt að ég næði
fljótt trausti hans. Fflai- eiga það
nefnilega til að sparka í fólk og geta
hæglega drepið. Fyrsta dag-
inn sem ég hitti fílinn hafði
ég fullan poka af banönum
meðferðis og á hverjum degi
eftir það kom ég með eitt-
hvað handa honum að maula.
Þegar á leið urðum við fíllinn
miklir mátar og undir lokin
var hann meira að segja far-
inn að heilsa mér með
„handabandi" á hverjum
morgni."
Segja má að fíflinn Gin sé
stórleikari í bókstaflegri
merkingu því hann vegur eitt
og hálft tonn. „Hann þurfti
að borða 350 kíló af fæðu á
dag þannig að með í för allan
tímann var heill vörubfll full-
ur af ávöxtum og annarri
uppáhaldsfæðu leikarans,“
segir Jóhann kíminn.
Drenginn í hlutverk Billys
fundu þeir Jóhann og Peter
leikstjóri á munaðar-
leysingjahæli, 100 kílómetra
frá Bangkok. „Við prófuðum
að minnsta kosti fjörutíu
drengi í aðalhlutverkið en
Kanin, eins og hann heitir í
verunni, var áberandi bestur.
Hann var auk þess sá eini sem tal-
aði ensku, en munaðarleysingja-
hælið þar sem hann býr er í umsjá
írsks prests."
Kanin litla fannst mikil upplifun
að fá að taka þátt í gerð kvikmynd-
arinnar og fékk að auki álitlega
fjárupphæð að launum sem bíður
hans í banka þar til hann verður 16
ára.
Strídið við blóðsugurnar
Meðal ævintýra í Bangkok var
heimsókn á öskuhauga borgarinnar
þar sem Jóhann kveðst hafa komist
í tæri við þær stærstu rottur sem
hann hafi á ævinni séð. En þó svo
að sitthvað eftirminnilegt hafi gerst
við tökur í borginni segir Jóhann að
5 Enda fannst þeim segulbands-
tæki án hátalara og upptöku-
möguleika vera algjörlega út í
hött og ekki væri nokkur maður
líklegur til að kaupa slíkan grip.
Öllum hlyti að vera ljóst að
heyrnartól væru aðeins fyrir tæki
með hátölurum. Þar fyrir utan
væri ótvíræður ókostur að aðeins
ein manneskja gæti hlustað.
En Ibuka var ekki af baki
dottinn. Hann fór á fund
Akio Morita, stjórnarfor-
manns Sony, og tálaði
hann inn á „að láta setja
saman svona hlut og
kanna hljóminn". Að
verki loknu gengu Ibuka
og Morita með tækin á
sér hvert sem þeir fóru
1 og líkaði prýðilega.
I Svo vel að Morita
■ ákvað að hefja fram-
leiðslu á tækinu sem
■ þá hafði fengið nafn-
V ið „walkman" eða
V göngumaður. Stjórn-
endur segul-
bandsdeildarinnar voru
lítt hrifnir af tiltækinu.
Þeir spáðu stórtapi og sögðu
fyrirætlanir um framleiðslu
hreina geggjun. Ásamt fislétt-
um heyrnartólum hafði þeim
reiknast til að útsöluverðið
yrði um 250 bandaríkjadalir
(um 17.800 kr.), sem væri
mun hærra verð en á seg-
ulbandsupptökutæki með
hátölurum. Auk þess
sögðu þeir að markhóp-
urinn, táningarnir,