Morgunblaðið - 08.10.1999, Side 3

Morgunblaðið - 08.10.1999, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 B 3 fjörið hafi fyrst byrjað þegar komið var út í náttúruna. „Eftir að lögregla hefur - samkvæmt handriti - vísað Bil- ly, Gin og eklunum tveimur út úr borginni halda þeir heim á leið eftir hraðbrautinni. Þá verður myndin að eins konar vegamynd á fílsbaki, auk þess sem ferðast er í gegnum frumskóg. Tökur fóru fram í stórum og gífurlega fallegum þjóðgarði, bæði í dæmigerðu saf- aiálandslagi og villtum frumskógi þar sem slöngur, bavíanar og tígrisdýr ráfuðu um. Verstar voru þó blóðsugurnar sem bitu okkur í bak og fyrir,“ upp- lýsir Jóhann og gefur hugmynd um viðbjóðinn með lýsingu sem er ekki fyrir viðkvæma: „Þetta eru nokkurs konar lirfur sem bora hausnum inn í húðina á fólki án þess að það finni fyrir því. Svo sjúga þær úr manni blóð sem safnast í belg þannig að þær margfalda stærð sína, fastar við líkama fórnarlambsins. Ekki dugir að kippa þeim burt því þá verður haus- inn eftir undir húðinni - nauðsynlegt er að brenna gat á belginn með kveikjara svo kvikindin sleppi út.“ Jóhann hryllir sig sem snöggvast en segir að innfæddir hafi veitt ómetanlega hjálp gegn óargadýrunum. „Ég fékk að auki lánaðar síðbuxur hjá einum aðstoðarmanninum þegar verst lét, því ég þurfti að hafast lengi við í háu grasi þar sem blóðsugurnar halda til.“ Geta fílar grátið? í myndinni er fíllinn þeirri stund fegnastur er hann kemst aftur heim í sveitina til Zurin. Sama er að segja um sveitadrenginn Billy sem þjáist af heimþrá í stór- borginni. „Sögunni lýkur með dramatíski-i lokasenu og lang- þráðum endurfundum við ættingja," segir Jóhann og lýsir með tilþrifum hvernig Billy og móðir hans breiða út faðminn hvort á móti öðru böðuð blóðrauðu sól- arlagi við rætur fjalls sem er eins og fíll í lag- inu. Jóhann brosir og bætir við: „Þetta verð- ur æðisleg mynd!“ Tökuliðið í Bang- kok taldi tuttugu manns og var meirihlutinn inn- fæddur. Jóhann ber samstarfs- mönnunum vel gætu í hæsta lagi keypt fyr- ir 170 dollara (um 12 þús. kr.) „Heimskuleg hugmynd,“ sögðu þeir við yfirmenn sína. Óhlýðnir starfsmenn Hvergi banginn til- kynnti Morita að verð- ið yrði 165 dollarar og fyrirskipaði segulbands- deildinni að framleiða sextíu þúsund eintök. Þar á bæ fannst mönnum eins og verið væri að fyrirskipa 35 dollara tap á hvert tæki. Stjórnendur deildarinnr tóku því til sinna ráða og ákváðu á laun að framleiða aðeins helm- inginn. Auk þess skáru þeir fjárveitingu til verkefnisins mjög við nögl. Þeir virtust hafa rétt fyrir sér því fyrsta mánuðinn var salan af- ar dræm. Þriðja mánuðinn fór salan hins vegar upp úr öllu valdi, birgðir seldust upp og Mor- ita komst að undanbrögðum starfsmanna sinna. Hálfu ári eftir að vasadiskóið fór á markað voru framleidd og seld þrjátíu þúsund tæki á mánuði. Síðan hefur ekk- ert lát verið á vinsældum vasa- diskóanna. Engum sögum fer hins vegar af afdrifum þeirra sem þótti hugmyndin heimsku- vþj söguna minnist staklega ser „John Houston sagdi að menn skyldu aldrei reyna að gera kvikmynd með dýrum eða börnum. Við gerð- um hvort tveggja.“ 1. Jóhann mundar töku- vélina í grasinu háa þar sem blóðsugurnar leyndust. Sveita- drengurinn „Billy“ hvílir fæturna á eyrum fflsins. 2. Gegn fijálsum „framlögum" fengu Jóhann og félagar að mynda í musteri þar sem söguhetjurnar lögð- ust á bæn með búdda- munkum. 3. Ef fflar verða fyrir óvel- komnu áreiti geta þeir vald- ið slysum á fólki en Gin treysti kvikmyndagerðar- mönrumum vel. 4. Áhugi vegfarenda á fflnum var svo mikill að á köflum þurftu kvikmyndagerðar- mennirnir að ráða menn í að halda fólkinu frá. 5. Nokkur fyrirhöfn var að flytja Gin á milli tökustaða en dýrið lét ferðalögin ekki slá sig út af laginu. túlkinn; unga og innfædda stúlku. „Hún var algjör gimsteinn og án hennar hjálpar hefði þetta aldrei tekist. Ekki nóg með að hún túlk- aði, heldur kunni hún handritið ut- an að og var því alltaf búin að senda fólk til undirbúnings á þeim tökust- að sem næstur var í röðinni." Jóhann lýkur einnig lofsorði á leikstjórann Peter Ringgaard sem er reynslumikill í kvikmyndageiran- um og hefur meðal annars skrifað nokkur handrit fyrir kvikmyndaleikstjórann Rid- ley Scott. „Billy in Bangkok er fjórða myndin sem við vinnum sam- an að, en þó fyrsta barnamyndin. Det Danske Film Institut og Steen Herdel & Co. fengu Peter til þess að gera þessa mynd og hann skrif- aði sjálfur handritið eftir tvær vett- vangsheimsóknir til Taílands,“ seg- ir Jóhann. Næst á dagskrá hjá farandtöku- manninum er spennumynd fyrir Zentropa Film í Danmörku og Póll- andi en einnig er á döfinni önnur vinnuferð til Taflands. „Já, í þetta sinn mun ég taka upp heimilda- mynd fyrir sjónvarpsstöðina TV2 um danskan dýralækni sem rekur farandspítala íyrir fíla í Taflandi. Við kynntumst honum við gerð barnamyndarinnar, en hann segir algengt að íflar slasist við að stíga á jarðsprengjur við landamæri Kam- bódíu,“ útskýrir Jóhann, strax kominn í huganum austur eftir á ný. Svo lokar hann frásögn sinni af fílum og fólki með ómetanlegri upp- ljóstrun fyrir dýi'avini: „Það er kannski ekki á allra vitorði, en fflar geta grátið. Þeir gefa frá sér trega- hljóð og tár eins og mannfólkið þeg- ar þeir eru leiðir eða særðir. Þetta eru alveg einstök dýr.“ Opið alla helgina föstudag 10-19 laugardag 10-18 sunnudag 10-17 aua

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.