Morgunblaðið - 08.10.1999, Side 4
4 B FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999
DAGLEGT LIF
MORGUNBLAÐIÐ
fyrir
gistingu
EG LIFI mig algerlega
inn í skúringakonuhlut-
verkið," segir Guð-
mundur Aðalsteinn af
sannfæringu að loknum
14 tíma þrifum eftir
norskan „krakkaskara“. Lítil putta-
og lófaför á húsgögnum og veggjum
og ýmiss konar krot munu víst hafa
vikið auðveldlega fyrir tuskunni.
Ekki svo að skilja að honum sé illa
við smáfólkið. „Eg var forvitinn að
sjá hvort herbergin stæðust þessa
prófraun og er hæstánægður með
útkomuna," segir hann en bömin sjö
fylgdu þremur norskum fjölskyldum
sem nýverið gistu Grettisgötuna.
„Börn eru hjartanlega velkomin
hingað og mér fannst þessi heim-
sókn kærkomið tækifæri til þess að
sjá hvað húsnæðið þyldi. Ef gisti-
hússreksturinn gengur ekki gæti vel
farið svo að ég færi út í að reka
barnaheimili. Eg hef mjög gaman af
börnum,“ segir hann.
Guðmundur hefur átt heimili í
húsi númer 6 við Grettisgötu í tvö og
hálft ár en festi nýverið, ásamt
eiginmanni sínum, kaup á hæðinni
fyrir neðan sig þar sem gistiheimilið
Tower eða Turninn er rekið. Var
hugmyndin sú að opna það formlega
1. ágúst. „Kunningi okkar, sem rek-
ur annað gistiheimili, hringdi og
spurði hvort við treystum okkur til
þess að opna 23. júh' í staðinn. Svo
hringdi hann þremur dögum seinna
og spurði hvort við gætum mögu-
lega opnað 16. júlí. Gestirnir komu
klukkan fjögur síðdegis og þá vant-
aði gardínur og mublurnar voru
ekki komnar. Þetta voru Þjóðverjar
á vegum Nýlistasafnsins, sem fengu
hreinlega taugaáfall þegar þeir sáu
aðstöðuna. Við sögðum bara við þá:
„Heyrið þið, Edda er á saumavélinni
eins og hún eigi lífíð að leysa og hús-
gögnin eru á leiðinni. Þetta verður
allt í lagi.“
Þeir komu síðan aftur um ellefu-
leytið og þá var búið að redda hús-
næðinu; festa upp gardínur og fínna
rúmábreiður og púða. Holið var
komið í stand og baðherbergið og
eldhúsið. Eina sem þau höfðu til
Guðmundur Aðalsteinn
Þorvarðarson best
þekktur sem Bói í Ráð-
húsblómum en er nú
orðinn gistihússeigandi
við Grettisgötu. Helga
Kristín Einarsdóttir
og Ásdis Ásgeirsdóttir
ljósmyndari hittu Guð-
mund á gúmmíhönsk-
unum, himinlifandi yfir
því að vera kominn í
skúringarnar.
málanna að leggja var: „Vá,“ sem
þau endurtóku nokkrum sinnum.
Það var betra en skelfingarsvipur-
inn sem var á þeim klukkan fjögur,"
segir Guðmundur.
Fáséð hvít húsgögn
Húsið var byggt árið 1946 og hef-
ur íbúðin sem geymir gistiaðstöð-
una, þrjú herbergi, stofu og eldhús,
ekki verið máluð í 20 ár, enda olíu-
máluð með pensli á sínum tíma.
„Hálfan mánuð“ tók svo að gera
húsnæðið tilbúið.
„Málningin er alveg eins og ný og
mestur tími hjá mér fór í raun og
veru í það að fínna húsgögn sem
passa þeirri umgjörð sem fyrir er.
Ég vildi alls ekki breyta henni, enda
er hún svo ofboðslega vel gerð. Ég
var búinn að fara um allt og kom
hvarvetna að tómum kofanum, því
ég vildi ekkert annað en hvítt.
Viðmótið var gjaman: „Je minn,
þú ert sá fyrsti sem hefur spurt um
hvít húsgögn síðastliðin 15 ár.“ Loks
var ég svo lánsamur að finna verslun-
ina Lín og léreft sem er ein sú allra
fallegasta í Reykjavík. Þar keypti ég
allar mublurnar," segir hann.
Nýtingin hjá Turninum hefur ver-
ið góð þetta fyrsta sumar og hafa
99% gestanna að sögn verið útlend-
ingar. „Eina íslenska bókunin sem
við höfum fengið vai- fyrir Akureyr-
ing sem kom í bæinn út af Sjávarút-
vegssýningunni," bætir Guðmundur
við.
Ekki telur hann ástæðu til þess að
kynna sig sérstaklega með auglýs-
ingum, frekar en fyrri daginn. Af
heimspekilegum ástæðum.
„Viðhorf mitt er hið sama og ég
hef haft í verslunarrekstri til þessa.
Ég trúi á góða vöru og þjónustu og
reyni á minn hátt að standa mig
betur en þeir sem eru í samkeppni
við mig. Reynslan af þeim íýrir-
tækjum sem ég hef rekið er sú að
viðskiptavinir mínir eru bæði
skemmtilegri og traustari. Sam-
skiptin eru eingöngu jákvæð,
þannig hafa þau að minnsta kosti
verið til þessa í gistiheimilinu og
hið sama gilti um blómabúðina.
Auglýsingar eru allt í lagi svo langt
sem þær ná en ef maður nýtir þær
til þess að vekja athygli á lágu verði
eða vöru á einhvern hátt fær maður
til sín viðskiptavini á öðrum for-
sendum en ella. Tengslin við kúnn-
ann verða öðruvísi ef hann velur að
koma til mín á sínum forsendum.
Mér hefur alltaf þótt gaman í vinn-
unni og lifí mig mjög inn í skúring-
arnar um þessar mundir, þótt ég sé
og verði sennilega aldrei laus við
blómin. Það er fagurfræði í þessum
rekstri líka,“ segir hann.
Röntgenmynd í brúðkaupsgjöf
Guðmundur sinnir enn skreyting-
um fyrir ýmis stærri fyrirtæki og
stofnanir, allt fastakúnna úr Banka-
strætinu, og vinnur ýmist heima eða
nýtir sér lánsaðstöðu úti í bæ. Ekki
segir hann hafa verið markmiðið að
taka gamla viðskiptavini frá nýjum
eiganda Ráðhúsblóma, en að sumir
þeirra hafí kosið að fylgja honum
eftir þegar ástæða þótti til þess að
láta „reka illa anda“ í beinni sjón-
varpsútsendingu úr húsnæði versl-
unarinnar vegna samkynhneigðar
hans. „Margir urðu eiginlega sár-
móðgaðir fyrir mína hönd,“ segir
hann.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
og Þórhildur Ólafsdóttir blessuðu
samvist Guðmundar og sambýlis-
manns hans, Vilhjálms Jóns Guð-
jónssonar stoðtækjasmiðs, í sumar,
nánar tiltekið hinn 27. júh' síðastlið-
inn, einu ári eftir að þeir kynntust.
Upp á dag. Veislan var auðvitað
haldin á Grettisgötunni þar sem
gistiheimilið er nú.
Kveikja umræðunnai' um þessi
tímamót er röntgenmynd af hryggj-
arliðum sem geymd er úti í stofu-
glugga. „Þetta er brúðkaupsgjöf frá
Kristjáni [Þorsteinssyni] í Humar-
húsinu,“ segir Guðmundur leyndar-
dómsfullur. Tilefnið er bijósklos sem
Kristján varð fyrir á ferðalagi í
ókunnu landi og neitaði að láta flytja
sig í burtu í sjúkrabíl. „Hann vissi
hvers kyns var og vildi alls ekki láta
færa sig og þurftum við því að berja
frá honum hvem sjúkraflutningahóp-
inn á fætur öðrum vegna tungumála-
örðugleika, þar til hægt var að fínna
mann sem gat tjáð sig á máli inn-
fæddra. Við hlúðum að honum úti á
götu í næstum sólarhring þar til
hann komst undir læknishendur.11
Útlönd gegnum afgangana
Guðmundi fínnst ekki bara gaman
að vera með tuskuna stöðugt á lofti
og segir ánægjulegt að hitta allt
fólkið sem gistir í Turninum. Gestirnir eru
með sitt eldhús, sjá um sig sjálfir í mat og
drykk og geta því haft sína hentisemi með
fótaferðatíma. Samskiptin eru mjög per-