Morgunblaðið - 08.10.1999, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
H
DAGLEGT LIF
FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999 B
7
-1
í
ur afar brýnt að nýta þann tíma
sem best. Mörgum skólasystkinum
Helenu Daggar hafði farið mikið
fram þegar klippt vai’ á skólagöngu
þeirra. Augljóst ætti að vera að
þeir sem minna mega sín þurfa
a.m.k. jafnlanga, helst lengri,
skólavist og heilbrigðum ungmenn-
um stendur til boða.“
Skýrar reglur og líf
í föstum skorðum
Undir samræðum er Hel-
ena Dögg farin að ókyrrast
svolítið og spyr pabba sinn í
hálfum hljóðum hvort gestur-
inn ætli að sitja mikið lengur
„... klukkan sé nefnilega orðin
hálfþrjú“. Áður en ráðrúm
gefst til að afsaka langa viðdvöl
útskýrir Örn að skýrar reglur
og líf í föstum skorðum sé ein-
hverfum mikilvægara en flest
annað. „Við hjónin vinnum úti,
Bryndís til fjögur, ég lengur en er
heima frá eitt til tvö þegar Helena
Dögg kemur heim í hádeginu. Hún
er því ein þar til mamma hennar
kemur heim. Henni er ekkert gefið
um að þessari reglu sé raskað,“
segir Örn og kímir en biður gestinn
endilega að sitja áfram.
Bryndís bætir við að einveran
hugnist Helenu Dögg einum of vel
og þau hjónin verði alltaf að vera
vakandi fyrir að grípa í taumana
vilji hún loka sig af. „Hjá Helenu
Dögg er sá alla jafna góði eiginleiki
að vera sjálfri sér nóg nokkuð tví-
eggjaður. Því er mjög brýnt að
finna leiðir til að hún og aðrir
þroskaheftir geti verið þátttakend-
ur í almennu skólastarfi og síðar
atvinnulífinu. Heima reynum við að
hafa ofan af fyrir henni á ýmsa
lund til að veita henni ekki svigrúm
til einangrunar."
Vegna þess m.a. er spilamennsk-
an í algleymingi á heimilinu og oft
er farið í bfltúr. Þó helst ekki á
fréttatíma Sjónvarpsins því Helena
Dögg vill alls ekki missa af fréttun-
um. Skilninginn skortir stundum
en hún fylgist vel með, sérstaklega
mannanöfnunum, sem fréttahauk-
urinn les upp. Þau skráir hún sam-
viskusamlega niður og heldur þeim
til haga ásamt öðrum nöfnum sem
hún pikkar upp héðan og þaðan.
Foreldrarnir segja atferlið helgast
af áráttuhneigð, sem hún eins og
margir einhverfír sé haldin. „Þessi
þráhyggja er búin að vara í um tvö
ár, en hver árátta gengur yfir á
mislöngum tíma og þá tekur önnur
DAGUR
í LÍFI
HELENU
DAGGAR
Morgunblaðið/Golli
í Fullorðinsfræðsla fatlaðra tvisvar í viku.
Morgunblaðið/Halldór
I Örva, sem er starfsþjálfunarstaður fyrir fatlaða, vinnur Helena Dögg
m a. við að líma miða á vörur, setja þær í poka og steypa plastmót.
leitt að um 25 ára aldur verði hún
tilbúin að flytja á sambýli „... eða
öllu heldur við að láta hana frá
okkur,“ segja þau. Ef menntunar-
skilyi-ði fyrir þroskahefta væru í
betri farvegi eru þau sannfærð um
að hún yrði hæfari til að takast á
við daglegt líf og gæti hæglega
starfað á almennum vinnumarkaði,
enda segja þau stúlkuna nokkuð
laghenta og búa yfir ýmsum hæfi-
leikum. „Núna blasa einungis
skammtímalausnir við. Eftir
grunnskólanám í Öskjuhlíðarskóla
fékk Helena Dögg ásamt sjö
þroskaheftum inni í Borgarholts-
skóla og útskrifaðist þaðan í vor.
Hún var heppin að fá tvö ár í fram-
haldsskóla eftir grunnskólann, því
skemmst er að minnast drengj-
anna tveggja sem ekki fengu skóla-
vist einfaldlega vegna þess að skól-
inn ákvað að taka bara inn átta
ungmenni en ekki öll tíu, sem luku
námi úr Öskjuhlíðarskóla,“ segja
Bryndís og Örn. Þau vonast til að
senn láti menntamálaráðunéytið til
skarar skríða og veiti þroskaheft-
um jafnan rétt og aðrir hafa.
Þeim finnst aðkallandi að slíkt
jafnréttismál nái fram að ganga
sem fyrst. Þau segja að fyrir suma
gæti tveggja ára nám til viðbótar
hugsanlega skorið úr um hvort
þroskaheftir geti, þrátt fyrir tak-
markanir sínar, orðið virkir þjóðfé-
lagsþegnar. „Við erum mjög upp-
tekin af þessu máli núna,“ segja
þau svolítið afsakandi „enda teljum
við framtíð dóttur okkar og hinna
Eftir hádegi hjólar
Helena Dögg í vinnuna.
við. Okkur öllum til mikils léttis er
Helena Dögg nýbúin að fá sjón-
varp inn í herbergið sitt. Áður
þoldi hún illa að sitja hjá okkur í
stofunni og horfa á sjónvarpið,
enda á hún erfitt með að einbeita
sér ef of mikið áreiti er í umhverf-
inu. Samtöl, glamur í diskum og
þessháttar geta komið henni al-
gjörlega úr jafnvægi."
Svo mikið að framan af átti Örn
erfitt með að kyngja því að hegð-
unin væri vegna fötlunar hennar.
Hann viðurkennir að á stundum
hafi hann látið nokkur vel valin orð
falla um óþekkt og frekjugang.
„Ég hélt að agi og ákveðni dygði en
sá fljótt að mjúka leiðin hennar
Bryndísar gafst betur,“ segir Örn
og bætir við að geðsveiflur Helenu
Daggar hafi minnkað til muna.
Skammtímalausnir
Eldri börn þeirra hjóna eru flutt
að heiman og Helena Dögg ein eft-
ir í kotinu hjá pabba og mömmu.
Þannig mun hátta til enn um sinn
en Bryndís og Örn telja ekki frá-
ftl
sem standa í sömu sporum vera í
húfi. Við, ásamt foreldrum níu
bama, skólasystkina úr Öskjuhlíðar-
skólanum, skrifuðum menntamála-
ráðherra bréf 4. nóvember 1998 og
síðan tvö önnur 9. mars sl„ þar sem ‘
við fórum fram á úrlausn í mennta-
málum þroskaheftra og óskuðum
eftir að þeim yrði gefinn kostur á
fjögurra ára framhaldsmenntun
eins og öðrum nemendum."
Enn hafa engin svör borist frá
ráðuneytinu og ljóst að Helena
Dögg fer ekki í skóla þetta árið.
Bryndís og Örn vonast til að úr
rætist fyrir næsta skólaár. Þau
segjast þó gera sér grein fyrir
ýmsum vanda, sem fylgi kennslu
fatlaðra í almennum framhalds-
skólum. Hver og einn þurfi til
dæmis sérstaka námskrá sam-
kvæmt getu sinni og þroska og efa-
lítið þurfi að ráða sérmenntaða
kennara til að sinna slíkum nem-
endum.
En á meðan þau bíða - og vona
eru skammtímalausnir eina úrræð-
ið. Bryndís og Örn kappkosta að
skipuleggja líf Helenu Daggar eins
langt fram í tímann og hægt er.
„Jafnvel lítilsháttar breytingar á
lífsmynstrinu eru henni erfiðar.
Við verðum að undirbúa hana vel
og tímanlega ef fyrirsjáanlegt er
að einhver röskun verði á högum
hennar. Núna vinnur hún hálfan
daginn við að líma miða á vörur,
setja þær í poka, steypa plastmót
og fleira þess háttar í Örva, sem í
rauninni er starfsþjálfunarstaður
fatlaðra áður en þeir fara út á al-
mennan vinnumarkað. Vegna þess
að enginn verndaður vinnustaður
er starfræktur í Reykjanesum-
dæmi hefur Örvi jafnframt gegnt
því hlutverki. Við vitum ekki
hversu lengi Helena Dögg heldur
vinnunni þvi færri komast að en
vilja og senn má búast við að aðrir
knýi á dyr. Hún sækir líka nám-
skeið hjá Fullorðinsfræðslu fatl-
aðra tvisvar í viku, en starfsemin
er á vegum menntamálaráðuneyt-
isins. Við vonumst til að henni
verði tryggður rekstrargrundvöll-
ur til frambúðar og verði kjölfesta í
þjálfun fatlaðra."
Klukkan er að verða þrjú. Skipu-
lagðri dagskrá Helenu Daggar hef-
ur verið raskað um tæpan klukku-
tíma og hún spyr hvort við ætlum
að tala mikið lengur ... hún þurfí
nefnilega að fara að hlusta á geisla-
diskana sína „... helst Land og syni
og Skítamóral".
I
braut 3 og 4. Fjölbrautaskólinn í
Garðabæ hefur verið með braut
fyrir þroskahefta (þar á meðal ein-
hverfa nemendur). Menntaskólinn í
Kópavogi hóf í haust kennslu ein-
hverfra nemenda. Verkaskipting er
markmið í starfi framhaldsskólanna
eftir því sem unnt er að skipuleggja
hana, því að ekki er alls staðar unnt
að tryggja þá sérhæfingu sem þarf
til að ná besta árangri. Mennta-
málai’áðuneytið hefur fylgst náið
með málefnum þroskaheftra og
rætt þau við einstaka skólameistara
auk þess sem ráðuneytið skiptir
fjármunum til kennslu þeirra á
milli skólanna.“
Telur þú möguleika á að knýja á
um að einh veriirMztmhalilsskólar
bjóði upp á fjöguri%-ára uám fyrir
þroskahefta, þ.e, þurftu
mjög mikla sérí(þnjni§líi í grunn-
skóla, voru i Öskjuhlíðarskóla eða
öðrum sérskólum, eða hafa lokið
tveggja ára námi í framhaldsskóla'!
Hvenær'!
Unnið hefur verið að uppbygg-
ingu sérdeilda fyrir fjölfatlaða
og þroskahefta nemendur í fram-
haldsskólum á undanförnum ái’um
j og nú þegar er nokkur reynsla kom-
in á starfsemi þeirra. Til að byrja
Ímeð vai’ stefnan sett á tveggja ára
námsbrautir en nú er hafinn undir-
búningur að fjögurra ára náms-
brautum fyrir þennan hóp nemenda.
Þessi lenging námsins kemur til
framkvæmda á næstu tveimur til
þremur árum eftir því sem fjárveit-
ingar og aðstæður skólanna leyfa. Á
næstunni verður gefin út endur-
skoðuð námskrá fyi’ir fyrstu tvö árin
og í vor verða væntanlega tilbúin
drög að námskrá fyrir næstu tvö ár.
Allt starf ráðuneytisins miðar að
því, að fleiri en tvö ár verði í boði
fýrir þroskahefta, enda falli þjón-
usta við þá að skilyrðum í námskrá.
Að undanförnu hefur ráðgjafar-
nefnd um kennslu fatlaðra starfað
með ráðuneytinu að uppbyggingu
náms fyrir fatlaða nemendur í fram-
haldsskólum. I nefndinni eiga sæti
fulltrúi frá Þroskahjálp, Umhyggju
og Skólameistarafélagi íslands auk
ráðuneytisins.11
Finnst þér að þroáþgheflir, sem
sýna vilja til að Ifvra, eigi að bjóð-
ast skólagaiiga,fj£m§>iörg ár og
öðrum stendur til mwíaf
Mér finnst að koma megi til
móts við áhuga þessara nem-
enda eins og annarra eftir því sem
unnt er á grundvelli námskrár og
þess svigrúms sem einstakir skólar
hafa. Skólar geta ekki boðið allt
sem kann að vekja áhuga einstakra
nemenda, hvort heldur þeir eru
þroskaheftir eða ekki. Námsbrautir
í framhaldsskólum eru auk þess
mislangar og það er sjálfstætt
markmið að stytta námstíma þar í
þrjú ár. Þessi meginsjónarmið
verða menn að hafa í huga, þegar
rætt er um skólagöngu þroska-
heftra að loknum grunnskóla.“
f ^okkum oj
>&okkabuxum Jrá Decoj
Decoy er rétta merkiö fyrir þig
♦ einstaklega mjúkar
♦ falleg áferö
♦ sterkar og endingargóðar
♦ gott verð
Njóttu þess að vera í Decoy
- og þú nýtur þess besta!
DecoY
Umboðsaðili: Rún heildverslun
Vatnagarðar14 • Sími 568 0656
-