Morgunblaðið - 08.10.1999, Page 8
#8 B FÖSTUDAGUR 8. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Andlitsduld
í landi svipbrigðaleysis
Ein af auglýsingum Morgunblaðsins frá öldinni sem er að líða.
Vilt þú ná árangri á nýrri öld?
AUGLÝSINGADEILD MORGUNBLAÐSINS | sími 569 1111, augl@mbl.is, bréfasími 569 1110
þar til nú. „Hugurinn skiptir máli,
ekki ásjónan," segir gamalt jap-
anskt orðatiltæki en nú er öldin
önnur. Andlitsathuganir kváðu
vera orðnar efni tuga bóka og til
umfjöllunar í tímaritum og sjón-
varpi og þá er búið að stofna fé-
lag, eða akademíu, tileinkað and-
litsrannsóknum. Félagið er hið
eina sinnar tegundar í heiminum
og liðsmenn um 700 talsins, meðal
annars úr röðum tannlækna, sál-,
mann-, tölvu- og förðunarfræð-
inga. „Að mati nútíma Japana eru
svipbrigði andlitsins samskipta-
máti, sem þeir hafa hingað til far-
ið á mis við og ekki verið innrætt
að beita,“ er haft eftir Hiroshi
Harashima prófessor og stjórn-
anda Andlitsrannsókna-akademí-
unnar.
Einnig segir að ímynd hins
svipbrigðalausa, æðrulausa
Japana sé nú að verða jafn úrelt
og hugmyndir um hið almáttuga
efnahagslíf
landsins.
Japanir séu
sífellt að
gera sér
betur grein
fyrir því að
vilji þeir
teljast sam-
keppnisfær-
ir á alþjóða-
markaði
verði þeir Japanskir
að auka tjá- glímukappar
skiptahæfni eiga að
sína. Gestir vekja ugg
sýningar- wmmmmmmmmmmmm
innar geta
meðal annars fylgst með kynn-
ingu á klassískri, japanskri leik-
hefð, noh, þar sem leikarinn lætur
í ljós ýmiss konar tilfinningar með
örlítilli hreyfingu á hvítri, svip-
brigðalausri grímu. „Þessar
hreyfingar eru of óljósar fyrir
flest önnur menningarsamfélög,"
bætir Harashima við. „Vestur-
landabúar kvarta gjarnan yfir því
að erfitt sé að átta sig á því hvað
Japanir séu raunverulega að
hugsa.“
Andlítsþorsti á tækniöld
Harashima telur það jafnframt
enga tilviljun að áhugi á andlitum
fari vaxandi á sama tíma og svip-
brigðalaus samskipti færist í vöxt,
það er með tölvupósti, eftir spjall-
rásum og í gegnum farsíma. Fólk
sé einfaldlega farið að þyrsta í
ásýnd annarra.
Auk þessa hafi áhersla á útlit
og yfírbragð farið vaxandi í Japan
með auknu atvinnuleysi, því sé
mikilvægara en nokkru sinni að
koma vel fyrir þegar leitað sé að
starfi. Greint er frá því að sala
snyrtivara fyi-ir karlmenn hafi
aukist um 34% á síðasta ári og að
þekkt keðja snyrtistofa hafi opnað
útibú fyrir karlmenn eingöngu í
nýtískulegu Shibuya-hverfi
Tókíó-borgar.
Loks segir í Newsweek að fólk í
leit að starfi skuli ekki láta hjá
líða að skoða sýninguna þar sem
einnig gefi að líta tölvumyndir af
„erkitýpum" úr hinum og þessum
starfsgreinum; bankastarfsmönn-
um, glímuköppum, leikurum, flug-
liðum og stjórnmálamönnum.
Samkvæmt þeim eiga svipbrigði
glímukappans að vekja ugg og
andlitsdrættir bankamannsins að
bera iðni og góðri ástundun vitni,
svo dæmi sé tekið. Síðast en ekki
síst má nefna samsetta tölvumynd
af andliti 10 þekktra stjórn-
málaforingja, þar sem slægðin
drýpur af hverjum drætti.
mor^unkaf f inu,
Japanir kváðu nú hafa nieiri áhuga á andlitum en nokkru sinni fyrr.
UMTALAÐASTA uppákoman í
Japan um þessar mundir er
„Stóra andlitssýningin“ sem opn-
uð var í vísindasafni Tókíó í júlí
síðastliðnum og kvað þegar hafa
laðað til sín um 120.000 gesti.
Vikuritið Newsweek gerir sýning-
una að umfjöllunarefni og segir að
gestir geti breytt eigin andlitum í
tölvu, skoðað helgrímur Abra-
hams Lincoln og Napóleons
Bónaparte, kynnt sér breytingar
á japönskum andlitum í aldanna
rás og þegið leiðbeiningar um
förðun, svo eitthvað sé nefnt.
Vinsældir sýningarinnar þykja
til marks um aukið dálæti Japana
á andlitum, sem reyndar er líkt
við þráhyggju, en hermt er að
aldrei hafi verið til siðs í Japan að
tala um ásjónu fólks, sérstaklega
meðal karlmanna. Það er að segja
hke