Morgunblaðið - 10.10.1999, Síða 1
MAZDA PREMACY REYNSLUEKIÐ - CONTINENTAL
KYNNIR VETRARDEKK Á LANGJÖKLI - BMW Z9
SPORTBÍLLINN - M-JEPPIMEÐ DÍSILVÉL
Um 30%
tekjuaukning
hjá Scania
BETRI markaðshlutdeild í Evrópu og auk-
in sala leiddu til nærri 30% tekjuaukningar
hjá Scania á fyrri helmingi ársins. Skýring-
ar eru að einhverju leyti stöðugra verðlag í
Evrópu og áframhaldandi söluaukning í
löndum í austurhluta álfunnar. Alls seldi
Scania 24.710 rútur og vörubfla á fyrri
helmingi ársins en 22.433 á sama tíma í
fyrra. Salan jókst úr 18,9 milljörðum
sænskra króna í 22 milljarða á sama tíma-
bili. Pantanir í vörubíla af stærri gerðinni
jukust á tímabilinu um 20% í Evrópulönd-
um og er markaðshlutdeild Scania nú um
15,2% í Evrópu. Hún hefur heldur lækkað í
Suður-Ameríku eða úr 41,5% í 33% og
segja forráðamenn verksmiðjanna það
stafa af breytingum á framleiðslunni og
minni afkastagetu á meðan.
|Htf0ttnUnMk
Citroen Pluriel
CITROÉN hefur kynnt hugmyndabílinn
Pluriel sem er arftaki Citroen braggans,
2CV. Talið er hugsanlegt að framleiðsla á
bílnum hefjist innan tveggja ára. Pluriel
er blæjubfll byggður á C3 hugmyndabíln-
um sem fyrst var sýndur á bílasýningunni
í París 1998 og kynntur sem arftaki
Braggans. Blæjan er rafstýrð og rennur
ofan í farangursrýmið ásamt afturrúð-
unni. Einnig er hægt að breyta bflnum í
lítinn, opinn pallbíl með því að fella aftur-
sætin fram.
SUNNUDAGUR 10. OKTOBER
1999
BLAÐ
Honda S2000 verður til
sýnis hjá Honda
umboðinu um
helgina.
Honda S2000 á
4,5 milljónir kr.
HONDA umboðið á íslandi frum-
sýnir um helgina Honda S2000
sportbflinn sem nýlega er kominn
á markað. Bfllinn hefur fengið sér-
lega eftirtektarverðar móttökur í
erlendum fjölmiðlum allt frá því
Honda sendi frá sér fyrstu upplýs-
ingamar í desember sl. Banda-
rísku bílablöðin tala um S2000 sem
draumabílinn, líkja honum við eld-
flaug en segja jafnframt að hann
sé á tombóluverði. Honda hefur
lagt til við umboðsaðila að bíllinn
verði seldur á um 31 þúsund doll-
ara. Hérlendis er verðið 4.575.000
krónur.
Aðeins 5 þúsund bilor á úri
Honda verksmiðjurnar ráðgera
að smíða ekki fleiri 5.000 bfla á ári
og er því búist við að umboðsaðilar
nýti sér umframeftirspurn til að
hækka verðið. S2000 er tveggja
sæta blæjubíll og vélin skilar 240
hestöflum til afturhjólanna. Hann
er byggður á SSM hugmynda-
sportbflnum sem frumsýndur var
árið 1995 á bflasýningunni í Tókíó.
Vél, burðarvirki og fjöðrun var
hönnuð frá grunni fyrir þennan
bíl. Vélina hönnuðu sömu verk-
fræðingar og unnu við Formula 1
vélar Honda sem skiluðu fyrirtæk-
inu sex heimsmeistaratitlum í röð.
Með þessari vél hefur Honda sett
heimsmet í vélarafli miðað við
slagrými í forþjöppulausum bfl.
120 hestöfl á hvem lítra í slagrými
hefur aldrei náðst áður.
120 hestöfl á hvern
lítro slagrýntis
Petta er tveggja lítra, fjögurra
strokka VTEC-vél sem skilar há-
marksafli við 8.300 snúninga á
mínútu. Snúa má vélinni allt upp
9 þúsund snúninga sem vekur
furðu því flestir fjöldaframleiddir
bílar eru með rauðu striki á snún-
ingshraðamæli í kringum 6 þús-
und.
Bfllinn er með sex gíra hand-
skiptum gírkassa með þéttum gír-
hlutföllum og spólvörn sem skilar
vélaraflinu til afturhjólanna. Vélin
er fyrir framan afturöxul sem
tryggir jafna þyngdardreifingu á
milli fram- og afturöxla. Bíllinn er
Morgunblaðið/Árni Sæberg
S2000 er 5,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða.
5,8 sekúndur úr kyrrstöðu í
100 km hraða.
Sjúlfstæð fjöðrun
Honda þróaði einnig nýja kyn-
slóð fjöðrunar sjálfstæðrar fjöðr-
unar fyrir öll hjól fyrir S2000.
Fjöðrunin er samsett úr tvöföldu
klofajárni, gormum, gashöggdeyf-
um og jafnvægisstöngum að fram-
an og aftan sem gerir bflinn afar
stöðugan í hröðum beygjum.
Fjöðrunin er sögð svo fyrirferðar-
lítil að hún sé nær öll inni í hjólun-
um. Smæðin er sögð gera hana ná-
kvæmari.
Að innan er bfllinn leðurklædd-
ur og uppsetning mælaborðsins
tekur mið af mælaborði í Formula
1 bílum. Bfllinn er gangsettur með
því að þrýsta á rauðan START
hnapp. Stjómtæki era öll staðsett
þannig að ökumaður þarf vart að
taka hendur af stýri nema til að
skipta um gír.
PORSCHE SMIÐAÐUR I LEIPZIG
PORSCHE hefur tilkynnt að sportjeppi fyrirtækisins,
sem á að koma á markað árið 2001-2002, verði fram-
leiddur í Leipzig í Þýskalandi. Nýlega birtust myndir af
frumgerð bflsins þar sem verið var að prófa hana í þrú-
unarmiðstöð Porsche í Weissach. Líklegt þykir að bfllinn
verði í fyrstu boðinn með þremur gerðum véla. Sú
minnsta verður 3,2 lítra útfærsla
af V6 vél VW, 24 ventla, sem
skilar 240 hestöflum. Þá
verður í boði ný vél Porsche,
4,5 lítra, V8, 32 ventla með
tveimur yfirliggjandi
knastásum og breytileg-
um ventlaopnunartíma.
Hún er sögð skila 340
hestöflum. Loks verður
V8 vélin í boði með
tveimur forþjöppum og milli-
kælum sem sögð er vera
450 hestafla.
Þessi mynd
hefur víða birst af
frumgerð Porsche-
jeppans. Eins og sjá
má er allt gert til
að villa um fyrir
forvitnum.