Morgunblaðið - 27.10.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 27.10.1999, Síða 14
Astarþríhyrningur háskólanema Keri Russel varð stjarna á einni nóttu þegar fyrsti þáttur- inn um „Felicity" var frumsýnd- ur. Þættirnir fjalla um hina gáf- uðu en óframfærnu Felicity Porter sem biður æskuástina sína, Ben Covington, að skrifa í árbókina sína. Hann hefur aldrei talað viö hana áður en skilaboöin sem hann skrifar til hennar hafa svo mikii áhrif á hana að hún breytir framtíöar- áformum sínum. Felicity hættir við að fara í læknisfræði við Stanford og ákveður að elta Ben f New York-háskólann. Ekki líður á löngu þangaö til hún er komin á kaf í flókinn ástarþríhyrning. Með þessu vali finnur Felicity sig sjálfa að lokum því að líf hennar hafði ávallt verið í föstum skorðum og foreldrar hennar ákveöið framtíðina fyrir hana. Höfundur þáttanna er J.J. Abrams en hann hefur komið nálægt nokkrum kvikmyndum eins og þjóöernishyggju-harð- hausamyndinni „Armageddon" Abrams skrifar marga af þátt- unum um Felicity en einnig kemur hann nálægt fram- leiðslu þeirra og leikstýrir aö auki. FÉKK EMMY-VERÐLAUN Áður en hún fékk Emmy-verð- launin fyrir leik sinn f „Felicity" var Keri Russel oft í örhlut- verkum í alls kyns sjónvarps- þáttum en einnig var hún f „Mickey Mouse Club" sem hefur getið af sér stjörnur á borð við Britney Spears. Amy Jo Johnson leikur bestu vin- konu Felicity í New York, Julie, en í upphafi fær Ben áhuga á henni sem veldur nærri því aö ER EKKI KOMINN mmsem&mam/imgismsmmmmmmmmimmimmimmi&m TÍMITIL AÐ ENDURNÝJA SJÓNVARPIÐ? MMMMMMMMMMHMHMÉMI. Opið virka daga: 12-20, laugardaga: 10-18 og sunnudaga: 13-17 Scott Speedman, Keri Russei og Scott Foley leika aðalhlutverkin f Felicity vináttuslitum hennar og Felicity. Amy er einnig prýðileg- ur tónlistarmaöur og syngur hún t.d. titillag þáttanna, sem Abrams.samdi. Scott Speedm- an leikur Ben Covington en hann sótti ásamt mörgum ungum og vongóöum leikurum um að fá að leika Robin í fjórðu Batman-myndinni. Scott fékk ekki hlutverkið en stuttu síðar var hann beöinn um að leika í „Felicity" og fregnir herma að hann þyki mjög kynþokkkafuilur. Scott Foley leikur eldri nema í háskólan- um, Noel, sem sér um heima- vist Felicity. Noel verður brátt hrifinn af þessari málgefnu og gáfuðu stúlku sem skapar vandræði því það eina sem hún talar um er Ben. Foley byrjaði feril sinn í þáttunum um „Dawson’s Creek" þar sem hann lék fótboltakappa sem fellur fyrir kærustu Daw- sons. Þetta litla hlutverk varð nóg til þess að framleiöendur þáttanna um „Felicity" réðu hann í hlutverk hins mannsins í lífi ungfrú Porter. Það sem áhorfendum finnst áhugavert við þessa þætti er að persón- urnar þróast þegar líður á þá og þær eru mjög mannlegar, þ.e. gera oft mistök sem hafa ýmsar afleiöingar t för með sér. Velgengni þáttanna er helst hinum ungu og hæfileik- artku leikurum að þakka en þeir leika persónur sínar af meiri dýpt en gengur og gerist t unglingaþáttum. Þættirnir tala ekki niður til áhorfenda heldur reyna þeir aö láta þá spyrja sig þeirra spurninga sem velkjast fyrir persónum þáttanna þá stundina. Landsins mesta úrval af síðkjólum á ótrúlegu verði Sissa tískuhús Laugavegi 87 Hverfisgötu 52 Simi 562 5112 Sími 562 5110 14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.