Morgunblaðið - 27.10.1999, Qupperneq 27
Dóra Takefusa sér um tvo þætti á Skjá einum.
Menning og listir í
víðasta skilningi
Dagskrárliðurinn Yfir í allt
annað verður á dagskrá á
Skjá einum eftir fréttir tvisvar
á dag, alla virka daga. Þar
verður fjallað um dægurmál,
menningu og listir í víöasta
skilningi. Umsjónarmaöur er
Dóra Takefusa en hún er
þekkt andlit úr sjónvarpinu frá
fyrri tíð og var meöal annars
umsjónarmaður unglingaþátt-
arins Ó um tíma.
„Yfir I allt annað er innslag í
fréttirnar og er nokkrar mínút-
ur í einu," útskýrir Dóra. „Mér
til aðstoðar í þáttunum er Silja
Hauksdóttir og saman munum
við þeysast út um borg og bí í
leit af fréttum um allt mögu-
legt sem er að gerast á höfuö-
borgarsvæöinu," bætir hún
hlæjandi við.
FYLGST MEÐ
AÐDRAGANDANUM
Dóra vonast til þess að sem
flestar listgreinar fái að njóta
sín í þættinum og að skemmti-
etCHSÍSVÍCI II ■ HÖHÁHKKi I ■ eKKCATOKei! ■ KKmeitmill ■ ÁHiHAOSrilll 15 ■ FJAKÐAKOÓIU II
legt og áhugavert fólk eigi eftir
aö reka á fjörur hennar. „Viö
viljum ekki endilega sýna frá
frumsýningum á leikritum held-
ur skyggnast bak við tjöldin við
æfingar, fýlgjast með aðdrag-
andanum og taka þannig á
málunum," segir Dóra. „Við
ætlum líka að kíkja í partí og
gera sitt hvað fleira skemmti-
legt. Það er svo margt spenn-
andi að gerast í Reykjavík í dag
að það er af nógu af taka."
KVIKMYNDAÞÁTTURINN
BAK VIÐ TJÖLDIN
Dóra er einnig umsjónar-
maður kvikmyndaþáttarins
Bak við tjöldin sem Vala Matt
hafði áður á sínum snærum
og verður þátturinn nú á dag-
skrá á Skjá einum á mánu-
dagskvöldum. I þættinum
veröur sem fyrr fjallaö um
kvikmyndir frá ýmsum hliðum,
tekin viðtöl og skyggnst bak
við tjöldin við tökur. Kvik-
myndagagnrýni verður á sínum
stað en þó með nýju sniði.
„Við munum velja fjögur
ungmenni af götunni, senda
þau í bíó og fá þau síöan í
sjónvarpssa! til að ræða mál-
in. Með þessu viljum við fá að
leyfa rödd hins almenna bíó-
gests að njóta sín og fá jafn-
vel ólfk sjónarhorn og mis-
jafna reynslu," útskýrir Dóra.
Einnig munu ungir kvik-
myndagerðarmenn koma í
heimsókn og segja frá uppá-
halds „ræmunni" sinni.
SPENNANDIVERKEFNI
Það leggst mjög vel í Dóru
að starfa á Skjá einum og
segir hún undirbúningsvinnuna
hafa verið sérstakiega
skemmtilega. „Það er heilmikil
vinna að setja upp eina sjón-
varpsstöð get ég sagt þér,"
segir hún og hlær. „En hér
vinnur skemmtilegur og kraft-
mikill hópur fólks sem gaman
verður að vinna með. Við er-
um öll sammála um aö það
sé einstakt tækifæri að fá að
vera með frá Pyrjun í að móta
og þróa efni stöövarinnar.
Þetta er eitthvað sem maður
á eftir að minnast alla ævi."
Dæmi úr dag-
skrá Skjás eins:
Axel og félagar:
Axel Axelsson og hljóm-
sveit hússins skemmta gest-
um T sal og áhorfendum
heima.
Pétur og Páll:
Vinahópar á ýmsum aldri í
starfi og leik.
Silikon:
Börkur Hrafn Birgisson og
Anna Rakel Róbertsdóttir
fjalla um nætur- og skemmt-
analíf, tísku, pólitík og fleiri
hugðarefni ungs fólks.
Út að boröa meö íslendlng-
um:
Umræöur um allt milli him-
ins og jaröar í beinni útsend-
ingu frá veitingastöðum.
Innlit og útlit:
Hús, híbýli, fasteignir,
skipulagsmál og hönnun í
umsjón Valgeröar Matthías-
dóttur.
Leikni/teikni:
Keppnisþáttur þar sem
tvö lið reyna hæfni sína til
að gera sig skiljanleg með
leik, teiknun og látbragði.
Silfur Egils:
Egill Helgason stýrir um-
ræðum um pólitík og þjóð-
mál.
Skotsilfur:
Þáttur um innlent og er-
lent viðskiptalíf.
Menntóþátturinn:
Menntaskólanemar með
frjálsar hendur.
SPARllLBOD
27