Morgunblaðið - 27.10.1999, Qupperneq 28
sannleikans i Sjónvarpinu
Vinir og óvinir ræðast
við yfir pottunum
Sigmar B. Hauksson er umsjónarmaður Eldhúss sannleikans
Eldhús sannleikans er
vikulegur matreiðslu-
og spjallþáttur sem
verður á dagskrá Sjðn-
varpsins á föstudögum kl.
19.45 í vetur. Umhverfi þátt-
anna er mjög heimilislegt og
því ættu þeir tveir gestir sem
Sigmar B. Hauksson umsjón-
armaður fær til sín hverju
sinni að geta rætt I rólegheit-
unum um hversdagsleg mál-
efni sem umdeildustu þjóð-
mál. „Gestirnir geta veriö vin-
ir, óvinir, átt eitthvað sérstakt
sameiginlegt eða jafnvel verið
óvenjulega ólíkir. En þeir eiga
það þó sameiginlegt að vera
sælkerar," segir Sigmar.
„Þetta eru nefnilega ekki ein-
göngu matreiðsluþættir þótt
við endum nú í eldhúsinu og
eldum saman."
Maturinn spilar því stórt
hlutverk í þáttunum og að
sögn Sigmars verður einnig
rætt um góð vín sem passa
með hverju sinni. „Gestirnir fá
yfirleitt að velja það sem er á
boöstólum og þvf veröur eld-
aður matur úr ýmsum áttum."
Grænmetisætur, veiöimenn og
almennir matgæðingar munu
HOLLT NASL
Sólþurrkaðir tómatar
(fást í Heilsuhúsinu)
Snelð af reyktum laxi
eða silungi.
Ögn af gráðosti
(1/2 teskeið)
Aðferð: Fiskurinn
lagður á tómatana og
gráðosturinn þar ofan á.
Ekki sakar aö hafa lítiö
rauðvfnsglas með.
leiöa saman hesta sína f
þáttunum í vetur.
LÍFIÐ OG TILVERAN
Eins og áður segir munu
vinir jafnt sem óvinir mætast í
þættinum svo oft gæti um-
ræðan oröið ansi fjörug.
„Ég fæ stundum til mín fólk
sem er ekki endilega sam-
mála um lífiö og tilveruna,"
segir Sigmar en þættirnir
verða þó alltaf á léttum og
kurteisislegum nótum.
Sigmar er félagsfræöingur
aö mennt en hefur margsinnis
staðið yfir pottunum með
landsmönnum f sjónvarpinu á
undanförnum árum. „Ég hef
mikinn áhuga á matreiöslu og
einnig mikiö gaman af þessu
þó ég hafi enga sérstaka
menntun á þessu sviöi," segir
Sigmar.
En lumar þú á einhverri
góðri og einfaldri uppskrift fyrir
lesendur Dagskárinnar?
„Aö góðu skapi? Já, það er
aö fara í sundlaugina annað
slagið og fá sér svo stórt
vatnsglas að baðinu loknu,"
fullyrðir Sigmar og hlær. „Það
er alveg óbrigöult ráð."
- En hvað með eitthvað gott
með sjónvarpinu, kannski
köku?
„Köku?" spyr Sigmar
forviöa. „Við viljum ekki vera
að láta fólk borða sætar kökur
yfir sjónvarpinu heldur miklu
frekar hoilt nasl og svo gjarn-
an glas af góðu víni, því rauö-
vín lengir lífið eins og þú
veist."
Uppskrift að holla naslinu
fylgir með hér á síðunni en
þær uppskriftir sem matreitt
er eftir í þættinum Eldhús
sannleikans verða birtar á
textavarpi Sjónvarpsins.
□ FófJc
Verður
framhald á
Vinum
• Svo gæti fariö
að dagar kattar-
fýlunnar í laginu
„Smelly Cat"
væru á enda.
Leikkonan Lisa
Kudrow er spurð
að því í viðtali
við New York Daity News hvort
hún sé farin að fá leiöa á hlut-
verki sínu í Vinum. „Ég er ekki
alveg viss," svarar Kudrow,
sem fer með hlutverk hinnar
söngelsku Phoebe. „Þannig
var það alls ekki fyrstu fimm
árin," bætir hún við. Ef til vill
er hún bara að setja pressu á
framleiðendur þáttanna, Warn-
er Bros., en samningaviðræö-
ur við leikarana f Vinum eru á
næsta leiti. Allir samningarnir
renna út í lok yfirstandandi
tímabils vestanhafs og munu
leikararnir fara fram á 250
þúsund dollara fyrir aö fram-
lengja þá. Vonandi bara að all-
ir geti haldist vinir.
Kossafiens
Aliy McBeal
• Framleiðand-
inn David E.
Kelley er allt í
öllu í framhalds-
þáttum vestan-
hafs. í vetur virð-
ist hann ætla að
fara áður ótroðn-
ar slóöir og gætti þess fyrst í
nýlegum þætti Chicago Hope
þar sem orðbragöiö tók út yfir
allan þjófabálk svo siðapostul-
um blöskraði. Hann lætur ekki
þar við sitja. Þótt Ally McBeal
(Calista Flockhart) og Ling
(Lucy Liu) hefi ekki verið vel til
vina fram að þessu kyssast
þær í þætti sem sýndur veröur
vestra 1. nóv. McBeal hefur
tvisvar áður kysst stöllur sín-
ar, Elaine (Jane Krakowski) og
Georgiu (Courtney Thorne-
Smith), en þá var þaö til að
fæla burt ágenga karlmenn.
28