Morgunblaðið - 27.10.1999, Side 47
legt slys í smábæ kostar hóp skóla-
bama lífið. Hvað knýr borgarlög-
manninn (lan Holm) í rauninni
áfram? Handritshöfundurinn/leik-
stjórinn Atom Agoyan kemst að þeirri
niðurstöðu að tíminn lækni öll sár.
Seiðmögnuð, hálfheimildarlegur
stíll og stórleikur Bretans gera mynd-
ina að áhrifamiklu stórvirki.
alðiiAaifi I
GAMAN
Svínin þagna -
Silence Of the Hams (‘94)
Mislukkuð skopstæling á úr-
valsmyndum, Psycho og
Lömbin þagna, leikstjórinn
kemst greinilega ekki í fötin hans
Mels Brooks, sem gerði eftirapanir
í þessum dúr að listgrein.
iJióiiAaiýi j
PRAMA
Lygasaga -
Telling Lies In America (‘97)
Vandfýsnir bíómenn mega
I ekki láta þessa fáséðu
gæðamynd fara framhjá.
Raunsæ, vel skrifuð og leikin þroska-
saga þar sem John Cusack fer á
kostum sem fýrirmynd ungs, ung-
versks innflytjanda (Brad Renfro)
í Cleveland á sjöunda áratugnum.
Sá á erfitt með að verða gjaldgengur
meðal innfæddra.
icmiig i
#!
SPENNA
LA Confidential {‘97)
Hágæða mynd um spillingu
I innan lögreglunnar í Engla-
borg á sjötta áratugnum.
Lögreglumenn bæði djúpt sokknir
eða að reyna að standa sig í stykk-
inu undir viðsjárverðum kringum-
stæðum. Myrk og hamslaus mynd,
Óskarsverðlaunahandrit og Kim
Basinger þáði þau einnig fyrir frá-
bæra túlkun á gjálífiskonu. Bestur
er leikstjórinn, Curtis Hanson,
sem hefur aldrei gert betur.
Ómissandi.
SJONVARPIP
SPENNA
Nóg koitiið -
Falling Down (‘93)
Gamanmynd, myrkari en
skammdegisnóttin, um opin-
beran starfsmann (Michael
Douglas), sem ærist er hann missir
vinnuna og gengur berserksgang í
Los Angeles. Nokkur ógleymanleg at-
riði, m.a. á skyndibitastað. Löggan
Robert Duvall er jarðsamband hans
í hömlulausu, hatursfullu og háðsku
uppgjöri við samtíðina. Undir
góðum hasar glittir í umhugsunar-
verða þjóðfélagsádeilu.
SUNNUDAGUR
7. nóvember
SONGUR& PANS
Bandaríkjamaður í París -
An American In París (‘51)
Bandaríkjamaðurinn Jerry
! Mulligan (Gene Kelly) sest
að í París eftirstríðsáranna
til að þroskast sem listamaður.
Rík ekkja (Nina Foch) heldur honum
uppi og vill sitthvað fyrir snúð sinn,
en Mulligan verður ástfanginn af
Parísarfiðrildinu Leslie Caron.
Ekki feilnóta slegin í glæsilegri
MGM-framleiðslu. Minelli leikstýrir
af kunnri smekkvísi og fagmennsku
og tónlist George Gershwin sígild.
Leikhópurinn óaðfinnanlegur,
samt sem áður mynd snillingsins,
stórdansarans Gene Kelly. Hann
er ótrúlegur á dansgólfinu. Snilld.
SONGUR& PANS
Chuck Berry: Lifi rokkið -
Hail! Hail! Rock ’ n’ Roll (‘87)
Sjá umfjöllun annars staðar
I á opnu.
pjonirir
V t
PRAMA
Þjófurinn - Vor (‘97)
Líkingasaga, dapurleg og
) óvægin gagnrýni á stalíns-
tíma gamla Sovéts. Þjófurinn
Tolyan (Vladimir Mashkov) er einræð-
isherrann holdi klæddur. Drykkfelld-
ur, ósvífinn flagari, þó ekki án
sjarma, sem tekst að blekkja sam-
ferðamenn sína og svínbeygja.
Manninn verður að drepa og byrja
uppá nýtt. Athyglisvert uppgjör
austan úr upplausninni. Tilnefnd til
Óskarsverðlauna.
■ ÞRIÐJUDAGUR
8. nóvember
PRAMA
í skugga stríðsins -
Mrs. Miniver (‘42)
#Á síðari árum umdeild mynd
um þjáningar breskrar fjöl-
skyldu á tímum seinna
stríðs. Vann til sex Óskarsverðlauna,
m.a. Greer Garson í titilhlutverkinu.
Þykir yfirborðskennd í dag. Dæmi
hver fyrir sig; þetta er vissulega
ábúðamikið, vel gert (/leikstj. Willi-
am Wyler) og leikið drama en sagn-
fræðilega gildið sjálfsagt við núll-
markið.
Sæbjörn Valdlmarsson
Síðasti
Barrymore-inn
Drew Barrymore heldur sínum hlut á móti nýstirninu Adam Sandler í gam-
anmyndinni Brúðkaupssöngvarinn - The Wedding Singer (Stöð 2, 29.10.),
enda ótrúlega reynd af svo ungri konu að vera og leiklistin er í genunum.
Drew er komin af einni kunnustu leikaraætt í vesturheimi, Barrymore-un-
um, sem settu svip sinn á kvikmyndir og leikhús fyrri hluta aldarinnar.
Sviðsleikarinn Maurice er ættfaðirinn, synir hans voru Lionel og John, báð-
ir stórleikarar, sömuleiðis dóttirin, Ethel. Systkinin voru ósvikið hæfileika-
fólk en áfengi og eiturlyf settu mark sitt á líf þeirra.
Það varð einnig hluskipti Drew (fædd 75), yngsta Barrymore-sins (son-
ardóttir Johns eldri, faðirinn mislukkaður drykkfelldur B-myndaleikari, John
Drew). Hún komst kornung í stjörnutölu í Hollywood í myndum á borð við
Altered States (‘80), E.T. (‘82), Firestarter (‘84), og Cats Eye (‘85). Lífið
virtist brosa við þessari ungu hæfileikamanneskju en það var öðru nær.
Drew sór sig í ættina; byrjaði að drekka 9 ára, reykja manjúana 11 ára og
sjúga kókaín 12 ára. Ferillinn var í rúst þegar hún komst á táningsárin. En
stelpan hefur sannað að það er bein í nefinu á henni. Drew tók sig á, á
næsta ári fáum við að heyra hana og sjá í tveimur stórmyndum; Charlie's
Angels, byggð á þáttunum vinsælu, og þá Ijáirhún annarri aðalpersónurmi
í Titan A.E., fokdýrri teiknimynd frá Fox, rödd sína.
Forvitnilegt efni
ALLT ER
SEXTUGUM
FÆRT
Heimildarmynd um stórrokkarann
Berry og tónlistarmynd frá hljóm-
leikum í tilefni afmælisins. Allt er
sextugum fært, a.m.k. ef maður
fær til liðs við sig aðra rokkgoð-
sögn, Keith Richards, sem kemur
yndislega á óvart.
Taylor Hackford leikstýrir af ótrú-
legum krafti og fléttar saman af út-
sjónarsemi afturhvörfum úr litríkri og
mishæðóttri fortíð Benys og hreint
frábærum hljómleikaatriðum þar
sem þau reyna sig með stjömunni,
Etta James, Eric Clapton og Linda
Ronstadt o.fl. gott fólk. Kariinn stel-
ur senunni, ásamt Richards, engu
að sfður fara allir listamennimir á
kostum. Þrátt fyrir frægðina og ótrú-
legan fjölda gullfallegra rokkstand-
arda sem Berry hefur samið í gegn-
um árin, hefur hann ekki fengið
þann stall í samb'ðinni sem honum
ber. Myndin bætir nokkuð úr, hún er
stórkostleg og stendur uppúr tónlist-
armyndum, ásamt The Last Waltz,
og nokkrum til viðbótar.
The Haunting
Feiknagóð hrollvekja byggð á The
Haunting OfHill House, samnefndri,
sígildri draugasögu eftir Shiriey
Jackson. Sú svæsna bók er einnig
uppspretta nýrrar, fokdýrrar og
iburðarmikillar brellumyndar sem
Háskólabíó er að sýna þessa dag-
ana. Gamla myndin er gerð af Ro-
bert Wise, sem m.a. á heiðurinn af
The Sound Of Music, sem lengi var
mest sótta mynd sögunnar. Drauga-
myndin hans er einnig sígild,
hæversk í brellunotkun utan þess
að hljóð er notað með ógnvekjandi,
eftirminnilegum árangri. Saga af
hópi fólks sem notað er í reimleika-
rannsóknum í stóru, drungalegu
húsi með Ijóta fortíð, kviknar strax til
lífsins. Heldur manni í heljargreipum
allt til enda og er ein af betri mynd-
um sinnar tegundar.
Nýja myndin hans Jans De Bont
(Speed, Twister) er innantóm
brellumynd og stenst ekki forvera
sínum snúning. Nú gefst öllum
tækifæri að bera þær saman.