Morgunblaðið - 30.10.1999, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1999 B 3
ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Val léku Framstúlkur grátt að Hlíðarenda. Brynja sækir hér að
og systurnar Björk og Katrín Tómasdætur búast til varnar.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Meðalmennskan allsráðandi
Lið KFÍ brast
kjarkinn
GOLF
Birgi Leifi Hafþórssyni
gekk vel á Spáni
Var stað-
ráðinn í
að kom-
ast áfram
BIRGIR Leifur Hafþórsson var himinlifandi er Morgunblaðið náði
tali af honum í gær, eftir að Ijóst var að hann hefði komist áfram
úr öðrum áfanga undankeppni að evrópsku PGA-mótaröðinni og
tryggt sér sæti í lokaúrtökumóti hennar, sem fer fram á Spáni í
næsta mánuði. „Þetta er mikiil léttir. Það var mikil spenna og ég
var svolítið taugaóstyrkur,“ sagði Birgir Leifur.
Slæmur lokakafli varð KFÍ að
falli er liðið mætti Tindastóli
frá Sauðárkróki á ísafirði í gær-
kvöld. Sauðkræking-
Magnús ar höfðu tögl og
Gíslason hagldir lengst af í
skrifar leiknum en KFÍ
tókst að jafna
skömmu fyrir leikslok. En þá tóku
gestimir öll völd á vellinum og
skoruðu 13 stig í röð og tryggðu sér
sigur: 73:58.
Leikmenn KFÍ voru lítt stemmd-
ir í upphafi leiks og áttu í nokkrum
vandamálum, bæði í vöm og sókn.
Talsvert bar á einstaklingsframtaki
innan liðsins sem skilaði því ltilu, en
helst bar á Clifton Bush í fyrri hálf-
leik. Leikmenn Tindastóls léku hins
vegar prýðilega saman framan af
og á sex mínútna leikkafla breyttu
þeir stöðunni úr 7:6 í 7:21 sér í hag.
Leikmenn KFÍ tóku sig saman í
andlitinu í síðari hálfleik og tókst að
jafna leikinn en þá kom bakslag í
leik liðsins. Öll orka leikmanna virt-
ist hafa farið í að minnka forskot
gestanna og svo virtist sem heima-
menn hefðu einfaldlega ekki trú á
að þeir gætu unnið, eftir marga
tapleiki að undanfómu. Stólarnir
gengu því á lagið og tryggðu sér
sigur.
Hjá Tindastóli bar mest á Kristni
Friðrikssyni, sem lék vel í síðari
hálfleik, skoraði mikilvægar körfur
og lék félaga sína uppi. Þá var Lár-
us Pálsson atkvæðamikill og skor-
aði meðal annars þrjár þriggja
stiga körfur. Enginn stóð uppúr í
liði KFÍ en þar var meðalmennskan
hins vegar allsráðandi.
Er Birgir Leifur hóf leik í gær-
morgun var hann einu höggi á
undan síðasta sætinu, sem gaf þátt-
■HBi tökurétt í lokaúr-
Eftir tökumótinu. Það
Edwin breyttist þó fljótt í
Rögnvaldsson gær er j,ann fyj^j
níu holumar á tveim-
ur höggum yfir pari, hafði skyndi-
lega fallið úr úrvalshópnum. Hann
sneri þó blaðinu við og lék síðari níu
brautimar á fjóram höggum undir
pari - lék hringinn á sjötíu höggum.
Hefði hann slegið tvö högg tii við-
bótar hefði hann þurft að fara í
bráðabana um laus sæti.
„Við stóðum þetta af okkur sam-
an,“ sagði Birgir Leifur, en hann
naut fulltingis unnustu sinnar,
Elísabetar Halldórsdóttur, sem bar
kylfur hans. „Eg var bara staðráð-
inn í að komast áfram og stappaði í
mig stálinu. Um leið fékk ég fleiri
færi á fuglum, sem ég gerði ekki á
fyrri níu holunum. Þá fóra púttin að
ganga,“ sagði hann.
En lagði hann síðasta hringinn
upp með öðram hætti en hina þrjá,
þar sem hann var þegar á meðal
þeirra tuttugu og níu efstu? „Nei,
engan veginn. Það var svo skammt
stórra högga á milli. Það þýðir ekki
að fara út í eitthvað vamargolf eða
neitt því um líkt. Samt má maður
ekki vera of aðgangsharður - þarf
að finna hinn gullna meðálveg,"
sagði Bii-gir Leifur, sem var al-
mennt ánægður með leik sinn á öðr-
um áfanga forkeppninnar.
Þrívegis hefur Birgir Leifur hafið
leik í forkeppninni og ávallt hefur
hann komist í lokamótið. Hingað tO
hefur honum þó ekki tekist að stíga
skrefið til fulls. En að sögn Birgis
Leifs, var sett langtímamarkmið að
hann kæmist á aðalmótaröðina í
þriðju tilraun er stofnað var hluta-
félag um hann. „Eg ætla mér að
standa við það,“ sagði hann.
„Reiknað var með að hin tvö árin
færa í að öðlast reynslu. Núna veit
ég hvað þarf til. Ég legg leik minn
upp öðruvísi. Maður á ekki að taka
óþarfa áhættu í svona mótum, held-
ur leika af öi-yggi og reyna að hitta
sem flestar flatir - vera sáttur við
par og fuglamir koma af sjálfu sér.
Hvert högg skiptir svo rosalega
miklu máli. Ef menn reyna of mikið
og gera mistök, getur það kostað
tvö högg. Það er líka mjög orku-
frekt. I næsta móti þarf að ég að
eiga sex góða daga. Það verður
mjög strembið," segir Birgir Leifur,
sem komst „skrambalaust" frá mót-
inu, þ.e. lék enga holu á tveimur
höggum yfir pari. „Það er mjög já-
kvætt. Það hefur ekki gerst hjá mér
í háa herrans tíð.“ I lokamótinu í
næsta mánuði verða fjórir hringir
leiknir á tveimur völlum, en kepp-
endum síðan fækkað og þeim gert
að leika tvo hringi til viðbótar um
laus sæti á evrópsku mótaröðinni.
Með því að komast áfram úr öðr-
um áfanga forkeppninnar hefur
Birgir Leifur í það minnsta tryggt
sér nær ótakmarkaða þátttöku á
„áskorendamótaröðinni", öðra nafni
Challenge Tour, á næsta ári. Því
var nánast öfugt farið í ár, þar sem
hann var í sífellu á biðlista þátttak-
enda og fékk litla keppnisæfingu.
Þótt Birgir Leifur sé ungur að ár-
um, aðeins 23 ára, hefur hann þegar
öðlast töluverða reynslu af þátttöku
sinni á forkeppni að evrópsku móta-
röðinni. „Ég kannaðist við nánast
hvert einasta andlit hérna. Hér era
margir þekktir og sterkir kylfing-
ar,“ sagði hann. Kunnir kappar
vora á meðal þátttakenda á öðrum
áfanga undankeppninnar. Justin
Rose, sem sló í gegn í opna breska
mótinu í fyrra, lék á Emporda-vell-
inum og fer öragglega áfram í loka-
úrtökumótið. Trevor Immelman,
Suður-Afríkubúinn sem lék alla
fjóra hringina í bandarísku meist-
arakeppninni, Masters, síðastliðið
vor, komst einnig áfram, en hann
lék á Pals-vellinum nærri
Barcelona. Auk þess komst Eng-
lendingurinn Scott Henderson
áfram, en hann var valinn nýliði árs-
ins á aðalmótaröðinni fyrir tveimur
árum.
Birgir Leifur hefur verið við æf-
ingar hjá Amari Má Olafssyni, golf-
kennara í Þýskalandi, og mun búa
sig undir að gera þriðju tilraun sína
við að komast inn á evrópsku PGA-
mótaröðina, þar sem margir þekkt-
ustu og færustu kylfingar álfunnar
etja kappi vikulega.
■ DENNIS Bergkmnp segir það
vera mestu vonbrigði ferils síns til
þessa að Arsenal skuli ekki hafa
tekist að komast í 16-liða úrslit
Meistaradeildarinnar að þessu
sinni.
■ ÞAÐ hefur einnig í fór með sér
veralegan tekjumissi fyrir Arsenal
að félagið náði ekki lengra í keppn-
inni. Er áætlað að félagið verði af
tekjum upp á um 950 milljónir-'
króna.
■ JOHN Carew, markahrókur Ros-
enborg, er litinn hýra auga af
nokkrum félagsliðum sunnar í Evr-
ópu, m.a. AC Milan og Intern-
azionale. Talið er að félögin séu
reiðubúin að greiða um hálfan ann-
an milljarð fyrir pilt sem kom til fé-
lagsins í vor þegar Rosenborg seldi
annan markheppinn leikmann, Sig-
urd Rushfeld.
■ DALEY Thompson, fyrrverandi
heimsmethafi í tugþraut, er Egil
„Drillo“ Olsen til aðstoðar við þrek-
þjálfun hjá Wimbledon. Segir Olsen
samstarf þeirra vera með ágætum.
■ BIÐSTAÐA er í kaupum Derby á^
Skotanum Colin Hendry frá Ran-
gers sökum þess að Hendry er
meiddur á hné. Jim Smith, knatt-
spymustjóri Derby, segist hafa
áhuga á leikmanninum, en kaupin
séu í salti á meðan Hendry hafi ekki
náð fullri heilsu.
■ HENDRY er einnig undir smá-
sjánni hjá Sheffield Wednesday um
þessar mundir.
■ AVI Nimni, miðvallarleikmaður
ísraelska landsliðsins, er við æfing-
ar hjá Derby um þessar mundir eft-^
ir að hann losnaði undan samningi
hjá Atletico Madrid. Jim Smith
segir framtíð Nimni hjá Derby vera
óvissa.
■ GRAEME Le Saux æfir af fullum
krafti um þessar mundir eftir að
hafa átt í ökklameiðslum, en hann
gerir sér vonir um að hljóta náð fyr-
ir augum Kevins Keegans, lands-
liðsþjálfara Englendinga, er hann
velur landslið sitt fyrir leikina við
Skota í undankeppni EM í næstu
viku. Ljóst er að Le Saux getur
ekki leikið með Chelsea um helgina
gegn Derby. Ginanluca Vialli segist
vonast til þess að Le Saux verði klár
í slaginn eftir rúma viku, en hvort
það nægi Keegan kemur í ljós í
næstu viku.
■ THOMAS Sorensen markvörður
Sunderland gæti þurft að leysa Pet-
er Schmeichel af í marki danska
landsliðsins sem mætir ísrael um
laus sæti í lokakeppni EM í knatt-
spyrnu næsta sumar.
■ SCHMEICHEL meiddist á kálfa
á æfingu hjá Sporting Lissabon í
gær og era meiðslin það alvarlega
að alls er óvíst hvort hann geti leik-
ið leikina tvo með danska landslið-
inu.
■ BO Johansson segist treysta
Sorensen fullkomlega til þess að
standa á milli stangana í leikjunum
tveimur enda hafi hann leikið vel
með Sunderland á leiktíðinni.
Sveit GR í fjór-
tánda sæti á Ítalíu
SVEIT Golfklúbbs Reykjavíkur fór úr tólfta sæti í það fjórtánda
á þriðja og næstsíðasta keppnisdegi á Evrópumóti golfklúbba á
Parco de Medici-vellinum í Rómarborg í gær. Þorsteinn Hall-
grímsson lék á 77 höggum, Hjalti Pálmason á 79 og Örn Sölvi a
Haildórsson á 81. Höggafjöldi hans gildir ekki. Sveitin er á 451
höggi samanlagt fyrir síðasta hringinn, sem leikinn verður í
dag. GR er einu höggi á eftir Genfarklúbbnum frá Sviss og sex
höggum á eftir Vestfold-golfklúbbnum frá Noregi, sem er í
tólfta sæti. Englendingar eru í forystu, eða sveit Royal Mid-Sur-
rey, en hún hefur slegið 424 högg og hefur eins höggs forskot á
Frakkana í Touraine-klúbbnum. 22 sveitir taka þátt í mótinu.