Morgunblaðið - 03.11.1999, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 03.11.1999, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 23 ERLENT Reuters Dominique Strauss-Kahn yfirgefur fréttamannafundinn í París í gær, þar sem hann tilkynnti um afsögn sína, ásamt eiginkonu sinni, Anne Sinclair. Strauss-Kahn var táknmynd efnahagsbatans París. AFP, Reuters. DOMINIQUE Strauss-Kahn, sem sagði af sér sem fjármála- ráðherra Frakklands í gær, hef- ur verið eignaður heiðurinn af þeim verulega efnahagsbata, sem orðið hefur í landinu á síð- ustu tveimur árum. Hefur hann meðal annars staðið fyrir aukinni einkavæðingu ríkisfyrirtækja og þykir hafa stýrt Frökkum ör- ugglega inn í myntbandalag Evr- ópu. Strauss-Kahn er fimmtugur að aldri og er af vel stæðri fjöl- skyldu í Neuilly, einu af úthverf- um Parísar. Hann hlaut víð- feðma menntun og hefur meðal annars doktorsgráðu í hagvísind- um, og framgangur hans í pró- fessorsstöðu var skjótur. Strauss-Kahn gekk í franska Sósíalistaflokkinn um miðjan átt- unda áratuginn og hefur gegnt ýmsum störfum á vegum flokks- ins. Hann var skipaður aðstoðar- ráðherra iðnaðar og utanríkis- verslunar árið 1991, og tók við embætti fjármálaráðherra árið 1997. Strauss-Kahn er sagður vin- gjarnlegur og almennt vel met- inn. Hann þykir leiftursnjall ræðumaður og hnyttinn í tilsvör- um, og ýmsir höfðu leitt getum að því að hann stefndi að því að verða formaður flokksins eða borgarstjóri í París. Einn af hornsteinum stjórnarinnar Traust tengsl Strauss-Kahns við viðskiptalífið gerðu það að verkum að hann var einn af hornsteinum ríkisstjórnar Lion- els Jospins. Hann hefur verið álitinn leiðtogi frjálslynda armsins í Sósíalistaflokknum, og átt stóran þátt í því að Jospin hefur öðlast traust fjár- málageirans. Það hefur á hinn bóginn kallað yfir hann gagn- rýni frá kommúnistum í sam- steypustjórninni. I tíð Strauss-Kahns í fjármóla- ráðuneytinu hefur hagvöxtur verið meiri en tíðkaðist um langt skeið, og atvinnuleysi hefur minnkað stöðugt. Undir hans stjórn hafa mörg af stærstu rík- isfyrirtækjum Frakklands verið einkavædd, þar á meðal Air France, France Telecom, Aer- ospatiale og Credit Lyonnais- bankinn. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn hrósaði frönsku stjórninni í síðasta mánuði fyrir „framúr- skarandi árangur" í efnahags- málum, sem ekki þykir leika vafi á að Strauss-Kahn eigi mesta heiðurinn af. Garzon fer fram á að Videla og Galtieri verði handteknir Madrid. Reuters. SPÆNSKI ddmarinn Baltasar Garzon lagði í gær fram ákæru á hendur 12 fyrrverandi félögum í herforingjaklíkunni sem réð lög- um og Iofum í Argentínu árin 1976-1983. Yfir 80 liðsforingjar að auki eru ákærðir og hefur Garzon farið fram á það við þjdð- ir heims að mennirnir verði hand- teknir. Meðal mannanna eru hershöfð- ingjamir Leopoldo Galtieri, fyrr- verandi fcrseti og Jorge Videla sem stjdmaði valdaráninu 1976. Garzon segir mennina hafa staðið fyrh' pyntingum, hryðjuverkum og þjdðarmorði í „Skítuga stríð- inu“ svokallaða sem herforingj- arnir háðu gegn andstæðingum Reuters Baltasar Garzon sínum. Herforingjamir vom 1983 dæmdir í fangelsi en síðar náðað- ir. Garzon lagði á sínum tíma fram kröfu um að Augusto Pinochet, fyiTverandi einræðisherra í Chile, yrði handtekinn í Bretlandi og fékk því framgengt. Mannrétt- indahdpar báðu Garzon að kanna ásakanir á hendur argentínsku herforingjunum um að þeir hefðu átt sök á dauða allt að 30.000 pdli- tískra anddfsmanna og hefur rannsdknin staðið í þrjú ár. Mál Pinochets hefur valdið deil- um milli sljdma Bretlands og Chile og er nú talið að svipuð deila geta verið í aðsigi milli Spánveija og Argentínumanna. il. 61. árg, 2. nóvember, iUilJJJj1 JJJilJJU ifnrTTflhT i T 5 ó^Oó^l'ZOOOOS1 að sanna sig Ný framhaldssaga eftir Ertu fuilorðin eða siungP - Rómantik enn í fuliu gildi Skammdegishunglyndíð tirakíð á draut - Ettirlet föðurnum forræðið íslenskar konur i Prag - Oöskar og djásn - íiiöreðir sifa siáffsheil , \ n • 1 1 iTiji < 1 T i I * T | n ?-r> J [uT B f f • fi n i Tækifæri til að kaupa miða í Víkingaiottóinu fram til kl. 5 í dag Nú lengist sölutími Víkingalottósins á miðvikudögum um eina klukkustund í samræmi við vetrartíma annars staðar á Norðurlöndum. Fáðu þér miða... fyrir fimm! VÍK I N G A LOTT# Til mikils að vinna!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.