Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.11.1999, Blaðsíða 3
+ 2 C FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1999 C 3 URSLIT Körfuknattleikur Grindavík - Haukar 82:76 íþróttahúsið í Grindavík, fimmtudaginn 4. nóvember 1999. Gangur leiksins: 7:8, 20:11, 31:31, 38:35, 49:39, 51:47, 58:55, 62:62, 77:73 82:76 Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 33, Bjarni Magnússon 13, Alexander Ermil- inskij 10, Pétur Guðmundsson 8, Sævar Garðarsson 7, Guðlaugur Eyjólfsson 7, Dag- ur Þórisson 4. Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn. Stig Hauka: Guðmundur Bragason 17, Chris Dade 13, Marel Guðlaugsson 12, Jón Arnar Ingvarsson 11, Ingvar Guðjónsson 10, Eyjólfur Jónsson 9, Bragi Magnússon 4. Fráköst: Vörn: 24 Sókn: 14. Villur: Grindavík 17, Haukar 19. Dómarar: Kristinn Albertsson og Jón Hall- dór Eðvaldsson. Áhorfendur: Um 300. Skallagr. - UMFT 69:80 Iþróttahúsinu í Borgarnesi; Gangur leiksins: 0:2, 5:11, 10:22, 14:28, 23:40, 27:40, 34:54, 45:60, 60:71, 69:80. Stig Skallagríms:Sigmar Páll Egilsson 19, Birgir Mikaelsson 17, Tómas Holton 10, Dragisa Saric 8, Hlynur Bæringsson 7, Ari Gunnarsson 5, Pálmi Þórisson 3. Fráköst:26 í vörn 13 í sókn. Stig Tindastóls: Shawn Myers 24, Svavar A. Birgisson 23,, Kristinn Friðriksson 17, Isak 5. Einarsson 8, Friðrik H. Hreinsson 4, Helgi F. Margeirsson 4. Fráköst: 24 í vörn 16 í sókn. Villun Skallagrímur 11 - Tindastóll 21. Dómarar: Leifur Garðarsson og Björgvin Rúnarsson. Dæmdu þokkalega. Áhorfendur: 218. Akranes - KFÍ 68:82 Iþróttahúsið v. Vesturgötu, Akranesi: Stig ÍA: Brynjar K. Sigurðsson 14, Reid W. Beckett 14, Hjörtur Þ. Hjartarson 12, Brynj- ar Sigurðsson 10, Ægir H. Jónsson 8, Björn Einarsson 6, Magnús Guðmundsson 4. Fráköst: 7 í sókn -16 í vörn. Stig KFÍ: Halldór Kristmansson 25, Clifton Bush 24, Baldur I. Jónsson 11, Gestur Sæv- arsson 11, Hrafn Kristjánsson 7, Tómas Hermannsson 4. Fráköst: 11 í sókn - 26 í vöm. Villur: ÍA 14 - KFÍ 21. Dómarar: Kristján Möller og Bergur Stein- grímsson. Áhorfendur: Innan við 100. 1. deild karla: ÍS - Breiðablik...................74:58 Knattspyma UEFA-keppnin 2. umferð, síðari lcikir: Montpeliier - Deportivo Coruna......0:2 Roy Makaay 45., Pauieta Resendes 83. ■Deportivo vann 5:1 samanlagt. AS Roma - IFK Gautaborg.............1:0 Fabio Junior 88. 9.777. ■ AS Roma vann 3:0 samaniagt. Viking Stavanger - Werder Bremen .. .2:2 Bjorn Berland 3., Ríkharður Daðason 84. - Andree Wiedener 43., Andreas Herzog 63. 6.120. ■Werder Bremen fer áfram á mörkum á útivelli. Grasshoppers - Slavia Prag .........1:0 Hakan Yakin 76. Rautt spjald: Philipp Wal- ker (Grasshoppers) 72. ■Slavia Prag vann 3:2 samalagt. Lokomotiv Moskvu - Leeds United.....0:3 Ian Harte 15. - vsp., M. Bridges 28., 45. ■Leeds vann 7:1 samanlagt. Helsingborg - Parma.................1:3 Stavrum 86. - Di Vaio 11., 42., 43. ■ Parma vann 4:1 samanlagt. Lcgia Varsjá - Udinese..............1:1 Czereszewski 11. - Roberto Sosa41. ■Udinese vann 2:1 samanlagt. Amica Wronki - Atletico Madrid .....1:4 Dariusz Jackiewicz 34. - Jerrel Hasselbaink 30., Joan Capdevilia 44., Ruben Baraja 45., Femando Correa 85. ■Atletico vann 5:1 samalagt. Vitesse Arnhem - RC Lens............1:1 Michel Kreek 64, - Jocelyn Bianchard 90. ■Lens vann 5:2 samanlagt. Nantes - Inter Bratisiava ..........4:0 Sibierski 48., Monterrubio 61., Devineau 73., Da Rocha 82. ■Nantes vann 7:0 samalagt. Panathinaikos - Graz AK ............1:0 Karlheinz Pflipsen 90. - vsp. 15.000. ■Jafntefli, 2:2, en Panathinaikos fer áfram á marki á útivelli. Celtic - Oiympique Lyon.............0:1 - Tony Vairelles 18. 54.291. ■ Lyon vann 2:0 samanlagt. Ajax - Hapoel Haifa.................0:1 - Dovani Rosso 60. - vsp. 38.765. Rautt spjald: Christian Chivu (Ajax) 23. ■Ajaxvann 3:1 samanlagt. Kaiscrslautem - Tottcnham...........2:0 Buek 89., Carr 90. - sjálfsm. 29.044. ■ Kaiserslautem vann 2:1 samanlagt. West Ham - Steaua Búkarcst..........0:0 24.514. ■ Steaua vann 2:0 samanlagt. Neweastle United - FC Zilrich.......3:1 Silvio Maric 33., Duncan Ferguson 58., Gary Speed 61. - Gocha Jamarauli 17. 34.502. ■ Newcastle vann 6:2 samanlagt. Juventus - Levski Sofia.............1:1 Kovacevic 79. - Atanassov 15. ■ Juventus vann 4:2 samanlagt. Benfica - Paok Saionica ............1:2 Sergiy Kandaurov 25. - Spyridon Marangos 28., Abdel Sabry 44. 30.000. ■Samanlögð úrslit, 3:3, eftir framlengingu. Benfica vann 4:1 í vítaspyrnukeppni og fer áfram. Celta Vigo - Aris Salonika .........2:0 Goran Djorovic 65., Mario Turdo 90.15.000. ■ Celta Vigo vann 4:2 samanlagt. Mailorca - Tcplice..................3:0 Miguel Angel Nadal 30., Iovan Stankovic 57., Femando Nino 68.12.000. ■ Mallorca vann 5:1 samanlagt. IÞROTTIR KNATTSPYRNA Helgi og félagar sluppu fyrir horn HELGI Sigurðsson og félagar hans í gríska liðinu Panathinai- kos komust í 3. umferð UEFA- keppninnar eftir að hafa unnið austurríska liðið AK Graz 1:0 í Aþenu í gær. Fyrri leikur lið- anna tapaðist 2:1 í Austurríki. Markið sem fleytti gríska lið- inu áfram kom þegar tvær mínútur voru komnar fram yf- ir venj'ulegan leiktíma. Það gerði Þjóðverjinn Karl Heinz Pfípsen úr vítaspyrnu. Aust- urríkismaðurinn Hartman fékk þar aðra áminningu sína í leiknum og fékk því rauða spjaldið. Helgi kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. KORFUKNATTLEIKUR Hörkuleikur í Röstinni BOÐIÐ var upp á hörkuleik í Röstinni þegar heimamenn í Grindavík tóku á móti Haukum. Heimamenn höfðu forystu í leikhléi, 49:39, og sigruðu með sex stiga mun, 82:76. í hinum tveimur leikjum kvöldsins sigruðu ísfirðingar á Akranesi og Sauðkrækingar í Borgarnesi. Það hefur líklega verið dálítið sér- stök tilfmning fyrir Guðmund Bragason að spila sinn fyrsta deild- arleik sem gestur á Garðar Páll sínum gamla heima- Vignisson velli. „Leikurinn var skrífar jafn en við slökuðum alltaf á í vöminni þegar við náðum að jafna. Það þýðir ekkert á móti jafn góðum leikmanni og Brenton Birmingham. Þetta var í raun bara spurning um hvorum meg- in þetta myndi detta. Það era okkur mikil vonbrigði að tapa hérna. Þetta eru tvö jöíh lið,“ sagði hann eftir leik- inn. Fyrri hálfleikur var frábær. Bæði lið spiluðu vel en þó voru heimamenn betri. Heimamenn voru með forystu lengstum í hálfleiknum og komust í 20:11 og 27:18, en Haukar náðu alltaf . að komast inn í leikinn. Þegar fimm mínútur lifðu af fyrri hálfleik náðu Haukar fyrst forystu, 31:33. Þá sögðu heimamenn hingað og ekki lengra, settu niður hverja körfuna á fætur annarri og höfðu yfir í hálfleik, 49:39. I síðari hálfleik komu gestirnir gríðarlega ákveðnir til leiks og virt- ust til alls líklegir. Heimamenn létu þó ekki slá sig út af laginu og héldu haus. Gestirnir héldu áfram að kroppa í forskotið og náðu að jafna 62:62 þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Heimamenn sigu hægt og rólega fram úr og náðu tíu stiga for- skoti, 77:67. Haukarnir gáfust ekki upp og skoruðu næstu sex stig en nær komust þeir ekki og heimamenn sigruðu, 82:76. Einar Einarsson, þjálfari Grind- víkinga, var að vonum kátur í lok leiks. „Haukar er eitt af toppliðunum í deildinni. Við gerðum mikið af mis- tökum í leiknum, náðum oft góðum rispum en misstum þetta svo niður aftur og það má aldrei. Vörnin var mjög góð hjá okkur í fyrri hálfleik. Við héldum þó haus og það er mikil- vægt í svona jöfnum leikjum. Þeir verða margir í vetur.“ Bestur í liði heimamanna var Brenton Birmingham. Þá voru Guð- laugur Eyjólfsson og Bjarni Magn- ússon frábærir í fyrri hálfleik en náðu ekki að fylgja því eftir í seinni hálfleik. Það voru Grindvíkingarnir í liði gestanna, Guðmundur Bragason og Marel Guðlaugsson, sem voru bestir. Reyndar vakti það furðu hve Marel spilaði lítið í seinni hálfleik miðað við sterka innkomu hans í w mm 1 KVOLD Handknattleikur 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - ÍR . . .20 KA-heimili: KA - Víkingur ... . . .20 1. deild kvenna: Valsheimili: Valur - ÍBV .. .20 2. deild karla: Selfoss: Selfoss - Grótta/KR .. .. .20 Strandgata: ÍH - Völsungur .. . . .21 Körfuknattleikur Urvalsdeild karla: Akureyri: Þór A. - KR 20 Keflavík: Keflavík - Hamar 2(1 Njarðvík: Njarðvík - Snæfell 20 1. deild karla: Þorlákshöfn: Þór Þ. - ÍV 21) fyrri hálfleik, bæði í stigaskorun og góðri vörn á Brenton Birmingham. Öruggt hjá ísfirðingum W Isfirðingar gerðu góða ferð á Skag- ann þegar þeir unnu öruggan og sanngjarnan sigur á heimamönnum, 68:82. Það var aðeins Pétur fyrsta stundarfjórð- Ottesen ung leiksins sem skrifar Skagamenn náðu að hanga í gestunum en í stöðunni 27:26 íyrir heimamenn settu Isfirðingar í annan gír, juku forskot sitt jafnt og þétt og höfðu ell- efu stiga forystu í leikhléi. Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik, en þó náðu Skagamenn að minnka muninn í 9 stig um miðbik hálfleiksins en mestur varð munur- inn 20 stig. Greinilegt er að Skaga- manna bíður erfitt verkefni ef þeir ætla sér að vera áfram í efstu deild. Þjálfari liðsins, Brynjar Karl Sig- urðsson, er farinn að leika með liðinu á ný og er greinilegt að með hann innanborðs eykst sjálfstraust liðsins til muna. Aðspurður hvort hann ætli að leika út tímabilið svaraði hann að þetta væri tilraun til að styrkja liðið og tíminn einn leiddi í ljós hvort sú tilraun gangi upp. „Ég á talsvert í land með að ná upp sama leikformi og strákamir og hef einhvern tímann verið léttari á mér en á nú,“ sagði Brynjar Karl hann eftir leikinn. Ekki er auðvelt að nefna einstaka leikmenn í liði IA sem voru öðrum fremri, en liðið í heild sinni reyndi hvað það gat þótt uppskeran í gær- kvöldi yrðu heldur rýr. Skagaliðið lék oft á tíðum ágætan varnarleik en mik- ið vantar upp á að sóknarleikurinn sé nógu agaður. Þeir fóru hræðilega með opin færi í sókninni og vítanýting var skelfileg, eða innan við 30%. Lið KFI spilaði þennan leik skyn- samlega og lönduðu sanngjörnum sigri nokkuð auðveldlega. Þeir léku oft hraðan sóknarbolta og þó að vörnin hafi opnast oft á tíðum var það ekki áhyggjuefni þar sem að lítið sem ekkert gekk upp hjá heima- mönnum í sókninni. Hjá Isfirðingum bar mest á þeim Halldóri Kristmans- syni og Clifton Bush, sem sögusagn- ir hermdu að væri á leiðinni frá lið- inu. Aðspurður sagði liðstjóri KFÍ, Guðjón Þorsteinsson, að ekkert væri hæft í þessu, þeir kynnu afskaplega vel við piltinn og að honum liði vel í snjónum fyrir vestan. I liði KFI var einnig gaman að fylgjast með Hrafni Kristjánssyni sem barðist vel allan tímann og ekki síður 18 ára pilti, Gesti Sævarssyni sem skorði drjúgt og var mjög ógnandi og hreyfanleg- ur í sókninni. Auðvelt hjá Tindastóli Lið Tindastóls kom sá og sigraði í Borgarnesi í gærkveldi. Höfðu Sauðkrækingar undirtökin frá byrj- un. Staðan í hálfleik Ingimundur var 23:40, en lokatöl- ingimundarson ur urðu 69:80. skrifar Fyrstu sóknir beggja liða mistókust en gestirnir urðu fyrri til að skora. Mikil spenna virtist hjá báðum lið- um. Mikið var um mistök og eftir fímm mín. leik var staðan 5:11. Þá tóku gestirnir góðan kipp. Voru mun grimmari í öllum aðgerðum og komust í 6:20. Heimamenn voru ráð- villtir, þoldu pressuvörn gestanna illa og flest skot þeirra geiguðu. Réðu þeir illa við kröftugar sóknir gestanna og baráttuandinn virtist fjarri. Menn hittu illa, sendingar misfórust, og vítahittnin var í lág- marki. Segja má með sanni að Skallagrímur hafi tapað leiknum með leik sínum í fyrri hálfleik. I seinni hálfleik komust gestirnir fljótlega í 20 stiga forystu, 34:54. En heimamenn tóku góðan kipp og börðust vel er fjórar mín voru eftir. Minnkuðu þá muninn í ellefu stig, 60:71, en glutruðu niður tækifærum að laga stöðuna enn betur með óyfir- veguðum aðgerðum. Sigur Tinda- stóls var því aldrei í hættu. Lið heimamanna átti slæman dag. Leikur þess var andlaus og baráttan í lágmarki. Sigmar Páll Egilsson og Birgir Mikaelsson voru skástir heimamanna, en flestir leikmenn léku langt undir getu. Lið Tindastóls átti engan sérstak- an leik. En breidd liðsins var mun meiri en heimamanna. Svavar A. Birgisson var þeirra bestur, rólegur og yfirvegaður. Þá átti Flemming Stie, Daninn stutti en snöggi, ágætis- leik. Einnig skal Kristins Friðriks- sonar getið en hann skoraði nokkara fallegar þriggja stiga körfur. Ljósmynd/Erling Hægeland RÍKHARÐUR Daðason skoraði síðara mark Viking gegn Werder Bremen i gærkvöldi. Hér reynir brasilíski varn- armaðurinn Julio Cesar að stöðva íslenska framherjann. Sárt ad falla úr keppni á jafntefli Ríkharður Daðason og Auðun Helga- son léku báðir vel með Viking er liðið gerði jafntefli, 2:2, við þýska liðið Werder Bremen í Stavanger í gærkvöldi. Norska liðið er úr leik þar sem fyrri leikur liðanna í Bremen endaði með markalausu jafntefli og þýska liðið fer áfram á mörkum skor- uðum á útivelli. Víking fékk óskabyrjun er Björn Ber- land kom liðinu yfir á þriðju mínútu. Þýska liðið sótti stíft það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og náði að jafna verðskuld- að rétt fyrir leikhlé með marki Andree Widener. Andreas Herzog kom Bremen yfir á 63. mínútu eftir að skot hans hafði farið í vamarmann og í netið. Frekar slysalegt mark. Eftir það sótti norska lið- ið í sig veðrið og Ríkharður var aðgangs- harður við mark gestanna og jafnaði þeg- ar sex mínútur voru eftir. Hann fékk sendingu frá hægiú, stökk upp í miðjum vítateignum og skallaði yfir markvörð Bremen og í markið. „Það var sárt að falla úr keppni á jafn- Svartur dagur á ttalíu ALBERTO Zaccheroni, þjálfari AC Milan, hefur verið harðlega gagmýnd- ur í ítölskum fjölmiðium eftir slæma útreið í meistaradeildinni. Félagið hafnaði í neðsta sæti í H-riðli og eiga ítalskir sparkfræðingar erfitt með að sætta sig við að ítölsku meistararnir hafi ekki náð betri árangri og vilja uppsögn þjálfarans. Adriano Galliani, varaforseti félags- ins, tekur upp hanskann fyrir Zaccher- oni þjálfara og segir að hann verði áfram með liðið. „Það eru engar vanga- veltur um það innan stjórnar félagsins að skipta um þjálfara. Ég hef þegar rætt við forseta félagsins, Silvio Berlusconi, um þetta mál,“ sagði hann. Galliani sagði það auðvitað áfall að liðið hefði tapað niður 2:1 forystu á síðustu fjórum mínúnum. „Það er því miður ekki hægt að endurtaka leikina í meist- aradeildinni. Við lékum mjög illa í síð- ari hálfleik gegn Galatasaray, leik- menn voru ekki líkir sjálfum sér.“ Hann sagði að nú væri næsta mark- mið að tryggja liðinu sæti í meistara- deildinni á næsta ári. „Við verðum að komast aftur í Evrópukeppnina eins fljótt og hægt er og til þess þurfum við að vera í einu af fjórum efstu sætunum í ítölsku deildinni. Við getum það vegna þess að við erum með lið sem varð ítalskur meistari fyrir aðeins fjór- um mánuðum." Fyrrverandi þjálfari AC Milan og ítalska landsliðsins, Ai-rigo Sacchi, segir slakan árangur ítalskra liða í Evrópukeppninni vekja upp spurning- ar um stöðu ítalskrar knattspyrnu. „Þetta var ekki einungis slæmur dag- ur fyrir AC Milan heldur líka fyrir ítalska knattspyrnu," sagði Sacchi. Fjögur ítölsk lið hófu keppni í Evr- ópumótunum og hafa tvö þeirra, AC Milan og Parma, þegar fallið út. Lazio "h og Fiorentina geta þó haldið uppi heiðri ítala með vaskri framgöngu. Þetta eru enn ein vonbrigðin fyrir ítali því í fyrra var ekkert ítalskt lið í úrslitum meistardeildarinnar í fyi-sta sinn frá því keppnin var sett á stofn 1992. Sacchi sagði Chelsea hafa sýnt það í meistaradeildinni að það verði að telj- ast til alls líklegt. „Allir veðja á að Barcelona, Manchester United og Lazio komi til með að berjast um Evr- ópumeistaratitilinn en ég myndi tippa á að Chelsea yrði líka með í þeirri bar- áttu,“ sagði Sacchi. Pétur Pétursson ráðinn þjálfari meistaraliðs KR Stefnan að veija báða titlana tefli. Þetta voru hálfgerð klaufa- mörk sem við fengum á okkur og við vorum ansi nálægt því að kom- ast áfram. Við voram mun betri í síðari hálfleik og sýndum þá að við áttum í fullu tré við þýska liðið. Við fundum það þá að þeir voru orðnir piiTaðir og hræddir,“ sagði Rík- harður. Hann var þrisvar nálægt því að bæta við marki, einu sinni í fyrri hálfleik og tvisvar á lokamín- útum leiksins. Hann sagðist ánægður með sinn hlut í leiknum. „Já, ég er ánægður með minn leik. Loksins náði ég að hífa mig upp úr meðalmennskunni. Það var ágætt að fá smá uppreisn eftir slaka leiki með landsliðinu gegn Úkraínu og Frökkum og í fyrri leiknum gegn Bremen,“ sagði hann. Aðspurður um hvort þetta hafi verið síðasti leikur hans fyrir Viking sagði hann: „Ég veit það ekki, en vissulega er sá möguleiki fyrir hendi. Ég reikna með að það komi eitthvert tilboð í mig, en síðan er það spurning hvort Viking er tilbúið að samþykkja það. Þegar ég skrif- aði undir tveggja ára samning sl. vor var talað um að ég yrði seldur ef tilboð kæmi núna eftir þetta tímabil. Framlenging á samningi mínum við Viking hefur ekki verið til umræðu hjá mér.“ Ríkharður og Auðun koma til landsins í dag í frí. PÉTUR Pétursson var í gær ráðinn þjálfari íslands- og bik- armeistara KR í knattspyrnu karla og er samningur hans til tveggja ára. Tekur Pétur, sem lék með KR 1987-1991, við af Atla Eðvaldssyni, sem ráðinn var landsliðsþjálfari í vikunni. Pétur segist ekki hafa getað neitað tækifærinu að þjálfa KR og að takmarkið sé skýrt - stefnan sé að verja báða titl- ana sem unnust sl. sumar. KR-ingar áttu í viðræðum við Pétur um starfið í vikunni, en auk þess Willum Þór Þórsson sem einnig lék með liðinu á árum áður. „Nú er þetta frágengið," sagði Pét- ur. „Ég gat ekki neitað þessu til- boði. Þetta er líklega auðveldasta ákvörðunin á mínum þjálfaraferli til þessa. Ég þekki þetta lið og hef ver- ið viðloðandi það síðan 1987. Ég gleymi ekki uppruna mínum á Skaganum, en ber mjög sterkar til- finningar til KR og verð því að telj- ast bæði Skagamaður og KR-ingur. Ég tel að hægt sé að byggja enn frekar á þeim frábæra árangri sem náðist 1 sumar. Ég fylgdist vel með liðinu þá - lýsti leikjum í KR-út- varpinu og skemmti mér vel yfir góðum leikjum liðsins. KR er Is- lands- og bikarmeistari og því er auðvitað ekki hægt að taka við betra búi en Atli skilur eftir sig. Öll aðstaða er góð, umgjörðin mikil og leikmenn sterkir. Eg hlakka því til að hefjast handa,“ sagði Pétur. Pétur var spurður hvort ekki fylgdi því mikið álag að taka við tvö- földu meistaraliði. Ottast hann ekki pressuna? - „Nei, alls ekki. Það gef- ur augaleið að pressan verður ein- hver en ég hef nú lent í ýmsu á mín- um ferli og hef því ekki áhyggjur af slíku. Aðalatriðið er að láta liðið leika skemmtilega og árangursríka knattspyrnu," sagði hann. Pétur lék með KR um fimm ára skeið á árunum 1987 til 1991, en náði ekki að vinna hinn eftirsótta íslandsmeistaratitil með liðinu. „Nei, við reyndum en það tókst ekki. Enda sagði ég við menn í sig- urliðinu í haust að ég öfundaði þá af þessari stund. Að hafa náð að koma titlinum aftur í vesturbæinn. Nú ætla ég að gera mitt besta til að hann haldist þar.“ Morgunblaðið/Ásdís Guðmundur Pétursson, formaður Rekstrarfélags KR, og Pétur Pétursson, sem skrifar undir samning við félagið. Óvissan að baki Við bindum miklar vonir við ráðningu Péturs. Hann lék um árabil með KR og gjörþekkir því innviði félagsins. Hann verður von- andi farsæll í starfi og nær ár- angri,“ sagði Guðmundur Péturs- son, formaður Rekstrarfélags KR, er tilkynnt var um ráðningu Péturs í gær. „Um leið fagna ég því að óvissan varðandi þjálfaramál félagsins sé að baki,“ sagði hann, en legið hefur fyrir um skeið að Atli Eðvaldsson væri efstur á blaði Knattspyrnu- sambandsins yfir hugsanlega eftir- menn Guðjóns Þórðarsonar í starf landsliðsþjálfara. Á mánudag skýrðust þau mál endanlega er Atli var ráðinn þjálfari landsliðsins. KR- ingar höfðu gert honum tilboð um áframhaldandi störf. Þakkaði Guð- mundur Atla fyrir vel unnin störf og óskaði honum góðs gengis í nýju starfi. Guðmundur sagði ljóst að miklar kröfur væru gerðar til nýs þjálfara, enda væri KR handhafi tveggja titla og stefndi að sjálfsögðu að því að halda þeim. „Við reynum að vera raunsæir og sanngjarnir, en vissu- lega viljum við halda þeim dampi sem verið hefur á liðinu. Eflaust fylgir því álag að taka við liðinu undir þessum kringumstæðum, en allar aðstæður eru hér góðar og við treystum Pétri fyllilega í þetta verkefni." Nokkrir leikmanna KR leika er- lendis í vetur - hafa verið leigðir til liða í Belgíu, Englandi og Þýska- landi. Að auki var Indriði Sigurðs- son seldur á dögunum til Lillestrom í Noregi. Guðmundur segir að nú muni stjóm Rekstrarfélagsins setj- ast niður með nýjum þjálfara og ræða leikmannamálin. „Það er ekki ólíklegt að einhverjar breytingar verði hjá okkur. Tveir leikmenn [Þormóður EgOsson og Kristján Finnbogason] eru samningslausir og við erum í viðræðum við þá. Einnig gætu einhverjir leikmenn bæst í hópinn. Þetta skýrist allt inn- an skamms,“ sagði Guðmundur. Þeir verða í í baráttunni FIMM fyrrverandi landsliðs- mcnn í knattspyrnu verða í baráttunni með lið sín í efstu deild karla í knattspyrnu næsta keppnistímabil - Ólafúr Þórðarson, Guðmundur Torfa- son, Pétur Pétursson, Kristinn R. Jónsson og Sigurður Grét- arsson. Aðeins þrjú lið í efstu deild verða með sömu þjálfara og sl. keppnistímabil - Breiðablik, Grindavík og Stjarnan. Þeir sem þjálfa í efstu deild eru: _ fA: Ólafur Þórðarson. Keflavík: Páll Guðlaugsson. Fram: Guðmundur Torfason. ÍBV: Kristinn R. Jónsson. Grindavík: Milan Stefán Jan- kovic. KR: Pétur Pétursson. Leiftur: Jens Martin Knudsen og Einar Einarsson. Breiðablik: Sigurður Grétars- son. Fylkir: Bjarni Jóhannesson. Stjarnan: Goran Kristófer Micic. • Páll tekur við starfi Kjart- ans Mássonar. • Jens Martin og Einar taka við starfi Páls. • Guðmundur tekur við starfi Ásgeirs Elíassonar. • Kristinn tekur við starfi Bjarna. • Bjarni tekur við starfi Ólafs. • Pétur tekur við starfi Atla Eðvaldssonar. • Ólafur tók við starfí Loga Ólafssonar fyrir síðustu um- ferð efstu deildar í sumar. FOLK ■ ÓSKAR Hrafn Þorvaldsson hef- ur verið ráðinn þjálfari 2. flokks drengja hjá KR. Hann tekur við af Magnúsi Gylfasyni, sem gerði KR meisturam í þessum aldursflokki tvö síðustu ár. ■ VICTOR Piturca var í gær sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Rúmena, aðeins nokkrum vikum eftir að liðið fór í gegnum und- ankeppni EM án þess að tapa leik. Ástæða uppsagnai-innai- er sögð vera óánægja nokkurra lykilmanna liðsins með störf hans. Eftirmaður Piturca í starfi hefur ekki verið fundinn, en líklegastur þykir Mircea Lucescu, þjálfari Rapid Búkarest, sem er fyn-um þjálfari Inter Milan. ■ ANTHONY Yeboah, framherji Hamburger SV, segist hafa áhuga á að leika í Bandaríkjunum á næsta ári. Yeboah, sem er 33 ára og hefur einnig leikið með Eintracht Frank- furt og Leeds United, lýkur samn- ingi sínum við þýska liðið eftir þetta keppnistímabil. ■ MARK Overmars, leikmaður Ar- senal, hefur verið valinn í hollenska landsliðið sem leikur vináttuleik gegn Tékkum í næstu viku. Hann hefur ekki leikið landsleik síðan Hoilendingar töpuðu fyrir Marokkó 2:1 í apríl. Overmars kemur inn i hópinn fyrir Peter van Vossen, leik- mann Feyenoord, sem ekki er í-j góðri æfingu um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.