Morgunblaðið - 09.11.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.11.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999 B 5 eðal- ir 'o Baricco hann hafa lesið bókina. „Kúrekakaíl- inn er frábær,“ sagði hann, „en ég gæti gubbað af öllu hinu.“ Þá er útilokað að belgja sig. Þess vegna gera þau mér gott. Ég vona líka að mér takist að gefa þeim eitthvað, kenna þeim eitthvað." Franzén: Nokkuð sem mér finnst einkenna allar skáldsögur þínar nema Silki, er afstaðan til hins óljósa, það kemur alltaf millibilsástand í einskon- ar rökkurtilveru. I Oceano mare er það t.d. vísindamaðurinn, prófessor- inn sem leitar eins og dáleiddur að ná- kvæmum takmörkum, vill vita hvar undiraldan hefst og endar, í City er veröndin staður hins óljósa, hún er ekki inni og ekki úti. Ég skynja þetta sem mikilvægt þema í höfundarverki þínu. Baricco: „Við rithöfundar segjum furðulegar sögur og erum ekki sér- lega meðvitaðir um að við einblínum á ákveðnar spurningar. Við tökum ekki eftir því. Svo þegar komnar eru tvær, þrjár bækur, þá eru það lesendumir sem kenna manni: Þú er með ákveðnar meinlokur! Einu sinni hitti ég lesara sem sagði mér hve mörgum sinnum ég hafði notað orðið „ná- kvæmlega“ í bókum mínum. Hefði ég aðgang að sálkönnuði myndi ég spyrja hvers vegna. Þetta er nú bara smá meinloka." Franzén: Og ég held ég viti hver- svegna - (Baricco vill forðast að heyra svarið og honum er ráðlagt að halda fyrir eymn) - Það er af því að skáld- sögur þína fjalla í svo ríkum mæli um hið gagnstæða. Raunvísindin, fyrri al- dar pósitívismi með framfaratrú sinni er hjákátlegur af því nákvæmni fyrir- finnst ekki. Ef þú notar orðið „ná- kvæmlega" svona oft þá held ég það sé af því kjarninn í bókum þínum er það sem ekki getur verið nákvæmt ... BÆKUR Æ11 f r æ ð i Pálsætt undan Jökli. Óskar Guðmundsson. Þjóðsaga 1999, 256 bls. BÓK þessi fjallar um ævi, ættir og kvonföng Páls Kristjánssonar (1856-1921) og niðja hans. Bókin skiptist í tvo nokkurn veg- inn jafnstóra hluta. Sá fyrri er ævi- saga ættföðurins og sitthvað fleira. Síðari hlutinn er niðjatalið. Fyrri hlutinn er fjórir þættir. í þeim fyrsta er æviferill ættföðurins rakinn. Það er mikil hrakninga- saga. Páll var af fátækum kominn, missti föður sinn ungur og ólst eftir það upp hjá fósturforeldrum. Fatl- aður var hann (haltur og heilsu- veill) og því aldrei fullgengur til erfiðisvinnu. Kornungur kvæntist hann Kristínu Hannesdóttur og áttu þau tíu börn og dó hún fám dögum eftir fæðingu fyrsta barns- ins. Aftur kvæntist Páll, mun yngri konu, Vilborgu Gísladóttur. Börn þeirra urðu níu. Auk þess átti Páll eitt barn með þriðju konunni. En ekki varð langur ómagahálsinn á öllum þessum börnum. Af fyrri konu börnum dóu sex í bernsku og af börnum þeirrar seinni voru fimm dáin á undan föðurnum. Þriðju konu barnið dó nýfætt. Páll mátti því sjá á bak tólf börnum sínum og fyrri konu. Missir seinni konunnar var þó að tiltölu meiri, því að hún lifði aðeins tvö af níu bömum sín- um. Af hinum tuttugu börnum Páls eignuðust aðeins sex afkomendur (sjö stendur í formála, sex á bls. 113) samkvæmt niðja- talinu og er afkom- endafjöldi þeirra um 350. Virðast niðjar vera komnir eitthvað á sjötta ættlið. I öðram þætti eru framættir Páls raktar. Er þar talsvert sagt frá ættmennum hans eftir því sem heimildir til hrökkva. Sá skemmtilegi háttur er hafður á, að til hliðar við lausamálsfrásögn eru innfelldir rammar með stuttum ættra- kningum. Verður ættrakningin við það einkar ljós og auðskilin. Þá er þátt- ur um frændfólk í Vesturheimi og þáttur er um eiginkonur Páls og ættir þeirra. Einkenni þessara þátta eru allmiklar frásagnir, mannlýsingar og atvikalýsingar. Fær lesandinn því góða innsýn í líf margs af þessu fólki og gerð þess. Það fer t.a.m. varla á milli mála, að Páll hefur verið einkar vel gef- inn maður. Hann stundaði talsvert barnakennslu og má það óvenjulegt heita um jafn lítið menntaðan mann. Hann skrifaði fallega rit- hönd, var prýðilega ritfær og skáld- mæltur. Konur hans hafa verið mætavel gerðar, einkum þó seinni konan, sem hefur verið fágæt hetja, gædd óvenjulegu andlegu og líka- mlegu þreki. Niðjatalið er þannig gert, að fyrst er dálítill æviþáttur um hvert hinna sex barna og sömuleiðis eru talsverðar umsagnir og lýsingar á flestum þeirra niðja, sem látnir eru. Minningargreinar eru talsvert not- aðar og er þar margar góðar mann- lýsingar að finna. Leiðii- það hug- ann að því, hversu mikilvægt er, að mannlýsingar í minn- ingargreinum séu góð- ar. Oft eru það einu lýsingar einstaklinga í rituðu máli. Er mikill skaði hversu lítil rækt er lögð við slíkt í minn- ingargreinum núorðið. Sjálfsagt er óvar- legt að láta í ljós skoð- anir á ættareinkenn- um eftir fljótlegan lestur niðjatals. Þó get ég ekki látið hjá líða að geta þess, að mér finnst áberandi, af ýmsum umsögnum að dæma, hversu margt er hér um verkmildð dugnaðarfólk og margt sem gætt er góðum hagleik. Niðjatalið er skipulega gert og ekki annað að sjá en vel hafi verið til þess vandað. Merkingarauð- kenni eru ekki þau algengustu, en ég kann engu síður vel við þann hátt, sem höfundur hefur á. Dæmi: xx hefur númerið 1.8.3.2, sem þýðir að hann er 2. barn 3. bams hins 8. bams, sem er 1. barn ættföðurins. Er þetta mjög skýrt og auðskilið. Bókin er í heild sinni prýðilega uppsett og texti ágætlega ritaður. Állmikið er af myndum í ritinu, all- ar svarthvítar. I bókarlok er Heim- ildalýsing (ekki heimildaskrá) og Nafnaskrá er að sjálfsögðu. Bókin ber með sér að mikil vinna hefur verið í hana lögð. Þar liggur auð- sjáanlega mikil sjálfstæð heimilda- könnun að baki. Ég held að Pálsættarfólki hljóti að þykja vænt um þessa bók, svo vel sem hún er úr garði gerð og gerir liðnum skyldmennum góð skil. Sigurjón Björnsson Nýjar bækur • MINNINGAR geisju er eftir bandaríska rithöfundinn Arthur S. Golden í þýðingu Sverris Hólmar- ssonar. I bókinni segh' firá stúlk- unni Nittu Sayuri sem níu ára göm- ul er seld í geisju- hús og þjálfuð í listinni að geðjast og skemmta karl- mönnum. í kynningu segir m.a.: „Þeg- ar heimsstyrjöld- in síðari skellur á og geisjuhúsunum er lokað verður Sayuri að endurskapa eigin persónu og finna fágætt frelsi á eigin for- sendum í íýrsta sinn í lífinu. Bókin hefur trónað á metsölulist- um um allan heim. Utgefandi er Bókaútgáfan Forlagið. Bókin er499 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Verð: 4.480 kr. • SKYGGNST á bak við ský er eftir Svövu Jakobsdóttur. Bókin inniheldur fjórar rit- gerðir og fjalla þrjár þeirra um skáldskap Jónasar Hallgrímsson- ar, en sú fjórða er ritgerð Svövu um Gunnlöð og hinn dýra mjöð sem liggur til grundvallar skáld- sögu hennar, Gunnlaðar sögu. I kynningu segir að Svava leiði rök að því að verk Jónasar Hallgrímssonar eigi sér rætur í norrænni goða- fræði og bók- menntum mið- alda, meðal annars í Völuspá og Hávamálum, grundvallarritum í íslenskri bókmenntasögu. Svava Jakobsdóttir er bókmenntafræð- ingur að mennt. Bók hennar, Gunnlaðar saga, var á sínum tíma tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og hlaut Henrik Steffens-verðlaunin 1997. Útgefandi er Bókaútgáfan For- lagið. Bókin er 352 bls., prentuð í Svíþjóð. Kápu hannaði Jón Ás- geir í Aðaldal. Verð: 4.480 kr. Ævi og niðjar alþýðumanns Óskar Guðmundsson Arthur S. Golden Svava Jakobsdóttir Buslað í orðaforðanum BÆKUR lt a r n a b ó k ORÐABUSL eftir Margréti E. Laxness. Mál og menning, 1999 - 26 s. Orðabusl er ekki sögubók, heldur safn 400 orða sem börn eiga að geta lært og skilið. Bókinni er skipt upp í opnur og hver opna hefur sína yfirskrift. Myndimar eru í römm- um og utan rammans er svo raðað hugtökum yfir hluti sem sjást á myndunum. Stundum er opnu skipt í tvennt og í tvo ramma, en þá er efni beggja hluta skylt, t.d. undirbúning- ur jóla annars vegar og jólin sjálf á hinni síð- unni. A hverri opnu eru dregnar upp myndir af daglegu lífi þar sem lítil böm leika aðalhlutverk en víðast hvar era þó fullorðnir með. Mynda- opnurnar bera heiti í samræmi við þetta, t.d. Góðan dag! sem segir frá fyrstu athöfnum morgunsins og sýnir börn vera að klæða sig. í Morgunstund er morg- unverðarborðið vettvangur. Ein opnan sýnir okkur vorið og þar er farið í fjöra, fiskað og farið út á bát. Önnur er helguð sumarstörfum í garðinum og ómissandi útigrillinu, og sú næsta sýnir útilegu. Farið er í bæinn, keypt í matinn og fylgst með annríki borgarinnar. Það er farið í sundlaug og jafnvel til útlanda. Haldið er upp á afmæli, jólin haldin heilög og við kynnumst leikskólan- um að sumri, og svo er farið út í sjó- inn að vetrinum. Hver opna er full af lífi, óteljandi smáatriðum og stundum er óþarf- lega mikið kraðak á myndunum og myndimar óskýrar. Mjög lítil börn gætu átt í erfiðleikum með að greina öll smá- atriðin. Við morgun- verðarborðið era til dæmis sjö böm á svip- uðum aldri ásamt pabba og mömmu. En í heild er bókin mjög gagnleg fyrir þá sem vilja auka orðaforða bama. í flestum til- fellum geta börnin fundið á myndunum þá hluti sem sýndir era utan rammanna, en stundum getur ver- ið erfitt að greina þá vegna þess hve margir hlutir era á hverri mynd. Fullorðinn sem les bókina eða skoðar hana með barni hefur mörg tækifæri til að segja sína eigin sögu út frá myndunum og hjálpa þeim litlu að finna samsvarandi hluti utan rammans og innan. Sigrún Klara Hannesdóttir Margrét E. Laxness Falleg bók um íslenskan hest BÆKUR Barnabók Hesturinn minn eftir Bruce McMillan. Sigurður A. Magnússon íslenskaði. Mál og menning, 1999 - 32 s. ÞAÐ gerist einstaka sinnum að erlendir bamabókahöfundar gera íslensk viðfangsefni að kjama bóka sinna og þessar bæk- ur rata síðan aftur inn á markað í íslenskri þýðingu. Oft eru þetta fallegar bækur og mikill fengur fyrir íslensk böm að fá svona við- bætur. Bruce McMillan hefur áð- ur skrifað bók um íslenska lund- ann og myndaði þá bók í Vestmannaeyjum. Nú hefur hann gert bók sem í raun er mynd- skreytt saga um íslenska stelpu og hestinn hennar. Höfundur hef- ur greinilega fylgst með daglegu lífi á íslenskum sveitabæ í Skaga- firði og fléttað sögu um samskipti bams og hests á mjög lýsandi, fræðandi og skemmtilegan hátt. Margrét á hest sem heitir Perla og er 12 vetra. Perla er dökkrauð með sámleita depla og er því ýrótt. Hún er líka blesótt og nösótt, blíðlynd, góð og þægi- leg í umgengni. Bókin segir frá umhirðu um Perlu og lýsir leik Margrétar og vina hennar í sveit- inni þar sem frelsið og fegurðin ríkja. Að lokum er svo farið í rétt- ir og sýndar myndir þegar safnið kemur af fjalli. Bókin er sambland af fræðibók og frásögn um samskipti ís- lenskra bama við dýrin og um- hverfi sitt allt. Myndirnar eru ljósmyndir og einstaklega falleg- ar, lausar við tilgerð og falla mjög vel að textanum, en myndimar eru þó aðalatriði bókarinnar. I upphafi bókar er sýnt hvar ísland er á hnettinum og gefnar upplýs- ingar um landið og náttúru þess. í bókarlok er einnig lýst réttum og hvað felst í því að smala og af hveiju það er nauðsynlegt. Einn- ig er sagt lítillega frá íslenska hestinum og alþjóðlegum félags- skap um íslenska hestinn. Þessar upplýsingar era nauðsynlegar þeim sem ekki þekkja ísland, en vonandi óþarfar fyrir íslensk börn jafnvel þótt þau búi í Reykjavík. Auk þess tekur höf- undur fram hvers konar mynda- vél var notuð og hvaða filmur, og má reikna með að í þessum upp- lýsingum felist auglýsing fyrir þau tæki sem hann hafði til ráð- stöfunar. Þýðing Sigurðar er mjög fag- leg og sýnir að þar fer hestamað- ur því ekki væri öðram fært að lýsa á íslensku þeim litarafbrigð- um sem íslensk hross hafa og finna rétt nöfn á. Sigrún Klara Hannesdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.