Morgunblaðið - 09.11.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 9. NÖVEMBER 1999 B 3
BÆKUR
Ógæfan lögð
á vogarskálarnar
BÆKUR
SkáIdsaga
VETRARFERÐIN
eftir Ólaf Gunnarsson. Forlagið,
1999,482 bls.
FYRIR nokkrum árum fór að
bera á andófi gegn þeirri tóm-
hyggju sem segja má að hafi verið
ríkjandi í mörgum af skáldsögum
áttunda og níunda áratugarins -
tómhyggju sem lýsti sér í því að öll
gildi virtust á reiki eða jafnvel horf-
in og mest lá á að vera sem
skemmtilegastur. Þótt vissulega
megi ekki vanmeta þá list höfunda
að geta skrifað þannig að lesandinn
skemmti sér vildi brenna við að
margar af skáldsögum þessara ára
reyndust heldur innihaldsrýrar við
nána skoðun, þær höfðu lítið að
gefa lesandanum fram yfir þá af-
þreyingarstund sem lestur þeirra
krafðist. Boðskapur, sérstaklega af
siðferðilegum toga, var bannorð
tímabilsins; „frásagnargleði",
fantasía og húmor voru hins vegar
lykilorðin. Nokkur breyting varð á
þessu á m'unda áratugnum með
verkum Fríðu Á. Sigurðardóttur,
Vigdísar Grímsdóttur, Álfrúnar
Gunnlaugsdóttur og Birgis Sig-
urðssonar, svo fáeinir höfundar séu
nefndir - og fleiri hafa bæst í hóp-
inn á þeim tíunda og fer þar í
fremstu röð Ólafur Gunnarsson.
Það er nýútkomin skáldsaga eft-
ir síðastnefnda höfundinn sem hér
er til umfjöllunar. Vetrarferðin eft-
ir Ólaf Gunnarsson er þriðja og síð-
asta skáldsaga Ólafs í skáldskapar-
þrennu (trílógíu) hans sem hófst
með Tröllakirkju sem kom út 1992
og árið 1996 kom miðbókin: Blóð-
akur. Þessar þrjár skáldsögur
tengjast í gegnum frásagnarað;
ferð, þema, sögusvið og tíma: I
þeim öllum er fjallað um íslenskan
nútíma, þ.e. hin umbrotamiklu eft-
irstríðsár; þær gerast allar að
mestu leyti í Reykjavík og lýsa
dramatískum örlögum stórhuga
einstaklinga og sundraðra fjöl-
skyldna. Það sem enn fremur teng-
ir þessar þrjár skáldsögur saman
er hinn sterki siðferðilegi og trúar-
legi grunnur sem þær eru reistar á.
Ólafur Gunnarsson vinnur með
stórar tilvistarlegar spurningar í
þessum sögum og þær eru grund-
vallaðar á kristinni siðfræði. Auk
þess vinnur hann markvisst út frá
ákveðnum Biblíutextum í hverri
skáldsögu fyrir sig. Þannig má
segja að sköpunarsagan sé ákveðið
módel sem notast er við í Trölla-
kirkju (með öfugum formerkjum
þó), Júdasarsvikin í Blóðakri og
Jobsbók í Vetrarferðinni. En þótt
höfundur vinni markvisst með Bi-
blíusögur og fleygi gjaman texta
sinn með tilvitnunum í hina heilögu
bók er það ekki svo að hinar trúar-
legu skírskotanir íþyngi textanum
eða þekking á þeim sé forsenda
skilnings lesandans.
Þessar skáldsögur má
vel lesa án trúarlegra
tenginga og túlkana.
Það eykur hins vegar
skilning á aðferð höf-
undar og erindi hans
við lesendin- að tengja
verkin kristinni kenn-
ingu og siðfræði.
I Jobsbók er sagt
frá baráttu Drottins
og Satans um sál Jobs.
A Job eru lagðar sí-
fellt þyngri þjáningar
til að reyna trú hans
og hollustu við Drott-
inn. Þegar Job hefur
verið rúinn eigum sín-
um, misst börn sín og líkami hans
kaunum sleginn og sjúkdómum fer
hann að efast um náð Drottins, eins
og lýst er í löngu máli í samræðum
Jobs og vina hans, og að lokum
samræðum Jobs og Drottins sjálfs.
Þær samræður enda á því að Job
tekur efasemdarorð sín aftur „og
iðrast í dufti og ösku“.
Sigrúnu, aðalpersónu Vetrar-
ferðarinnar, má líkja við Job. Sigr-
ún trúir og treystir á sinn Guð sem
hún er í lifandi sambandi við:
„... hún [gat] ekki stillt sig um að
fara að tala við Guð, sem hún fann
svo sterkt fyrir innra með sér:
Hjálpaðu okkur, sagði hún. Vernd-
aðu þetta heimili og blessaðu mann
minn og syni. Líttu til með okkur,
Guð, yfirgefðu okkur ekki og fyrir-
gefðu mér það sem ég geri illt.“ (31)
Þessa bæn fer Sigrún með
snemma í sögu - en Guð á eftir að
leggja margar og miklar þjáningar
á hana áður en sögu lýkur. Og Sig-
rún á eftir að efast um handleiðslu
Guðs, líkt og Job.
Sögutími Vetrarferðarinnar
spannar tímabilið frá ársbyrjun
1944 til vors 1950. Þetta eru miklir
umbrotatímar í lífi íslensku þjóðar-
innar, tími amerískrar hersetu,
uppgangs í efnahagslífi og mikilla
breytinga í þjóðlífinu almennt.
Saga Sigrúnar, fjölskyldu hennar,
vinnufélaga og kunningja, saga ein-
staklinga úr öllum stéttum þjóðfé-
lagsins endurspeglar á sannfær-
andi hátt þetta kraumandi
samfélagí mótun. Frásagnaraðferð
höfundar er af toga hinnar breiðu,
epísku raunsæisskáldsögu 19. al-
dar, blönduð forlagatrú og spá-
draumum eins og við þekkjum úr
íslendingasögum. Ólafur Gunnars-
son hefur náð geysigóðum tökum á
þessari frásagnaraðferð í Vetrar-
ferðinni. Frásögnin er lifandi og
heldur lesandanum við efnið út all-
ar þær tæplegu fimm hundruð
blaðsíður sem bókin telur.
Þjáningasaga Sigrúnar er lista-
vel felld inn í það samfélag sem
sagan lýsir. Sigrún missir ekki að-
eins eiginmann sinn og börn í rás
frásagnarinnar, heldur og æruna -
í augum almenningsálitsins - þegar
hún „lendir í ástandinu". En Sigrún
lætur ekki mótlætið buga sig, hún
er eitilhörð, full metn-
aðar og stefnir ótrauð
að því marki sem hún
setur sér í upphafi
sögu. En lengi má
manninn reyna og
Sigrún afneitar Guði á
endanum. Vogarskál-
ar ógæfunnar hafa
sveiflast of langt niður
og þó að Sigrún hafi,
við sögulok, öðlast
meiri efnahagsleg
gæði en hún hefði get-
að ímyndað sér í sín-
um metnaðarfyllstu
draumum er sterklega
gefið í skyn að hún hafi
fyrirgjört sálu sinni.
„Ég þarf enga fylgd“ svarar hún
dómldrkjuprestinum séra Ásgrími
þegar hann býður henni að fylgja
henni heim eftir að hún hefur lent í
atviki sem bendir til þess að geð-
heilsa hennar sé að bresta. Þau orð
fá víðtæka trúarlega skírskotun og
eru endurtekin óbeint á síðustu
síðu bókarinnar: „Ég þarf enga
hjálp. Ég kemst þetta ein.“ (482)
Sú kona sem gengur „furðu örugg í
hreyfingum eins og einhver liti til
með henni, jafnvel þótt hún kærði
sig ekki um samfylgdina lengur“ er
kona sem hefur afneitað fylgd Guðs
þar sem hann hefur tekið of mikið
frá henni þótt ekkert skorti hana
efnislega. Um leið eru þessi orð tví-
ræð þar sem þau gefa í skyn að Guð
yfirgefi ekld böm sín, jafnvel þótt
þau afneiti honum í orði.
Sú hlýtur að teljast niðurstaða
skáldsöguþrennu Ölafs Gunnars-
sonar í heild. í öllum sögunum hef-
ur hann lýst einstaklingum sem
tapa áttum og trúnni á Guð, bugað-
ir af eigin ofmetnaði jafnt sem ver-
aldlegu og andlegu mótlæti. Hinn
siðferðilegi og trúarlegi boðskapur
sagnanna er áleitinn og Ólafur
tekst á einarðan hátt við erfiðar
spurningar og gefur engin einföld
svör.
Segja má að Ólafur Gunnarsson
hafi brotið ákveðið blað í íslenskri
skáldsagnarlist með þessari
skáldsagnaþrennu sinni. Hann hef-
ur með efnisvali og ekki síst hinni
breiðu, raunsæju, epísku frásagna-
raðferð sýnt að listin að segja góða
sögu á enn sinn tilverurétt á bók-
menntasviðinu á okkar póstmód-
ernísku tímum. Enda þótt vissu-
lega sé hægt að kenna aðferð hans
að vissu leyti við endurhvarf til 19.
aldar frásagnaraðferðar þá er úr-
vinnsla hans fersk og sýn hans á
þetta tímabil í sögu íslenskrar þjóð-
ar allrar athygli verð. Það er hins
vegar spurning hvemig lesendur
taka boðskap höfundar, en þeir
sem kjósa að leiða hann hjá sér
geta alltént notið góðrar frásagnar-
gáfu hans og ótvíræðra hæfileika
hans til að flétta saman margbrotin
örlög ólíkra persóna í áhrifamikla
sögu.
Soffía Auður Birgisdóttir
Ólafiir
Gunnarsson
Hanif Kureishi er mjög umtalaður rithöfundur.
Það jafnast ekkert
á við ástina
NÁIN kynni, skáldsaga Hanifs
Kureishi sem Bjartur gaf út í sum-
ar í þýðingu Jóns Karls Helgason-
ar, hefur vakið mikla athygli víða
um heim, ekki síst vegna óvæginna
lýsinga Kureishis á samskiptum
kynjanna.
Breskir blaðamenn höfðu uppi á
konunni sem Kureishi virðist nota
sem módelið að Susan og reyndu að
fá hana til að segja frá sinni hlið á
málunum. Þessi fyrrverandi kona
rithöfundarins er Tracey Scottfield
og starfar nú hjá BBC en var áður
ritstjóri hjá breska bókaforlaginu
Faber og Faber. Hún var lengi treg
til en veitti loks The Observer við-
tal þar sem hún jós úr skálum reiði
sinnar: „Þetta er ekki skáldsaga,"
sagði hún. „Það er alveg eins hægt
að kalla þetta fisk. Hanif byggir
söguna á fjölskyldunni okkar. Sus-
an á að vera lýsing á mér en hann
skreytir sig með allskyns rugli til
að ná fram tilgangi sínum. Þetta er
niðurlægjandi og mér finnst bæði
Hanif og forlagið sýna hugleysi
með því að gefa út bókina án þess
að vara mig við áður.“
Kureishi var spurður að því
hvort bókin væri sjálfsævisöguleg.
Hann sagði bókina skáldsögu, en
játaði að alltaf væru tengsl milli
höfundar, þ.e. lífs hans og hvað
lendir í bók: „í bókinni er fjallað um
fjölskyldu, tilfinningar, ábyrgð,
fómfysi og hvemig við tökumst á
við þessa hluti innan fjölskyldunn-
ar. Þetta er saga um ást og ekki síð-
ur um hvað gerist þegar menn
hætta að elska. En eins og svo
frægt er orðið þá fór ég að heiman
fyrir þremur áram og yfirgaf kon-
una sem ég hafði búiðmeð í nokkur
ár og syni mína tvo._ Ég fór til þess
að bjarga lífi mínu. Ég gat ekki ver-
ið þama lengur. Ég var hættur að
elska konuna og það var miklu
áhugaverðara að fara en vera. Mað-
ur verður að halda áfram að lifa.“
Hanif Kureishi er fæddur í Lon-
don 1954 af pakistönsku foreldri.
Hann hefur látið eftirfarandi orð
falla um ástina:
„Það jafnast ekkert á við ástina,
því miður.“
Nýjar bækur
Eitt af höfuðverkum
ítalskra bókmennta
• TÍDÆGRA er eftir
Giovanni Boccaccio í
þýðingu Erlings E.
Halldórssonar.
Tídægra, eða Deca-
meron, hið mikla
sagnasafn Flórens-
búans Boccaccios
(1313-1375), er ein af
þungamiðjum
evrópskrar bók-
menntasögu og eitt af
höfuðverkum ítalskra
bókmennta. Áður
hafa birst bútar úr
þessu hundrað sagna
safni í íslenskri þýð-
ingu en kemur nú út í
heild sinni.
Sagan gerist í Toskana, nálægt
Flórens, þangað sem tíu heldri
ungmenni hafa flúið undan hör-
mungum svartadauða. Þetta er á
fyrsta pláguárinu 1348 og borgir
Italíu eru eitt eymdardíki. Fremur
en að bíða dauða síns ákveða sjö
ungar konur í Flórens að yfirgefa
borgina og halda til
sveita. Með í för slást
þrír kavalérar og
saman stytta þau sér
stundinar með því að
segja hvert öðru tíu
sögur á tíu dögum.
Giovanni Boccaceio
(1313-1375) var sonur
bankamanns frá Flór-
ens og var ætlað að
verða lögfræðingur.
Áhugi hans á fræðum
og skáldskap leiddi
hann hins vegar út á
braut húmanískra
fræða og hann varð
ásamt samlanda sín-
um og samtímamanni
Petrarca kunnur sem latínuskáld
og forvígismaður nýrrar hugsunar
um listir og menntun sem kennd
hefur verið við endurreisn.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin 726 bls., unnin í prentsmið-
junni Odda hf. Kápumynd er eftir
Robert Guillemette. Verð: 4.980 kr.
Erlingur E.
Halldórsson
Nýjar bækur
• HVAÐ gengur fólki tifí er eftir
Sæunni Kjartansdóttur.
I fréttatilkynningu segir að í
bókinni fjalli höf-
undurinn um
ýmiss konar af-
brigðilega hegð-
un fólks og
bregður á hana
ljósi sálgreining-
ar. Fram til
þessa hafi um-
fjöllun um sá-
greiningu hér á
landi verið lítil
og einskorðast
við kenningar Sigmundar Freuds,
en í bókinni kynnir Sæunn kenn-
ingar ýmissa annarra sálgreina.
Höfundur segir í inngangi: „Sál-
gi-eining byggist á þeirri forsendu
að tilfinningar séu að miklu leyti
ómeðvitaðar en stjórni engu að síð-
ur gerðum okkar og líðan. En það
er ekkert áhlaupaverk að kynnast
þeim. Tilfinningar gefa lítið fyrir
rök og skynsemi, þær eru fulíar af
þversögnum og með hjálp varnar-
hátta geta þær bragðið sér í allra
kvikinda líki."
í bókinni gagnrýnir Sæunn við-
teknar skoðanir innan sálfræðinn-
ar, þar sem atferlisfræði hefur
mjög ráðið ferðinni, og hún gagn-
rýnir líka fíknarhugtakið og þær
hugmyndfr sem liggja að baki hefð-
bundinni áfengismeðferð hér á
landi.
Utgefandi er Mál og menning.
Bókin er 148 bls., prentuðíSvíþjóð.
Kápumynd er eftir Ingibjörgu Ey-
þórsdóttur. Verð: 3.480 kr.
• ÞRÁ aldanna - meistarinn frá
Nazaret. Átök aldanna eins ogþau
endurspeglast í ævi Krists, er eftir
Ellen Gould White.
í fréttatilkynningu segir að bók-
in sé byggð á guðspjöllunum og
fjallar um líf og starf Krists. Höf-
undurinn Ellen Gould White (1827
-1915) var afkastamikill rithöfun-
dur og talinn mest þýddi kvenrit-
höfundur bókmenntasögunnar.
Hafa rit hennar verið þýdd á
meira en 140 tungumál. í bókinni
leitast höfundurinn við að kynna
Jesú Krist sem þann sem getur
uppfyllt sérhverja þörf mannsins.
Útgefandi er Frækornið - bóka-
forlag aðventista. Bókin er 656 bls.
ásamt atriðaskrá og skrá yfir ritn-
ingarvers. Hönnun ogprentverk:
Oddihf. Verð 3.500 kr.
• ÍSLENSKAR fuglavxsur er eftir
Jóhann Óla Hilmarsson.
Jóhann Óli hefur fengist við rann-
sóknir á sviði fúglafræða og nátt-
úruvísinda um árabil og einnig gerð
kvikmynda og annars efnis á þessu
sviði. Á seinni árum hefur hann
einnig í auknum mæli lagt stund á
ljósmyndun og hefur sjálfur tekið
langflestar myndir bókarinnar.
I kynningu segir að bókin ís-
lenskar fuglavísur sé sniðin að þörf-
um náttúraunnenda og allra þeirra
sem langar að glöggva sig á fuglum
og fræðast um þá. Fjallað er um alla
íslenska varpfugla og einnig far-
gesti, algenga vetrargesti, sumar-
gesti og árvissa flækingsfugla.
Ymsar upplýsingar sem ekki er að
finna í öðram íslenskum fuglagrein-
ingarbókum era settar fram á að-
gengilegan hátt, svo sem út-
breiðslukort sem sýna bæði
varpútbreiðslu, vetrarútbreiðslu og
viðkomustaði fargesta, og myndræn
framsetning á dvalartíma, varp- og
ungatíma, stofnastærð, eggjafjölda
og ýmsum öðram fróðleik. Sagt er
m.a. frá kjörlendi, varpstöðvum,
lífsháttum og einkennum einstakra
tegunda.
I bókinni er á sjötta hundrað Ijós-
mynda og skýringarmynda.
Útgefandi erlðunn. Bókin er 193
bls., prentuð í Steindórspi-enti -
Gutenberg ehf. Verð: 4.980.
Sæunn
Kjartansdóttir