Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 1
B L A Ð
A L L R A
LANDSMANNA
Valur Fannar
til Fram
VALUR Fannar Gíslason, leikmaður 21 árs
landsliðsins í knattspyrnu, hefur gengið frá
l)r‘íf£Ía ára samningi við Fram. Valur Fannar,
sem lék í sumar með Stromsgodset í Noregi,
lék 35 leiki með Fram í efstu og 1. deild frá
1993-1996. Hann fór þaðan til enska úrvals-
deildarliðsins Arsenal tímabilið 1996-97 en
fékk ekki tækifæri hjá liðinu. Þaðan hélt hann
til Stromsgodset, sem féll úr úrvalsdeildinni í
haust. Valur Fannar sagði að hann hefði ekki
haft áhuga á að vera þar áfram, en félagið
glímir við fjárhagsþreiigingar.
„Vissulega er breyting að koma aftur til
Fram eftir nokkur ár í atvinnumennsku en mér
líst vel á að Ieika með liðinu,“ sagði Valur sem
sagðist stefna á að halda aftur í atvinnu-
mennsku erlendis.
PltírgwmWíiííiiíí
1999
MIÐVIKUDA GUR 10. NOVEMBER
BLAÐ
Göngu-
landsliðið
í Lille-
hammer
LANDSLIÐIÐ í
skíðagöngu hefur
æft í Lillehammer
með skíðafélaginu í
bænum frá því í
september. íslend-
ingarnir verða í
Noregi í vetur við
æfingar og keppni.
Þeir sem skipa liðið
eru: Ólafur Arna-
son frá Isafirði,
Akureyringarnir
Helgi Jóhannesson
og Baldur Ingvars-
son og Árni Gunn-
ar Gunnarsson frá
Ólafsfirði.
Ólafur Björns-
son, bróðir skíða-
kappans Kristins,
er þjálfari karlaliðs
skíðafélagsins í Lil-
lehammer og var
hann íslensku
strákunum innan-
handar við útvegun
á æfingaaðstöðu.
íslendingarnir æfa
með unglingaliði
skíðafélagsins.
Guðmundur
með þrennu
Reuters
Það var mark... Ljósin blikkuðu á markatöflunni og brasilíski þulurinn öskraði: Gooool..! Þessi
skemmtilega mynd sýnir þrjá leikmenn Flamengo í Brasilíu fagna marki um helgina - er þeir lögðu
Independiento frá Argentínu að velli í Ríó.
Rúnar orðaður
við Stoke Crty
Lilleström hafnaði 30 milljón kr. tilboði frá Grazer AK
Guðmundur Benediktsson, sem
var kjörinn besti leikmaður ís-
landsmótsins sl. sumar, leikur fyrsta
leik sinn með belgíska liðinu Ver-
broedering Geel í kvöld er liðið mæt-
ir næst efsta liði deildarinnar, Lier-
se, á heimavelli sínum. „Já, það gekk
loksins í dag [í gær] að klára félaga-
skiptin. Ekeren, sem ég var hjá hér í
Belgíu á sínum tíma, þurfti að gefa
grænt Ijós á félagaskiptin, að ég
skuldaði því ekkert. Ég reikna með
að vera í byrjunarliðinu gegn Lierse,
leiki þá í svipaðri stöðu og hjá KR -
aðeins fyrir aftan fremsta mann,“
sagði Guðmundur við Morgunblaðið.
Hann lék með varaliði félagsins
um síðustu helgi og skoraði þá
þrennu í 6:2-sigri liðsins. „Já, mér
gekk ljómandi vel í leiknum - fann
mig vel,“ sagði Guðmundur. Hann
verður á lánssamningi frá KR til 1.
maí í vor, en tímabilinu í Belgíu lýk-
ur 14. maí, sama dag og Islandsmót-
ið hefst. „Ég á enn eitt ár eftir af
samningi mínum við KR og því verð
ég mættur til Islands áður en fyrsta
umferðin hefst og missi því af síð-
ustu umferðunum hér í Belgíu."
Geel er í næstneðsta sæti belgísku
1. deildarinnar og því erfiður vetur
framundan hjá Guðmundi og félög-
um. „Það verða allir leikir erfiðir
fyrir okkur, þetta er brött og erfið
brekka sem við þurfum að glíma
við.“ Hann sagði að þetta félag væri
lítið, enda að leika í efstu defid í
fyrsta sinn í 14 ár. En aðstaðan sem
félagið hefur er ágæt. Leikvangur
félagsins tekur um 12.000 áhorf-
enduur og er uppselt á leikinn í
kvöld.
Austurríska liðið Grazer AK bauð
norska félaginu Lilleström
30 milljónir ki’óna, á borðið, fyrir
Rúnar Kristinsson fyrir helgina.
Norska liðið hafnaði tilboðinu og til-
kynnti að félagið gæti tvöfaldað þá
upphæð ef það ætlaði sér að næla í
íslenska landsliðsmanninn. „Tilboð
austurríska liðsins var einfaldlega of
Iágt,“ sagði Bjame Sognnæs, stjóm-
armaður Lfileström, við dagblaðið
VG. „Við bíðum efth’ betra tilboði í
Rúnar. Fáum við það ekki verður
hann áfram hjá okkur.“
„Stutt í viðunandi tilboð“
Haft er eftir Lars-Petter Fos-
dahl, umboðsmanni Rúnars, að
skammt sé að bíða þess að viðun-
andi tfiboð berist í miðvallai’leik-
manninn, sem var kjörinn besti leik-
maður norsku deildarinnar.
Samkvæmt heimfidum Morgun-
blaðsins er Rúnar inn í myndinni
hjá íslensku fjárfestunum sem
keyptu meirihluta í enska liðinu
Stoke í síðustu viku. Heimildir
blaðsins herma að Guðjón Þórðar-
son, sem verður yfirmaður knatt-
spymumála hjá Stoke, hafi þegar
rætt við Rúnar um að hann komi til
félagsins. Ef marka má þau tilboð
sem Lilleström hefur þegar hafnað í
Rúnar má gera ráð fyrir því að
hann sé verðlagður á kringum 50
milljónir króna.
KNATTSPYRNA: GUNNLEIFUR GUNNLEIFSSON EKKI Á FÖRUM FRÁ KR/C3