Morgunblaðið - 10.11.1999, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA
Franz Beckenbauer er ekki ánægður með þróun mála í þýskri knattspyrnu
Boðið er upp
á flatneskju
Lavrov
mættur
eftir slys
IGOR Lavrov, leikstjórn-
andi Flensborgar, lék á ný
með liði sínu gegn Lemgo
um liðna helgi, réttum
tveimur mánuðum eftir að
hann lenti í umferðarslysi á
bifreið sinni, er hann ók
ölvaður dt af hraðbraut í
nágrenni Flensborgar.
Talið var að Lavrov myndi
ekki leika handknattleik
fyrr en á næsta ári vegna
slyssins, en hann hefur náð
ótrúlega skjótum bata. Stóð
!hann sig vel í leiknum gegn
Lemgo, gerði átta mörk og
var markahæstur ásamt
Lars Christiansen, í
mikilvægum sigri, 27:21.
Lavrov, sem er 26 ára,
hefur framlengt samning
sinn við Flensburg til
í vorsins 2004.
Reuters
Lothar Matthaus, fyrrverandi fyrirliði þýska landsliðsins, og Oliver Bierhoff, sem tók við fyrirliðabandinu.
ÞJÓÐVERJAR voru mjög
ánægðir með að tryggja sér
rétt til að leika í Evrópukeppni
landsliða í Hollandi og Belgíu
næsta sumar, en þeir fögnuðu
sínum fyrsta Evrópumeist-
aratitli í Belgíu 1972. Að und-
anfömu hefur mikið verið ritað
og rætt um framtíð þýskrar
knattspyrnu - spurt hefur verið
hvort Þjóðverjar hafi verið að
dragast aftur úr? Fjögur þýsk
' lið voru í eldlínunni í Meistar-
deild Evrópu - Bayer Leverku-
sen og Borussia Dortmund
komust ekki áfram, en það
gerðu Bayern Munchen og
Hertha Berlin. Þýska blaðið
Sport Bild fékk nokkra kunna
þjálfara til að ræða um stöðu
knattspyrnunnar í Þýskalandi
og spurði: Hvað hefur farið
miður í þýskri knattspyrnu?
Einn af þeim sem sat fyrir svörum
var Franz „Keisari" Becken-
bauer, sem er kunnur sigurvegari og
sagt hefur verið að allt verður að
gulli sem hann snertir. Beckenbauer
gerði Pjóðverja að heimsmeisturum
á Italíu 1990. Hann gegnir mörgum
forystuhlutverkum, er t.d í stjórn
Opel, þar sem salan hefur margfald-
ast síðan, er varaforseti þýska knatt-
spyrnusambandsins og er forseti Ba-
yern Miinchen, auk þess að vera í
forsæti fyrir HM-nefnd Þjóðverja,
sem vinnur hörðum höndum að því
að fá heimsmeistarakeppnina 2006
til Þýskalands.
Blaðið spyr í upphafi hvort stöðug-
leikinn sé ekki lengur fyrir hendi.
Hvers vegna koma ekki fram hæfi-
leikaríkir ungu mennirnir, sem komu
á færibandi áður? Það vað vitað að
Berti Vogts, fyrrverandi landsliðs-
þjálfari Þýskalands, átti einskis ann-
ars úrkosta en að fara með „gamalt
lið“ á HM í Frakklandi 1998.
„Eina vonin sem ég sé nú er
Sebastian Deissler - hvað unga hæfí-
leikaríka knattspyimumenn varðar.
Það segir mikið að ég nefni aðeins
eitt nafn. Þetta er slæmt veganesti
sem þú ert að ýja að með framtíðina
í huga og þótttöku í Evrópukeppni
landsliða. I leikjum þýska liðsins
gegn landsliðum Moldavíu og Finn-
lands fann maður aftur smá leikgleði
hjá gömlu mönnunum, en ég verð að
viðurkenna að þessi tvö lið eru ekki í
fyrsta flokki knattspyrnuþjóða. Aft-
ur á móti er ljóst að það hefur orðið
. gífurleg breyting hvað getu þjóða
varðar. Englendingar, Frakkar og
Italir áttu í miklum vandræðum."
Þegar Beckenbauer er spurður
um hvaða leikmanna þýska liðið geti
ekki verið án, svarar hann að það sé
enginn sem ekki megi missa sín. „Því
miður er þannig komið fyrir þýskri
knattspyrnu - boðið er upp á
flatneskju.“
Getur liðið verið án Lothar Matt-
háus? spyr blaðið og svarið kom
strax: „Það getur verið að Lothar sé
sá maður sem liðið má síst vera án í
þeirri stöðu sem það er í 1 dag. Þegar
litið er á aldur hans sést best hvað er
að gerast. Hann er 38 ára.“
Um Oliver Bierhoff og Jens Jer-
emias segir Beckenbauer að það sé
til nóg af mönnum sem geti leyst þá
af í liðinu - og samt er Bierhoff
stjarna á Italíu.
„Við vorum forystuþjóð í áratugi.
Það gerði okkur sjálfumglaða og
sjálfsörugga - við gleymdum okkur í
ánægjunni yfir eigin getu. Við
gleymdum ungu kynslóðinni og nú
verðum við algjörlega að stokka upp
spilin hvað unglingaþjálfun varðar.
Landsliðsþjálfarinn Erich
Ribbeck hefur vissulega gott lið þeg-
ar allir eru heilir, en aldur leikmann-
anna er hár og þetta er ekki framtíð-
arlið, sem hann er með.“
Þegar umræðan berst að öllum út-
lendingunum sem leika í Þýskalandi,
segii1 Franz: „Það má læra mikið af
þeim, eins og til dæmis brasilíska
tríóinu hjá Bayer Leverkusen - það
er augnayndi að sjá þá leika. Það
tekur leikmenn langan tíma að ná
leiktækni eins og þeir sýna. Þegar
maður hefur þessa snillinga fyrir
framan sig er auðveldara að nema
hvað þeir eru að gera.“
Beekenbauer er spurður um
Hollendinginn Johan Cruyff, fyrr-
verandi þjálfara Barcelona, sem
hann hefur marglýst yfír að væri
rétti þjálfarinn fyrir Bayern. „Því
miður er ljóst að Cruyff verður ekki
þjálfari framar vegna hjartaaðgerð-
ar sem hann gekkst undir. Hann
hefði verið rétti maðurinn fyrir okk-
ur - er snillingur sem þjálfari, eins
og hann var sem leikmaður."
Vantar tækni og hraða
Johan Cruyff tjáir sig einnig um
stöðu mála hjá Þjóðverjum. Cruyff,
sem 52 ára, var ásamt Beckenbauer
ein mesta stjama sem fótboltaheim-
urinn hefur alið. Þeir börðust um
hvor væri besti knattspyrnumaður-
inn í heiminum á sínum tíma. Cruyff
segir að gæðum knattspymunnar I
Þýskalandi hafí hrakað mjög, og fyrir
svona mikla knattspyrnuþjóð sé ótrú-
legt hversu fáir sterkir ungir leik-
menn komi fram í sviðsljósið. „Það er
af sem áður var,“ segir Cruyff, sem
segir að Mehmet Scholl hjá Bayern
Miinchen sé leikmaður framtíðarinn-
ar - hafí góða tækni og hraða.
Sport Bild segir að Scholl sé um-
deildur hjá Bayern. Cruyff segir það
geta verið allt aðrar ástæður sem
geri það að verkum að hann sé ekki
fastaleikmaður hjá Bayern. „Hann
hefur það sem flesta þýska leikmenn
vantar - tækni, hraða og gott vald
yfir knettinum. Hver er ástæðan fyr-
ir fáum leikmönnum á borð við
hann? Jú, það er þannig í dag að
boltinn stjórnar leikmönnunum, en
ekki öfugt eins og var áður. Sjáðu lið
Þjóðverja 1974. Þá voru í liðinu Bec-
kenbauer, Giinther Netzer og Wolf-
gang Overath, menn með yfirburða-
tækni og hraða. Þá höfðu hinir
svokölluðu „vinnuhestar“ einnig líka
mikla hæfileika. Þessi skemmtilega
blanda, sem náði svo vel saman -
gerði þýska liðið frábært. I dag
stefnir knattspyrnan í aðra átt - já,
hvert?! Sjáðu, enginn getur hlaupið
hraðar en boltinn flýgur - og því er
knatttækni og vald á knettinum það
mikilvægasta. Eg skil ekki af hverju
þjálfarar í dag breyta ekki um
áherslur - sem barn varð ég að læra
að borða með hníf og gaffii, beita
þeim verkfærum rétt, en ekki skófla
matnum upp í mig með skeið.“
Eiga Þjóðverjar að breyta áhersl-
um - taka brasilíska eða hollenska
knattspyrnu til fyrirmyndar?
„Það fer fátt eins í taugarnar á
mér og þegar ég heyri eftir stórmót:
nú verðum við að leika eins og
Brasilía eða Holland, nú síðast eins
og Frakkar. Þessar vangaveltur eru
kjaftæði. Þjóðverjar hafa sína aðferð
og eru með sitt hugarfar, sem eng-
inn annar hefur. Þið þurfíð að laga
tæknina og láta gamla keppnisskapið
koma aftur.“
Cruyff hefur einnig gagnrýnt
knattspyrnuna í Hollandi - einkum
og sér í lagi hjá Ajax, þar sem hann
hefur verið gerður að heiðursfélaga
fyrir lífstíð; með sérmerkt sæti á alla
leiki liðsins sem eftir er. „Ajax, sem
er frægt fyrir knattspyrnuskóla
sinn, hefur einnig gleymt sér.
Skyndilega var brunnurinn með efni-
viðnum þornaður upp. Það hættu á
einu augabragði að koma stórefni-
legir leikmenn fram í sviðsljósið.
Ajax fór að kaupa eldri leikmenn úr
ýmsum áttum. Brunnurinn er upp-
þornaður - það var fljótt að hefna
sín,“ segir Cruyff.
Þegar Cruyff var spurður um
framtíð Þýskalands, sagði hann:
„Þjóðverjar hafa alltaf átt frábært
landslið. Ef Þýskaland á ekki áfram
lið í fremsta flokki, er það ekki bara
vandamál Þjóðverja, heldur knatt-
spyrnunnar í Evrópu.“