Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999 C 3 Ratvísi laxins alveg einstök RANNSÓKN á hæfni laxa til rötunar hefur skilað nýjum og áhugaverðum upplýsingum. Rannsóknin var gerð í byrjun jú- lí sl. og unnin af Jóhannesi Stur- laugssyni á Veiðimálstofnun, með tilstyrk frá mælimerkja- framleiðandanum Stjörnu-Odda, í samstarfi við hafbeitarstöðina Hvurslax í Hraunsfirði og skipverja á togaranum Klakki SH frá Grundarfirði. Rataði í heimaós í Hraunsfírði úr ballarhafí Rannsóknin byggðist að sögn Jó- hannesar á því að taka lax úr heimaósi sínum í Hraunsfirði sem þar var að ljúka göngu sinni í sjó og flytja hann óravegu í burtu, þannig að hægt væri að rýna í það hvernig laxinum tækist að finna leiðina heim með hjálp nýjustu tækni í raf- eindafiskmerkjum. „Sérstaða rann- sóknarinnar fólst í þvi að megin- sleppistaðurinn var út í ballarhafi en hérlendis hafa á síðustu árum verið framkvæmdar sambærilegar rannsóknir þar sem sleppistaðirnir hafa verið bundnir við ströndina eða svæði skammt frá landi, utan smá forathugun í svipuðum dúr sem sömu aðilar gerðu- sumarið 1998,“ segir Jóhannes. Rafeindafiskmerkin sem notuð voru í rannsókninni eru íslensku mælimerkin frá Stjörnu-Odda. „Fyrstu slíku merkin sem notuð voru hérlendis notaði ég einmitt á lax sumarið 1993 og voru þær merkingar Veiðimálastofnunar og samstarfsaðila okkar þær fyrstu á heimsvísu þar sem mælimerki voru notuð við vistfræðiathuganir á fiski í sjó. Síðan þær merkingar fóru fram höfum við gert margvíslegar rannsóknir á laxi, sjóbirtingi og sjó- bleikju sem byggt hafa á notkun slíkra merkja. I þessari rannsókn voru laxar á stærðarbilinu 2,3 til 9,1 kíló, eða 61 til 97 sentímetra langir, veiddir í Hraunsfirði og merktir með mælimerkjum sem mældu dýpið á fiskinum en samtímis hit- ann, auk þess sem hallinn á fiskin- um var í sumum tilvikum einnig mældur. Laxarnir voru strax í kjölfar merkingarinnar fluttir til Grundarfjarðar um borð í togarann Klakk SH þar sem þeir voru hafðir í sjó í kari undir verndarvæng Sæv- ars Guðmundssonar, „laxafóstra", Hafsteins Garðarssonar skipstjóra, og félaga, á leið skipsins til veiða á karfa. Rúmum hálfum sólarhring síðar var 6 löxum sleppt í Grænlan- dshaf á úthafssvæðinu suður undir Reykjaneshrygg, en auk þess var tveimur löxum sleppt á leiðinni suð- vestur af Öndverðarnesi." 14 sólarhringa á leiðinni heim Af þeim 6 löxum sem sleppt var í Grænlandshaf hafa 3 heimst og einnig báðir laxarnir sem sleppt var undan Öndverðarnesi. „Allir end- urheimtir laxar veiddust í Hrauns- firði, sá sem fljótastur var í förum úr úthafinu var 14 sólarhringa á leiðinni, sem jafngildir 21 kílómetra hraða á sólarhring miðað við stystu mögulegu sjóleið. Þessi heimkoma laxanna svo skömmu eftir að þeim Afstöðumynd með auðkennum fyrir heimaós mælimerktu laxanna og sleppistaðina auk þess sem sjá má botndýpið. Frá sleppistað í Græn- landshafi var stysta leið í land um 206 kflómetra leið að Reykjanesi og stysta mögulega sjóleið heim í Hraunsfjörð um 300 kflómetrar. hafði verið hent út í hafsauga, sýnir einstaka rötunarhæfni laxins. Lax- inn nær að leiðrétta fyrir þeirri til- færslu sem hlaust af langi-i ferð sinni með Klakki og það er einstak- lega skýrt dæmi um að laxinn beitir rötun á leið sinni en ekki eingöngu áttun. Þannig getur laxinn ákvarð- að staðsetningu sína á hvaða svæði sem er og getur þar tekið stefnuna á annað tiltekið svæði að gefnum þeim lágmarks aðstæðum sem nauðsynlegar eru til þess hann geti beitt skynfærunum sem þetta grundvallast á. Mælingar merkj- anna sýndu hér líkt og í samskonar rannsóknum á grunnsævinu að lax- inn fer mest um yfirborðslög sjávar á leið sinni til hrygningar, þó svo að í báðum tilfellum sýni mælimerkj- aniðurstöður að þeir eigi það til að fara um dýpri lög. Meðal annars fóru báðir stórlaxarnir sem heimt- ust úr úthafssleppingunni niður fyrir 300 metra dýpi, dýpst niður á 322 metra dýpi og smálaxinn fór niður á ríflega 160 metra dýpi. Slík- ar sunddýfur tengjast áttunar- og rötunarhegðun fiskanna." Heimsþekkt ratvísi Jóhannes segir að niðurstöðurn- ar séu sérlega áhugavert innlegg í umfjöllun um hina heimsþekktu ratvísi laxins. „Ég segi heims- þekktu því það er sama hvar á hnettinum þú ert, alltaf þekki fólk söguna um leyndardómsfulla rat- vísi laxins, annaðhvort Atlantshafs- laxins eða Kyrrahafslaxanna en fiskar af þessum tegundum ferðast gjarnan þúsundir kílómetra í hafi til að afla sér fæðu áður en þeir halda til hrygningai' og gildir þá hjá fiskum flestra tegundanna að þeir ganga í sína heimaá, svo sem í til- viki Atlantshafslaxins okkar. Hér eru allt í einu komnar upplýsingar sem sýna að laxinn virðist beita sér á svipaðan máta í úthafinu á leið til hi-ygningar og hann gerir á grunn- sævinu að undanskildu því hvemig hann beitir sér í blálok ferðarinnar, svo sem upp í harða landi og á ósa- svæðurn. Við eigum eftir að moða enn meira úr tiltækum upplýsing- um varðandi göngur laxins á grunnsævi með hliðsjón af dýpj fisksins og hita- og seltustigi. í kaupbæti fáum við nú líkt og við rannsóknimar á gmnnsævinu upp- lýsingar um að laxinn fari miklu dýpra en þekkt var. Laxinn nýtti sér að nokkru leyti dýpi úthafins og sló þau „heimsmet" sem fyrri mæli- merkingar okkar höfðu aflað um sunddýpi lax í sjó, líkt og fiskdýpi upp á ríflega 300 metra hjá þessum hraðsynda uppsjávarfiski sýna,“ segir Jóhannes Sturlaugsson. Handlyftivagnar BV - gæði fyrir gott verð 4% K UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNm Æ Sirazsmisr shf SUNDABORG 1 • SlMI 568-3300 xi'" t Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Sævar Guðmundsson, „laxafóstri" og skipverji á Klakki SH, með laxa sem sleppt var sl. sumar. Við bakugga laxins sem Sævar heldur á má sjá rafeindainerki ef vel er að gáð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.