Morgunblaðið - 23.11.1999, Síða 4

Morgunblaðið - 23.11.1999, Síða 4
4 C ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ SUND SH bar ægishjálm yfir önnur félög Sigraði í bikarkeppni SSI fimmta árið í röð og setti stigamet SUNDFÉLAG Hafnarfjarðar undirstrikaði yfirburði sína enn einu sinni með því að hampa bikarmeistaratitlinum fimmta árið í röð er bikarkeppni SSÍ fór fram í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Félagið hafði mikla yfirburði, setti nýtt stigamet og nældi í rúmlega tvö þúsund stigum meira en Ægir, sem varð í örðu sæti. Kefvíkingar urðu í þriðja sæti, rúmlega þúsund stigum á eftir Ægi. ÍA og Njarðvík féllu í 2. deild og KR og Breiðablik taka sæti þeirra á næsta bikarmóti. Þrjú íslandsmet féllu á mótinu og þrjú unglingamet. FOLK ■ BIRKIR Már Jónsson úr Kefla- vík setti sveinamet í 200 m skrið- sundi, synti á 2:19.43 mín. Eldra metið var 2:19.78 mín. sem Gunnar Steinþórsson, UMFA, átti frá 1996. ■ BREIÐABLIK keppti í fyrsta sinn í 15 ár í bikarkeppninni undir eigin merki. Á síðustu árum hafa sunddeildir félaganna í UMSK (Breiðabliki, Afturelding og Stjarnan) keppt sameinuð undir merkjum UMSK. ■ EYDIS Konráðsdóttir, sundkona úr Keflavík, keppti ekki í bikar- keppni SSÍ um helgina þar sem hún æfir í Ástralíu. Ríkarður Rík- arðsson, Ægi, var einnig fjarri góðu gamni því hann æfir í Banda- rikjunum og Halldóra Þorgeirs- dóttir, SH, æfir með danska liðinu Óðinsvé og keppti með liðinu í dönsku bikarkeppninni um helgina. ■ FRAMUNDAN eru þrjú alþjóð- leg meistaramót í sundi sem ís- lenskir keppendur taka þátt í. Þau eru: Evrópumeistaramót í 25 m laug sem fram fer 9.-12. desember í Portúgal og Norðurlandamót unglinga á sama tíma í Sviþjóð. Síðan mun afreksfólkið reyna við ólympíulágmörkin á sundmóti í Danmörku í lok janúar. ■ ORN Arnarson úr SH hlaut Sundhallarbikarinn, sem gefinn var af Sundhöll Reykjavíkur í til- efni 50 ára afmælis laugarinnar 1987. Hann er veittur fyrir beta sundafrek í Sundhöllinni, sam- kvæmt stigatöflu, síðasta keppnis- tímabil. Hann fékk bikarinn fyrir 100 metra baksund, sem hann synti á 55,72 sek. í bikarkeppni SSI í fyrra. ■ BERGLIND Bárðardóttir úr SH hlaut Stigabikar SSÍ, sem veittur er fyrir mestu bætingu á milli fs- Iandsmóta í 50 metra laug. Yfirburðir Hafnfirðinga komu ekki á óvart því vösk sveit þeirra er skipuð flestum af bestu sundmönnum lands- ValurB. ins. Það er greini- Jónatansson ]ega vel haldið á skrífar málum sundfélags- ins og fátt í farvatn- inu sem virðist geta breytt því á næstu árum. Uppskeran var eins og sáð hefur verið til undanfarin ár af enska þjálfaranum, Brian Mars- hall. SH hlaut samtals 30.476 stig, Ægir kom næstur með 28.267 stig og Keflavík í þriðja með 26.932 stig. Þá Ármann með 24.141 stig og síðan ÍA með 22.324 stig og Njarð- vík rak lestina með 21.720 stig. ÍA og Njarðvík féllu í 2. deild en sæti þeirra taka KR og Breiðablik. Stig eru gefin eftir árangri, en ekki eftir sætum. Það er því tími sundfólks- ins sem ræður stigafjölda fyrir hvert sund, en ekki sætaskipan. íslandsmet Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi var maður mótsins. Hann setti glæsilegt íslandsmet í 200 metra bringusundi, synti á 2.14,52 mín. og bætti met Hjalta Guðmundssonar frá þvi 1997 um rúmlega tvær sek- úndur. Hann setti einnig piltamet í greininni og það gerði hann einnig í 100 metra bringusundi, synti á 1.03,66 mín. Þá var hann í sveit Ægis sem setti piltamet í 4x100 metra skriðsundi. Lára Hrund Bjargardóttir úr SH setti Islandsmet í 200 metra skriðsundi, synti á 2.03,33 mín. og bætti met Eydísar Konráðsdóttur um 0,34 sek. Lára var einnig í sveit SH sem setti íslandsmet í 4x100 m fjórsundi, sem synti á 4.26,77 mín. en eldra metið átti SH og var 4.27,46 mín. Þá sigraði hún í 200 m fjórsundi og 100 m skriðsundi. Örn öryggið uppmálað Sundkappinn Örn Arnarson úr SH sigraði örugglega í sínum greinum, 100 og 200 metra baksundi, eins og vænta mátti og eins í 200 m fjórsundi. Hann hefur verið í erfíðum æfingum undan- farnar vikur og því lét hann ís- landsmetin bíða betri tíma. Tími hans í 100 metra baksundinu var reyndar athyglisverður, 54,53 sek., sem er aðeins 0,82 sek. frá Is- landsmeti hans. Þessi árangur ætti að vera góð vísbending fyrir Evr- ópumótið í Portúgal í næsta mán- uði, en þar hefur hann titil að verja. Stemmningin í Sundhöllinni var gífurleg eins og ávallt á bikarmót- um. Stuðningsmenn félaganna fjöl- menntu á laugarbakkann, hvöttu fulltrúa sína til dáða og hávaðinn var á köflum ærandi. Aðstaðan í Sundhöllinni er hins vegar ekki upp á marga fiska, h'tið pláss fyrir áhorfendur og eins vant- aði tímatöflu svo auðveldara væri að fylgjast með tímum keppenda. En þess verður vart langt að bíða að úr rætist því ný 50 metra innilaug f Laugardalnum er komin á teikni- borðið hjá Reylqavíkurborg. ■ Úrslit /C10 ■ Staðan / C10 Sjö fara á EM í Portúgal SJÖ Islendingar verða á meðal keppenda á Evrópu- meistaramótinu f sundi (25 metra laug) sem fram fer í Lissabon í Portúgal 9.-12. desember. Þetta eru: Örn Arnarson, Elín Sigurðardótt- ir, Lára Hrund Bjargardóttir og Ómar Snævar Friðriks- son, öll úr SH, Kolbrún Ýr Krisljánsdóttir, IA, Jakob Jó- hann Sveinsson, Ægi, og Friðfínnur Kristinsson, Sel- fossi. Norðurlandamót unglinga fer fram sömu helgi í Sví- þjóð. Þau sem keppa þar eru: Iris Edda Heimisdóttir, Sæv- ar Örn Sigurjónsson og Hall- dór Karl Halldórsson, Kefla- vík, Þuríður Eiríksdóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir, Breiðabliki, og Hjörtur Már Reynisson, Ægi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.