Morgunblaðið - 25.11.1999, Síða 2
2 C FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999
ÚRSLIT
MORGUNBLAÐIÐ 4- MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1999 C 3,,
ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR
Örendi þraut
í Kænugarði
FRIÐRIK Ingi Rúnarsson mátti þola tap í frumraun sinni sem
þjálfari islenska landsliðsins í körfuknattleik, en það beið lægri
hlut fyrir Úkraínu, 66:44, í gærkvöldi. Eftir að hafa minnkað
muninn í sex stig með góðum leik féll íslenska liðinu allur ketill í
eld og gerði aðeins tvö stig áður en yfir lauk á meðan Úkraínu-
menn gerðu átján stig og innsigluðu sigur sinn. Þetta var fyrsti
leikur íslenska liðsins í undankeppni Evrópumóts landsliða, en
það tekur á móti liði Belgíu, þriðja liðinu í riðlinum, í Laugardals-
höll á laugardag.
Handknattleikur
Haukar - Valur 30:26
íþróttahúsið í Strandgðtu, íslandsmótið í
handknattleik, 1. deild karla, (Nissan-deild-
in), 10. umferð, miðvikud. 24. nóv. 1999.
Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 4:2, 5:5, 8:8, 10:8,
11:11, 15:12,17:13, 20:17, 22:18, 23:19,25:19,
26:21, 27:23, 28:24, 30:26.
Mörk Hauka: Jón Karl Bjömsson 8/3, Sig-
urður Þórðarson 5, Halldór Ingólfsson 4,
Aliaksandr Shamkuts 4, Óskar Ármannsson
3, Kjetil Ellertsen 2, Petr Baumruk 1, Sig-
urjón Sigurðsson 1, Einar Gunnarsson 1,
Gylfí Gylfason 1.
Varin skot: Magnús Sigmundsson 18/1, þar
af 9 aftur til mótherja. Jónas Stefánsson 1/1.
Utan vallar: 10 mínútur.
Rautt spjald: Sigurjón Sigurðsson er um
mínúta var eftir af leiknum.
Mörk Vals: Júlíus Jónasson 6/1, Freyr
Brynjarsson 5, Sigfús Sigurðsson 4, Markús
Michaelsson 4/2, Snorri Guðjónsson 3, Davíð
Ólafsson 1, Daníel Ragnarsson 1, Geir
Sveinsson 1, Bjarki Sigurðsson 1.
Varin skot: Axel Stefánsson 3, þar af eitt til
mótherja. Stefán Hannesson 4.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Hlynur Leifsson og Anton Páls-
son, voru mistækir.
Áhorfendur: 350.
Haukar - Víkingur 18:18
íþróttahúsið við Strandgötu, íslandsmótið í
handknattleik - 1. deild kvenna, 9. umferð,
miðvikudaginn 24. nóvember 1999.
Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 3:3, 6:3, 9:6, 9:8,
11:8, 12:9, 12:11, 12:12, 13:12, 13:15, 14:15,
14:17,16:17,16:18, 18:18.
Mörk Hauka: Hanna G. Stefánsdóttir 7/3,
Harpa Melsteð 3, Tinna Halldórsdóttir 2,
Auður Hermannsdóttir 2, Inga Fríða
Tryggvadóttir 2, Thelma Björk Árnadóttir
1, Sandra Anulyte 1.
Varin skot: Hjördís Guðmundsdóttir 9 (þar
af fóru tvö aftur til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Víkinga: Guðmunda Kristjánsdóttir 6,
Kristín Guðmundsdóttir 4/2, Heiðrún Guð-
mundsdóttir 3, Eva Halldórsdóttir 3, Helga
Bima Brynjólfsdóttir 2.
Varin skot: Helga Torfadóttir 31/2 (þar af
fóru 15 aftur til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Ólafur Haraldsson og Guðjón L.
Sigurðsson, nokkuð vantaði á samræmi í
dómum þeirra.
Áhorfendur: Um 120.
Grótta/KR - Stjarnan 20:14
Iþróttahúsið Seltjarnarnesi:
Mörk Gróttu/KR: Alla Gorkorian 6, Ágústa
Edda Bjömsdóttir 6, Ólöf Indriðadóttir 2,
Eva Þórðardóttir 1, Edda Hrönn Kristins-
dóttir 1, Kristín Þórðardóttir 1, Ragna K.
Sigurðardóttir 1, Sæunn Stefánsdóttir 1,
Valdís Fjölnisdóttir 1.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Stjörnunnar: Nína K. Björnsdóttir 7,
Margrét Vilhjálmsdóttir 2, Ragnheiður
Stephensen 2, Þóra B. Helgadóttir 2, Anna
B. Blöndal 1.
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Guðmundur Erlendsson og
Tómas Sigurdórsson.
UMFA-ÍR 14:28
Iþróttahúsið að Varmá:
Mörk UMFA: Jolanta Limbaite 6, Inga Mar-
ía Ottósdóttir 4, Edda Eggertsdóttir 2, Ingi-
björg Magnúsdóttir 1, Sigurbjörg Kristjáns-
dóttir 1.
Utan vallar: 2 mínútur.
Mörk ÍR: Katrín Guðmundsdóttir 10, Inga
Jóna Ingimundardóttir 5, Anna M. Sigurð-
ardóttir 4, Hrund Scheving Sigurðardóttir
4, Ingibjörg Jóhannsdóttir 3, Heiða Guð-
mundsdóttir 2.
Utan vallar: 2 mínútur.
Dómarar: Guðmundur Stefánsson og Árni
Sverrisson.
FH - Fram 31:23
Kaplakriki:
Mörk FH: Dagný Skúladóttir 11, Drífa
Skúladóttir 6, Björk Ægisdóttir 6, Þórdís
Brynjólfsdóttir 3, Guðrún Hólmgeirsdóttir
3, Gunnur Sveinsdóttir 1, Harpa Vífílsdóttir
1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Fram: Marina Zoveva 7, Katrín Tóm-
asdóttir 4, Björk Tómasdóttir 4, Hafdís
Guðjónsdóttir 4, Díana Guðjónsdóttir 2,
Svanhildur Þengilsdóttir 1, Ásta Malmquist
1.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gísli
Jóhannsson.
Knattspyma
Meistaradeild Evrópu
C-riðilI:
Rosenborg - Bayern MUnchen .........1:1
Bent Skammelsrud 47. - Carsten Jancker
10.15.000.
Dynamo Kiev - Iteal Madrid..........1:2
Serhiy Rebrov 85., vítaspyrna - Femando
Morientes 17., Raul Gonzalez 48.15.000.
D-riðiII:
MarseiIIe - Lazio ..................0:2
- Dejan Stankovic 64., Sergio Conceicao
78. 55.000.
Chelsea Feyenoord ..................3:1
Celestine Babayaro 45., Tore Andre Flo 67.,
86. - Julio Cruz 90. 29.7Ó4.
England
1. deild:
Ipswich - Wolverhampton .........1:0
Manchester City - Barnsley.......3:1
Nottingham Forest - Portsmouth....2:0
2. deild:
Reading - Burnley.................0:0
Skotland
Hibemian - St Johnstone .........0:1
- Graeme Jones 17. 9.434.
■ Ólafur Gottskálksson lék ekki í marki Hi-
bernian í leiknum.
Fáir bjuggust við sigri íslenska
liðsins fyrir viðureignina.
Landslið Ukraínu er mikils metið
og þjálfarar þess hafa úr miklu úr-
vali góðra leikmanna að velja. Peir
fengu óskabyrjun gegn íslending-
um og höfðu náð tíu stiga forskoti,
11:1, er rúmar þrjár mínútur voru
liðnar af leiknum. Smám saman
náðu Islendingar tökum á sóknar-
leiknum og minnkuðu muninn fljót-
lega í fjögur stig. Eftir það var jafn-
ræði með liðunum, en heimamenn
juku forskot sitt jafnt og þétt. Mun-
urinn var orðinn sautján stig
ENSKA liðið Chelsea, Lazio frá
Rómaborg og spænska liðið
Real Madrid unnu öll sannfær-
andi sigra í upphafi annars
áfanga riðlakeppni meistara-
deildar Evrópu í knattspyrnu í
gærkvöldi. í fjórða leik kvölds-
ins sýndi norska liðið Rosen-
borg enn klærnar er það jafn-
aði metin eftir að hafa lent
undir á heimavelli gegn þýska
liðinu Bayern Múnchen, sem
lék til úrslita í keppninni við
Manchester United sl. vor.
ehelsea er enn ósigrað á heima-
velli í Evrópukeppni, tók fyrst
þátt árið 1958. Þessi sigurganga
virtist ekki í hættu af gangi mála að
dæma í leik liðsins við Feyenoord,
hollenskan keppinaut sinn í D-riðli,
á Stamford Bridge í gærkvöldi.
Chelsea sigraði örugglega, 3:1, en
gerði sig líklegt til að gera enn fleiri
mörk.
Leikmenn Chelsea áttu rúmlega
þrjátíu skot að marki hollenska liðs-
ins. Alger einstefna ríkti í fyiTÍ hálf-
leik, en heimamönnum tókst ekki
skora fyrr rétt áður dómarinn blés
til leikhlés. Það var Nígeríumaður-
inn Celestine Babayaro sem braut
ísinn.
Þrátt fyrir að hafa lent undir
héldu leikmenn Feyenoord sig aft-
arlega á vellinum. Norðmaðurinn
Tore Andre Flo skoraði tvívegis,
fyrst á 67. mínútu og aftur fjórum
mínútum fyrir leikslok. Hollenska
liðið klóraði lítið eitt í bakkann á
lokasekúndum leiksins með marki
Julio Cruz.
Lazio hlaut uppreisn æru
Rómarliðið Lazio sneri blaðinu
við að hafa fengið skell gegn ná-
grönnum sínum og erkifjendum í
ítölsku deildarkeppninni, AS Roma,
og bar sigurorð af Marseille í
Frakklandi, 2:0. Líkt og Chelsea
gerði ítalska liðið sig líklegt til að
skora snemma leiks, þótt það hafi
ekki tekist fyrr en eftir 63 mínútur.
Þar var Dejan Stankovic að verki.
Sergio Conceicao bætti síðara
markinu við fjórtán mínútum síðar.
Real Madrid hafði öllu snarari
handtök í nístingskulda í Kænu-
snemma í síðari hálíleik, en þá tók
íslenska liðið sig til og skoraði ellefu
stig í röð - minnkaði muninn í sex
stig, 48:42.
Nær komst það ekki. Liðið þraut
örendi og gaf eftir í sóknarleiknum,
sem hafði gengið svo vel skömmu
áður, og tapaði boltanum oft á
lokakaflanum. Heimamenn gengu á
lagið og náðu mörgum hraðaupp-
hlaupum, sem þeim varð ekki skota-
skuld úr að nýta og gulltryggja
þannig sigur sinn.
Athygli vekur að íslenska liðið fór
halloka bæði í upphafi leiksins og á
garði, þar sem liðið lagði úkraínska
liðið Dynamo Kiev, 2:1. Femando
Morientes skoraði eftir sautján mín-
útna leik, sem hófst eftir að um eitt
þúsund hermenn höfðu unnið
daglangt við að moka snjó af velli
Olympíuleikvangsins, en þá var um
ellefu gráða frost á svæðinu. Raul
Gonzalez bætti öðru marki við í upp-
hafi síðari hálfleiks. Heimamenn
virtust ekki líklegir til afreka, þótt
þeir hefðu eflaust leikið oftar í við-
líka kulda, en Seghiy Rebrov minnk-
aði þó muninn í eitt spark úr víta-
spymu fimm mínútum fyrii' leikslok.
Þetta var annar sigur Real Ma-
drid-liðsins undir stjórn Vicentes
del Bosques eftir að félagið leysti
John Toshack frá störfum. Del
Bosque fór fögrum orðum um
frammistöðu liðs síns og sagði hana
hetjulega.
lokasprettmum. Eins og áður segir
var staðan 11:1 snemma leiks, en
jafnframt gerðu gestimir frá Is-
landi aðeins tvö stig gegn átjón stig-
um Ukraínu undir lokin. Þess á milli
gerðu Islendingar tveimur fleiri stig
en gestgjafar þeirra.
Friðrik Ingi Rúnarsson stjórnaði
íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í
gær. Hann sagði lið Úkraínu hafa
komið sér á óvart. „Þetta lið virkaði
miklu frískara en ég átti von á. Eg
átti einhvem veginn von á einhverj-
um stóram og klunnalegum leik-
mönnum, sem hafa leikið fyrir
Úkraínu í gegnum árin. Þeir vora
stórir margir hverjir, en gátu hreyft
sig vel og voru að sumu leyti frísk-
ari eða ferskari en ég átti von á,“
sagði Friðrik Ingi.
Stig íslands: Fannar Ólafsson 13,
Herbert Amarson 12, Guðmundur
Bragason 9, Jónatan Bow 5, Friðrik
Stefánsson 2, Falur Harðarson 2.
Fyrir þremur áram sagði þýski
„keisarinn" Franz Beckenbauer að
Rosenborg ætti ekki heima í úrvals-
hópi evrópskra félagsliða. Á þriðju-
dag baðst hann afsökunar og sagði
lið sitt, Bayern Munchen, sem hann
kvað raunar vængstýft vegna
meiðsla, vel geta sætt sig við jafn-
teíli á heimavelli norska liðsins. Orð
hans áttu vel við, því niðurstaðan
varð einmitt jafntefli. Carsten
Jancker kom Þjóðverjunum yfir eft-
ir aðeins tíu mínútna leik, en Bent
Skammelsrad jafnaði er tvær mín-
útur vora liðnar af síðari hálfleik.
Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern
Munchen, sagðist hafa orðið fyrir
vonbrigðum. „Við verðskulduðum
að ná forystunni, en gleymdum síð-
an að innsigla sigurinn. Við réðum
gangi mála en köstuðum tveimur
stigum á glæ,“ sagði hann.
Chelsea bar ægis-
hjálm yfir Feyenoord
Reuters
Tore Andre Flo gerði tvö mörk fyrir Chelsea, sem bar sigurorð
af Feyenoord, 3:1, á Stamford Bridge f Lundúnum í gær. Leik-
menn Chelsea áttu meira en þrjátíu markskot og hefðu getað
gert mun fleiri mörk.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Valsmenn áttu í erfiðleikum með að hemja Sigurð Þórðarson sem gerði fimm mörk í gærkvöld. Hér
hafa Júlíus Jónasson, Geir Sveinsson og Freyr Brynjarsson slegið skjaldborg um Sigurð í von um
að stöðva hann.
Valur gaf frá
taumhaldið
Þjóðverjar af-
þökkuðu boð
Englendinga
ÞJÓÐVERJAR eru ekki tilbúnir að
leika vináttulandsleik í knattspyrnu
við Englendinga á Wembley í maí eða
júní. Þeir segja að of stutt sé þá í Evr-
ópukeppni landsliða í Belgíu og
Hollandi. Englendingar telja að
ástæðumar séu aðrar fyrir höfnun
Þjóðveija en EM - þeir telja að
ástæðan sé sú að Englendingar og
Þjóðverjar séu að beijast um að fá
HM 2006 og þar af leiðandi vilja Þjóð-
veijar ekki leika á Wembley.
England leikur vináttulandsleik við
Argentínu á Wembley 23. febrúar og
þá er ljóst að Englendingar leiki við
Hollendinga á mars eða aprfl. Fyrir
utan þessa tvo leiki ætla Englending-
ar að fá tvo aðra æfingaleiki fyrir
EM.
Leifur dæmir hjá
Fali og félögum
LEIFUR Garðarsson, körfuknattleiks-
dómari, hefur verið tilnefndur af Al-
þjóða körfuknattleikssambandinu
(FIBA) til þess að dæma tvo leiki
fínnskra Iiða í Evrópukeppni. Um er
að ræða leiki Honka og Avtodor frá
Rússlandi og ToPo, sem Falur Harð-
arson leikur með, og Radnicki Ju-
gopetrol frá Júgóslavíu. Báðir leikirn-
ir sem Leifur dæmir fara fram í Finn-
landi.
Leifur verður annar íslenskur dóm-
ari til þess að dæma leik hjá Fali og
félögum í ToPo en Kristinn Óskars-
son dæmdi hjá liðinu í haust. Þá
dæmdi Leifur ly'á Helga Jónasi Guð-
fínnssyni og félögum í Antwerpen
fyrir skömmu.
HAUKAR unnu sannfærandi sigur á Valsmönnum er liðin áttust
við í Strandgötu í Hafnarfirði í gærkvöld. Mest munaði þar um að
sóknarleikur liðsins gekk vel fyrir sig og að Magnús Sigmunds-
son, markvörður liðsins, hrökk í gang og varði vel í síðari hálf-
leik. Valsmenn, sem höfðu unnið Hauka í bikarkeppni fyrir tæpri
viku með góðum varnarleik, áttu nú undir högg að sækja mestan
hluta leiksins og slakur varnarleikur og markvarsla liðsins varð
Hlíðarendaliðinu að falli.
Haukar voru sérlega grimmir í
vörn í upphafi leiks, svo mikill
var ákafi þeirra að Kjetil Ellertsen
fékk tveggja min-
Qisii útna brottvísun í
Þorsteinsson fyi'stu sókn leiksins
skrifar og ans feng-u Hauk-
ar brottvísun í þrí-
gang til viðbótar í fyrri hálfleik.
Valsmönnum, sem höfðu unnið
Hauka í bikarkeppni 21:20 fyrii'
rúmri viku á sama stað, tókst að
leysa sóknarleik sinn ágætlega af
hendi framan af leik og héldu í
Hauka allt þar til undir lokin er síð-
ustu fjórar sóknir liðsins fóra for-
görðum. Haukar náðu þriggja
marka forskoti og héldu uppteknum
hætti í síðari hálfleik enda fyrir-
staða Valsmanna í vörn lítil og
Hafnfirðingar fengu næði til þess að
athafna sig í skotum. Eftir jafnan
fyrri hálfleik fór Magnús markvörð-
ur Hauka í gang og er um 10 mínút-
ur lifðu af síðari hálfleik voru
heimamenn í raun búnir að gera út
um leikinn, en þá var staðan 25:19.
Síðustu mínúturnai' riðlaðist leikur
beggja liða og óðagot í sókn var
áberandi en sigur heimamanna var
aldrei í hættu.
„Við vorum staðráðnir í að láta
Valsmenn ekki fara aftur með sigur
af hólmi í annað sinn á skömmum
tíma,“ sagði Oskar Armannsson,
leikmaður Hauka „Eg tel að við höf-
um leikið vel í þetta sinn og það má
sérstaklega geta frammistöðu Sig-
urðar Þórðarsonar, sem hrökk í
gang og gerði Valsmönnum erfitt
fyrir.“ Oskar sagði að Haukar hefðu
leikið 3:3-vörn til þess að hleypa
baráttu í leik liðsins og kvaðst ekki
frá því að varnarleikur liðsins hefði
komið Valsmönnum í opna skjöldu.
„Það var mikilvægt að vinna örugg-
an sigur eftir að hafa tapað leik,jum
naumlega að undanförnu. Þessi
keppni er sérlega jöfn og því er
hvert stig mikilvægt þegar upp er
staðið.“
Júlíus Jónasson, fyrii'liði Vals,
sagði alltaf dapurt að tapa og slæmt
að fá á sig 30 mörk í einum leik.
Hann taldi að margt þyrfti að laga í
leik liðsins. „Við lékum ekki sem
liðsheild enda uppskáram við eftir
því. Fyrir viku lékum við góðan
varnarleik og markvarslan var þá
að sama skapi góð en þessir þættir
voru ekki til staðar í dag. Ef við
leikum ekki góðan varnarleik
komust við ekki langt. Það er ljóst
að margt þarf að laga í leik Vals og
við verðum að hafa hraðar hendur
því tíminn vinnur ekki með okkur.
Við verðum einfaldlega að berja
okkur saman og koma vel undirbún-
ir í næsta leik.“
Svíar undirbúa sig fyrir EM
SVIAR, sem hafa titil að verja á Evrópumeistaramótinu í hand-
knattleik í Króatíu 21.-30. janúar, taka þátt í fjögurra landa
inóti 14.-16. janúar. I mótinu taka einnig þátt Danir, Frakkar
og Egyptar. Leikirnir fara fram á Skáni og Sjálandi og verður
leikið í Helsingborg, Krisianst ad og Malmö.
Svíar eru í sama riðli og Islendingar á EM ásamt Rússum,
Dönum, Portúgölum og Slóvenum. Fyrsti leikur Islendinga í
Evrópukeppninni verður gegn Svíum 21. janúar í bænum
Ryeka.
Magdeburg í 3. sæti
ÞYSKA handknattleiksliðið, Magdeburg, undir sljórn Alfreðs
Gíslasonar, komst íþriðja sæti þýsku 1. deildarinnar í hand-
knattleik með 21:20 sigri á Bad Schwartau á útivelli. Ólafur
Stefánsson var óveiyu rólegur í leiknum - skoraði aðeins tvö
mörk fyrir Magdeburg. Liðið hefur nú 18 stig að loknum 12
leikjum.
Dagur Sigurðsson skoraði 5 mörk, þar af 1 út vítakasti, er
Wuppertal tapaði heima fyrir efsta liði deildarinnar, Flens-
burg-Handewitt, 29:22. Valdimar Grímsson og Heiðmar Felix-
son voru ekki á meðal markaskorara Wuppertal að þessu
sinni. Nordhorn, með Guðmund Hrafnkelsson innanborðs tap-
aði 26:22 fyrir Lemgo á útivelli og hefur Nordhorn heldur
misst flugið upp á síðkastið eftir góða byrjun á leiktiðinni. Er
liðið nú í 7. sæti með 16 stig eftir 13 leiki. Onnur úrslit í þýska
handknattleiknum í gær voru að Kiel burstaði Gummersbach
á heimavelli, 27:14, og Grosswallstadt fór létt í gegnum leik
sinn við Nettelstedt, lokatölur 27:15, en leikið var á heimavelli
Nettelstedt.
Helga varði
31 skot
HELGA Torfadóttir fór á kostum í marki Víkinga, sem sóttu
Hauka heim i Hafnarfjörðinn í gærkvöldi, og varði 31 skot en það
dugði ekki til því Haukastúlkur náðu að vinna upp tveggja marka
forskot gestanna sem reyndu að halda fengnum hlut síðustu 6
mínútur leiksins. Eftir stendur að Víkingur er enn eina ósigraða
lið deildarinnar en Grótta/KR skaust á toppinn með 20:14 sigri á
Stjörnunni.
Víkingsstúlkum voru mislagðar
hendur í byrjun og misstu bolt-
ann ítrekað í hendur Hauka sem
náðu fljótlega
Stefán þriggja marka for-
Stefánsson ystu, 6:3. En uppgjöf
skrifar var a dagskrá
og gestunum tókst
hægt og bítandi að komast inn í
leikinn og einu marki munaði í hálf-
leik, 12:11.
Víkingar voru komnir á bragðið
og með enn meiri baráttu eftir hlé
náðu þeir forystu á meðan hvorki
gekk né rak hjá Haukum, vömin
stóð að vísu fyrir sínu en eftir 15
sóknir höfðu þeir aðeins skorað tvö
mörk. Þá tóku þjálfarar Hauka leik-
hlé og það virtist hafa góð áhrif því
liðið minnkaði muninn úr 14:17 í eitt
mai'k, 16:17, á nokkrum mínútum
og heldur færðist líf í tuskumar.
Víkingsstúlkur ná tveggja marka
forystu, 16:18, þegar um 5 mínútur
vora til leiksloka og virtust ætla sér
að halda fengnum hlut. Það þökk-
uðu Haukastúlkur kærlega fyrir og
jöfnuðu þegar 40 sekúndur vora til
leiksloka en á meðan klúðruðu Vík-
ingar sjö sóknum. Reyndar munaði
minnstu að enn verr færi fyrir gest-
unum þegar þeir misstu boltann í
sókn þegar tíu sekúndur vora til
leiksloka en Haukastúlkum tókst
ekki að notfæra sér það.
„Eg er mjög svekkt yfir þessum
úrslitum,“ sagði Helga markvörður
eftir leikinn en aðeins lyftist á henni
brúnin þegar hún fékk að vita hvað
mörk skot hefðu strandað á henni.
„Við náðum að vinna upp forskot
þeirra með gífurlegri baráttu en svo
brugðust dauðafærin hjá okkur í
lokin, verið getur að það hafi ruglað
leik okkar þegar tvær vora teknar
úr umferð,“ bætti Helga við en
ásamt henni áttu Heiðrún Guð-
mundsdóttir og Guðmunda Krist-
jánsdóttii' góðan leik. Liðið allt fær
prik fyrir góða baráttu en nokkur
eru dregin af fyi-ir að tapa áttum á
spennuþrangnum lokamínútum
þegar sigur var innan seilingar.
Haukastúlkur þurfa að taka á sig
rögg ef þær ætla að fikra sig upp úr
miðri deild. Verið getur að hér sé
verið að gera kröfur en reynslu-
miklir leikmenn liðsins eiga að geta
betur. Vömin stendur að vísu fyrir
sínu og varði ófá skot gestanna en "
sóknarleikurinn var staður. „Eg er
afar ósátt við leikinn því hann vai'
eins og venjulega alltof sveiflu-
kenndur hjá okkur,“ sagði Auður
Hermannsdóttir eftir leikinn en
hún, Hanna G. Stefánsdóttir og
Harpa Melsteð vora bestar í annars
jöfnu liði.
Grótta/KR á toppnum
Spútniklið 1. deildar kvenna,
Grótta/KR, spáði Stjömuhrapi í
auglýsingunum, sem liðið dreifði
fyrir leikinn við Stjömuna í gær-
kvöldi. Lengi vel leit ekki út fyrir að
svo yrði og Garðbæingar höfðu
13:14 forystu í leikhlé en þá kom
stjörnuhrapið, þegai' Stjarnan skor- .
aði aðeins þrjú mörk eftir hlé á
meðan Grótta/KR skoraði 7 og vann
20:14.
FH-stúlkur era að rétta úr kútn-
um og sigraðu Fram, 31:23, í
Kaplakrika. Jolanta Slapikiene gaf
tóninn þegar hún átti margar send-
ingar þvert yfir völlinn enda fór svo
að Hafnfirðingarnir skoraðu mest-
an hluta marka sinna fyrir hlé úr
hraðaupphlaupum.
Þriðji sigur ÍR
„Við áttum von á þeim brjáluðum
eftir að hafa náð jafntefli við KA en
sú varð ekki reyndin,“ sagði Inga
Jóna Ingimundardóttir, sem skor-
aði 5 mörk fyrir ÍR í 28:14 sigri á .
UMFA í Mosfellsbænum í gær-
kvöldi. Breiðhyltingar náðu strax
góðri forystu og héldu henni út
leikinn enda var sóknarleikinn tek-
inn tökum. „Við erum fyrst og
fremst varnarlið en það er oft svo
að sóknarleikurinn verður betri í
kjölfarið.“
Þróttarar
Nú líöur að útkomu 50 ára afmælisbókarinnar. Enn er hægt að kom-
ast á árnaðaróskalistann (Tabula Gratulatoria) og um leið tryggja
sér fyrstu útgáfu bókarinnar.
Pantanasímar er 580 5900 Gunnar Jón og 898 3921 Helgi.
Þróttar, munið stólauppboðið á laugardagskvöld kl. 20
í nýja, félagshúsinu. Eflum samstöðuna og mætum.