Morgunblaðið - 26.11.1999, Síða 7

Morgunblaðið - 26.11.1999, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 B Q ORGARA MEÐ teppin úr Jónsbók upp á vegg í handavinnustofunni á Sléttuveginum leið ekki á löngu þar til konurnar fóru að ræða um það sín á milli að gaman væri að takast aftur á við áþekkt verkefni. Þær áttu smáræði afgangs til að fjármagna efniskaup og réðu nú ráðum sínum, enda fannst þeim tilgangslaust að geyma peningana á sparisjóðsbók. Hulda Kristjánsdóttir viðraði þá hugmynd að fá æskuvinkonu sína, Evu Ríignarsdóttur, til skrafs og ráðagerða um næsta viðfangsefni. „Þótt Eva byggi ekki hér í húsinu var hún flestum okkar að góðu kunn enda mjög listræn og flink í höndunum," segir Hulda. Sem má til sanns vegar færa því Eva starfaði Iengi sem sjálfboða- liði við að leiðbeina öldruðum við handavinnu í Norðurbrún. Hún tók strax vel í málaleitan vinkonu sinnar, kveðst hafa hlakkað til samvinnunnar og þegar liafist handa við að hanna veggteppi, sem þær gætu saumað í samein- ingu. Peningamir sem þær áttu í handraðanum dugðu fyrir strammanum. Meira þurftu þær ekki því gamið, sem þær notuðu voru „.. ýmsir afgangar að heim- an,“_ eins og þær segja. „í byijun var ekkert ákveðið fyrirfram nema viðfangsefnið; húsin í borginni, raunvemleg og ímynduð. Eg byrjaði að sauma út- línurnar í strammann án þess að hafa fastmótaðar hugmyndir um heildarmyndina í kollinum," segir Eva „spilaði þetta eiginlega af fingrum fram,“ bætir hún við og viðurkennir að liafa stundum far- ið í bíltúr gagngert til að skoða kirkjur og önnur fögur hús borg- arinnar. Þótt þekkt hús, kirkjur og kennileiti prýði veggteppið „Borg und bláum himni“ er allt staðsett að hætti Evu og kvennanna á Sléttuveginum en ekki að hætti raunverulegs borgarskipulags. Svo dæmi sé tekið em háhýsi í Þingholtunum höfð skáhallt til hægri á bak við Fríkirkjuna og einhvers staðar þar mitt á milli fyrir framan er Næpan. „Síðan bættust við jólatré hér og þar, börn að Ieik og sitthvað smálegt til að lífga upp á,“ segja þær. „Enda er borgin alltaf að breyt- ast,“ bætir Eva við, „ný hverfi rísa, gömul hús era rifin og ný koma í staðinn.“ Lóa stakk upp á að nefna vegg- teppið Húsin í bænum eftir Ijóði Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hönnuðurinn Eva Ragnarsdóttir t.h. og Lóa Þorkelsdóttir, sem orti ljóðið, hjá veggteppinu „Borg und bláum himni". Tómasar Guðmundssonar og sauma jafnframt ljóðið inn á milli húsanna á teppinu. Hins vegar þótti Evu ein Ijóðlínan, þar sem segir að menn deyi frá hálfbyggð- um húsum, helst til sorgleg. „Lóa er skáldið í hópnum og því sagði ég að hún yrði bara sjálf að yrkja við myndina," segir Eva hlæjandi. Lóa lét tilleiðast vegna áskorana allra kvennanna og orti eftir- farandi ljóð sem þær saumuðu síð- an í teppið: Borg und bláum himni Svona er borgin bjarta viðbláanvogogsund, í hlýjum faðmi fjalla svo fersk á morgunstund. Hér ylja orkulindir, hér anga blómatorg því lífsins eldar loga í landsins höfuðborg. Hér dafnar andans orka, viðeigum skólaogvöll. Og borgarbömin reisa ábjargitónahöll. Og listasöfnin laða, þaulýsaandanstorg, en kirkjur okkar kalla til kristni í gleði og sorg. Þótt ekki eigi öll húsin sér fyrir- myndir í raunvemleikanum vekur athygli að eitt húsið á teppinu er kyrfilega merkt tónlistarhús. „Vinsamleg ábending til yfírvalda um nauðsyn slíkrar byggingar," upplýsir Eva og segir jafnframt að húsateppiðsé saumað í tilefni ársins 2000. Enda er Reykjavík árið 2000 og borgarmerkið saum- að neðst í hægra hornið. Öðruvísi að ventukr ans ar Full buð af gjafavörum Símmúla 28 * 108 Reykjavik - Sími 568 0606 blómaverkstæði INNA^ Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 Borgin bjarta við bláan vog og sund Hvíldarstóll úr leðri kr. 65.900,- I. HLBOB A Husgogn ir Hvíldarstdll úrtaui kr. 39.900,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.