Morgunblaðið - 10.12.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.1999, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA IBiorötmMaðÍð B 1999 FOSTUDAGUR10. DESEMBER BLAÐ Þorbjöm Atli til liðs við Fram ÞORBJÖRN Atli Sveinsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Fram, en hann er hefur verið hjá Bröndby í Danmörku siðasta hálft ann- að árið. „Þorbjöm er alinn upp hjá félaginu og við emm ánægðir með að hafa komist að sam- komulagi við hann,“ sagði Erlendur Magnússon, formaður leikmannanefndar Fram. „Þorbjöm kemur frá Danmörku reynslunni ríkari og veit hvað þarf til þess að vera í fremstu röð,“ sagði Erlendur ennfremur. Þorbjörn er fjórði leik- maðurinn sem gengur til liðs við Fram frá því að leiktíðinni lauk í haust, hinir era Valur Fannar Gíslason, Kristófer Sigurgeirsson og Fjalar Þor- geirsson. „Ég reikna ekki með því að við bætum við okkur fleiri leikmönnum, nú er komin nokkuð skýr mynd á þann hóp sem við ætlum að tefla fram á næstu leiktíð,“ sagði Erlendur. Eiríkur með KNATTSPYRNA stóríeik EIRÍKUR Önundarson, fyrram leikmaður ÍR og KR, átti mjög góðan leik með lið- inu Holbæk sem vann Sisu 77:64 í dönsku úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í fyrra- kvöld. Hann var stigahæst- ur í Iiðinu, gerði 25 stig og tók sjö fráköst. Sisu er talið eitt af þrem- ur sterkustu liðum deildar- innar. Leikur liðanna var jafn Iengst af en Holbæk hafði þó oftast með yfir- höndina. þegar hann heyrði nafn Islands KONISHOKI, einn fræg- asti kúmóglímumaður Japans, sýndi skemmti- legt látbragð þegar nafn Islands kom upp úr liatt- inum þegar dregið var í riðla i undankeppni heimsmeistarakeppninn- ar í knattspymu í Tókýó á þriðjudaginn. Hann þurrkaði svita á enni sínu í hitasvækjunni sem var í höliinni sem drátturinn fór fram. Michel Zen- Ruffinen, framkvæmda- stjóri alþjóða knatt- spyrausambandsins, FIFA, heldur á borða með nafni íslands á. Vonandi er þetta látbragð það sem koma skal í HM, að mót- heijar Islendinga svitni er þeir heyra íslands getið. Leikiðfyrst gegn Ítalíu ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik, sem er ein- göngu skipað leikmönnum sem leika með liðum á Is- landi, tekur þátt í sex þjóða móti í Hollandi 15. til 19. desember. Fjrst verður leikið gegn Italíu miðviku- daginn 15. desember, síðan gegn Sádi-Arabíu, Póllandi, HoIIandi og síðast gegn Egyptalandi. Allir Ieikirnir fara fram í Haarlem - fimm leikir á fimm dögum. ísland hefur einu sinni áður tekið þátt í þessu móti og fagnaði þá sigri. SUND / EVROPUMOTIÐ Fimm met í Lissabon Om Amarson, sundkappi úr SH, náði bestum árangri ís- lensku keppendanna á fyrsta degi Evrópumótsins í 25 metra laug sem hófst í Lissabon í Portgúal í gær. Hann setti íslandsmet í undanrás- unum í 200 metra skriðsundi og komst í A-úrslit og hafnaði þar í 7. sæti. Fimm íslandsmet féllu á mót- inu í gær. Örn synti 200 metrana í undan- rásunum á 1.47,17 mínútum og bætti eigið íslandsmet frá í nóvem- ber í fyrra um hálfa aðra sekúndu, en metið var 1.48,65 mín. Hann var með fimmta besta tímann í undan- rásunum og keppti því í 8-manna úrslitum sídegis í gær. Þar náði hann ekki að bæta tímann, synti á 1.47,89 mín. og hafnaði í sjöunda sæti. Sigurvegarinn synti á 1.44,34 mín. Hann setti síðan met í 50 metra skriðsundi er hann synti fyrsta sprett í 4x50 metra skriðs- undi en sveitin setti met og sló elsta íslandsmetið í karlaflokki. Synti Örn sinn sprett á 22,96 sekúndum og bætti eigið Islandsmet um 0,33 sekúndur en það var frá í desember ífyrra. Sveitin synti á 1:35,69 mínútum en eldra metið var 1:36,50 mínútur, sett í Aberdeen í Skotlandi árið 1987 af EcSvarð Þór Eðvarðssyni, Magnúsi Ólafssyni, Ingólfi Arnar; syni og Birgi Erni Birgissyni. I sveitinni nú voru auk Arnar þeir Ómar Snævar Friðriksson, SH, Friðfinnur Kristinsson, Selfossi, og Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi. Friðfinnur keppti í 100 metra flugsundi og bætti Islandsmetið bæði í undanrásum og B-úrslitum. Fyrst synti hann á 55,29 sek. og bætti met Ríkarðs Ríkarðssonar úr Ægi frá í mars en það var 55,63 sek. í úrslitasundinu gerði hann enn betur og synti á 55,08 sek.og hafn- aði í 16. sæti. Lára Hrund Bjargardóttir keppti í 100 metra skriðsundi og synti á 57,61 sek. og setti persónu- legt met. Hún hafnaði í 23. sæti af 24 keppendum og komst ekki í úr- slit. Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir varð í 20. og síðasta sæti í 100 metra baksundi, synti á 1.05,76 mín., sem er tæpum tveimur sekúndum frá besta tíma hennar. Ómar Snævar Friðriksson keppti í 200 metra skriðsundi eins og Örn og varð í 26. og síðasta sæti á 1.55,71 mín. Þá varð Jakob Jóhann Sveinsson í 23. sæti af 24 í 50 metra bringus- undi á 30,14 sek., sem er besti tími hans í greininni. Magnús Tryggvason, formaður landsliðsnefndar SSÍ, sagðist ánægður með árangurinn. „Það væri hroki að segja annað eftir að fimm íslandsmet féllu. En það er greinilegt að sundfólkið er í góðri æfingu. Það kom reyndar á óvart að Örn skyldi bæta sig svona mikið í 200 metra skriðsundinu. Hann ætti því að vera til alls líklegur í baksundinu,“ sagði Magnús í gær- kvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.