Alþýðublaðið - 07.01.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.01.1921, Blaðsíða 2
2 Aígreidsia friaðsÍBS er í Alþýðuhúsínu við lngólfsstræti og Hverfisgötn. gími 988. Anglýsingum sé skilað þangað «ða i Gutenberg í síðasta lagi kl. 10 árdegis, þann dag, sem þær ciga að koma i biaðið. Áskriftargjald ein kr. í mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm, cindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skii tii afgreiðsiunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. að manni, sem hann getur staðið 4 skjóli við. Það einkennilegasta við þann lista er það, að einn af igiiðfræðiskennurum háskólans er efstur á listanum. Má nærri geta fever búhnykkur það væri háskól anum, ef hann misti einn kennara slnn um hákenslutímann á þing. Og hvernig skyldi herra prestur- mn ætla að fóðra það fyrir sam- vizku sinni, að þjóna tveimur Jherrum í senn: háskólanum og alþingi. Það er engu líkara en að ein- hver þingsýki hafi gripið ýmsa anenn hér í bæ, því á fjórða list- anum er maður sagður efstur, sem, að því er beat verður vitað, er aiveg sömu skoðunar í ýmsum ffliálum og Vísis klerkurinn, og sem gat fengið að vera 2. maður á þeim lista, en vildi ekki. Þeir, sem fylgst hafa með í lcosningaundirbúningnum, vita vel að staðið hefir í miklu stappi um þessa tvo lista, því allir hafa viljað vera efstu menn, og það sná víst til sanns vegar færa, að lísti Litlu Sjálfstjórnar sé „sam- komulagslisíi", ósamþykkur inn- byrðis þó I Því með meiri harm- kvælum hefir víst aldrei nokkurt jaólitískt afkvæmi fæðst. Má þar ti! nefna, að annar maður á list- anum var ákveðnasti andstæðingur J. M, í fyrra, og hæddist þá mefndur J. M. mjög að honum, cr hann reyndi að verja nafna sinn, forsætisráðherrann. Ef þessir menn, sem glæpst hafa á því, að gerast samherjar Jakobs Möllers, hafa sömu stefnu og Vísir hefir haít hingað til, ja ALÞYÐUBLAÐIÐ þá er ekki gott að vita hvar þeir eru í hringnum. Hvort þeir snúast hægar eða hraðar en þingmaður- inn. En sennilega fær maður að kynnast þeim fyrir kosnicgarnar. Ef þeir snúast þá ekki svo hart, að ekki fái augu á fest. Kvásir. SeðlariðstSfunin. Morgunblaðið segir að þaö sé ekki annað eftir af henni en ræxni. Morgunblaðið flutti í gær grein með fyrirsögninni „Hveitiskömt unin og bakararnir. Stjórnin lætur undan síga". Grein þessi er með skárri greinum sem lengi hafa birst í Mgbl., en segja má að stjórnin sé flestum heillum horfin, þegar sjáift stjórnarblaðið sér sér ekki annað fært, vegna almenn- ingsálitsins, en að snúast á móti stjórninni. Morgunblaðið endar greinina með þessum orðun (eftlr að hafa sagt frá sfðustu ráðstöfum stjórn- arinnar, að láta sigtibrauð, frans- brau og súrbrauð verða eftirleiðis „á seðlum", en ekki köknr vínar- brauð o. sv. frv ): „Ráðstöfunin er óskiljanleg. Ein- mitt þær brauðtegundirnar sem nauðsynlegastar eru eru skamtaðar, en hinar óþarfari og þá einkum kökurnar, sem bæði þarf hveiti, sykur, mjólk og feiti til að fram- leiða, eru látnar alfrjálsar. Virðist svo, sem skömtunin hætti að koma að tilætluðum notum, þegar hún takmarkar framleiðslu á nauðsyn- legustu vörutegundunum, en lætur hið óþarfasta afskiftalaust. Og svo mörg göt hafa nú veríð nöguð á skömtunarreglugerðina sælu, að ei er eftir nema ræxni, sem best væri að hyrfi sem allra fyrst úr sögunni." Já það er óhætt um það, að það væri bezt að það hyrfi sem allra fyrst úr sögunni. Kvöldskemtnu R. N. S. í gær- kvöldi var mjög fjöimenn. lítlenðar fréítir. Danska ríkið rinnnr máliö gegn lénsherrnnnm. Fyrir nokkru var minst á mál þetta, sem vakið hefir mikla eftir- tekt erlendis, hér í blaðinu. i£. des. s. 1. féil dómur í cnáli þessis fyrir hæztarétti. Var hann þver- öfugur við dóm þann er falliS hafði fyrir landsréttinum, og al- gerlega ríkinu i vil. Amerísk kol til Rússlanðs. Þrjú stór gufuskip höíðu legið- í Murmansk og iosað kol frá Am- eríku 9. des. s. 1. Murmansk er sem kunnugt er eina islausa höfn- in, sem Rússar hafa yfir að ráðs að norðanverðu. Á fyrstu stríðs- árunum var lokið við járnbraut þaðan suður til Fétursborgar og hefir bærinn stækkað síðan úr 2000 íbúum upp í 30—40 þúsund? íbúa. Kristjánssandnr þnrkaðnr. í síðastliðnum mánuði feldi bæj- arstjórnin í Kristjánssandi í Noregl með allmiklum meirihluta allar beiðnir um vínsöluleyfi. Aftur á móti var samþykt að leyfa sölu óáfengs öls. Kristjánssandur er þar með „þur" orðinn, eins og marg- ir fleiri bæir í Noregi. Kosningar í Jngoslavín. Kosningar til þings f Jugoslavte fóru fram I síðasta mánuði. Tveir stærstu flokkarnir eru gamal-radi- kalir og demokratar, næstir koma kommúnistar með 56 þingsæti. 4195 eiga ails sæti í þinginu. Spánskir jafnaðarmenn í 3. internationale. Miðstjórn spánskra jafnaðar- manna hefir neitað því að taka þátt í Bemarfundinum vegna þess. að hinir tveir fullrrúar flokksins f Rússlandi hafi fengið skipun uns að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að ganga í 3. internatiö- nale (samband kommúaista). í iögreglnnefnd voru kosnir &- bæjarstjórnarfundi í gær Þorvarð- ur Þorvarðarson, ólafur Friðriks- son og Guðm. Ásbjarnarson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.