Morgunblaðið - 30.12.1999, Síða 2
2 B FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Fjárfestingar lífeyrissjóða fyrstu 10 mánuði ársins
81% aukning í
erlendum bréfum
FJARFESTINGAR lífeyrissjóða í
erlendum hlutabréfum hafa aukist
um 81% fyrstu tíu mánuði ársins mið-
að við sama tímabil í fyrra. Fjárfest-
ingar í innlendum hlutabréfiim um
35% og fjárfestingar í markað-
sskuldabréfum og hlutdeildarskír-
teinum.
Frumvarp fjármálaráðherra, Geirs
H. Haarde, um rýmkaðar heimildir
lífeyrissjóða til fjárfestinga erlendis
sem og rýmkaðar heimildir þeirra til
fjárfestingar í verðbréfum útgefnum
af öðrum en ríkinu, var lagt fram fyr-
ir jól en verður afgreitt þegar Alþingi
kemur saman að nýju eftir áramót. í
frumvarpinu er kveðið á um að lífeyr-
issjóðum verði heimilt að ráðstafa allt
að 50% af hreinni eign sjóðanna er-
lendis en þetta hlutfall er í dag 40%.
Þá er gert ráð fyrir að fjárfestingar í
hlutabréfum og öðrum verðbréfum
en ríkisverðbréfum megi nema 50%
af heildareignum sjóðanna í stað 35%
í dag. í mánaðarriti Kaupþings, „Þró-
un og horfur“, er fjallað um hvaða
áhrif þessar rýmkuðu heimildir hafa
á verðbréfamarkað. „Rólegt hefur
verið yfir skuldabréfamarkaði síð-
ustu mánuði sem rekja má til lítils
áhuga endurkaupenda, eins og lífeyr-
issjóða á ríkisskuldabréfum. Hækk-
anir á hlutabréfaverði hér heima sem
og erlendis, háir peningamarkað-
svextir, auk sölu á hlut ríkisins í FBA,
hefur allt áhrif. Til þessa hafa innlend
ríkisskuldabréf verið uppistaðan í
eignasafni lífeyrissjóða. Rýmkaðar
heimildir til hlutabréfakaupa kunna
að draga það á langinn að ávöxtunar-
krafa innlendra skuldabréfa lækki að
nýju. Hitt er annað mál að telja verð-
ur að frjálsari heimildir sjóðanna til
fjárfestinga ættu að stuðla að heil-
brigðari verðmyndun á markaði til
lengri tíma litið,“ að því er fram kem-
ur í mánaðarriti Kaupþings.
Ólíklegt að lífeyrissjóðir verði
áberandi á skuldabréfamarkaðí
Þar kemur fram að flestir lífeyris-
sjóðir hafi nokkuð svigrúm til að
bæta við sig í erlendum verðbréfum á
þessu ári. „Almennt hafa lífeyrissjóð-
ir verið að auka töluvert við erlendar
fjárfestingar á síðustu mánuðum,
einkum í hlutabréfum. Staða þeirra í
árslok verður væntanlega með nokk-
uð öðrum hætti (en um síðustu ára-
mót, innsk. blm.). Það verður þó að
teljast ólíklegt að lífeyrissjóðir eigi
eftir að gjörbreyta fjárfestingar-
stefnu sinni á skömmum tíma þótt
heimildir til kaupa í erlendum bréfum
verði hækkaðar upp í 50%. Telja
verður líklegt að það muni breytast á
lengri tíma og að þeir muni hægt og
sígandi flytja sig úr innlendum fjár-
festingum yfir í erlendar. Sökum
þessa svigrúms sem þeir hafa nú þeg-
ar, svo ekki sé talað um ef það yrði
aukið enn frekar með rýmkuðum
heimildum, verður að teljast líklegt
að lífeyrissjóðir sem endurkaupend-
ur, verði ekki áberandi í viðskiptum á
skuldabréfamarkaði á næsta ári frek-
ar en á þessu sem senn er á enda,“
segir í mánaðarriti Kaupþings.
Páll Sigurjónsson er Maður ársins
1999 í íslensku atvinnulífi:
Morgunblaðið/Jim Smart
Geir H. Haarde Qármálaráðherra afhendir Páli Sigurjónssyni viðurkenn-
inguna „Maður ársins 1999 í íslensku atvinnulífi."
Stjórnvöld efli
samkeppnishæfi
íslensks atvinnulífs
GEIR H. Haarde, fjármálaráð-
herra, afhenti Páli Sigurjónssyni,
forstjóra ístaks, viðurkenningu í
✓
Ahrif árþúsundaskiptanna
Hagnaðaráætlanir flug-
félaga lækkaðar
GREININGARAÐILAR á fjármála-
mörkuðum í Bandaríkjunum eru að
draga úr áætlunum sínum um
hagnað flugfélaga á seinasta árs-
fjórðungi sem og fyrir árið allt,
vegna hækkaðs eldsneytisverðs og
minni nýtingar flugsæta í desember
en ráð var fyrir gert, að því er kem-
ur fram á fréttavef Wnll Street
Journal.
Starfsmaður greiningardeildar
Merryll Lynch-verðbréfafyrirtæk-
isins í New York sagði að hjá fyrir-
tækinu væri nú búist við að hagnað-
ur AMR, rekstraraðila American
Airlines sem er næststærsta flugfé-
lag heims, yrði 60 sent á hlutabréf á
fjórða ársfjórðungi, í stað 85 senta.
Spáin fyrir AMR er reyndar undir
áhrifum þess að AMR fær nú ekki
greitt fyrir þjónustu sem það veitir
Canadian Airlines, sem þessa dag-
ana stendur í samrunaferli við Air
Canada.
Merrill Lynch spáir því að Air Al-
aska muni hagnast um 4,92 dollara
á hvert hlutabréf í stað fyrri áætl-
ana um 5,12 dollara, en félagið hef-
ur fellt niður um 18% flugferða sem
áætlaðar voru kringum áramótin.
Merryll Lynch býst við að hagn-
aður Continental verði 40 sent á
hvert bréf í stað 45 senta, og að
hagnaður Delta-flugfélagsins verði
95 sent í stað eins dollars hagnaðar
á bréf, á seinasta ársfjórðungi.
Starfsmaður Merrill Lynch segir
að þessir erfiðleikar séu til skamms
tíma. „Ég geri ráð fyrir að flest
flugfélögin myndu kjósa að sleppa
öllu flugi yfir áramótin, en fmynd-
aðu þér vandann við að leggja 500
flugvélum í stæði á jörðu niðri í
einn dag!“
Eimskip stofnar hlutafélag
um rekstur í Kanada
Opna
skrifstofu
Nova Scotia
í
EIMSKIP stofnar hinn 1. janúar nýtt
hlutafélag um rekstur sinn í Kanada,
Eimskip Canada Inc. Félagið tekur
við allri þjónustu og rekstri skrifstofu
Eimskips í St. John’s á Nýfundna-
landi auk þess sem opnuð verður
skrifstofa í Shelbume á suðurhluta
NovaScotia.
Erlendur Hjaltason, framkvæmda-
stjóri utanlandssviðs Eimskips, segir
að helsta breytingin sem verði með
hinu nýja félagi felist í opnun skrif-
stofunnar í Nova Scotia. „Stór hluti
fiskiðnaðar er þarna á suðurhluta
Nova Scotia og við höfum lagt áherslu
á að koma okkur íyrir og byggja okk-
ur upp þar um slóðir. Enda er þetta
hluti af stefnu Eimskips að þjónusta
fiskveiðar og vinnslu sem víðast við
Norður-Atlantshafið. Því höfum við
fjölgað viðkomum í Shelbume, kom-
um nú bæði við á leiðinni frá Islandi
og til íslands og eram því með við-
komu tvisvar í hverri ferð, en siglt er
á hálfsmánaðarfresti frá Reykjavík
vestur um haf,“ segir Erlendur.
Hann bætir við að opnun skrifstof-
unnar í Shelburne geri Eimskip kleift
að íylgja þessu eftir með því að vinna
sjálft að markaðsmálum á þessum
markaði auk þess sem öll samskipti
við viðskiptavini era gerð auðveldari
en ef um umboðsmannafyrirkomulag
væri að ræða. A næsta ári era 10 ár
síðan Eimskip setti á fót skrifstofu á
Nýfundnalandi, en félagið hóf reglu-
legar siglingar til Argentia á Nýfun-
dnalandi 1989 og til Shelburne á Nova
Scotia árið 1996. Nú era auk þess um-
boðsmenn Eimskipa á þremur stöð-
um í Kanada. Ólafur Orn Ólafsson
mun veita starfseminni í Kanada for-
stöðu og verður hann með aðsetur í
St. John’s á Nýfundnalandi. Alls era
12 manns sem starfa á vegum Eimsk-
ips í Kanada.
gær, en Páll var útnefndur Maður
ársins 1999 í íslensku atvinnulífi af
Frjálsri verslun.
I ávarpi sínu við þetta tækifæri
sagði Páll miklu skipta „að stjórn-
völd hafi stöðugt augun á því að
efla samkeppnishæfni íslensks at-
vinnulífs, haldi áfram að bæta
starfsumhverfi fyrirtækjanna og
leyfi þeim þar með að þróast og
dafna.“ Að mati Páls er markað-
ssvæði íslenskra fyrirtækja og stór-
huga einstaklinga ekki lengur ís-
land, heldur allur heimurinn.
Páll gerði að umtalsefni þær
breytingar sem orðið hafa á styrk
og starfsumhverfi fslenskra fýrir-
tækja á starfsævi hans. „Ég vil
minna á hversu skammt er sfðan ís-
lensk fyrirtæki fóru að búa við það
sem maður getur kallað eðlilegt
starfsumhverfi. Miklar breytingar
urðu á högum innflutningsverslun-
ar og gengisskráningu í byrjun
sjöunda áratugarins, en það er ekki
fyrr en á miðjum sfðasta áratug að
grunnur er lagður að skilvirkum
fjármagnsmarkaði með frjálsum
vöxtum," sagði Páll í ávarpi sínu.
„Þau tækifæri sem fslenskt at-
vinnulíf hefur til árangurs, hvort
sem litið er til fjármagns og starfs-
umhverfis eða hæfni og sjálfs-
trausts þjóðarinnar, hafa aldrei
verið betri en einmitt nú. Ef okkur
tekst að halda vel á spilunum mun-
um við því öll eiga bjarta framtíð
fyrir okkur á komandi öld,“ sagði
Páll að lokum.
Samruni SÍF hf. og ÍS samþykktur í gær
Stærsta fyrirtæki
landsins verður til
^UPPgQNIÐUR^
HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI/SÍÐASTA VIKA
• Viðskipti á VÞÍ námu 1.702,4
milljónum króna í seinustu víku. Viðskipti
voru með hlutabréf í 55 félögum og
hækkuöu 39 félög í verði en 11 lækkuðu.
SAMRUNI Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda hf., SÍF,
og íslenskra sjávarafurða hf., ÍS,
var samþykktur á hluthafafundum
beggja félaganna í gær. Hið nýja
félag heitir SÍF hf. og verður það
stærsta fyrirtæki landsins, en
samkvæmt rekstraráætlun er gert
ráð fyrir að velta komandi árs
verði um 50 milljarðar króna, og
verður það með starfsemi í 15
löndum. Samruninn gildir frá 1.
júlí síðastliðnum.
Gunnar Öm Kristjánsson, for-
stjóri SIF, verður forstjóri hins
sameinaða félags, en Finnbogi
Jónsson, forstjóri ÍS, verður að-
stoðarforstjóri.
Á hluthafafundi í SÍF vora
mættir fulltrúar fyrir 78,7% hluta-
fjár, og var samraninn samþykkt-
ur með öllum greiddum atkvæðum
og enginn sat hjá. Fulltrúar fyrir
77,17% hlutafjár í ÍS mættu á
hluthafafund IS og var samraninn
sömuleiðis samþykktur mót-
atkvæðalaust, og sat enginn hjá.
Við sameininguna eykst eigið fé
SÍF hf. úr 1.050 milljónum króna í
1.478,87 milljónir, og verður niður-
stöðutala efnahagsreiknings þess
um 21,8 milljarðar króna.
Friðrik Pálsson, stjórnarfor-
maður SÍF, sagði á hluthafafundi
SÍF að samruninn væri stórt skref
fram á við í atvinnusögu Islands.
Eftir samrunann verði félagið með
mjög breiðan viðskiptamannahóp,
bæði birgja og kaupenda. Styrkur
stærðarinnar væri geysilega mik-
ilvægur, ekki síst þegar komi að
vöraþróun og markaðsstarfi.
Ólafur Ólafsson, stjómarfor-
maður IS, sagði á seinasta hlut-
hafafundi ÍS að hann teldi að sam-
einuð muni SÍF og ÍS hafa mun
meira fjárhagslegt bolmagn til að
takast á við tækifæri sem bjóðist í
vinnslu og sölu sjávarafurða á
komandi áram. Hann sagði einnig
að meirihluti starfsemi félaganna
ætti sér stað erlendis.
Ólafur sagði einnig að starfs-
fólki IS hefði mörgu hverju staðið
til boða störf annars staðar, en það
hefði ákveðið að standa með félag-
inu og takast ótrautt á við ný og
spennandi viðfangsefni innan SIF
hf., og vildi hann þakka því fyrir
það.
Á hluthafafundi ÍS fór Finnbogi
Jónsson, forstjóri IS, í gegnum
samranaáætlunina. Hann sagði að
skiptihlutföll hafi verið ákveðin
þannig að hluthafar SIF fá í hend-
urnar 71% hins nýja félags og
hluthafar ÍS 29%. Þetta eru lítil-
lega önnur hlutföll en áður hafði
verið stefnt að, eða 70% og 30%.
Jafnframt kom fram að stjórnar-
mönnum í SÍF hf. verði fjölgað úr
7 í 9, og mun stjóm IS tilnefna tvo
menn í stjórnina. Þeir verða Ólaf-
ur Ólafsson og Magnús Gauti
Gautason forstjóri Snæfells.
FyrtrtMkl
Pharmaco hf.
Össur hf.
Samvinnusj. ísl.
Hœsla/leg&ta voró VkHk. <
(þús. kr.)
19,00/13,70 56.413
36,70/30,80 74.714
2,85/2,55 13.770
irnóMI Breyting
vtoak.
34 38,7%
93 19,2%
13 11,8%
NIÐUR^
Fyrlrtatki verð VMik. vlkunnar FJöHM Breyting
(þús. kr.)
Kaupfélag Eyfirðinga 2,25/1,90 190 1 -15,6%
Sláturfélag Suðurl. 1,80/1,60 3.416 9-11,1%
Fiskiöjus. Húsav. 1,50/1,40 2.139 3 -6,7%
^UPP NIÐUR^
GENGI GJALDMIÐLA
22.12.99 29.12.99 +/-%
Kanadískur dollar 48,95 49,65 1,43
Sterlingspund 116,34 116,65 0,27
Sænsk króna 8,475 8,488 0,15
EC 2E
Japanskt jen 0,7099 0,7047 -0,73
Svissneskur franki 45,47 45,24 -0,51
Norsk króna 9,032 8,996 -0,4