Morgunblaðið - 30.12.1999, Síða 6
6 B FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
B JARTSÝNIN í
ALGLEYMINGI
Nasdaq vísitalan frá ársbyrjun 1997 til 28. des. 1999
AF MARKAÐI
Margeir Pétursson
21. öldin verður mikil gullöld ef
væntingar fjárfesta á hlutabréfa-
mörkuðum reynast á rökum reistar.
Hér á landi sem annars staðar ríkir
bjartsýni um að framfarir í tækni,
fjarskiptum og lækningum muni
skapa gífurleg verðmæti og velmeg-
un á komandi árum. Nýsköpunar-
fyrirtæki blómstra, enda aldrei átt
jafngreiðan aðgang að fjármagni.
Á íslandi slá hlutabréfavísitölur
hvert metið á fætur öðru, jafnvel
þótt verðbólguváin sé að verða
ískyggileg. Enn er líklega ráðrúm
fyrir Seðlabankann og stjórnvöld að
grípa í taumana, en þær aðgerðir
munu verða sífellt sársaukafyllri
eftir því sem þær dragast.
Methækkun NASDAQ
, Þegar þetta er ritað og aðeins
tveir viðskiptadagar til áramóta
hefur bandaríska NASDAQ-vísital-
an slegið öll met með því að hækka
um 82% frá áramótum. Fyrra metið
átti Dow Jones-vísitalan árið 1915,
en hún hækkaði það ár um 81%. Ár-
ið áður hafði verið dapurt vegna
upphafs fyrri heimsstyrjaldarinnar
og kauphöllinni í New York meira
að segja lokað svo mánuðum skipti.
Hækkunin á NASDAQ nú kemur
hins vegar í kjölfar margra góðra
ára. Þau fyrirtæki sem standa á bak
við hækkunina eru fyrst og fremst
stór framsækin tæknifyrirtæki eins
og Microsoft, Intel, Cisco, Sun og
Oracle auk allra nýju netfyrirtækj-
anna á borð við Amazon og Yahoo.
Þegar við skoðum ganginn á
NASDAQ síðastliðin þrjú ár sjáum
við að það hefur gengið á ýmsu. Eft-
ir hrunið í Rússlandi í fyrra datt
vísitalan niður fyrir 1.400 stig en
tók svo hratt við sér aftur. I lok
október í ár virtust fjárfestar
skyndilega orðnir rólegir yfir 2000-
vandanum og vísitalan komst yfir
3.000 í fyrsta sinn. Þótti þá mörgun
nóg um bjartsýnina, en síðan hafa
þau ótrúlegu undur og stórmerki
gerst að vísitalan er komin upp fyrir
4.000 stig.
Hvaðan koma fjármunir til að
knýja svo mikla hækkun? Líklega
hafa margir fjárfestar beðið á hlið-
arlínunni eftir aldamótunum og ver-
ið með mikið handbært fé. Þeir hafa
svo ekki staðist mátið er þeir hafa
verið að missa af miklum hækkun-
um og stokkið inn í leikinn. Þetta
fellur vel að þeirri gömlu speki - að
mesta áhættan sem langtímafjár-
festirinn tekur sé að fara út af
hlutabréfamarkaðnum.
Ný öld - gömul bóla
Ástandið á bandarískum hluta-
bréfamarkaði, sérstaklega á NAS-
DAQ, er farið að minna óþægilega
mikið á japönsku bóluna fyrir tíu
, árum, þegar menn þóttust þess full-
vissir að japönsku risafyrirtækin
myndu sigra heiminn. Sama skoðun
er uppi um bandarísku hátæknifyr-
irtækin nú. Framtíðarsýnin um
tækifæri sem Netið og ný fjar-
skiptatækni veitir er áreiðanlega á
rökum reist. Gallinn er sá að nú
þegar virðast flest fyrirtæki á þessu
♦sviði verðlögð eins og þau séu sigur-
vegarar í samkeppni.
Nýlega kom út bókin „The Int-
ernet Bubble" (Netbólan) eftir þá
Anthony B. Perkins og Michael C.
Perkins á ritstjórn bandaríska
tækni- og viðskiptatímaritsins Red
Herring. Höfundarnir eru báðir öll-
um hnútum kunnugir í Kísildalnum
í Kaliforníu, gróðrarstöð banda-
rískra tækni- og netfyrirtækja. Þeir
geta alls ekki flokkast með heims-
endaspámönnum en leiða að því
mjög haldgóð rök að gífurlegar
hækkanir netfyrirtækjanna byggist
ekki á neinum eðlilegum efnahags-
legum forsendum. Þeir hafa gott
innsæi í innviði þessara fyrirtækja
og skýra margt sem fram hefur far-
ið bak við tjöldin. Hrunið sem þeir
spá lætur þó enn á sér standa, síðan
bókin kom út í haust hafa mörg fyr-
irtækin sem fjallað er um hækkað
um helming til viðbótar!
Höfundarnir fjalla ekki af eins
miklum skilningi um peningalegar
orsakir bólunnar. Þessi bóla spring-
ur ekki fyrr en fjármagnið þrýtur
og sífellt streyma fleiri fjárfestar
inn á markaðinn til að vera með.
Breyttir tímar
Það er alltaf jafn áhugavert að
skoða dæmi um það hvernig hluta-
bréfamarkaðurinn sveiflast á milli
póla. Árið 1992 var olíufélagið Shell
verðmætasta fyrirtæki heims, met-
ið á 80 milljarða dala. Eimskip var
verðmætast hér heima, markaður:
inn mat það á 5 milljarða króna. I
dag er Microsoft verðmætast og
metið á sex sinnum hærra verði en
Shell árið 1992. Eimskip er nú kom-
ið í 40 milljarða króna. Fjölmörg er-
lend fyrirtæki hafa rofið 100 millj-
arða dala múrinn. En einna mest
sláandi er þó velgengi bandaríska
netfyrirtækisins Yahoo, sem var
ekki til árið 1993. Það er nú metið á
meira en 100 milljarða dala.
Það má ljóst vera af þessu að þeir
sem standa að fjárfestingum í hiuta-
bréfum líta heiminn nú allt öðrum
augum en þeir gerðu fyrir sjö árum.
DeCODE og markaðsáhættan
Viðskipti með hlutabréf fyrirtæk-
isins DeCODE Genetics, móðurfyr-
irtækis íslenskrar erfðagreiningar,
hafa verið afar lífleg á árinu, enda
líklega fáir íslenskir spákaupmenn
sem ekki hafa verið með í leiknum.
Veðjað hefur verið á að fyrirtækið
fái starfsleyfi fyrir miðlægum
gagnagrunni á heilbrigðissviði og
skráningu á NASDAQ-markaðnum
í kjölfarið. Athyglisvert hefur verið
að fylgjast með starfsmönnum rík-
isbanka vera að hvetja beint og
óbeint til spákaupmennsku með
þessi hlutabréf.
Hátt verð hlutabréfa í ríkisbönk-
unum setur eðlilega mikla pressu á
starfsmenn þeirra að gera ennþá
betur til að réttlæta gengið. Það eru
örfáir starfsmenn í þessum stofnun-
um sem standa á bak við þær
ákvarðanir sem leitt hafa til mikilla
óreglulegra tekna að undanförnu.
Því hljóta þó að vera einhver tak-
mörk sett hversu mikinn spákaup-
mennskuhagnað til viðbótar þessir
starfsmenn geta halað inn. Ef þeir
reyna að gera það með því að auka
áhættuna gæti farið illa.
Varðandi DeCODE virðist nokk-
uð ljóst að fyrirtækið verði máttar-
stólpi í íslensku atvinnulífi til fram-
tíðar. Það er hins vegar áhyggjuefni
hversu margir virðast treysta á að
fyrirtækið nái að skrá sig á Banda-
ríkjamarkað á háu verði. Ef NAS-
DAQ-markaðurinn hikstar á nýja
árinu gæti skráningarsmugan verið
fljót að þrengjast. Þá sitja menn
fastir með stórar stöður, sumar
hverjar fjármagnaðar með erlend-
um lánum. Ef hins vegar dæmið
gengur upp mun það þýða mikla
innspýtingu á íslenskan fjár-
magnsmarkað. Það hangir því mikið
á því á næsta ári hvernig skráningu
DeCODE reiðir af. Fjárfestar verða
að gera sér grein fyrir því að erlend
markaðsáhætta er einn allra stærsti
áhættuþátturinn við fjárfestingu í
fyrirtækinu. Hluthafar þar ættu að
fylgjast mjög vel með þróun mála á
NASDAQ.
Leifur heppní - Finnur farsæli
Ávöxtunarkóngurinn á íslenskum
hlutabréfamarkaði í ár, Finnur Ing-
ólfsson viðskiptaráðherra, hefur
ákveðið að hætta á hátindi ferilsins.
Sem handhafi gullnu hlutabréfanna
í FBA, Búnaðarbankanum og
Landsbankanum hefur hann grætt
milljarðatugi fyrir umbjóðendur
sína á pappírnum. Eins og góðum
fjárhirði sæmir hefur hann tekið
hluta gróðans heim í hús og bætt
nokkrum milljörðum í ríkiskassann,
svo upp úr honum flýtur.
Finnur verður að teljast farsæl-
asti viðskiptaráðherra sem Island
hefur alið. Mikil erlend fjárfesting
og aukin ábyrgð í rekstri bankanna
hefur einkennt ráðherratíð hans,
auk þess sem fullri atvinnu var náð.
Það kemur því verulega á óvart að
hann skuli taka við stöðu Seðla-
bankastjóra á viðsjárverðum tímum
í peningamálum þjóðarinnar. Um
síðustu árþúsundamót var Leifur
heppni í sviðsljósinu. Nú er vissu-
lega þörf á manni sem er bæði far-
sæll og kjarkmikill til að takast á
við verðbólguna. Þar duga engin
vettlingatök.
Óvinsælla aðgerða er þörf
Verðbólgan ygglir sitt ófrýnilega
fés, vaxtahækkanir skila takmörk-
uðum árangri til að slá á þensluna
og vinnuaflið í landinu virðist allt að
því fullnýtt. Til að vaxtahækkanir
skili tilætluðum árangri þarf að láta
krónuna fljóta og afnema núver-
andi vikmörk. Þetta mun verða sár-
saukafull aðgerð fyrir þá sem reyna
áfram að fjármagna innlendar fjár-
festingar með erlendum lánum, sem
menn telja núna að séu ódýr.
En núverandi ástand, að bjóða
fjármálafyrirtækjum og spákaup-
mönnum upp á að nýta gífurlegan
vaxtamun á milli íslands og við-
skiptalandanna, til að halda krón-
unni stöðugri, er ávísun á þeim mun
hærra fall síðar.
Þetta ástand getur ekki verið við-
varandi. Að afnema vikmörkin og
láta krónuna fljóta er alls ekki ávís-
un á gengisfellingu. Þvert á móti
gæti krónan styrkst til skemmri
tíma, en áhættan af spákaup-
mennskunni eykst að sama skapi og
það er einmitt vitundin um geng-
isáhættuna sem Seðlabankinn þarf
að efla.
Þetta mun koma illa við veik og
vanfjármögnuð fyrirtæki og slegið
verður á mesta óhófið á hlutabréfa-
markaðnum. Óreglulegar tekjur
bankanna gætu minnkað. En ís-
lenskt atvinnulíf stendur sterkara
eftir.
Það eru fleiri en Seðlabankamenn
sem þurfa að grípa til óvinsælla
aðgerða til að bregðast við verð-
bólguvánni:
Einmitt nú eru frábær skilyrði til
að leggja niður ríkisstofnanir, þegar
atvinnurekendur á frjálsum mark-
aði slást um vinnufúsar hendur. Ef
beðið er þar til harðnar á dalnum
verður hins vegar úr atvinnuleysi,
sem er miklu verra vandamál en
þau sem nú er verið að glíma við.
Undanfarin misseri hafa ríkisfor-
stjórar og ríkiskapítalistar komist
upp með að bjóða óhindrað í vinnu-
aflið á reikning skattgreiðenda og
tekið hæft starfsfólk af vaxtargrein-
unum sem þurfa að byggja atvinnu-
lífið upp til framtíðar. Það er ekki
að furða þótt forsvarsmenn atvinnu-
rekenda og verkalýðsfélaga mót-
mæli þessari sjálftöku í einum kór í
aðdraganda mikilvægra kjarasamn-
inga.
Flottir Finnar
Það blés ekki byrlega fyrir Finn-
um í upphafi þessa áratugar. Þeir
voru ekki öfundsverðir og þegar á
Finnland var minnst komu orð upp í
hugann á borð við atvinnuleysi og
Finnlandiseringu, sem vísaði til
þess að landið var á áhrifasvæði
sovéskra kommúnista. Eftir hrun
kommúnismans brast grundvöllur
mikilla utanríkisviðskipta Finna við
Sovétríkin.
En nú hafa Finnar af fleiru að
státa en arkitektúr og íþróttamönn-
um, þeir hafa heldur betur slegið í
gegn í hátækninni. Um daginn fór
farsímafyrirtækið Nokia fram úr
breska olíufélaginu BP Amoco og
varð verðmætasta fyrirtækið í allri
Evrópu, mælt í markaðsverðmæti.
Hlutabréfamarkaðirnir í Bandaríkj-
unum og Finnlandi hafa gífurlega
trú á framtíðarmöguleikum Nokia
og verðleggja það á háu margfeldi
af veltu og hagnaði. Fyrst vinir vor-
ir og nágrannar geta þetta, þá gæti
leynst vísir að íslensku Nokia hér á
meðal okkar.
Þýskir timburmenn
Mikil lækkun evrunnar hefur
komið mörgum á óvart, en hún hef-
ur verið á stöðugri niðurleið fyrsta
ár sitt, þvert ofan í spár sérfræð-
inga margra virtra fjármálastofn-
ana. Það er þó óneitanlega mjög
þægilegt að hún sé „á pari“ við
dollarann, sem sparar spámönnum
ófáar heilafrumur.
Þýskur almenningur vill eðlilega
hafa stöðugan gjaldmiðil eftir
hræðilega reynslu á fyrri helmingi
aldarinnar. Lækkun evrunnar virð-
ist þó lítið hafa hrært í fólki þar,
enda sitja nágrannalöndin við sama
borð og Þjóðverjar geta áfram gert
góð innkaup þar. Lág evra er afar
hagstæð fyrir þýsku og frönsku
iðnrisana og gerir útflutningsvörur
þeirra mjög samkeppnishæfar. Það
er því stór spurning hvort að til
lengri tíma muni ekki annaðhvort
evran eða hlutabréf slíkra fyrir-
tækja hækka. I vetur runnu þó tvær
grímur á menn þegar þýska ríkið
bjargaði byggingarfyrirtækinu
Holzmann frá gjaldþroti. Það er
ekki trúverðugt að bjarga forstjór-
um úr klemmu. Til að markaðurinn
virki verða þeir og fjárfestar að
bera ábyrgðina og taka afleiðingun-
um þegar dæmin ganga ekki upp.
Síðan þegar breski farsímarisinn
Vodafone gerði tilboð í þýska stór-
fyrirtækið Mannesmann voru skila-
boð þýskra stjórnvalda ekki þau að
hagkvæmnin yrði að ráða. Þessi tvö
dæmi skýra að einhverju leyti það
af hverju margir fjárfestar sjá
áfram hag sínum betur borgið í
Bandaríkjunum.
Þannig gerast kaupin á eyrinni í
dag.
Höfundur er héraðsdómslögmaður
og framkvæmdastjóri MP verðbréfa
hf., löggilts verðbréfafyrirtækis.