Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.1999, Blaðsíða 8
Viðskiptablað Morgunblaðsins Fimmtudagur 30. DESEMBER 1999 Gylfi Árnason, framkvæmdastjóri Opinna kerfa, Sæþór L. Jónsson, forstöóu- maður RH, Axel Kr. Axelsson, innkaupastjóri HÍ.Ragnar Marteinsson, þjón- ustustjóri Opinna kerfa, og Halldór Pétursson, sölustjóri Opinna kerfa. Háskólinn hundraðfaldar flutningsgetu Háskólanetsins • REIKNISTOFNUN Háskóla íslands og Opin kerfi hf. skrifuðu nýlega undir samning um kaup Reiknistofn- unar á Cisco netbún- aði með það að markmiði að auka bandbreidd ogflutn- ingsgetu Háskóla- netsins. í samningnum felst að Reiknistofnunin kaupirtvo Cisco beina (e. routers) ásamt 20 Cisco net- skiptum (e. switch- es). Opin kerfi munu einnig sjá um þjón- ustu við Háskólanet- ið. Unnið verðurað uppsetningu nýja bún- aðarins f næsta mán- uði. Við sama tæki- færi ákvað Félags- stofnun stúdenta að festa kaup á búnaði til aö tengja 700 tölv- ur á herbergi stúd- enta á Stúdentagörö- um Háskólans. Beinarnir tveir eru tengdir með Ijósleiö- ara og saman mynda þeir nokkurs koriar „mænu“ Háskóla- netsins. Heildaraf- köst beinanna tveggja eru 20 gígabit á sek- úndu (gbps), en að- eins er verið að nýta hluta af þessari getu. Með breytingunum hundraðfaldast flutn- ingsgeta netsins, úr 10 Megabitum á sek- úndu (mbps), í 1000 mbps eða 1 Gígabit. Netskiptarnir tengjast þessum tveimur bein- um og einkatölvur not- enda á netinu eru tengdar netskiptun- um. Tryggð band- breidd hvers notanda verður þannigtíu megabit en áður þurftu notendur að deila þeirri breidd, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. „Þessi endurnýjun mun ekki aðeins auka flutningsgetu kerfis- ins verulega, heldur verður öiyggi netsins mun meira.“ segir Sæþór L. Jónsson, forstöðumaður Reikni- stofnunar Háskólans. „Samskipti við mið- lægar tölvur í kerfinu verða mun léttari og notendur með þungan hugbúnað munu sér- staklega finna fyrir breytingunni," segir Sæþór enn fremur í fréttatilkynningu. Tíu ár eru síðan Há- skólanetið var sett upp og þá voru alls 50 einkatölvur tengdar inn á kerfið. í dag eru 2800 tölvur tengdar og skráðir notendur eru um 7000. Landspítalinn Heiðursfé- velur RlS-kerfi lagar GSFI • Landspítalinn tók tilboði Tölvumiðlunar í RlS-kerfið KODAK RIS-2010 í útboði vegna búnaðar og upplýsingakerfa fyrir röntgendeildina. Kaupverð upp- lýsingakerfisins meö uppsetningu og kennslu er tæpar 30 milljónir. Uppsetning hefst í byrjun næsta árs. í tengslum við kaup Landspítala er gert ráð fyrir að tengja RlS-kerfi sjúkrahúsanna sam- an. Þessi samtenging kerfa er eitt skref í átt að almennu heilbrigó- isneti sem stefnt er að koma á laggirnar á ís- landi. • Fyrstu heiðursfélagar Gæðastjórnunarfélags íslands, Hörður Sigur- gestsson forstjóri Eim- skips og Pétur K. Maack prófessor við HÍ og framkvæmdastjóri Loft- ferðaeftirlitsins, voru út- nefndir á hátíðarfundi félagsins nýlega. Við það tækifæri fengu þeir heiðursmerki félagsins. Ert þú með sérþarfir? / mon Finársciats f Navision Financials er innbyggt öflugt þróunarumhverfi, þannig að ef kerfið fullnægir ekki kröfum þínum er einfalt mál að bæta úr því. Kynntu þér málið hjá fyrirtækinu sem kynnti Navision Financials fyrst á fslandi. ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 550 9000, www.strengur.is FÓLK/lnga Guómundsdóttir Golfið er allt að koma I nga Guðmundsdóttir var ráðin forstöðu- maður upplýsinga- deildar hjá Olís og tók við því starfi 1. október síðast- liðinn. Þú varst sérfræðingur í innra eftirliti Olís áður en þú fórst í þetta starf. Er þetta mikil breyting? „Já. I þessu starfi er mun meiri stjómun. Hitt starfíð fólst meira í eftirliti, skýrslugerð, útreikningum ýmiskonar og slíku.“ Nú eru jólin nýliðin. Þú hefur ekki borðaðyfír þig? „Jú, kannski aðeins. Nokkrum konfektmolum __________ of mikið.“ Þetta voru nú frekar stuttjól? „Já, mér fannst það dálítið, enda tóku margir sér frí milli jóla og nýárs.“ Voru þetta eftirminnileg jól á einhvern hátt? „Já, þau voru reyndar eftir- minnileg á þann hátt að dóttir mín var veik öll jólin, og reyndar öll fjölskyldan nema ég.“ Nú er gamlárskvöld á næsta leiti. Ertu sprengiglöð um ára- mót? „Já, ég hef svolítið gaman af því. Reyndar er maðurinn minn miklu sprengiglaðari en ég. Hann breytist í svona lítinn strák þegar áramótin koma!“ En fyrir utan jól og áramót. Nú ertu áhugamaður um golf og skíði? „ Já, ég hef farið á nokkur nám- skeið í golfi, svo nú er þetta allt að koma. Þetta er mjög skemmti- legt.“ Ertu komin með forgjöf? „Nei, ég er ekki orðin svo góð. Ef ég næ góðu höggi er ég ánægð.“ En þetta er líklega góð blanda. Golf á sumrin ogskíði á veturna? „Já, þetta er mjög hentugt. Ég er búin að stunda skíði lengi, eða síðan ég var átta ára.“ Þú ert einnig með ferðabakt- eríuna. Er einhver uppáhalds- staður? Já. Sá staður sem ég hef komið ► Inga Guðmundsdóttir er fædd i Reykjavík árið 1966, en ólst upp á ísafirði. Hún lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskólan- um við Ármúla árið 1986, og varð viðskiptafræðingurfrá Há- skóla íslands árið 1992. Að loknu námi starfaði hún hjá Blindrafélaginu sem aðalbókari og síðar skrifstofustjóri til 1995, hjá Oz í eitt ár við sér- verkefni og sem fjármálastjóri Áburðarverksmiðjunnar árið 1997. Hún hóf störf sem sér- fræðingur í innra eftirliti Olís ár- ið 1998. Maki Ingu er Gunnar Þór Friðleifsson töivunarfræð- ingur hjá Opnum kerfum og eiga þau eina dóttur, Katrínu Elvu. til og hefur heillað mig mest er Amarhreiðrið svonefnda i Þýskalandi, þar sem Hitler var með sumarhús. Það var eftir- minnilegur staður.“ Var það vegna náttúrufegurð- ar eða sögutengsla ? „Ég hef mjög gaman af sögu, og því voru þarna sögutengsl. Ef maður þekkii- söguna á bak við og fer á staðinn er það töluvert magnað. Það voru mörg hundruð gyðingar sem fórust við að reisa þetta, sem er ógnvekjandi. Eins er náttúrufegurðin ótrú- leg á þessum stað á landamærum Þýskalands og Austurríkis." (slandssíma kemur í samband við staðarnet síns lyrirtækis hvar sem hann er Vinnuhlið hentar ekki starfsmönnum á faraldsfi vvil j þér (SLANDSSÍMI Borgartúni 30 sími: 595 5000 islandssimi.is * p p Y" -• - »»‘•yití.i’ ‘j. -. - ’ . . INNHERJI SKRIFAR... • Stöðugt hækkandi gengi hluta- bréfa í Eimskipafélagi íslands frá því síðla sumars hefur vakið verulega athygli. Fljótlega þótti sýnt, að ein- hver einn aðili væri að kaupa hluta- bréf í fyrirtækinu og nokkrum vikum eftir að kaupin hófust og verð bréf- anna fór að hækka kom í Ijós, að Kaupþing var þar á ferð. Fyrst í stað töldu menn, að Kaupþingværi aö kaupa bréfin fyrir einhverja við- skiptavini sína en síðar kom í Ijós, að sú kenninggattæplega staðizt. Fyrirskömmutilkynnti Kaupþing, aö eignarhluti fyrirtækisins í Eimskipa- félaginu væri kominn yfir 5%. Þar með er Kaupþing sennilega orðinn næststærsti einstaki hluthafinn í Eimskipafélaginu eða a.m.k. með mjög áþekka hlutabréfaeign og Há- skólasjóðurinn svonefndi. SigurðurEinarsson,forstjóri Kaup- þings, hefur lýst því yfir, að markmið fyrirtækisins með þessum kaupum sé að hagnast á því að selja hlutinn á nýjan leik. Ogtæpastferá milli mála, að svo stór hluturí Eimskipa- félaginu geturveriö meira virði fyrir einhverja aðila en mun smærri hlut- ir. HVAÐ ER AÐ GERAST? • Ef Sigurður Einarsson ertekinn á oröinu hefur Kaupþing séð ákveðiö viðskiptatækifæri í því að safna saman myndarlegum hlutí Eim- skipafélaginu væntanlega til þess að selja einhverjum einum aðila, sem gæti haft hagsmuni af því að eignast þetta stóran hlut í félaginu. Hverjirgætu það verið? Varla eru til staöarviöskiptaaðilar, sem mundu sjá sér hagí að kaupa skipafélag svo háu verði. Þá væri einfaldara og ódýrara að kaupa eða leigja skip og hefja farmflutninga til ogfrá tslandi í samkeppni viö Eimskip og Samskip. Hins vegar gætu aðilar f sjávar- útvegi séð sér hag í því að eignast svo stóran hlut í Eimskipafélaginu að þeirgætu í krafti þeirrar hlutafjár- eignar haft áhrif á það hvernig hald- ið verður á málum sjávarútvegsfyrir- tækjanna, sem Eimskipafélagið er oröinn stór hluthafi í. Þar má nefna ÚA, Harald Böðvarsson, Síldar- vinnsluna og Skagstrending. Markmiðið með kaupum Buröaráss, dótturfyrirtækis Eimskips, á svo stórum hlut í þessum sjávar- útvegsfyrirtækjum, sem raun ber vitni, hlýtur að vera að sameina ein- hver þe\np í stærri einingar eins og t.d. ÚA og Harald Böðvarsson og ná fram þeirri auknu hagkvæmni, sem slíkri sameiningufylgir. Kaupþing hlýtur að vera með ein- hverja kaupendur í huga að hinum stóra hlutí Eimskipafélaginu, sem fyrirtækið hefursafnað, sem hefðu hagsmuni af því að hafa áhrif á þró- un sjávarútvegsfyrirtækjanna, sem aö meira eða minna leyti eru komin í eigu Eimskipafélagsins. Það erauðvitað ekki útilokað aö kaupendur með önnur markmið gætu komiðtil sögunnar, þ.e. kaup- endur, sem hefðu áhuga á að kom- asttil áhrifa í Flugleióum en þó verð- ur það að teljast ólíklegt. VERÐMÆTI BURÐARÁSS • Ef tekið er mið af starfsaðferðum fjármálamanna í Bandaríkjunum gæti annaö markmið hugsanlega komiö til greina af hálfu kaupenda eignarhlutar Kaupþings í Eimskip. Það markmið gæti verið að selja hlutabréf Buröaráss í hinum ýmsu fyrirtækjum og láta hagnaðinn af slíkri sölu ganga til hluthafa í Eim- skipafélaginu. Hugsanlegirfjárfest- argætu hugsaö sem svo, að miklir hagnaðarmöguleikargætu verið fólgnir í því að komast í aðstöðu inn- an Eimskipafélagsins til þess aö hafa áhrif á sölu hlutabréfa í eigu Burðaráss með þetta takmark í huga en það verður að teljast heldur ólíklegt að íslenzkir flárfestar séu orðnir svo djarftækir að þeir hugsi á þann veg. En hver svo sem skýringin erfer ekki á milli mála að kaup Kaupþings á hlutabréfum í Eimskipafélaginu á því háa veröi, sem um er að ræða eru eitthvaö það forvitnilegasta, sem gerzt hefur á hlutabréfamark- aðnum á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.