Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR ÍA - Grindavík 52:88 íþróttahúsið að Jaðarsbökkum á Akranesi, íslandsmótið í körfuknattleik, efsta deild karla (Epson-deildin), 12. umferð, fímmtu- daginn 6. janúar 2000. Gangur leiksins: 4:0, 8:12, 13:19, 21:25, 21:38,23:45, 27:49, 29:56, 31:67, 38:73, 46:81, 49:85,52:88. Stig ÍA: Ægir H. Jónsson 17, Brynjar Karl Sigurðsson 10, Brynjar Sigurðsson 9, Er- lendur Ottesen 5, Chris Horrocks 4, Reid Beckett 4, Halldór Jóhannsson 1. Fráköst: 25 í vörn - 6 í sókn. Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 23, Guðlaugur Eyjólfsson 19, Dagur Þórisson 15, Sævar Garðarsson 9, Guðmundur Ás- geirsson 6, Bjarni Magnússon 6, Pétur Guð- mundsson 4, Helgi Már Helgason 3. Fráköst: 26 í vörn - 7 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Jón H. Eðvaldsson. Villur: í A 17 - Grindavík 23. UMFS - Keflavfk 103:88 Borgarnesi: Gangur leiksins: 4:0, 26:16, 36:22, 45:27, 55:39, 66:51, 75:57,85:68, 92:75,103:88. Stig UMFS: Torrey John 30, Tómas Holton 24, Sigmar Páll Egilsson 18, Hlynur Bær- ingsson 13, Birgir Mikaelsson 12, Ari Gunn- arsson 5, Finnur Jónsson 1. Fráköst: 18 í vörn - 8 í sókn. Stig Keflavíkur: Jason Smith 28, Fannar Ólafsson 18, Guðjón Skúlason 9, Gunnar Einarsson 8, Hjörtur Harðarson 8, Kristján Guðlaugsson 5, Halldór Karlsson 4, Elentín- us Margeirsson 4, Magnús Gunnarsson 3, Jón Hafsteinsson 1. Fráköst: 20 í vörn - 10 í sókn. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og Björgvin Rúnarsson. Villur: UMFS 21 - Keflavík 26. Áhorfendur: Um 350. 1. deild karla ÍS - Valur......................60:62 ÚRVALSDEILD Fj. leikja U T Stig Stig NJARÐVÍK 11 9 2 017:847 18 GRINDAVÍK 72 9 3 070:918 18 KR 11 9 2 873:769 18 TINDAST. 11 8 3 947:841 16 HAUKAR 11 7 4 903:853 14 KEFLAVÍK n 6 6 150:968 12 HAMAR 11 5 6 845:926 10 SKALLAGR. 12 4 8 005:090 8 PÓR Ak. 11 4 7 859:004 8 KFl 11 3 8 882:938 6 SNÆFELL 11 3 8 760:881 6 ÍA 12 1 11 757:033 2 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Philadelphia - Golden State ....113: 92 Orlando - Vancouver ............116: 96 Utah - Charlotte ...............118: 96 Chicago - Washington .............77: 66 LA Lakers - La Clippers ........118:101 Atlanta - Detroit...............108:120 San Antonio - Seattle ..........96: 99 Knattspyma Heimsmeistarakeppni félagsliða A-RiniLL: Corinthians (Brasil.) - Raja (Mar.).2:0 Luizao 50, Fabio Luciano 68. B-RIÐILL: Man. Utd. - Necaxa (Mexíkó)......... Dwight Yorke 83. - Cristian Montecinos 15. Rautt spjald: David Beckham 43. (Man. Utd.) Ítalía Bologna - Cagliari...............1:0 Kennet Andersson 28.22.000. Internazionale - Perugia.........5:0 Grigoris Georgatos 18., Clarence Seedorf 44., Christian Vieri 57., Vladimir Jugovic 67., Paulino Hilario 72. - sjálfsm. 56.000. Juventus - Verona.....................1:0 Filippo Inzaghi 47. 30.000. Lecce - Fiorentina....................0:0 19.842. Piacenza - AC Milan ..................0:1 Oliver Bierhoff 31. Rautt spjald: Demetrio Albertini 29. (AC Milan) 15.000. Reggina - Torino......................2:1 Mohamed Kallon 9., 90. vsp. - Emanuele Calaio 56. Rautt spjald: Fabio Tricarico 66. (Torino) Simone Giacchetta 68. (Reggina) 23.000. Roma - Bari.........................3:1 Vincenzo Montella 3., 29., 59. vsp. - Antonio Cassano 5. Rautt spjald: Rachid Neqrouz 57. (Bari) 59.119. Udinese - Parma.....................0:1 Marco Di Vaio 54. Rautt spjald: Raffaele Longo 85. (Parma) 18.000. Staða efstu liða: Juventus..............15 9 5 1 18:7 32 Lazio.................15 9 4 2 30:15 31 Parma.................15 9 3 3 28:17 30 AS Roma...............15 8 4 3 29:15 28 fKVÖLD Handknattleikur Æfingamdt HSÍ: Leikið í Ásgarði í Garðabæ. Stjarnan - Ungmennalið HSÍ....17.45 FH - ÍR ......................19.15 Vaiur - Haukar ...............20.45 Körfuknattleikur Úrvalsdeild karla: ísafjörður: KFÍ - KR.............20 KNATTSPYRNA Uníted slæm land- kynning fyrir England ENSKU meistararnir í Manchester United voru hart gagnrýndir í enskum og brasilískum fjölmiðlum eftir fyrsta leik sinn i heims- meistarakeppni félagsliða sem fram fór í Brasilíu í gærkvöld. Lið ið lék í gær við mexíkanska liðið Necaxa og mátti þakka fyrir 1:1 jafntefli. David Beckham var rekinn út af undir lok fyrri hálfleiks fyrir fólskubrot og Alex Ferguson, knattspyrnustjóri, var einnig rekinn úr varamannaskýlinu fyrir að munnhöggvast við starfs- menn á vellinum. Dwight Yorke jafnaði 1:1 þegar átta mínútur voru til leiksloka aðeins tveimur mínútum eftir að hann lét Hugo Pineda verja frá sér vítaspyrnu. Mexíkanska liðið tók forystu í leiknum á 15. mínútu er Cristian Montecinos skoraði beint úr aukaspymu af 20 metra færi. Hann misnotaði síðan vítaspymu í upphafí síðari hálfleiks þegar Mark Bosnich varði spymu hans. Beckham, sem var hart gagn- rýndur í heimalandinu er hann fékk að líta rauða spjaldið í HM í Frakk- landi fyrir tveimur áram í leik gegn Argentínu, var rekinn út af í gær fyrir að sparka fólskulega í læri Jose Milians, leikmanns Necaxa. Hann mun því missa af næsta leik liðsins. Alex Ferguson var einnig félaginu til skammar er hann lét reka sig af varamannabekknum í upphafi síðari hálfleiks. Framkoma enska liðsins í Brasi- líu hefur valdið miklum vonbrigð- um. Enska knattspyrnusambandið lagði mikla áherslu á að United tæki þátt í þessari keppni til að England ætti meiri möguleika á að fá heims- meistarakeppnina í knattspymu ár- ið 2006. Félaginu var gefið leyfi til að sleppa þátttöku í ensku bikar- keppninni, sem er elsta knattspym- ukeppni heims. Manchester United átti að vera einskonar sendiherra enska knattspyrnusambandsins til að auka líkurnar á að fá HM. Þessi fyrirætlan hefur hinsvegar snúist upp í andhverfu sína, sér- staklega eftir leikinn í gær. Fyrir leikinn veittu leikmenn fréttamönn- um engin viðtöl og hafa þeir verið gagnrýndir mjög fyrir það. Enskir fjölmiðlamenn sögðu eftir leikinn í gær að liðið hefði orðið sér og þjóð sinni til skammar. Liðið hafi ekki leikið eða hagað sér eins og heimsmeisturam sæmir. KORFUKNATTLEIKUR Sjötta tap meist- ara Keflvíkinga TVEIMUR leikjum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöld var frestað sökum slæmrar færðar. Eigi að síður gerðu Grindvík- ingar góða ferð til Akraness og sóttu þar gull í greipar Skaga- manna, sem sitja á botni deildarinnar með aðeins tvö stig. Þá urðu íslandsmeistarar Keflvíkinga að þola sjötta tap sitt í deild- arkeppninni í vetur, i þetta sinn laut liðið í lægra haldi fyrir Skallagrími í Borgarnesi. Lið Skallagríms byrjar nýtt ár vel á heimavelli. Liðið barðist vel allan tímann og vann sigur á Kefl- víkingum í bar- áttuleik. Staðan Ingimundarson 1 leikhlei var skrifar 55:39, heima- mönnum í vil, en lokatölur urðu 103:88. Heimamenn virtust yfirvegaðri og öraggari með sig en í fyrri heimaleikjum í vetur. Torrey John skoraði tvær fyrstu körfumar og heimamenn komust í 9:3. Hittnin fyrir utan teig var þó léleg í byrjun, en hún lagaðist er leið á leikinn. Gestimir virkuðu stemmningslaus- ir og ólíkir frá fyrri leikjum liðsins í Borgamesi. Sjálfstraustið geislaði aftur á móti af heimamönnum og er fyrri hálfleikur var hálfnaður hafði Skallagrímur yfir, 34:22. Skiptingar voru mun örari hjá heimamönnum en í fyrri leikjum og ungu strákam- ir gáfu sig alla í leikinn, eins og þeir eldri. Tómas Holton stjórnaði spil- inu af festu og hitti vel. En gestimir virtust hafa litla trú á eigin gerðum og hittu illa. Fannar Ólafsson virtist einn hafa sjálfstraustið og baráttu- andann í lagi. Þegar fimm mínútur vora eftir af fyrri hálfleik var staðan 45:27 og stórsigur Skallagríms virtist í upp- siglingu. En undirritaður er minn- ugur þess að lið af Suðumesjum hafa oft stolið sigrinum í Borgamesi á síðustu stundu. Gestimir reyndu allt til að vinna á vöm Skallagríms sem var mjög hreyfanleg og sterk. Aberandi var hve langskyttur Kefl- víkinga hittu illa, enda fengu þeir litinn frið. Gestirnir byrjuðu með látum í seinni hálfleik og skoraðu tvær fyrstu körfumar og minnkuðu mun- inn í 55:43,en nær komust þeir ekki. Lið Skallagn'ms hikstaði aðeins um það leyti en Torrey John bjargaði málum með þremur þriggja stiga körfum í röð. Seinni hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu. Mótlætið fór greinilega í taugam- ar á Suðumesjamönnum, sem fengu á sig margar klaufalegarvillur. Börðust þeir örvæntingarbaráttu en hittnin var slök. Þegar tæpar sex mínútur vora eftir höfðu Keflvík- ingar minnkað muninn í 85:70 og allt gat gerst. En heimamenn stóð- ust prófraunina. Birgir Mikaelsson skoraði úr tveimur vítaskotum þeg- ar 54 sekúndur vora eftir og kom Skallagrími í fyrsta sinn í vetur yfir 100 stiga múrinn. Leikur Skallagríms er einn sá besti um árabil. Liðið lék af festu og skynsemi nær allan tímann og bar- áttuandinn var til staðar. Með slík- um leik á liðið eftir að vinna óvænta sigra seinna í vetur. Tómas Holton og Torrey John vora bestir í liði heimamanna. Hlynur Bæringsson barðist af hörku sem fyrr og þeir Birgir Mikaelsson og Sigmar Páll Egilsson áttu góða leikkafla. „Við lékum með tíu menn í fyrri hálfleik. Það sýnir að við höfum tíu menn sem era alveg tilbúnir í slag- inn. Við spiluðum frábæran leik sem lið. En Torrey bjargaði okkur með þriggja stiga skotum þegar við hikstuðum. Eg þakka fyrir stuðn- inginn á leiknum og vona að við för- um að búa til góðu gömlu stemm- ninguna í húsinu að nýju,“ sagði Tómas Holton, þjálfari og leik- stjórnandi. Lið Keflavíkur er það ósamstæð- asta og stemmningslausasta sem það hefur teflt fram í Borgamesi til fjölda ára. Jason Smith var lang- bestur, en Fannar Ólafsson átti góða kafla í fyrri hálfleik. Góð ferð Grindvíkinga Grindvíkingar unnu auðveldan sigur á Skagamönnum á Aki-anesi í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gær. Leikar fóru 88:52. Ef upphafs- mínútur leiksins era undanskildar, benti fátt annað til þess en að gest- irnir færu með sigur af hólmi. Slík- ur er styrkleikamunurinn á liðun- um. Akumesingar sitja nú á botni úrvalsdeildar með tvö stig, ólíkt Grindvflángum, sem era jafnir Njarðvfldngum á stigum efst í deildinni, en hafa leikið einu sinni oftar en bikarmeistararnir. Skagamenn byrjuðu leikinn bet- ur og gerðu fjögur fyrstu stig hans. Er tíu mínútur vora liðnar af viður- eigninni var leikurinn enn fremur jafn, staðan var 25:21 fyrir Grind- víkinga. Þá dró í sundur með liðun- um. Gestirnir gerðu 24 stig gegn sex stigumí A og í leikhléi var stað- an 49:27. A þessum kafla skoraðu Grindvfldngar margar körfur hand- an þriggja stiga línunnar og úr hraðaupphlaupum. Alls gerðu þeir átta þriggja stiga körfur í fyrri hálf- leik úr sautján tilraunum. Er leikur- inn var á enda höfðu Grindvíkingar hitt úr 14 af 31 þriggja stiga skoti. Brenton Birmingham var yfir- burðamaður í fyrri hálfleik, gerði þá 22 stig fyrir gestaliðið, en aðeins eitt í þeim síðari en hann kom ekki jafn mikið við sögu. Athygli vakti að tveir erlendir leikmenn IA, þeir Reid Beckett og Chris Horrocks, gerðu aðeins átta stig samtals. Raunar fór Beckett meiddur af velli í síðari hálfleik. Bengt Johansson „njósnar“ í Bordeaux Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik, mun fylgjast með leik íslands og Frakklands sem fram fer í Bordea- ux í kvöld. Hann kemur til með að kortleggja leik íslenska liðs- ins sem er í sama riðli og Svíar í úrslitakeppni Evrópumótsins í Króatíu og mætast þjóðirnar í fyrsta leik keppninnar 21. janúar. Reiknað er með milli þijú og fjögur þúsund áhorfendum á leikinn í kvöld sem hefst kl. 19.00 að íslenskum tfma. Meiri áhugi er á leiknum í Pau á sunnudag, en þar hafa þegar verið seldir 4.000 að miðar, en íþróttahöllin tekur 7.000 áhorfendur. Norska stúlkan Trine Bakke er hér með nokkrum yfirburðum og var þ< Bakke, sem verður 25 ára f naestu 0,87 Aron er á batavegi ARON Kristjánsson hefur ekkert æft með íslenska landsliðinu í handknattleik frá því það kom saman fyrir þremur dögum. Aron er að jafna sig eftir meiðsli í hné sem hann varð fyrir nokkru fyrir jól í leik með liði sínu, dönsku meistur- unum Skjern. Eigi að siður er Aron í 19 manna landsliðshópi Þorbjöms Jenssonar sem æfir fyrir Evrópukeppnina. „ Aðgerðin á hné Arons hefur tekist vel. Ég er því bjartsýnnn fyrir hans hönd. Gengið er út frá því að Aron byrji að æfa með okkur eftir um það bil viku,“ segir Þorbjöm landsliðsþjálfari. Sautján ára samvinnu við Adidas lokið HANDKNATTLEIKSSAMBAND ís- lands hefur gert þriggja ára samning við Ágúst Ármann hf., umboðsaðila Puma á fslandi um að öll landslið fslands Ieiki í búningum og skóm frá Puma. Þar með hefur endir verið bundinn á 17 ára samstarf HSI við Adidas. íslenska landsliðið í handknattleik leikur fyrsta sinni ííþróttafötum frá Puma á Evrópumeistaramótinu í Króa- tíu í lok þessa mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.