Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2000 C 3 ÍÞRÓTTIR Reuters Annar sigur Trinu Bakke á ferlinum á fullri ferð í svigkeppni heimsbikarsins sem fram fór í Maribor í Slóveníu í gær. Hún sigraði stta í annað sinn sem hún sigrar í heimsbikarmóti, vann fyrst í svigi f St Anton síðasta vetur. i viku, keppti hér á landi fyrir fjórum árum. Spela Pretner frá Slóveníu var önnur í sviginu, sek. á eftir Bakke og austurríska stúlkan Sabine Egger þriðja. KNATTSPYRNA Filippo Inzaghi skaut Juventus í FILIPPO Inzaghi skaut Juventus upp fyrir Lazio í efsta sæti it- ölsku knattspyrnunnar í fyrstu umferð hennar á nýju ári í gær. Internazionale hóf árið með stórsigri á Perugia og Vicenzo Mont- ella gerði þrennu fyrir Roma gegn Bari. Juventus tók forystu í efstu deild ítölsku knattspymunnar í gær með l:0-sigri á Verona á heimavelli í fyrsta leik sínum á nýju ári í gær. Filippo Inzaghi skoraði eina mark leiksins í upphafí síðari hálfleiks. Juventus er nú einu stigi á undan Lazio, sem tapaði óvænt fyi-ir Ven- ezia, 2:0. Á meðan Lazio sleikir sárin fagna keppinautar þess góðum úr- slitum, sem hleypa spennu í baráttu liðanna um meistaratignina. Carlo Ancelotti, þjálfari Juvent- us, sagði lið sitt hafa þurft að heyja harða baráttu við Verona til að knýja fram sigurinn. „Keppnin í ít- ölsku knattspymunni er svo jöfn að efstu liðin verða að hafa sig öll við til að halda velli. Við lékum þó ekki vel, en ég er himinlifandi með að vera kominn í efsta sætið,“ sagði Ancel- otti. Intemazionale frá Mílanó, sem er í sjötta sæti, byrjaði árið feikivel með stórsigri, 5:0, á Perugia. Þar komst hollenski landsliðsmaðurinn Clarence Seedorf á blað í fyrsta leik sínum með félaginu, en hann er nýg- Island í 27. sæti í Evrópu ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er á svipuðum slóðum á Evrópulistanum 1999 og það var árið áður, 1998. Styrkleikalist- inn er yfir árangur 51 landsliðs, sem léku alls 480 landsleiki á ár- inu, sem er nákvæma sami landsleikjafjöldi og árið áður. Island er í 27. sæti ásamt ísrael en 1998 var fsland í 25. sæti ásamt Wales, Makedóníu og Finnlandi. fsland lék 10 landsleiki á árinu, vann sex, gerði eitt jafntefli og tap- aði þremur. Markatalan var 15:8. Norðmenn em nú efstir á listan- um en vom í sjöunda sæti 1998. Frakkar voru þá í efsta sæti en eru nú í öðm til fimmta sæti með Spán- verjum, Tékkum og Dönum. Norðmenn léku 13 leiki 1999, unnu 10, gerðu tvö jafntefli og töp- uðu aðeins einum. Markatalan var 27:7. Hér birtist Evrópulistinn sem franska knattspyrnublaðið France Football reiknar út: 1. Noregur. 2. Frakkland, Spánn, Tékkland, Danmörk. 6. Sviss, Tyrkland, Portúgal, Rúmenía. 10. Rússland, írland, Slóvenía, Grikkland, Júgóslavía. 15. Þýskaland, England, Ítalía. 18. Skotland, Ukraína, Holland. 21. Slóvakía, Sviss. 23. Búlgaría, Króatía, Portúgal. 26. Belgía. 27. ísland, ísrael. 29. Skotland, Hvíta-Rússland. 31. Austurríki. 32. Ungveijaland, Bosnía. 34. Finnland, Kýpur. 36. Albanía, Moldavía, Makedón- ía. 39. Wales, Armenía, Lettland. 42. Litháen, Aserbaídsjan. 44. Færeyjar, Malta, Georgía. 47. Norður-írland. 48. Liechtenstein, Andorra. 50. Luxemborg, San Marinó. enginn til liðs við það frá spænska liðinu Real Madrid. Vincenzo Montella gerði þrennu fyrir AS Roma, sem er í fjórða sæti eftir 3:l-sigur á Bari í Rómaborg. Parma fagnaði einnig sigri í gær, en liðið er í þriðja sæti eftir nauman sigur á Udinese, 1:0. Meistarar AC Milan gerðu slíkt hið sama gegn Pi- acenza, þótt Demetrio Albertini fengi reisupassann á 29. mínútu. Oli- ver Bierhoff gerði eina mark leiks- ins aðeins tveimur mínútum síðar. GOLF Baddeley fær und- anþágu AARON Baddeley, ástralska áhugamanninum sem sigraði á opna ástralska mótinu í golfí í lok nóvember, hefur verið boðið til þátttöku í bandarísku meistarakeppninni, öðru nafni Masters, í Augusta í Georgíu- ríki í apríl. Baddeley, sem er aðeins átján ára, er fyrsti áhugamaðurinn sem mótshald- arar bjóða til leiks án þess að hann hafí uppfyllt hefðbundin skilyrði siðan Brasiliumaður- inn Priscilo Gonzalez Diniz tók þátt í mótinu árið 1976. „Aaron sýndi hvað í honum býr er hann sigraði í opna ástralska mótinu. Við hiökkum til að taka á móti honum, sem og öðrum frábærum áhuga- mönnum sem verða á meðal keppenda,“ sagði Hootie John- son, formaður Augusta Nat- ional-golfklúbbsins, sem rekur bandarísku meistarakeppnina. Margir hrifust, af frammi- stöðu Baddeleys á opna ástr- alska mótinu á dögunum. Þar á meðal var landi hans, Craig Parry, sem hefur oftsinnis tekið þátt í bandarísku meist- arakeppninni að Augusta. Hann gekk einna harðast fram í að vekja áhuga Augusta Nat- ional-klúbbsins á að bjóða kylfingnum unga til keppninn- ar, en hún fór fyrst fram fyrir tilstilli áhugamannsins Bobby Jones, sem er eini kylfingur- inn sem hefur sigrað í íjórum stærstu mótum heimsins á einu og sama árinu, 1930. AP Vincenzo Montella gerði þrennu fyrir AS Roma gegn Bari. Honum er ákaft fagnað af brasilískum félaga sín- um, Zago. Rivaldo gefur eftir RIVALDO hefúr ákveðið að gefa eftir í deilu sinni við Louis van Gaal, þjálfara Barceiona, og leika þá stöðu á leikvellinum sem þjálf- arinn vill að hann ieiki. Rivaldo var settur út úr liði Barcelona fyrir jól eftir að hann fór fram á að leika sem fremsti sóknarmaður, ekki á kantinum vinstra megin. Van Gaal vildi ekki verða við óskum leikrnannsins og stóð í nokkru stappi þeii'ra í milli sem m.a. oili því að besti knatt- spymumaður Evrópu 1999 lék ekki með Barcelona á Camp Nou gegn Real Sociedad á miðvikudaginn. Fyrir Ieikinn á miðvikudag hitt- ust Rivaldo og van Gaal á fundi. Þá ákvað Rivaldo að gefa eftir. „Þrátt fyrir að ég gefi nú eftir er ekki þar með sagt að ég sé þjálfar- anum sammála. En eftir viðræður við fjölskyldu mina í Barcelona og heima í Brasilíu hef ég tekið þá ákvörðun að fara að vilja þjálf- arans. Mín skoðun stendur enn óhögguð en vilji þjálfara liðs múis verður að ráða för,“ sagði Rivaldo á blaðamannafundi í Barcelona á mið'vikudagskvöldið. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.