Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.2000, Blaðsíða 1
ÍMigrríPnMitttá&' 2000 FOSTUDAGUR 7. JANUAR BLAÐ Frakkar að byggja upp nýtt landslið fyrir HM í Frakklandi 2001 Kominn tími á að leggja Frakka Fyrsti lands- leikurinn í Bordeaux ÍSLENDINGAR hafa aldrei leikið landsleik í Bordeaux í Frakklandi - ríða á vaðið í kvöld er handknattleikslandsliðið mætir Frökkum. ! Aftur á móti eru 37 ár síðan landsliðsménn ís- i lands riðu um garð í Bordeaux á leið til Spán- ar og mættu þá úrvalsliði Bordeaux. Viður- eigninni lauk með sigri Islendinga, 26:16. ; Ingólfur Óskarsson skoraði þá 7 mörk, Gunn- laugur Hjálmarsson sex. Frakkar og fslendingar hafa leikið 12 lands- leiki í Frakklandi og hafa íslendingar aðeins þrisvar fagnað sigri, níu sinnum mátt þola tap. ísland vann Frakkland í HM í Frakklandi 1970, er leikið var í París, 19:17. 1984 vannst sigur í Aliermont, 23:22 og 1988 í Sedan, 26:23. fslendingar og Frakkar hafa leikið 31 lands- leik. Frakkar hafa unnið 16, Islendingar 14, Íeinu sinni hefur orðið jafntefli. Frakkar hafa unnið síðustu fimm landsleikina. íslendingar unnu siðast 1992 í Reykjavík, 22:20. Þá léku með fjórir leikmenn sem nú eru í Frakklandi - Bergsveinn Bergsveinsson, Guðmundur Hrafnkelsson, Magnús Sigurðsson og Gústaf ; Bjarnason. íslenska liðið mætti því franska síðast í Sví- þjóð í mars 1999. Þá unnu Frakkar stórsigur, 28:18. Með tíu marka mun eins og Frakkar gerðu í fyrsta landsleik þjóðanna í París 1963, 24:14. BJARKI Sigurðsson, leikmaður UMFA, fór ekki með íslenska landsliðinu til Frakklands. Bjarki hefur ekki enn náð sér að fullu af meiðslum á læri. Ákvað Þorbjörn Jensson landsl- iðsþjálfari að best, væri að Bjarki yrði heima við léttar æf- ingar og í sjúkraþjálfun. „Bjarki þarf ekkert að sanna fyrir mér, ég veit hvað hann getur og því er best að hann sé heima í sjúkraþjálfun og jafni sig að fullu,“ sagði Þorbjörn. Þá fór Valdimar Grímsson heldur ekki með vegna þess að hann þarf að fara í læknisskoð- un í Wuppertal. Af þessum sök- um fór aðeins einn örvhentur hornamaður með landsliðinu til Frakklands, Njörður Árnason, Fram. Þorbjörn sagði vel koma til greina að Ólafur Stefánsson leysti Njörð eitthvað af í horn- inu í Frakkaleikjunum, gerðist þess þörf, þar sem Ólafur væri ekki óvanur að leika í horninu auk þess sem Magnús Sigurðs- son gæti komið inn í stað Ólafs í hlutvek skyttu, hægra megin. MAGNÚS Sigurðsson, sem lék síðast með landsliðinu fyrir rúm- um sex árum, tók þátt í síðasta sigurleik íslendinga á Frökkum - í Laugardalshöllinni fyrir átta árum, 22:20. íslendingar hafa aftur á móti ekki fagnað sigri á Frökkum í Frakklandi í tólf ár, eða síðan sigur vannst í Sedan 1988,26:23. „Ég lofa ekki sigurleik hér í Frakklandi, en það er löngu orðið tímabært að leggja Frakka að velli - möguleikarnir eru góðir,“ sagði Magnús í stuttu spjalli við Morgunblaðið á leið til Bordeaux, en hann sá Frakka leika gegn Rúmenum á dögunum í undankeppni EM. Frakkar unnu 22:15 og 19:18. Landsliðshópurinn kom til Bor- deaux í gærkvöldi eftir langa ferð frá Islandi með viðkomu í flug- höfnum Glasgow, Birmingham og _____ París - hópurinn hafði verið á ferð Þorsteinsson °g flugi*tólf tíma skrifarfrá er lent var í Bor- Bordeaux deaux. „Það er mjög skemmtilegt að vera kominn í landsliðshópinn á ný eftir langa fjarveru. Eg átti ekki von á því að vera kallaður til á ný - var farinn að kalla mig iyrryerandi landsliðsmann. Ég var var því undrandi þegar ég heyrði í Þorbimi er hann hringdi og spurði hvort ég væri klár í slag- inn,“ sagði Magnús, sem lék 25 landsleiki á árunum 1990-1993. „Ég er ekki ókunnugur í lands- liðshópnum, þar sem í honum eru fjölmargir leikmenn sem ég ólst upp með í yngri flokkunum heima. Eg á marga góða félaga í hópnum. Það er kærkomin tilbreyting að fá tækifæri til að leika með öðru liði en Willstatt, sem hefur gengið af- leitlega í þýsku fyrstu deildar- keppninni," sagði Magnús, sem vonast einnig til að fá tækifæri til að spreyta sig í EM í Króatíu. „Framhaldið með landsliðinu er ólj- óst, því að ég er í tímafreku námi í lyfjafræði." Frakkar að byggja upp Daniel Costantini, landsliðsþjálf- ari Frakka sem gerði þá að heims- meisturum á íslandi 1995, er byrj- aður að byggja upp nýtt landslið iyrir heimsmeistarakeppnina sem verður í Frakklandi 2001. Hann hefur Evrópukeppnina í Króatíu og Olympíuleikana í Sidney til að byggja lið sitt upp - þannig að leikmenn hans öðlist reynslu. Costantini er aðeins með fimm gamla refí í liði sínu, sem hafa reynslu. Ellefu af sextán leikmönnum Frakka leiku með frönskum liðum, þar af sex sem leika með Montpellier. Þeir leikmenn sem leika fyrir ut- an Frakkland eru markverðimir Christian Gaudin, félagi Ólafs Stef- ánssonar hjá Magdeburg (192 landsleikir) og Bruno Martin, Wuppertal (108). Þá er Jackson Riehardson, Grosswallstadt, (281) í liðinu, ásamt Joulin Stéphane, Eis- enach (91), og Patrik Cazal, Bida- Bein lýsing frá Bordeaux hefst á MBL.IS kl. 19 Morgunblaðið/Ásdís Magnús Sigurðsson og Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari. Magnús lék í síðasta sigurleik ís- lands í Frakklandi. soa (60). Reyndasti franski leik- maðurinn sem leikur heima er Marc Wiltberger (120 landsleikir). íslendingar mæta Frökkum í tveimur viðureignum - í Bordeaux í kvöld kl. 19 og í Pau á sunnudaginn kl. 14. Tveir leikir við Svía ytra í mars ÍSLENSKA Iandsliðið í handknattlcik hefur þekkst boð Svía um að leika tvo leiki við þá ytra 9. og 10. mars næstkomandi. Um það leyti verður hlé í þýsku deiIdinni í handknattleik og ætla Svíar þá að nota tækifærið til þess að uppfylla sanming við sænska sjónvarpið um að leika tvo landsleiki með sínu sterkasta liði, en Svíar eru heimsmeistarar í handknattleik og margir sterkustu leikmcnn landsliðsins leika í Þýskalandi. Óskuðu Svíar eftir því við Þorbjörn Jensson, landsliðþjálfara, aðhann mætti með sitt sterkasta lið til leiks vegna leikjanna. Þorbjöm segir sér hafa verið það ljúft að verða við þessari beiðni, þar sem hann hefði átt þess kost að mæta með sitt sterkasta lið til leiks. „Um leið og við samþykktum boð Svía skuldbundu þeir sig til að endurgjalda heimsóknina og leika tvo leiki við okkur hér á landi á næsta vetri,“ sagði Þorbjörn. Bjarki fór ekki með ■ KNATTSPYRNA: ÍSLAND í 27. SÆTIÁ EVRÓPULISTANUM/C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.