Morgunblaðið - 11.01.2000, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 11.01.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2000 27 ERLENT Botha hvetur Búa til að ganga í ANC Jóhannesarborg. Reuters. Á TÍMUM aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku, var Pik Botha, fyrr- verandi varnarmálaráðherra, þekktur fyrir að verja stjórn hvíta minnihlutans í landinu. Nú, þegar aðskilnaðarstefnan hefur verið af- numin hefur Botha snúið við blað- inu, hvatt hvíta Suður-Afríkumenn til að ganga í Afríska þjóðaiTáðið (ANC) og mært Nelson Mandela, fyrrverandi forseta. Frá kosningunum árið 1994 þeg- ar aðskilnaðarstefnan var afnumin og ANC komst til valda, hafa nokkr- ir af helstu forystumönnum Þjóðar- flokksins, sem kom á kynþáttaað- skilnaði, gengið úr flokknum og lýst yfir stuðningi við gamla erkifjendur sína í Afríska þjóðarráðinu. „Við höfum öll breyst" „Ég tel að ég geti stutt megin- stefnu þeirra,“ sagði Botha í út- varpsviðtali í gær. „Við höfum öll breyst. Afríska þjóðarráðið er ekki sami flokkurinn núna og sá sem við börðumst við á sínum tíma.“ Botha kvaðst einkum vera ánægður með afstöðu ANC til mál- og trúfrelsis og séreignarréttarins. Botha var varnarmálaráðherra í 17 ár á valdatíma Þjóðarflokksins og var þá þekktur fyrir að verja að- skilnaðarstefnuna á alþjóðavett- vangi og harkalegar aðgerðir stjórnarinnargegn Afríska þjóðar- Stjórn Ekvadors fer frá JAMIL Mahuad, forseti Ekvadors, tilkynnti í gær að hann hefði fasttengt gjald- miðil landsins við Bandaríkja- dollar vegna gengishruns á síðustu vikum. Hann sagði að öll ríkisstjórnin hefði einnig sagt af sér og hann hygðist skipa nýja ráðherra á næstu dögum. Gengi gjaldmiðils Ekva- dors, sucre, hafði lækkað um 20% á tæpri viku. Forsetinn tilkynnti tenginguna við dollarann eftir að hafa náð samkomulagi við þingið um að koma „efnahagnum í nú- tímalegt horf‘. Margir telja að forsetinn hafi þar einkum átt við að ríkisfyrirtæki yrðu seld. Forseti Usbekistans var endur- kjörinn ISLAM Karímov, forseti Ús- bekistans, var endurkjörinn til fimm ára með 91,90% at- kvæða á sunnudag. Karímov, sem er fyrrverandi kommúnisti, hefur stjórnað landinu með harðri hendi í tæpan áratug. Mótframbjóð- andinn, Abdullah Dzhalalov, prófessor í marxískri hag- fræði, fékk aðeins 4,17% at- kvæðanna, enda hafði hann viðurkennt að hafa boðið sig fram til að kosningarnar fengju lýðræðislegt yfirbragð. Hann kvaðst jafnvel sjálfur hafa kosið Karímov. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (OSE) viðurkenndi ekki kosningarnar. ráðinu. Hann hvetur nú hins vegar aðra Búa til að ganga í ANC þótt hann segist sjálfur ekki hafa hug á að hasla sér völl í stjórnmálunum að nýju. Eftir að ANC fór með sigur af hólmi í kosningunum árið 1994 átti Botha sæti í þjóðstjórn Mandela og fór þá með náma- og orkumál. Þeg- ar F.W. de Klerk, síðasti forseti hvíta minnihlutans, sagði af sér sem varaforseti, gekk Botha úr stjóm- inni. Síðan hefur lítið farið fyrir honum í suður-afrískum stjórnmál- um. Hverfisgötu 78, sími 552 8980 hófst í dag Opið frá kl. 8.00-20.00 Nú rýmum við til fyrir nýjum vörum: Ótrúlegt verð á heimilistækjum SINGER • VCaravell. PFAFF • HOOVER. • Dæmi um verð: UPPÞVOTIAVÉLAR SAUMAVÉLAR 47.905. - 39.900.” Verð áður 55.385- Verð áður 45.505.- KÆUSKÁPAR BAKAROFN 37.905. ’ 28.405." Verð áður 43-605.- Verð áður 34.865.- ÞVOmVÉLAR HELLUBORÐ 39.970.- 28.405.- Verð áður 49.970.- Verð áður 43.605.- RYKSUGUR FRYSTIKISrUR 7.980.- 28.405." Verðáður 9-975.- Verð áður 33.820,- MikiðúrvaL Góð þjónusta, góó vörumerki. Nú er tækifærið, -verið velkomin. cHeimiUstœkjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 333 2222 Verð miðast við staðgreiðslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.