Morgunblaðið - 15.01.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.01.2000, Qupperneq 4
J. Sargic kemur aftur vík og hefur aldrei leikið í efstu deild í knattspymu. Meiðsli hjá Liverpool Liverpool hefur gengið vel í und- anfömum leikjum og er í fimmta sæti deildarinnar. Michael Owen verður i fremstu víglínu liðsins á ný en hann hefur verið meiddur í hnés- bótarsin og var í meðferð í Þýska- landi, en virðist búinn að ná sér ef marka má enska fjölmiðla. Hins vegar em Robbie Fowler, Jamie Redknapp, Erik Meijer og hugsan- lega Veggard Heggem meiddir. Þá er Rigobert Song ekki í liði Liver- pool vegna þess að hann er að leika með landsliði Kamerún. Einnig er David Thompson fjarverandi en honum var vikið af leikvelli með varaliði Liverpool gegn Leeds og hefur hlotið fjöguma leikja bann. Jóhann Guðmundsson um nýja samherja sinn hjá Lundúnaliðinu Watford ■ EIÐUR Smárí Guðjohnsen og Guðni Bergsson verða báðir í liði Bolton sem sækir QPR heim í 1. deild ensku knattspyrnunnar í dag. Leikurinn verður erfiður fyr- ir Bolton þar sem QPR er eina liðið í deildinni sem ekki hefur tapað heimaleik og er í efri hluta deildarinnar. ■ HERMANN Hreiðarsson verð- ur að vanda í vörn Wimbledon sem mætir Coventry á útivelli í úrvalsdeildinni. Egil Olsen, knatt- spyrnustjóri Wimbledon, sagði í gær að hann væri mjög smeykur við Marokkómennina hjá Covent- ry, þá Mustapaha Hadji og Yous- sef Chippo, sem báðir hafa leikið frábærlega með liðinu í vetur. ■ LÁRUS Orrí Sigurðsson leikur ekki með Stoke gegn Port Vale í 1. deildinni í dag þar sem hann tekur út leikbann. ■ BJARNÓLFUR Lárusson á ekki víst sæti í byrjunarliði Wals- all, sem mætir Sheffield United í 1. deild, þrátt fyrir glæsimark sitt gegn Gillingham í bikarnum um síðustu helgi. Tveir miðjumenn sem ekki voru löglegir í bikarnum koma aftur inn í hópinn í dag. ■ DERBY County vinnur að því að framlengja lánssamninginn við ísraelska landsliðsmanninn Avi Nimni til vorsins. Félagið fékk miðjumanninn lánaðan frá Maccabi Tel Aviv til febrúarloka og hann hefur staðið vel undir væntingum. ■ TONY Puiis var í gær ráðinn knattspyrnustjóri 1. deildarliðs Portsmouth. Hann tekur við af Alan Ball sem var rekinn skömmu fyrir áramótin. ■ GEORGE Graham, knatt- spymustjóri Tottenham, er sagð- ur hafa áhuga á að kaupa Chris Sutton frá Chelsea, en þó aðeins á niðursettu verði. Chelsea keypti Sutton frá Blackburn fyrir 1.170 milljónir króna síðasta sumar en honum hefur ekkert gengið í her- búðum Lundúnaliðsins. ■ BEN Thatcher, varnarmaður Wimbledon, missti af sæti í enska landsliðinu þegar hann sló Nicky Summerbee hjá Sunderland í leik liðanna fyrir skömmu. ■ KEVIN Keegan, landsliðsþjálf- ari, segir að þetta atvik hafí orðið til þess að hann ákvað að velja Thatcher ekki í hópinn fyrir leik Englands gegn Argentínu í febr- úar. Hann segir að Thatcher komi hinsvegar vel til greina sem einn af framtíðarleikmönnum enska landsliðsins. ■ KEEGAN hefur einnig gefið til kynna að hinn 18 ára gamli Joe Cole hjá West Ham komi til greina í enska landsliðshópinn fyrir úrslitakeppni EM næsta sumar. Keegan segir að Cole sé alls ekki of ungur fyrir enska landsliðið. Gary Croft bar rafrænt belti í leik GARY Croft, leikmaður enska 1. deildar félagsins Ipswich Town, varð fyrsti atvinnuknattspyrnumaðurinn í Englandi til þess að bera rafrænt belti í keppni. Hann tók þátt í leik með varaliði félagsins gegn Gillingham á miðvikudag. Croft, sem var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ítrekuð umferðar- lagabrot, fékk reynslulausn eftir mánuð er hann samþykkti, líkt og Jonathan Aitken, fyrrverandi ráðherra í Bretlandi, til þess að bera rafrænt belti þess í stað, en þannig geta yfírvöld fylgst með ferðum Croft með hjálp miðunartækja. Crofts lét það ekki á sig fá þó að hann þyrfti að nota beltið og kvaðst glaður að geta aftur um frjálst höfuð strokið. Heftrúá Heiðari HEIÐAR Helguson, sem skrifaði undir samning við enska úrvals- deildarliðið Watford í vikunni, verður í byrjunarliði liðsins gegn Liverpool á heimavelli dag - í leik sem verður sýndur beint á Stöð 2. Jóhann B. Guðmundsson verður í leikmannahópnum. Hann segir gaman að annar íslendingur skuli vera kominn í herbúðir liðsins. óhann B. hefur ekki fengið mörg tækifæri með Watford og í síðasta leik gegn Derby var hann ekki einu sinni í hópnum. „Eg var í byrjunarliðinu á móti Sout- hampton í leik sem við unnum. Eg taldi mig hafa skilað ágætum leik þá, en í næsta leik á eftir, sem var gegn Derby, var ég ekki einu sinni í hópnum. Þetta er upp og ofan í þessum bransa og ekkert annað að gera en taka því og reyna að gera enn betur næst þegar maður fær tækifæri," sagði hann. Jóhann gerði tveggja ára samn- ing við Watford fyrír tveimur ár- . um, en endurnýjaði samning sinn í fyrra til fjögurra ára og á því þrjú ár eftir af gildandi samningi. „Eg er auðvitað óhress að hafa ekki fengið fleiri tækifæri með liðinu. En það þýðir ekkert að svekkja sig á því,“ sagði hann. Watford er í næstneðsta sæti deildarinnar með 14 stig eftir 21 leik, hefur unnið fjóra, gert tvö jafntefli og tapað 15 leikjum. „Það getur ekki gengið eins illa hjá okk- ur núna síðari hluta mótsins og í fyrri hlutanum. Við náðum ekki að sigra í fjórtán leikjum í röð og það var erfiður tími fyrir liðið. Það hafa verið batamerki í leik okkar að und- anförnu og ég á von á því að betur gangi núna með hækkandi sól. Auð- "vitað eru allir leikir erfiðir fyrir okkur og markmiðið er sem áður að halda sér í deildinni," sagði Jóhann. „Það er gott að fá Heiðar hingað og nú fæ ég einhvern til að tala við íslensku á æfingum. Eg hef trú á að Heiðar eigi eftir að standa sig vel með Watford," segir Jóhann B. Guðmundsson. Heiðar byrjar leikinn Heiðar, sem er 23 ára, sagði í við- tali við Morgunblaðið á dögunum að gaman yrði að leika fyrsta leik- inn gegn Liverpool því það hefði alltaf verið uppáhaldsfélagið sitt á Englandi. Honum varð að ósk sinni því Graham Taylor knattspymust- jóri Watford tilkynnti að hann yrði annar tveggja í framlínu Watford, hinn er Frakkinn Gravelaine. Tayl- or gerir tvær breytingar frá tap- leiknum við Derby í síðustu um- ferð. Heiðar kemur inn fyrir Ngonge og Des Lyttle fyrir Micah Hyde. Margir leikmenn Watford hafa átt við meiðsli að stríða í vetur og liðið verður án nokkurra lykil- manna í leiknum í dag. Má þar nefna Neil Cox og Micah Hyde. Heiðar kom til Watford í vikunni og hefur því haft skamman tíma til að laga sig að nýjum aðstæðum, hann hefur einungis æft þrívegis með liðinu auk þess sem hann hefur ekki spilað alvöruleiki síðan norska tímabilinu lauk í lok október. Heið- ar sló í gegn með félagi sínu Lil- leström síðasta sumar og skoraði JÚGÓSLAVNESKI knattspy muþj álfar- inn Velimir Sargic er á leið til Keflavíkur á nýjan leik til að taka við starfi yfirþjálfara yngri flokka félags- ins. Sargic mun einn- ig koma að þjálfun yngri leikmanna í meistaraflokkshópi Keflavíkur. Sargic starfaði hjá Keflavík í sjö ár en hefur tvö síðustu ár verið þjálfari ungl- ingalandsliðs Möltu. Knattspymusamband Júgóslavíu hugðist senda hann til starfa í Kína ásamt fleiri þjálfurum, til að launa Kinverjum að- stoðina við Júgóslava í stríðinu á Balkans- kaga, en Sargic ósk- aði eindregið eftir því að fara aftur til Kefla- víkur og fékk það í gegn. Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson Guðjón Þórðarson og Velimir Sargic ræða málin á Möltu, þar sem þeir hittust í fyrra er Guðjón var með íslenska landsliðið þar. Reuters Jóhann B. Guðmundsson, sem sést hér í leik með Watford á síðasta keppnistímabili, er í átján manna hópi liðsins, sem mætir Liverpool í dag. Heiðar Helguson er í byrjunarliði Wat- ford í fyrsta leik sínum með félaginu. 16 mörk og lagði upp níu mörk í 25 leikjum og vakti athygli margra liða, meðal annars Bordeaux í Frakklandi en úr varð að hann gekk til liðs við Watford. Heiðar lék tvö tímabil með Lilleström en þar áður með Þrótti í Reykjavík og Dal-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.