Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.2000, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari heldur með sveit sína á Evrópumótið í Króatíu ðir ekkert senda ný- liða á stórmót a séu tæpir vegna meiðsla kom aldrei tO greina að fá nýja menn í hópinn. Þá hefði ég einfaldlega þurft að skera meira niður. Við höfum ein- faldlega ekki úr mörgum leikmönn- um að velja. Evrópukeppni er miklu erfiðari heldur en heimsmeistara- keppni og það þýðir ekkert að senda neina nýliða á stómót. Hópunnn sem ég gat valið úr var ekki stór og fáir leikmenn sem komu til álita ut- an þeir sem ég var þegar búinn að velja. Eg tel að þetta sé besti hópur- inn.“ Veikir það landsliðshópinn að geta ekki notað Aron Kristjánsson ogBjarka Sigurðsson í keppninni? „Aron og Sigurður voru í leikjun- um í Makedóníu en þá var Dagur ekki með. Valdimar var heldur ekki með á móti Makedóníu en Bjarki lék í þeim leikjum. Það er slæmt að geta ekki notað fyrmefnda leikmenn. En það eru til leikmenn sem geta tekið við hlutverki þeirra." Það hlýtur að teijast áhyggjuefni hve fáa leikmenn þú gast hugsað þér aðfátil liðs við hópinn ? ÚRSLIT Knattspyrna England Bikarkeppnin, 4. umferð: Wolves - Sheff. Wed..............0:0 ■ Shef. Wed vann 4:3 í vítaspyrnukeppni. Bikarkeppni neðri deildar, 2. umferð: Oldham - Stoke...................0:1 Barnet - Reading.................1:2 Ítalía Bikarkcppnin, 8-liða úrslit, fyrri leikur: Feneyjar - Fiorentina............0:0 Körfuknattleikur Washington - Boston..........101:105 Atlanta - Milwaukee .........101:107 Philadelphia - New Jersey.....101:96 LA Lakers - Seattle ...........81:82 Golden State - Orlando.......113:100 NewYork-Detroit...............105:94 Charlotte - Toronto...........115:94 Minnesota - Indiana .........101:100 Dallas - Houston ............111:121 LA Clippers - San Antonio......93:99 „Þegar nokkrir eru meiddir er slæmt að hafa ekki úr fleiri leik- mönnum að moða. Það er bagalegt að hafa ekki nokkra leikmenn sem eru á þröskuldi þess að komast í hópinn, en það stendur vonandi til bóta. Eg nefni leikmenn 18 ára landsliðsins, en margir leikmenn liðsins eru þegar famir að spila í 1. deildinni. Þegar þessir leikmenn verða eldri verður úrvalið vonandi meira.“ íslenska liðið leikur þrjá erfíða leiki, gegn Svíum, Portúgölum og Rússum, á jafnmörgum dögum í upphafí móts. Ætiar þú að nota sama hópinn íþeim leikjum ? „Eg býst við að nota sömu leik- mennina í fyrstu leikjunum. Nú em leikmenn að búa sig undir að taka þátt í þremur leikjum á jafn mörg- um dögum. Síðan fáum við einn hvíldardag. Eftir þessa leiki kemur í ljós hve mikið við getum notað sama hópinn.“ ÞORBJÖRN Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, dró að til- kynna landsliðshópinn, sem keppir á Evrópumótinu í Króatíu, fram á síðustu stundu vegna meiðsla lykilmanna. Hann segir að þrátt fyrir meiðsli hafi ekki komið til greina að stækka þann hóp sem æfði fyrir keppnina þar sem hann hafi ekki haft úr mörgum leikmönnum að velja. Þorbjöm sagði ástæðu þess að hann ákvað að draga að velja hópinn á Evrópumótið í Króatíu þar til á mánudag þá að óvíst var hvort Þorsteinsson Valdimar Grímsson skrifar og Dagur Sigurðs- son yrðu leikfærir. Þegar þeir voru sagðir tilbúnir hafi hann ákveðið að velja Ragnar Ósk- arsson, sem var í 17 manna hópi, ekki til fararinnar. „Það sem var þyngst á metunum var að Ragnar er ekki nægilega góð- ur vamarmaður og að Dagur virðist búinn að ná sér og ég treysti honum til að leika þá leiki sem framundan eru. Þá hef ég leikmann eins og Sig- urð Bjamason, sem er vanur að leika á miðjunni og leysti það hlut- verk af hendi gegn Makedónum í fyrra, til þess að taka við af Degi. Þá er vel hægt að stilla Patreki Jóhann- essyni á miðjuna ef við mætum 6-0- vöm. Við höfum nokkra möguleika í stöðunni." Þú telur þig því hafa full not af leikmönnum eins og Degi Sigurðs- syni og Valdimari Grímssyni, sem hefur lítið leikið undanfarið, í keppninni? „Dagur á að vera búinn að ná sér af meislum í hné en Valdimar er ekki kominn í sitt besta form, eftir að hann fékk sýldngu í hné. Hann er svolítið þreyttur og við þurfum að sjá til hvemig honum reiðir af, en hann fær hvíld, eins og aðrir leik- menn, fram að keppninni. En ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af Vald- imari. Njörður Ámason hefur skilað hlutverki sínu í þeim leikjum sem hann hefur leikið í hægra hominu og það kemur okkur einfaldlega til góða þegar Valdimar fer að leika með okkur. Þó að nokkrir leikmenn Svíar líta á okkur sem tiltölulega auðvelda bráð íslendingar mæta Svíum í fyrsta leik í keppninni á föstudag. Ertu búinn að taka ákvörðun um hvemig liðið kemur til með að mæta heims- meisturunum? „Eg er ekki búinn að fastmóta leik okkar, en það getur vel farið svo Morgunblaðið/Sverrir Mikið mun mæða á landsliðsmönnum á Evrópumótinu í hand- knattleik, einkum þeim Julian Róbert Duranona og Degi Sig- urðssyni. Morgunblaðið/Gísli Þorsteinsson. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari íslands, og Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svía, hittust í Frakklandi fyrir skömmu. Þeir mætast á ný er landslið Svía og íslendinga etja kappi í fyrsta leik á EM í Króatíu. að við leikum 6-0-vöm gegn þeim eins og 3-2-1-vöm. Við náðum að spila okkur saman í tveimur æfinga- leikjum gegn Hafnarfjarðarúrvali og IBV en eigum enn eftir að leggja íyrir okkur hvemig við tökum á Svíum. Þeir em með reynslumikið lið og hafa spilað á móti mörgum varnarafbrigðum. Það skiptir því ekki höfuðmáli hvaða leikaðferð við notum heldur hvemig okkur tekst að verjast þeim. Aðalatriðið er að taka fyrir leikmenn sem geta unnið leiki fyrir þá á eigin spýtur, eins og Stefan Lövgren, Magnus Wislander og Magnus Andersson geta gert. Þessir leikmenn skipta miklu máli í leik þeirra og nauðsynlegt að stöðva þá.“ Nú gera Svíar ekki ráð fyrir að íslendingar verði ofariega á EM, ef marka má orð Bengts Johanssonar, þjáifara Svía, sem teiur að Danir og Sióvenar verði ofar okkur íriðlinum. Hvað fínnst þér um viðhorf sænska þjálfarans ígarð íslenska liðsins? „Ég held að það sé okkur í hag að Svíar geri ekki ráð fyrir mikilli mót- spyrnu af okkar hálfu. Þeir líta á okkur sem tiltölulega auðvelda bráð, enda hafa þeir alltaf unnið okkur. Þeir telja að engin breyting verði þar á. En við ætlum að reyna að koma þeim á óvart, enda höfum við engu að tapa.“ I KVOLD Handknattleikur 1. dcild kvcnna: Austurberg: ÍR - Víkingur ......20 KA-heimili: KA - Fram ..........20 Varmá: Afturelding - FH..........20 Körfuknattleikur 1. deild kvenna: Keflavík: Keflavík - KR.........20 1. deild karla: Vestmannaeyjar: ÍV - Breiðablik .20 Júgóslavía og Makedónía áfram Júgóslavar og Makedóníumenn urðu um síðustu helgi fyrstu þjóðirnar til að komast áfram úr forkeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik sem fram fer í Frakklandi á næsta ári. Þessar tvær grannþjóðir eru því meðal mögulegra andstæð- inga íslendinga í úrslitaumferð Evrópu næsta haust en Islending- ar og níu aðrar þjóðir sátu hjá í forkeppninni. Það eru einmitt lið- in sem taka þátt í úrslitum EM í Króatíu sem fara beint í þessa úr- slitaumferð, nema Svíar og Frakkar sem fara beint á HM sem heimsmeistarar og gestgjaf- ar. í úrslitaumferðinni verða tíu einvígi, heima og heiman, um jafnmörg sæti Evrópu á HM í Frakklandi. Liðin tíu sem sátu hjá dragast gegn hinum tíu sem komast áfram úr forkeppninni. Júgóslavía og Makedónía eru saman í riðli og hafa þar fullt hús stiga fyrir tvær síðustu umferð- irnar sem fram fara nú í vikunni og um helgina. Staðan í riðlum forkeppninnar er þessi: 1. riðill: Ungverjaland 6, Aust- urríki 5, Búlgaría 3, Litháen 2. 2. riðill: Tékkland 6, Slóvakía 4, Rúmenía 4, Italía 2. 3. riðill: Sviss 8, Hvíta-Rúss- land 4, ísrael 4, Georgía 0. 4. riðill: Júgóslavía 8, Makedón- ía 8, Grikkland 0, Belgía 0. 5. riðill: Pólland 7, Tyrkland 6, Holland 3, Lúxemborg 0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.