Morgunblaðið - 19.01.2000, Qupperneq 4
KÖRFUKNATTLEIKUR
Annað tap Lakers
á fjórum dögum
GARY Payton freistaði þess að
tryggja liði sínu, Seattle Sup-
erSonics, sigur á efsta liði
NBA-deildarinnar í körfuknatt-
leik, Los Angeles Lakers, upp
* á eigin spýtur er liðin mættust
í Kaliforníu í fyrrinótt. Payton,
leikstjórnandi Seattle, skoraði
sigurkörfuna úr þriggja stiga
skoti er tæpar sextán sekúnd-
ur voru til leiksloka. Leikar
fóru 82:81, gestunum í hag.
Stundum þegar ég einbeiti mér al-
farið að því að leita félaga mína
uppi eigum við erfitt uppdráttar. Ég
verð því að láta meira að mér kveða í
sókninni,“ sagði Payton, nafntogað-
ur varnarmaður. Þetta var fimmti
' sigur Seattle í röð, en þar áður tap-
aði liðið einmitt fyrir Lakers eftir að
hafa náð nítján stiga forskoti í þriðja
og næstsíðasta leikhlutanum.
Ron Harper, leikmaður Lakers og
fyrrverandi NBA-meistari með
Chicago Bulls, sem gætti Paytons á
lokamínútunum, komst ekki í gegn-
um hindrun, sem félagar Paytons
settu fyiir hann í aðdraganda sigur-
körfunnar. Payton fékk því ogið
skotfæri. „Ég tek sökina á mig. Ég
hræðist það ekki,“ sagði Harper.
„Ég hélt að hann myndi ekki taka
þriggja stiga skot, en hann gerði það
og hitti.“ Harper lýsti einnig
óánægju sinni með frammistöðu
nokkurra félaga sinna. „Ég legg mig
allan fram á hverju kvöldi. Ef við eig-
um að ná árangri verða allir að
leggja hönd á plóginn."
Los Angeles Lakers hafði sigrað í
fjórtán heimaleikjum í röð áður en
Seattle kom, sá og sigraði.
Sealy hetja Minnesota
Malik Sealy var hetja Minnesota
Timberwolves í sigri liðsins á Indi-
ana Pacers, efsta liði austurdeildar,
101:100. Sealy gerði sigurkörfuna úr
erfiðu færi handan þriggja stiga lín-
unnar um leið og leiktíminn rann út.
Minnesota, sem lék án helsta leik-
stjórnanda síns, Terrell Brandon,
virtist ekki eiga sér viðreisnar von
eftir að Mark Jackson, leikstjóm-
andi Indiana, skoraði af stuttu færi
er 1,7 sekúndur lifðu leiks. „Það er
kaldhæðnislegt að segja frá því að ég
átti að taka innkastið og gefa á Sam
Mitchell, en þar sem Sam hafði setið
á varamannabekknum dágóða stund
og var því stirður ákváðum við að
skipta um hlutverk," sagði Sealy.
Phills minnst með stórsigri
Leikmenn Charlotte Hornets
minntust látins fyrirliða síns, Bobby
Phills, með viðeigandi hætti á heima-
velli sínum í fyrrinótt í stórsigri á
Toronto, 115:94. Þetta var fyrsti
‘ leikur liðsins eftir fráfall Phills, sem
lést í bílslysi í síðustu viku. „Það er
ekki hægt að ætlast til þess að við
gleymum því sem gerst hefur, en
þetta er okkur mikil hvatning," sagði
Paul Silas, þjálfari Charlotte.
Steve Francis, nýliði Houston,
Gary Payton, leikstjórnandi Seattle, skorar án þess að Rick Fox hjá Los Angeles Lakers komi
vörnum við. Rashad Lewis stendur álengdar. Payton gerði sigurkörfu Seattle er tæpar sextán
sekúndur lifðu leiks.
skoraði 31 stig og gaf ellefu stoð-
sendingar er lið hans bar sigurorð
af keppinautum sínum í miðvestur-
riðli, Dallas Mavericks, 121:111.
Francis segist njóta góðs af leiðsögn
miðherjans Hakeem Olajuwons,
sem lék með Houston í fyrsta sinn
síðan í nóvember eftir að hafa jafnað
sig á brjósklosi. „Hann bendir mér
ávallt á að vera ákveðinn og hika
hvergi," sagði Francis um Ola-
juwon.
„Hann er svo hæíileikarfkur,"
sagði miðheijinn. „Svo virðist sem
hann eigi aldrei slæman leik. Ef það
hendir hann einhvem tíma yrði
frammistaða hans eflaust á við góðan
leik hjá flestum okkar.“
Viðureign Philadelphia og New
Jersey bar að stórum hluta merki
um óhóflega markaðsvæðingu NBA-
deildarinnar, allt þar til varnarjaxl-
inn Aaron McKie sannaði gildi varn-
arleiks er hann tryggði Philadelphia
Góður leikur Herberts
HERBERT Arnarson lék vel þegar lið hans, Donar Groningen,
vann góðan útisigur á Kroon, 67-82, í hollensku úrvalsdeildinni í
körfuknai tleik uni siðustu helgi.
Herbert skoraði 11 stig í leiknum og átti 10 stoðsendingar á sam-
heija sína. Donar er í 5.-7. sæti ásamt tveimur öðrum liðum þegar
tvær umferðir eru eftir af deildakeppninni en sex efstu liðin kom-
ast í úrslitakeppnina um hollenska meistaratitilinn.
sigur á síðustu andartökum leiksins.
Lokatölur urðu 101:96.
MiHjarðamennirnir féllu
í skuggann
Rúmlega tuttugu þúsund áhorf-
endur mættu í höllina í Philadelphia,
flestir til að berja einvígi heima-
mannsins Allen Iversons og Stephon
Marburys hjá New Jersey augum.
Þess í stað stal McKie senunni, þótt
tveir fyrsttöldu leikmennimir, sem
gerðu báðir samninga við félög sín að
andvirði rúmra fimm milljarða króna,
hafi báðir rofið þrjátíu stiga múrinn.
Tilraunir Marburys til að jafna
metin undir lok leiksins staðnæmd-
ust á McKie, sem vann boltann og
innsiglaði síðan sigur Philadelphia
með góðri körfu.
„Menn fá ekki fimm milljarða fyrir
að spila varnarleik," sagði McKie og
skírskotaði þannig í samningagerð
bakvarðanna tveggja, sem eyddu
lunganum úr leiknum eins fjarri hvor
öðmm og hægt var, áhorfendum til
mikils ama.
Óákveðið
með
Hauk Inga
TOM Nordlie, þjálfari
norska knattspymuliðsins
Válerenga, sagði í gær að
ekki hefði verið tekin
ákvörðun um hvort reynt
yrði að fá Hauk Inga
Guðnason til liðs við félag-
ið frá Liverpool.
Eins og áður hefur kom-
ið fram var Haukur hjá
norska félaginu við æfing-
ar í siðustu viku en hann er
farinn aftur til Liverpool.
„Ef við ætluni að kaupa
íslendinginn þurfum við að
fara til Englands og skoða
hann í leik með varaliði
Liverpool. en það hefur
ekki verið ákveðið enn,“
sagði Nordlie í viðtali á
heimasíðu Válerenga.
FOLK
■ MÍGUEL Angel Bríndisi frá Ar-
gentínu var í gær rekinn úr starfi
sem þjálfari spænska knattspymu-
félagsins Espanyol en liðið er í
harðri fallbaráttu. Við starfinu tek-
ur þjálfari varaliðs félagsins, Paco
Flores.
■ LEEDS United er að undirbúa
tilboð í Carl Cort, knattspymu-
manninn efnilega hjá Wimbledon
og talið er að félagið sé tilbúið að
greiða 900 milljónir króna fyrir
þennan efnilega sóknarmann.
■ BEN Thatcher, vamarmaðurinn
efnilegi hjá Wimbledon, er fótbrot-
inn og leikur ekki meira með liðinu í
ensku knattspymunni í vetur. Hann
var talinn eiga möguleika á að kom-
ast í landsliðshóp Englands fyrir
úrslitakeppni EM í sumar.
■ HELGI Sigurðsson var áberandi
í sóknarleik Panathinaikos þegar
liðið vann Panionios, 2:1, í grísku
knattspymunni í íyrrakvöld. Helgi
lagði upp tvö dauðafæri fyrir félaga
sína og hefði átt að fá vítaspymu
þegar hann var felldur, samkvæmt
grískum fjölmiðlum.
■ EDGARAS Jankauskas, einn
fremsti knattspymumaður Litháa
og helsti markaskorari Club Brug-
ge í Belgíu, hefur samið við Real
Sociedad á Spáni til hálfs fjórða árs.
■ BJÖRN Borg, tenniskappinn
frægi sem nú er 43 ára, var í fyrra-
kvöld útnefndur íþróttamaður ald-
arinnar í Svíþjóð af sænsku íþrótta-
forystunni. Skíðamaðurinn
Ingemar Stenmark varð annar og
síðan komu hnefaleikamaðurinn
Ingemar Johansson og borðtennis-
leikarinn Jan-Ove Waldner.
■ ROBERTO Di Matteo, ítalski
knattspymumaðurinn hjá Chelsea,
handleggsbrotnaði í leik liðsins
gegn Leicester um síðustu helgi og
verður frá keppni í sex vikur. Hann
lék brotinn síðustu 10 mínútur
leiksins.
■ UNNAR Sigurðsson, knatt-
spymumaður úr Tindastóli, æfir nú
með norska félaginu Strömsgodset,
sem féll úr úrvalsdeildinni í íyrra.
Unnar, sem er 24 ára vamarmaður,
skoraði 12 mörk íyrir Tindastól í 2.
deildinni í fyrra en hann hefur leikið
með Keflavík í úrvalsdeildinni.
■ MARK Draper, miðjumaður
enska knattspymuliðsins Aston
Villa, hefur verið lánaður til Rayo
Vallecano á Spáni út þetta tímabil.
■ REAL Madrid hefur lánað króa-
tíska landsliðsmanninn Robert
Jami til 2. deildarliðsins Las Pal-
mas tU vorsins.
4