Alþýðublaðið - 08.01.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.01.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBL AÐIÐ ^fgpreiÖísla. blaðsias er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 988. Auglýsisagum sé skilað þatsgað eða í Gutenberg i síðasta lagi k'. zo árdegis, þacn dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðsluanar, að minsta kosti ársfjótðuagslega. Bæjarsíminn. Fjöldi manns — að sögn mörg hundruð — líða mikinn baga við það, að geta ekki fengið síma. Og þeir sem hafa síma, líða líka við það, að ekki fá allir síma er vilja. Því því fleiri sem hafa það, því meiri þægindi við að hafa síma (nema fyrir dagblöðin, sem menn hringja upp til þess að spyrja frétta). Það hefir heyrst að iandsstjórn- in álíti að það séu nógu margir símar hér í Rvík, og að verðið sé sett upp til þess að þeir sem ekki hefðu hans verulega þörf segðu honum upp, enda segir í skjalinu frá stjórn bæjarsímans, að menn geti sagt símanum upp með mjög stuttum fyrirvara, og þurfi ekki að gera það með tilteknum tveggja mánaða uppsagnarfresti bundnum við ársfjórðungsmót. Hafi þetta verið tilgangur lands- stjórnarinnar, þá má segja að flest* ar ráðstafanir hennar séu viðlfka tilgangsmiklar. Að sögn eru menn sem bagalega vantar sfma, farnir að bjóða þeim er síma hafa 2 —300 kr. fyrir hvert símanúmer þeirra, svo það er vonlaust að nokkur maður segi sfmanum upp. Aanars má segja, að alt sé á sömu bókina lært íyrir landsstjórn- inni. Hún ætlaði sér að skamta fátækum almenningi hveiti og syk- ur úr hnefa, en láta efnamennina hafa nóg af þessum vörum, og nú mun hún hafa hugsað sér að „skamta" talsfmana á Ilkan hátt, láta það vera peningana sem ráða hverjir hafi þörf á talsíma, og hverjir ekki. En sem sagt: Hafi þetta verið ætlun stjórnarinnar, þá nær það ekki tilgangi sínum. Það segir enginn upp síma fyrir ekki neitt, ef hann getur afhent hann fyrir ærna peninga. í skjalinu frá stjórn bæjarsímans er meðal annars þessi lýsing á þvf, hve afskaplega símatæki þau eru úr sér gengin, sem landsstjórn- in álftur fullboðleg Reykvikinguro: „Að sambandi er oft slitið, kemur sumpart til af því, að gamla miðstöðvarborðið er farið að ganga úr sér, og smellur sá í eyrað, sem á að gefa sfmastúlkunni til kynna að númerið sem um er beðið sé „á tali" heyrist annaðhvort ails ekki eða þá svo illa að stúikan tekur ekki eítir þvf.“ „Það eru likar ástæður til þess að stundum tekur langsn fíma að losna úr sambandi — afhringing arspeldin falla oft ekki niður, eink- ft um begar sambandið er gegnum báðar miðstöðvar." Eftir þessar yfirlýsingar ætti að vera ljóst að það er óþarfi að vera að finna að við símameyj- arnar. Það er bersýnilegt, þó ekki væri af öðru en þessu, að afgreiðsl- an getur ekki verið sæmileg með núverandi tækjum, sem landsstjórn- in álítur boðleg, ekki aðeins fyrir það gjald sem áður hefir gilt, heldur álftur sér fært að hækka gjöldin um 5b°/o. Fyrir gott símasamband vilja Reykvfkingar vafalaust borga 100 kr. árlega, en er nokkuð vit að hækka gjöldin eftir því sem áhöld- in og þar af Ieiðandi afgreiðslan versnar ? Hve lengfi? Ávarp til Morgunblaðsins. (Morgunbi. hefir neitað að birta eftirfarandi grein. Nú vil eg biðja yður hr. ritstj. að veita henni rúm í Alþýðublaðinu.) „ Quo usque tandem abutere, Catilina*), patcentia nostra P Hve lengi ætlar Morgunblaðið að níð- *) Eg bið Catilina sálaða af- sökunar á því, að eg nefni nafn hans í þessu sambandi. ast á þolinmæði vorri? Hve lengi ætlar það að susa yfir oss óvita- vaðli þess andlega aukvisa, er kallast S. Þ.? Hvenær kemur sú tfð, að Mbl. fái skilið það, að ó- vitur maður og ósvífinn hefir ekki rétt til þess, að skrifa um vfsindi„ sem hann ber vitaniega ekki skyn á, — að honum má ekki leyfast að vaða botnlausan elginn meS gífuryrðum og stórum dómum um merka vísindamenn og tilraunir þeirra til þess að ráða gátur lífs- ins? (Sjá Mbl.: „Uppruni manns- ins“, og fleiri greinar óviturlegar eftir S. Þ.) Hvenær fær Mbl. skil- ið hvílík móðgun það er við les- endur þess að bera á borð fyrir þá það andlega ómeti, sem óvitinn S. Þ. setur samar. Hvenær fær það skilið þá ábyrgð og þær skyldur, sem hvíia á stærsta blaði landsins? Hvenær fær það skiliS að þvf ber skylda til þess að vera vel skrifað ? Hve lengi ætiar Morg- unblaðið að bregðast skyldunfc síiíum? Á þrettánda degi jóla 1921. Páll Vigfússon, €rlað símskeyti. Khöfn, 6. jan. lláðuneytisbreyting í Frakklandi. í París búast tnenn við breyt- ingum á ráðuneytinu. Annaðhvort- verður Leygues áfram, með breyttu ráðuneyti, eða Poincaré tekur a® sér að mynda stjórn. Frahkar reyðir. Parísarblöðin eru æf út af Reuterskeytinu, sem að viðurkenn- ir að Þýzkaland hafi fullnægt samn- ingunum og bera Bretum á brýn stefnu- og skilningsleysi á afvopn- uninni. Forsætisráðherrar bandamanna halda fund með sér f P^rís 19. þ. m. Borgarættin fyrsta kvikmyndin,, sem leikin hefir verið hér á landi, að sumu leyti af íslenzkum Ieik- urum, verður sýnd í fyrsta sinn § Nýja bió í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.