Morgunblaðið - 29.01.2000, Side 3

Morgunblaðið - 29.01.2000, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2000 B 3 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Þorkell istri: Ragnar Ólafsson, aðstoðarmaður landsliðsþjálfara, Staffan slustjóri GSl, og Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ. Hoddle knattspymu- stjóri Southampton GLENN Hoddle, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englendinga, var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Southampton. Hann tekur við af Dave Jones, sem fær tólf mánaða leyfi frá störfum. John Gor- man var ráðinn aðstoðarmaður Hoddles, en þeir störfuðu saman þegar Hoddle var með enska landsliðið. Rupert Lowe, stjórnarformaður félagsins, segir að Jones hefði verið niðurdreginn þegar honum var tilkynnt um þetta. „Ég talaði við Dave [Jones] í tvo klukkutíma í gærkvöldi og hann var að sjálfsögðu vonsvikinn og vildi halda áfram. Ég held við höfum gert rétt þegar við veittum honum 12 mánaða leyfi til að hreinsa mannorð sitt, sem ég er viss um að hann gerir.“ Jones hefur verið sakaður um misnotkun á börnum, en dæmt verður í máli hans á næstunni. KNATTSPYRNA Helgi orðinn lykilmaður hja Mainz Helgi Kolviðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er orðinn einn af lykilmönnum hjá þýska 2. deildarlið- inu Mainz - fær hann lofsamlega dóma hjá knattspyrnutímaritinu Kicker í úttekt blaðsins á liðinu eftir fyni hluta keppnistímabilsins í Þýskalandi. Sagt er að hann sé orð- inn lykilmaður í vörn liðsins og hefur fyllt skarð Júgóslavans Miroslav Tanjga. Helgi og Peter Neustádter hafl náð að mynda sterkan múr, sem erfitt sé að ráða við. Þá er Helgi einnig sterkur sem varnartengiliður og getur tekið þátt í sókn liðsins. Helgi er til fyrirmyndar inni á vellin- DAVID Moyes, knattspyrnustjóri Preston, lofar íslenska knattspyrnu- menn og segir að íslenska landsliðið sé á leið með að verða eitt af sterkari liðum í Evrópu. Moyes kveðst upp- rifinn af þeim fjölda íslenskra leik- manna sem hafa gert strandhögg í Englandi. Bjarki Gunnlaugsson, sem leikur undir stjórn Moyes, hefur ver- ið valinn í íslenska landsliðið eftir tveggja ára fjarveru. Moyes kveðst ánægður fyrir hönd leikmannsins um, þar sem hann leikur mjög agað og mikill baráttumaður. Helgi hefur leikið alla 17 leiki Mainz á tímabilinu og er fjórði hæsti leikmaður liðsins í einkunnagjöf Kicker. Mainz, sem byrjaði keppnistímabilið frekar illa, en náði að rétta úr kútnum og kom- ast í fjórða sæti eftir þrettán umferð- ir, en er nú í tíunda sæti eftir sautján umferðir, eða þegar keppni er hálfn- uð. Köln er í efsta sæti með 40 stig, Energie Cottbus er með 31 stig, en Mainz er í tíunda sæti með 22 stig. Keppnin í 2. deild hefst aftur í febr- úar og leikur Mainz sinn fyrsta leik á útivelli gegn Offenbach 12. febrúar. enda hafi landsliðið yfir að ráða fjöl- mörgum sterkum leikmönnum sem leiki víða um Evrópu. Moyes segir, á heimasíðu félags- ins, að Bjarki sé ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn sem hafi spreytt sig hjá Preston. Fyrir nokknim árum hafi félagið fengið Heiðar Helguson til æfinga. Þá hafi Heiðar verið 17 ára en snúið aftur til íslands. Segir Moyes að þar hafi félagið misst leik- manninn úr höndum sér. ■ BJARKI Gunnlaugsson gæti þurft að sitja á bekknum hjá Preston er liðið mætir Everton í fimmtu umferð ensku bikar- keppninnar um helgina. Preston lagði mikla áherslu á að halda Bjarka fyrir leikinn í stað þess að hann færi með landsliðinu í æf- ingaleiki á La Manga á Spáni. Búist var við að Bjarki yrði jafn- vel í byrjunarliði félagsins en nú er talið að hann vermi bekkinn. ■ GEORGE Graham, fram- kvæmdastjóri Tottenham, er á höttunum eftir Matt Holland, miðvallarleikmanni Ipswich Town, sem metinn er á um 400 milljónir ísl. króna. Graham vill styrkja leikmannahópinn en margt bendir til að Darren And- erton yfirgefi félagið er samning- ur hans rennur út í sumar. ■ RATI Alexidze, fyrirliði geor- gíska liðsins Dynamo Tblisi, segir að hann hafi fengið atvinnuleyfi í Bretlandi og gæti því hafi viðræð- ur við úrvalsdeildarliðið Chelsea. ■ NEWCASTLE hefur fest kaup á Diego Gavilan, nítján ára pilti frá Paragvæ, fyrir um 230 mil- ljónir ísl. __króna, en samningur hans er til þriggja og hálfs árs. Félag Gavilans í Paragvæ, Cerro Porteno, fær að auki greitt allt 150 milljónir ísl. króna frá Newcastle eftir því hvað hann mun_leika mikið með liðinu. ■ BÚLGARSKI landsliðsmaður- inn og miðvallarleikmaðurinn Mi- len Petkov hefur gert þriggja ára samning við AEK Aþena, sem Arnar Grétarsson leikur með. Petkov, sem er 26 ára, sem var orðaður við Celtie í Skotiandi sl. sumar, hefur verið fyrirliði CSKA Sofía. ■ SEPP Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, hefur gefið í skyn að Þýskaland sé í forystu í kapphlaupi sínu við Englendinga um að halda heims- meistarakeppnina í knattspyrnu árið 2006. „Þjóðverjar reka besta knattspyrnusérsamband heims um þessar mundir,“ sagði Blatter er hann var viðstaddur hundrað ára afmæli þýska knattspyrnu- sambandsins í gær. Lofsyngur íslenska leikmenn Engar líkur taldar á að steralyfið nandrolone berist í íþróttamenn úr matvælum Fæðubótarefni undir grun LYFJAMAL BRESKIR vísindamenn hafa nú útilokað að ástæða þess að stera- lyfið nandrolone hafi fellt svo marga íþróttamenn á síðustu miss- erum sé sú að efnið hafi borist I þá úr matvælum, s.s. kjöti, ávöxt- um og grænmeti. Þar með ertalinn avókadó-ávöxturinn, en hann hefur legið undir sérstökum grun um að vera uppspretta nandro- lones. Viðamiklar rannsóknir hafa ver- ið gerðar undanfarna mánuði í kjölfar þess að margir íþrótta- menn féllu á lyfjaprófi á síðasta ári vegna þess að hið ólöglega steralyf nandrolone fannst í líkama þeirra. Meðal þeirra eru Lindford Christ- ie, Merlene Ottey, Frank Bau- mann og Doug Walker. Á Bret- landseyjum einum féllu 17 íþróttamenn á síðasta ári á lyfja- prófi og voru dæmdir í keppnis- bann eftir að nandrolone fannst í líkama þeirra. Allir eiga íþrótta- mennirnir það sameiginlegt að geta enga skýringu gefið á því hvers vegna lyfíð fannst í sýnum þeirra, oft á tíðum í gífurlegu magni. Hafa sumir þeirra viljað kenna um matvælum, en nú hefur sú kenning verið útilokuð. Þess í stað gjalda sérfræðingar sérstak- an varhug við notkun ýmissa bæt- iefna, bæði duftefna og taílna, því í þessum efnum kann að finnast nandrolone þótt þess sé ekki getið í innihaldslýsingum. Einkum er varað við ýmsum gylliboðum frá fyrirtækjum sem selja á Netinu, því þar sé stundum verið að selja efni sem fáir þekki deili á og óljóst geti verið um framleiðsluaðila. „íþróttamenn eiga ekki að taka fæðubótarefni nema þeir hafi full- komna vitneskju um efnainnihald- ið,“ segir Vivian James, sem stjómaði rannsókninni. „Allir ættu að ráðfæra sig við lækna á þessu sviði áður en þeir láta ofan í sig einhver efni sem þeir þekkja ekki nákvæm deili á.“ David Morcroft, framkvæmdastjóri frjálsíþrótta- sambands Bretlands og fyrrver- andi heimsmethafi í 5.000 metra hlaupi, sagði að íþróttamenn ættu einfaldlega að sniðganga öll þessi efni, þau væru óþörf. Segja má að sprenging hafi átt sér stað í notkun nandrolones í lok árs 1998 og ekki síst á síðasta ári, því aldrei hafa verið greind eins mörg tilfelli þar sem nandrolone kemur við sögu, en efnið hefur hingað til ekki verið „vinsælt" hjá þeim sem á annað borð vilja fara ólöglegar leiðir við uppbyggingu líkama síns vegna íþrótta. Var það ein ástæða þess að rannsókninni var ýtt úr vör. Breska frjálsíþróttasambandið hafði frumkvæði að henni til þess að hafa einhver áreiðanleg gögn í höndunum ef til lögsóknar íþrótta- manna vegna keppnisbanns skyldi koma. Eru menn minnugir þess er sambandið stóð uppi varnarlaust í máli sem hlaupakonan Diana Mondal höfðaði gegn fyrrverandi frjálsíþróttasambandi landsins vegna keppnisbanns sökum lyfja- neyslu. Það mál vann Mondal vegna slakrar málsmeðferðar sam- bandsins og í framhaldi af því var sambandið úrskurðað gjaldþrota. Hingað til hefur verið talið að mannslíkaminn framleiddi ekki nandrolone. Allt frá því að það var framleitt fyrst á efnafræðistofu í Hollandi hefur það verið notað við ýmsar lækningar s.s. til þess að byggja upp líkama manna eftir erfiða sjúkdóma, vegna beinþynn- ingar eftir tíðahvörf og við brjóstaki-abba eftir tíðahvörf svo fátt eitt sé nefnt. Hins vegar segir í skýrslunni að ekki sé hægt að útiloka að líkaminn geti framleitt þetta efni, en ítarlegri rannsóknir þurfi til að leiða það í ljós og um leið hvort hann geti framleitt eins mikið af þessu efni og fundist hef- ur í nokkrum íþróttamönnum. Þar sem langt er um liðið síðan efnið var fundið upp eru öll einkaleyfi útrunnin og því getur nú hver sem er framleitt það sem á annað borð hefur tæki til. „Framleiðsla og sala á fæðubót- arefnum er stór atvinnugrein og margar vörur eru ekki undir neinu eftirliti, þannig að menn eru oft ekki vissir um hvað þeir eru að kaupa og láta ofan í sig,“ segir Michelle Verroken, einn frammá- manna í lyfjanefnd breska íþrótta- sambandsins. Hvatti hún framleið- endur til að koma böndum yfir framleiðsluaðila sem hefðu hugs- anlega óhreint mjöl í pokahorninu. Eftir því sem fram kemur í frétt BBC á Netinu er áætluð velta í sölu bætiefna 1 heiminum um 350 milljarðar ár hvert. Þá kemur fram að salaþessara efna í Banda- ríkjunum hafi aukist um 1.000 prósent á milli áranna 1998 og 1999. Er það einkum rakið til þess að ein mesta hetja hafnaboltans þar í landi, Mark McGwire, viður- kenndi notkun bætiefnis sem inni- héldi m.a. bannað steralyf, and- rostenedione. Það er á lista Alþjóða ólympíunefndarinnar yfír ólögleg lyf, en lögsaga nefndarinn- ar nær ekki til hafnaboltamanna í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.