Morgunblaðið - 29.01.2000, Síða 4
Engin vettlingatök
Ólafur Stefánsson hefur gefið
flestar stoðsendingar allra
leikmanna á Evrópumóti
landsliða í handknattleik í
Króatíu. Hér sækja varnar-
menn Slóvena hart að honum.
Utreið
S hjá Þjóð-
í verjum
ÞJÓÐVERJUM hefur líkt
og Islendingum gengið af-
leitlega á Evrópumótinu í
Króatíu - mátt þola verstu
útreið sem nokkurt þýskt
lið hefiir fengið á stórmóti.
Tvö jafntefli í fimm leilq-
um. Landsliðsþjálfarinn
Heine Brandt hefur sagt að
hann muni láta nokkra leik-
menn fjúka og gera breyt-
ingar. Það getur farið svo
að hann kalli á hinn 39 ára
Pólverja Bogdan Wenta aft-
ur í landsliðshópinn, en
Wenta get ekki leikið með í
Króatíu vegna meiðsla.
Brandt hefúr verið gagn-
rýndur fyrir slakan undir-
búning og að liðið leiki afar
slakan sóknarleik sem fyrr
I- engin leikkerfi og þá eru
upphlaup liðsins afar tilvilj-
unarkennd. Þá brást varn-
arleikurinn, sem hefur ver-
ið eitt sterkasta vopn
Þjóðverja, algjörlega í EM
og markvarslan var eftir
s því; slök.
Þó svo að Brandt segist
ætla að gera miklar breyt-
ingar, sjá menn ekki þær
breytingar fyrir sér. Ástæð-
an er einfaldlega sú að
bestu handknattleiksmenn
Þýskalands léku í Króatíu.
Morgunblaðið/Ásdís
Ólafur með
flestar stoð-
sendingar
ValurB.
Jónatansson
skrifarfrá
Zagreb
ÓLAFUR Stefánsson er með
flestar stoðsendingar allra I
mótinu eftir riðlakeppnina.
Hann hefur gefið 15 stoðsend-
ingar í fimm leikjum, eða þrjár
að meðaltali í leik.
Næstur honum kemur Svíinn
Staffan Olsson með 13 stoð-
sendingar, Carlos Resende, Portú-
gal og Magnus
Andersson, Svíþjóð,
eru með 10 stoð-
sendingar hvor.
Næstur íslendinga
á listanum kemur Patrekur Jó-
hannesson í 12. sæti með 6 stoð-
sendingar.
Patrekur grófastur
Patrekur Jóhannesson er gróf-
asti leikmaður Evrópumótsins
samkvæmt tölfræði mótshaldara.
Hann hefur sex sinnum verið rek-
^inn út af í tvær mínútur, einu sinni
verið útlokaður - fengið rauða
spjaldið og fjórum sinnum áminn-
tur - fengið gula spjaldið. Næstur
honum kemur Norðmaðurinn
Preben Vildalen með átta brottvís-
anir. Rúnar Sigtryggsson er í
tíunda sæti á þessum lista, með
þrjár brottvísanir í jafnmörgum
leikjum.
Valdimar fjórði
markahæstur
Valdimar Grímsson er í fjórða
sæti yfir markahæstu leikmenn
mótsins - hefur skorað 32 mörk.
Carlos Resende frá Portúgal og
Oleg Velykyy frá Ukraínu eru
markahæstir með 35 mörk. Prakk-
inn Patrick Cazal er í þriðja sæti
með 33 mörk. Ólafur Stefánsson er
í 20. sæti yfir markahæstu menn,
með 19 mörk. Valdimar hefur
69,57% skotnýtingu, eða 32 mörk
úr 46 skottilraunum. Enginn af
vai imi iciivui iiiii au iivyiija
10 mörk sem liðið fékk
á sig að meðaltali
Hér sést hvað íslenska landsliðið í handknattleik
hefur fengið mörg mörk á sig að meðaltali í leik
í stórmótum sem það hefur tekið þátt í frá 1992
1992
L. B-keppni
— íAusturríki
1992
ÓLf
Barcelona
1993
HMí
Svíþjóð
1995
HM á
islandi
Meðaltal:
22,4 mörk
mork
1997
HMí
Japan
2000
EMí M
Króatiu —
þeim sem eru fyrir ofan hann á
listanum er með betri skotnýtingu.
Svensson besti
markvörðurinn
Sænski markvörðurinn Thomas
Svensson hefur varið flest skot
allra í keppninni. Hann er með 45
varin skot af 99 sem hann hefur
fengið á sig í fjórum leikjum. Þetta
er 45,45% markvarsla. Guðmundur
Hrafnkelsson er í 16. sæti á listan-
um með 41 skot varið af þeim 139
sem hann hefur fengið á sig. Það
er 29,50% markvarsla.
Portúgalar sækja
fyrstir um HM 2003
PORTÚGALIR eru fyrsta þjóðin sem sækir um að halda heimsmeist-
arakeppnina i handknattleik árið 2003. Forráðamenn handknattleiks-
sambands Portúgal héldu kynningu þess efnis í Zagreb í gærkvöldi, þar
sem íþróttamálaráðherra landsins var meðal gesta.
Martin Bruno, markvörður
þýska liðsins Wuppertal og þýska
landsliðsins, hefur varið flest víta-
skot allra markvarða í keppninni.
Hann hefur varið sjö víti af þeim
15 sem hann hefur reynt við, sem
er 46% árangur. Guðmundur
Hrafnkelsson er í 14. sæti á þess-
um lista með 3 víti varin í keppn-
inni, en hann hefur reynt sig við
17 víti og hefur því varið 17,65%
þeirra.
íslenska liðið
næstgrófast
íslenska liðið er í næstneðsta
sæti á háttvísilistanum, Fair Play.
Liðsmenn hafa fengið 16 áminn-
ingar, 26 brottvísanir (tvær mín.)
og einu sinni útilokun - rauða
spjaldið.
í neðsta sæti á listanum er Port-
úgal með 16 áminningar, 26 brott-
vísanir og tvær útilokanir. Svíar
eru hins vegar með prúðasta lið
keppninnar, hafa fengið 16 áminn-
ingar og 14 brottvísanir í þessum
fimm leikjum riðlakeppninnar.
Yoonog
Gummersbach
KYUNG-Shin Yoon, landsliðsmað-
ur Suður-Kóreu, og aðalstjarna
Gummersbach - einn albesti hand-
knattleiksmaður heims, trúði ekki
sínum eyrum þegar blaðamaður
þýska blaðsins Express tilkynnti
honum stöðu mála hjá Gummers-
bach, en Yoon er um þessar mund-
ir staddur í Asíu þar sem hann
leikur með S-Kóreu um sæti á Ól-
ympíuleikunum.
Hann segist ætla að spila með
Gummersbach fram í rauðan dauð-
ann - „þar til ekkert er eftir,“ eins
og hann orðaði það.
Þessi hugsunarháttur hans sýnir
enn og aftur hvað hann er traustur
liðsmaður, eins og þegar hann
samdi á ný við Gummersbach, sem
var þá með slæma fjárhagsstöðu,
þrátt fyrir að öll ríkustu lið Þýska-
lands hafi gert honum mun betri
tilboð.
HANDKNATTLEIKUR/EM í KRÓATÍU