Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.2000, Blaðsíða 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR Knattspyma Afríkukeppni landsliða 1. riðill: Ghana - Fílabeinsströndin............0:2 Kamerún - Togo.......................1:0 Staðan Kamerún....................3 1 1 1 4:2 4 Ghana......................3 1 1 1 3:3 4 Fflabeinss.................3 1 1 1 3:4 4 Togo .....................3 1 1 1 2:3 4 ■Kamerún og Ghana eru komin í 8-liða úrslit. 2. riðill: Alsír - Gabon........................3:1 S.Afríka .................2 2 0 0 4:1 6 Alsír ....................2 1 1 0 3:1 4 RD Kongó...................2 0 1 1 0:1 1 Gabon......................2 0 0 2 2:6 0 ■Suður-Afríka er komin í 8-liða úrslit. 3. riðill: Egyptaland - Senegal.................1:0 Zambía - Burkina Faso ...............1:1 Egyptaland - Burkina Faso............4:2 Zambía - Senegal ....................2:2 Staðan: Egyptaland.................3 3 0 0 7:2 9 Senegal....................3 1 1 1 4:3 4 Zambía.....................3 0 2 1 3:5 2 Burkina P1.................3 0 1 2 4:8 1 ■Egyptaland og Senegal eru komin í 8-liða úrslit. 4. riðill: Nígería - Kongó......................0:0 Túnis - Marokkó......................0:0 Staðan: Nígería....................2 1 1 0 4:2 4 Marokkó....................2 1 1 0 1:0 4 Kongó......................2 0 1 1 0:1 1 Túnis......................2 0 1 1 2:4 1 Holland Urvalsdeildin: MW Maastricht - Roda.................0:0 ■Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með MW. Frakkland Auxerre - Bordeaux...................1:0 Mónakó - Paris SG....................1:0 ■ David Trezeguet skoraði sigurmark Mónakó sem er komið með yfirburðastoðu, hefur 52 stig en Auxerre er með 42 stig í öðru sæti. Spánn Bikarkeppnin, 3. umferð, siðari leikir: Celta Vigo - Espanyol ..............0:1 (Espanyol áfram, 3:1 samanlagt) Villarreal - Compostela ............3:0 (Jafnt, 3:3. Compostela áfram eftir vítaspyrnukeppni) England 2. deild: Chesterfield - Gillingham...........0:0 Oxford - Preston...................0:4 Scunthorpe - Wrexham ...............0:2 3. dcild: Mansfield - Brighton ...............1:0 Vináttuleikur Celtic - Bayern Miinchen...........1:2 Burchill 67. - Elber 13., Fink 44. Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Miami - Detroit..................104:82 Minnesota - Sacramento ..........105:90 Orlando - Phoenix...............113:117 Denver - Philadelphia.............83:80 Vancouver - Milwaukee.............87:92 Kraftfyftingar íslandsmótið í bekkpressu fdr fram í htísakynnum Kraftvóla hf. 29. janúar. FLOKKUR 67,5 kg Halldór Júlíusson................50 FLOKKUR 75 kg Karl Sædal......................140 Þór Þráinsson...................120 Leifur Leifsson.................120 FLOKKUR 82,5 kg Domenico Alex Gala ...........162,5 Vilhjálmur Páll Bjarnason.......140 FLOKKUR 90 kg Jimmy R. Routhley ..............175 Axel Heiðar Guðmundsson ........170 Freyr Bragason................162,5 Sofanías Eggertsson ............140 Magnús Guðjónsson...............105 FLOKKUR 100 kg Björgúlfur Stefánsson...........220 Davíð Örn Auðbergsson...........145 FLOKKUR 110 kg Jón Bjöm Bjömsson.............182,5 Flosi Jónsson ..................180 Bjarki Þór Sigurðsson ........177,5 Bragi Páll Bragason.............176 Þorbjörn Þorbjömsson ...........170 FLOKKUR 125 kg Auðunn Jónsson..................240 Ingvar Ingvarsson...............190 Eiríkur Einarsson ..............150 FLOKKUR +125 kg Jón B. Reynisson................255 Hjalti Ámason.................237,5 Magnús Ver Magnússon ...........235 Grétar Hrafnsson................175 KVENNAFLOKKAR: FLOKKUR 56 kg Sif Garðarsdóttir..............57,5 FLOKKUR 60 kg Jóhanna Eiríksdóttir...........72,5 í KVÖLD Handknattleikur 1. deild kvenna: Austurberg: ÍR - Valur..............20 Ásgarður: Stjarnan - Haukar ........20 Framhús: Fram - UMFA ...............20 Seltjarnarnes: Grótta/KR - FH.......20 Víkin: Víkingur - ÍBV ..............20 1. deild karla: Vestm.eyjar: ÍBV - FH ..............20 Jóhanna tvíbætti íslands- metið JÓHANNA Eiríksdóttir gerði sér lítið fyrir og' tvíbætti Islands- metið í bekkpressu á meistara- mótinu um sl. helgf. Jóhanna lyfti fyrst 65 kg, sfðan 68,5 kg, sem er Islandsmet. Hún gafst ekki upp, lét setja 72,5 kg á slána og lyfti henni, en mistókst síðan í aukatilraun við 75 kg. Björgúlfur Stefánsson varð sigurvegari í 100 kg flokki. Hann byrjaði á að lyfta 205 kg, lyfti svo 220,5 kg og bætti þar með íslandsmet Jóns Gunnars- sonar um hálft kfló. í þriðju til- raun reyndi Björgúlfur svo við 225 kg og fór með þá þyngd langleiðina upp. Auðunn Jónsson hefur undan- farin ár setið eftir í bekkpress- unni en verið að bæta sig í hin- um greinum kraftlyftinga. Hann var mættur tii Ieiks í 125 kg flokki til að bæta þar úr og byij- aði á að lyfta 220 kg og svo 240 kg. Auðunn reyndi síðan við Is- landsmet, 252,5 kg, en mistókst. Hann sigraði þó örugglega í flokknum. Annar varð Ingvar Ingvarsson, lyfti mest 190 kg. Auðunn Jónsson náði ekki að setja íslandsmet í bekkpressu. KNATTSPYRNA Þaðer ímörg hom aðlíta Skúli Urtnar Sveinsson skrifar frá Spáni Það er í mörg hom að líta þegar búa þarf landslið út til eins og Norðurlandamótið knattspyrnu, ekki síst þegar það fer fram fjarri heimahögum. Gríð- arlega mikill farang- ur fylgir hverju Uði og t.d. höfðu Norðmennirnir það þannig að þeir sendu vöruflutninga- bíl frá Ósló til Kaupmannahafnar í síðustu viku og þaðan til La Manga. Fór hann með með búninga liðanna, auglýsingaskilti og annað þannig að ferðalag landsliðanna varð þægi- legra fyrir vikið. Til að gefa dæmi um hvað fylgir ís- lenska landsliðinu í La Manga þá segir Sveinbjöm Sveinbjörnsson, liðsstjóri þess, að hann sé með um 150 galla fyrir leikmennina. Hér er átt við keppnisbúningana, utanyfír- galla, æfingapeysur og buxur og þar sem tvær æfingar era á dag þarf tvöfalt sett af þessu. Þá er einnig um að ræða sérstök íþróttaföt sem leik- menn eru í þegar þeir eru inni á hót- eli og svo framvegis. Þetta þarf síðan allt að þvo jöfnum höndum. Sveinbjörn gerir raunar meira en að hugsa um búningana og það em ólíklegustu verkefni sem hann fær upp í hendurnar. Á seinni æfingunni á sunnudag var hann til dæmis í splunkunýjum fótboltaskóm sem hann var að ganga til fyrir Pétur Hafliða Marteinsson. Þetta er fyrsta ferð Sveinbjörns sem liðsstjóra með A-landsliði karla en hann kom til starfa með því er Atli Eðvaldsson tók við þjálfun landsliðs- ins af Guðjóni Þórðarsyni fyrir nokk- ur. Áður hefur Sveinbjörn unnið með Atla hjá Fylki, 21 árs landsliðinu og KR. Morgunblaðið/Kristinn Sveinbjörn Sveinbjörnsson liðsstjóri hugar að búningum landsliðsins á milli æfinga. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 C 3 ÍÞRÓTTIR Morgunblaðið/Golli Slasaðist íhvfld ERIK Hoftun, landsliðsmaður Norð- manna í knattspyrnu, hefur verið sendur heim frá La Manga. Hann meiddist á óvenjulegan hátt, á meðan hann lá fyrir og hvfldi sig á herbergi sínu. Hoftun reis upp við dogg, en fékk um leið á sig slæman hnykk og var ekki leikfær gegn íslandi á mánu- dag af þeirn sökum. Nils Johan Semb landsliðsþjálfari taldi ekki frekari not fyrir Hoftun á mótinu og sendi hann heim með næstu flugvél. Stormur haml- aði för Völu STORMVIÐRI á Eyrarsundi kom í veg fyrir að Vala Flosadóttir stangar- stökkvari keppti á alþjóðlegu móti í Vínarborg í gær, en henni hafði fyrir nokkru verið boðið til mótsins. Reynd- ar lægði storminn er leið á daginn en þá komust stangir hennar ekki með þeirri ferð sem bauðst og því ákvað hún að sleppa förinni, að sögn Vésteins Hafsteinssonar, verkefnisstjóra Fijáls- íþróttasambandsins. Ekki þjónaði neinum tilgangi að fara til móts án stanganna. Vala keppir á þremur sterkum al- þjóðlegum mótum í Frakklandi og Sví- þjóð á næstunni. Þrír ættliðir í íslensku landsliði ÞEGAR Þórhallur Hinriksson úr KR lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Norð- mönnum á La Manga í fyrradag varð hann þriðji ættliðurinn til að leika með íslenska knattspyrnulandsliðinu. Afi hans, Þórhallur Einarsson, lék fyrsta landsleik Islands, gegn Dönum árið 1946, og faðir hans, Hinrik Þórhalls- son, lék tvo landsleiki, árin 1976 og 1980. KNATTSPYRNA Aukin samkeppni hjá Guðmundi í Geel í Belgíu MIKLAR breytingar hafa orðið í herbúðum belgíska liðsins KFC Verbroedering Geel, sem Guðmundur Benediktsson leik- ur með. Þjálfari liðsins var látinn víkja í síðustu viku og for- ráðamenn liðsins eru sagðir hafa komið á samstarfi við ung- verska liðið MTK Búdapest sem felur í sér að fjöldi ungverskra leikmanna er á leið tii Geel. Guðmundur Benediktsson sagði í samtali við Morgunblaðið að einn ungverskur leikmaður hefði ver- ið hja* félaginu en fjórir til viðbótar væra komnir til Geel og hefðu þeir leikið með liðinu í 3:0-sigurleik gegn Lokeren um síðustu helgi. Þá væri von á fjórum Ungveijum til liðsins næstu tveimur mánuðum. Hann sagði að nokkrir leikmenn liðsins hefðu þurft að víkja fyrir ungversku leik- mönnunum og væru látnir æfa með b-liði Geel. Hann sagðist ekkert hafa rætt við forráðamenn félags- ins um framtíð sína hjá félaginu, en hann væri að koma sér í leikform eftir að hafa legið í flensu í hálfan mánuð og ekki leikið með liðinu að undanförnu. „Ég hef ekkert rætt við þá en ætla að einbeita mér að því að koma mér í form. Það er mikil óánægja meðal leikmanna liðsins með stöðu mála enda gert ráð fyrir að einhverjir verði látnir hliðra til fyrir Ungverjunum. Ég ætla að sjá til en ef ég næ ekki að festa mig í sessi í liðinu ætla ég að skoða mín mál.“ Guðmundur, sem var leigður frá KR fram í vor, sagði að margt væri skrafað um innan fé- lagsins um samskipti þess við ung- verska liðið og að því væri jafnvel haldið fram að MTK Búdapest hefði keypt meirihluta í Geel en því hefði forseti belgíska liðsins neitað. Hins vegar hefði það vakið athygli að ungverskir forráðamenn MTK hefðu sést á öllum leikjum Geel að undanförnu. Geel er í næstneðsta sæti í 18 liða 1. deild. KÖRFUKNATTLEIKUR/NBA-DEILDIN Hardaway kom, sá og sigraði PENNY Hardaway hlaut óblíðar móttökur í fyrstu heimsókn sinni til Orlando eftir að hann yfirgaf körfuknattleikslið heimamanna í NBA-deildinni. Eigi að síður gerði hann 21 stig fyrir lið sitt, Phoenix Suns, sem fór með sigur af hólmi, 117:113. etta er aðeins hluti leiksins. Ég gat lítið gert við þessu og ein- beitti mér því að því að hjálpa liði mínu við að knýja fram sigur,“ sagði Hardaway um framkomu áhorfenda, sem bauluðu á leikmanninn í hvert sinn sem hann snerti boltann. Orlando var fyrsta liðið í NBA- deildinni, sem Hardaway lék með. Hann gekk til liðs við Phoenix síðast- liðið sumar vegna leikmannaskipta Orlando og Phoenix. Hardaway er nýbyrjaður að leika á ný með liði sínu, en hann missti af 21 leik vegna meiðsla, reif vöðva í hægri fæti. „Mér féll þetta þungt í fyrstu, en þannig era kaupin á eyrinni. Ég lærði margt þegar ég lék hér, sér- staklega fékk ég ýmis holl ráð til að bregðast rétt við mótlæti. Ég beitti þessum ráðum núna,“ sagði Har- daway. Clifford Robinson gerði 28 stig fyrir Phoenix og leikstjómandinn snjalli Jason Kidd skoraði tuttugu stig auk þess að gefa fjórtán stoð- sendingar. Darrell Armstrong var atkvæða- mestur leikmanna Orlando, skoraði 26 stig og gaf 11 stoðsendingar. Heimamenn lentu 25 stigum undir, en klóruðu í bakkann áður en Phoen- ix-liðið greiddi Flórídabúunum rot- höggið. „Það er ávallt sætt að vinna sigur á gömlu liði sínu, sérstaklega í fyrsta sinn sem maður mætir því,“ sagði Hardaway. Ásamt Shaquille O’Neal leiddi hann Orlando Magic til úrslitaleikja NBA-deildarinnar árið 1995, en þar biðu þeir félagar skipbrot gegn Hou- ston Rockets og töpuðu öllum fjórum leikjum sínum við Texasbúana. Stjóm Orlando og stuðningsmenn liðsins voru hins vegar ekki ánægðir með yfii’lýsingar Hardaways þess efnis að væntingar, sem gerðar voru til hans er O’Neal yfirgaf liðið, væru ósanngjamar. Hardaway gagnrýndi einnig háttalag eiganda Orlando-liðsins, Rick DeVos, sem hann sagði hafa vanmetið sig og að lokum neytt sig til að yfirgefa félagið. I stað þess að eiga á hættu að missa Hardaway úr borginni samn- ingslausan, skipti Orlando honum til Phoenix fyrir Pat Garrity, Danny Manning og tvo valrétti í fyrstu um- ferð háskólavalsins. Skiptin voru hluti af uppstokkun Orlando, sem m.a. var til þess fallin að auka rými undir launaþaki liðsins. Svo gæti farið að félagið fengi tíu hagstæða valrétti í háskólavalinu næsta sumar og einnig er mögulegt að staða liðsins verði nógu sterk til að semja við einn eða tvo sterka leik- menn með lausa samninga. Þessa uppstokkun gagnrýndi Hardaway og hefur viðhorf hans vakið hörð viðbrögð hjá mörgum stuðningsmönnum Orlando Magic, sem m.a. sýndu það með fjandskap sínum í fyrrinótt. ■ ARNAR Gunnlaugsson skoraði fyrir varalið Leicester, sem gerði 2:2 jafntefli við Chelsea í fyrrakvöld. ■ LEICESTER mætir Aston Villa í seinni leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins í kvöld. Vonir Am- ars um að vera í byrjunarliðinu hafa glæðst aðeins þar sem Tony Cottee, sem átti að spila á ný eftir mánaðar- hlé, er með heiftarlega sýkingu í auga og verður tæpast leikfær. ■ KRISTJÁN Sigurðsson kom inn á sem varamaður um miðjan síðari hálfleik hjá varaliði Stoke, sem gerði 1:1 jafntefli við Port Vale í fyrrakvöld. Kristján er bróðir Lár- usar Orra Sigurðssonar, sem eitt sinn lék með Stoke en er nú í her- búðum WBA. ■ GIANLUCA Vialli, knattspyrnu- stjóri Chelsea, verður í leikmanna- hópi liðsins sem tekur þátt í Meist- aradeild Evrópu þegar hún hefst að nýju. Vialli lék síðast með Chelsea gegn Derby í maí sl. Hann getur þó ekki verið í leikmannahópi Chelsea í fyrsta leik keppninnar að loknu hléi því hann á eftir að taka út leikbann í framhaldi af brottrekstri af vara- mannabekknum í leik í keppninni fyrirvetrarleyfi. ■ HERBERT Amarson skoraði 12 stig fyrir Donar Groningen sem tapaði fyrir Image Center Werk- endan 64:63 í úrslitakeppni sex efstu liða í 1. deildinni í Hollandi. ■ GUÐJÓN Þórðarson knatt- spymustjóri Stoke bar Mick Fletcher, dómara í leik Stoke og Bumley um síðustu helgi, ekki vel söguna og taldi að sitt lið hefði átt að fá tvær vítaspymur í lok leiksins. Hann sagði að enska knattspymu- sambandið ætti að gefa meiri gaum að dómurum sem dæmdu í deildinni. ■ BENGT Johansson, þjálfari sænska landsliðsins í handknattleik, átti fullt í fangi með að taka við ham- ingjuóskum, svara símtölum og lesa heillaskeyti í kjölfar þess að lands- liðklvarði Evróputitilinn í Krúatiu. ■ SÍMINN hjá Bengt byrjaði að hringja strax klukkan sex um morg- uninn daginn eftir úrslitaleikinn og hann var enn að taka við hamingju- óskum er hann kom til Haimstad í Svíþjóð 18 tímum síðar. Göran Persson, forsætisráðherra, og Ul- rica Messing, íþróttamálaráðheraa, voru meðal þeiraa sem óskuðu þjálfaranum til hamingju. ■ DANNY Wilson knattspyrnu- stjóri Sheff. Wed. hefur verið valinn knattspymustjóri janúar í úrvals- deildinni í Englandi. Undir hans stjórn náði liðið að komast af botni deildarinnar með því að vinna Tott- enham, Bradford, gera jafntefli við Arsenal og vinna Woives í bikar- keppninni. ■ GUUS Hiddink hefur verið ráðinn þjálfari hjá Reai Betis á Spáni. Hann tekur við starfi Carlos Grig- uol, sem var rekinn. Hiddink var áð- ur landsliðsþjálfari Hollands og um tíma þjálfari hjá Real Madrid en var vikið úr starfi. ■ FRANCK Leboeuf, franski vam- armaðurinn hjá Chelsea, hefur ver- ið úrskurðaður í tveggja leikja bann af enska knattspymusambandinu. Leboeuf steig á Harry Kewell, leik- mann Leeds, eftir að hafa brotið á honum öðru sinni í leik liðanna fyrir skömmu og fengið að líta rauða spjaldið. ■ LEBOEUF, sem viðurkenndi brot sitt þegar hann var kallaður fyrir aganefndina, missir af bikarleik Chelsea gegn Gillingham 19. febr- úar og af deildaleik gegn Watford 26. febrúar. ■ HÉÐINN Gilsson er meiddur á hásin og gat ekki leikið með Dor- niagen á æfingamóti í handknatt- leik í Toulouse í Frakklandi um síð- ustu helgi. Dormagen tapaði fyrir frönsku liðunum Istres og Toulouse en vann landslið Alsír, 21:20, í fram- lengdum leik um 5. sætið. AP Karl Malone, framherji Utah Jazz í NBA-deildinni, skorar körfu án þess að Terrell Brandon, leikmaður Minnesota, komi nokkr- um vömum við f leik liðanna aðfaranótt sunnudags. Með þess- ari körfu komst Malone yfir þrjátíu þúsund stig á ferli sínum. Fram að því höfðu aðeins þeir Wilt Chamberlain og Kareem Abdul-Jabbar rofið múrinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.